Færsluflokkur: Bush
fim. 18.1.2007
Bush lofar að reyna að virða sum lög
Það er til marks um hversu langt Bush stjórnin hefur gengið í því að misbjóða lögum og rétti að það skuli þykja fréttir að forsetinn ætli sér að fara að lögum. En það er akkúrat það sem gerðist í dag! Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, lýsti því yfir að stjórnin hefði látið til leiðast og ætlaði sér héðan í frá að fara að landslögum þegar kæmi að því að njósna um símtöl bandarískra ríkisborgara...
Attorney General Alberto Gonzales told the leaders of the Senate Judiciary Committee that the Foreign Intelligence Surveillance Court, created by the Foreign Intelligence Surveillance Act [FISA] of 1978 to supervise anti-terrorism wiretapping within the United States, will supervise the eavesdropping operations from now on.
Fyrir skemstu reyndi forsetinn og hans menn að halda því fram að FISA dómstóllinn væri alveg hræðilega óþjálft skriffinskubákn sem gerði að verkum að njósnarar ríkisstjórnarinnar gætu ekki með nokkru móti sinnt starfi sínusem skyldi. Skiptir þá engu að FISA dómstóllinn hefur aldrei neitað beiðni um símhlerun - og gengur meira að segja svo langt að veita afturvirkar heimildir! Eina ástæða þess að framkvæmdavaldið gæti viljað sniðganga dómsstólinn er að forsetinn, og ríkisstjórn hans, trúa því að framkvæmdavaldið eigi að mega fara sínu fram í leyni - og eigi ekki að þurfa að skýra mál sitt fyrir neinum. Svoleiðis hugmyndafræði hefur við og við skotið upp kollinum, og þykir ekki mjög lýðræðisleg...
Skv New York Times:
The eavesdropping program, secretly approved by President Bush shortly after the attacks of Sept. 11, 2001, and run by the National Security Agency, has been controversial from the moment it was disclosed late in 2005 by The New York Times. Its supporters have argued that it is entirely legal, does not infringe on legitimate privacy rights, and is a vital tool in the fight against terrorists. Its detractors have said it gives the government far too much power with far too little oversight.
Mr. Gonzales said President Bush would not issue an executive order reauthorizing the eavesdropping program when it expires, within the next 45 days, but would instead defer to the surveillance court. Until now, the White House has contended that it has all the authority it needs to keep the program going, and that a presidential review every 45 days guarded against abuses. Indeed, in his letter, Mr. Gonzales said the surveillance program as it has been run fully complies with the law.
Til hvers í ósköpunum er verið að burðast með þrískiptingu ríkisvaldsins, sjálfstætt dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald ef framkvæmdavaldið er fullfært um að setja sjálft allar reglur og sömuleiðis fylgjast með því að þessum reglum sé framfylgt? Og hver treystir ekki forsetanum til að passa sjálfur upp á sjálfan sig? Hverjum gæti dottið í hug að halda því fram að með því væri forsetinn kominn með of mikil völd?
Það er allavegana gott að það er í það minnsta virkt lýðræði í þessu landi - því ef demokratar hefðu ekki náð meirihluta í seinust kosningum eru engar líkur til þess að forsetinn hefði hundskast til að fara að landslögum.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
David Wu, þingmaður demokrata frá Oregon, kvaddi sér hljóðs um daginn í sal fulltrúadeildarinnar og lýsti því yfir að Forseta bandaríkjanna væri stjórnað að "Faux Klingons" - þykjustu klingonum. Fyrir þá sem ekki þekkja til, eru klingonar ein af helstu þjóðflokkum Star Trek. Og Wu finnst það mjög alvarlegt mál að Hvíta húsinu sé stjórnað af Klingonum, en ekki tildæmis Vulkönum - en vulkanir eru geimverurnar sem eru með oddmjó eyru - frægasti Vulkaninn er auðvitað Spock. En hvað Vulkanar og Klingonar koma Bush og Hvíta húsinu við er hins vegar nokkuð óvíst. Eftir að hafa horft á Wu í nokkur skifti útskýra þessa stórfurðulegu samlíkingu á Sci-Fi og DC stjórnmála er ég eiginlega enn jafn áttavilltur. En semsagt, upptaka af Wu á YouTube:
Það er margt athugavert við þessa samlíkingu Wu. Til að byrja með þarf sennilega að útskýra þetta með "vúlkanina": Condoleezza Rice og nokkrir af helstu ráðgjöfum forsetans hafa verið kallaðir "Vúlkanir" - og á það að vísa til guðsins Vulkan, sem var rómverskur guð og sá um að smíða vopn og herklæði fyrir guðina, og er því sennilega verndari The Military-Industrial Complex. Vulkan var líka giftur "a trophy wife", því hann og Venus voru par. En þó Condoleezza og vúlkanirnir hafi haft einhver völd innan Hvíta hússins voru þau þó aldrei ráðandi rödd: Rumsfeld var t.d. aldrei einn af vúlkönunum, og vúlkanarnir og Nýíhaldsmennirnir voru sömuleiðis á sitt hvorri blaðsíðunni. Margir þeirra hafa þess utan hrökklast úr þjónustu forsetans, samanber Colinn Powell sem var einn af helstu vúlkönunum. Eini vúlkaninn sem er enn í áhrifastöðu innan stjórnar Bush er Rice.
Það kom mér því á óvart að Wu væri að reyna að halda því fram að segði að Hvíta Húsinu væri stjórnað af vúlkönum. Það meikar samt smá sens. En hvaðan hann fær það að þeir sem ráði ríkjum þykist vera Klingonar er mér algjörlega hulin ráðgáta - þá hefði verið nær lagi að halda því fram að það væru Romúlar sem hefðu náð völdum í Washington, því Rómular eru frændur Vúlkananna. Eða kannski hefði verið lógískt að halda því fram að Bush og félagar væru Kardassar? Það hefði þá allavegana verið eitthvað fútt í þeirri samlíkingu! Menning Klingona byggist á karlmennsku og heiðri, þeim er ílla við undirferli og leynimakk. Klingonarnir eru einhverskonar Mongólskir-Forngermanir eða eitthvað álíka, meðan Kardassarnir eru bæði siðlausir og svikulir. (Kardassarnir komu reyndar frekar lítið fyrir fyrr en í Deep Space-9, og kannski hefur David Wu aldrei horft á aðrar Star-trek seríur en "Star Trek: The original Series"?) Klingonarnir eru þess utan bandamenn The Federation og okkar jarðarbúa, meðan bæði Rómularnir og Kardassarnir neita að skilja að öll dýrin í skóginum þurfa að vera vinir! (Og ef einhver er í vafa um að The Federation sé ekki stjórnað af repúblíkönum, þá eru höfuðborgir þess tvær: San Fransisco og Paris!)
En hvað sem öðru líður er ég sammála Wu um að við hljótum að geta verið sammála um að þykjustuklingonar (ekkert frekar en þykjustukúrekar) eiga ekki að stjórna ríkjum!
Wu er ekki fyrsti þingmaðurinn til að reyna að tengja role-play nördisma við stjórnmálaskýringar: Rick Santorum vakti verðskuldaða athygli þegar hann hélt því fram að stríðið í Írak væri "eins og" Hringadróttinssaga, og að hann væri alveg hræðilega hræddur við að "auga Sauron" myndi skína á Bandaríkin.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í gær skrifaði Friðjón um fréttaflutning ríkissjónvarpsins af "áföllum" fyrir Bush - og ég er hjartanlega sammála Friðjóni. Það er hálf kjánalegt að vera að fiska upp fréttir, þar sem engar eru, og halda því fram að það sé "áfall" fyrir forsetann að andstæðingar hans séu á móti honum. Ekki að ég held að forsetinn verði varla fyrir "áfalli" þegar upp kemst að fólk úti í bæ skuli ekki styðja hann og stefnu hans - Bush virðist fullkomlega ónæmur fyrir því hvað fólki finnst um sig og utanríkisstefnu sína. Þá finnst mér miklu merkilegra að flytja fréttir af því að menn, sem enginn hefur heyrt á minnst (ég þurfti sjálfur að fletta Paul Craig Roberts upp - ekki kannaðist ég við hann!), skuli segja að forsetinn líkist frægum evrópskum herstjórnendum á fimmta áratugnum.
En það hlýtur að geta flokkast sem áhyggjuefni fyrir forsetann að herinn skuli vera búinn að missa trúna. Því forsetinn hefur lagt mikið upp úr því að vera einhverskonar stríðsforseti og hefur fram til þessa sótt fylgi til hersins. (Ég viðurkenni að þessi frétt er nokkurra daga gömul - en ég gleymdi að skrifa um þetta þegar fréttirnar bárust - enda var það rétt fyrir áramót.)
Samkvæmt könnun dagblaða bandaríkjahers, Army Times, Navy Times, AirForce Times og Marine Times hefur herinn enga trú á getu forsetans til að leiða þá til sigurs í Írak, og er meira að segja mjög efins um að forsetinn hafi, eða hafi haft, hagsmuni hersins eða þjóðarinnar að leiðarljósi þegar hann fyrirskipaði innrásina!
Herinn er mjög á báðum áttum með það hvort innrásin hafi verið réttlætanleg:
Should the U.S. have gone to war in Iraq? | ||||
Yes | 41% | |||
No | 37% | |||
No opinion/no answer | 9% | |||
Decline to answer/no answer | 11% |
Meirihluti er ósáttur við hvernig forsetinn hefur staðið sig þegar kemur að Írak:
Do you approve or disapprove of the way George W. Bush is handling the situation with Iraq? | ||||
Approve | 35% | |||
Disapprove | 42% | |||
No opinion | 10% | |||
Decline to answer | 12% |
Og meirihluti Bandarískra hermanna er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að fjölga hermönnum í Írak - aðeins 38% telja að það þurfi að fjölga hermönnum í Írak, 26% telja að það eigi að fækka hermönnum og 13% að núverandi fjöldi sé ásættanlegur.
We currently have 145,000 troops in Iraq and Kuwait. How many troops do you think we should have there? | |||||
Zero | 13% | ||||
0-50,000 | 7% | ||||
50,000-144,000 | 6% | ||||
145,000 | 13% | ||||
146,000-200,000 | 22% | ||||
200,000+ | 16% | ||||
No opinion/Don't know | 23% |
Herinn hefur ekki sérstaklega mikla trú á því að stríðið muni vinnast, 50% hafa einhverja von um að stríðinu ljúki með einhveskonar "sigri", meðan 41% eru þeirrar skoðunar að sigur sé ósennilegur:
Regardless of whether you think the U.S. should have gone to war, how likely is the U.S. to succeed? | ||||
Very likely to succeed | 13% | |||
Somewhat likely to succeed | 37% | |||
Not very likely to succeed | 31% | |||
Not at all likely to succeed | 10% | |||
No opinion/no answer | 8% |
Og herinn hefur enga trú á að stríðinu muni ljúka einhvertímann á næstu árum, 56% hermanna telja að bandaríkjamenn séu fastir í Írak um fyrirsjáanlega framtíð:
How long do you think the U.S. will need to stay in Iraq to reach its goals? | ||||
Less than a year | 2% | |||
1-2 years | 8% | |||
3-5 years | 26% | |||
5-10 years | 31% | |||
More than 10 years | 23% | |||
No opinion/no answer | 8% |
Áfall eða ekki, álit manna á forsetanum hefur fallið töluvert síðan 2001.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 11.1.2007
Bush flytur ræðu - og gerir innrás í Íran í leiðinni
Íraksræða forsetans í gær kom ekkert sérstaklega á óvart. Öll aðalatriði ræðunnar voru löngu kunn: 1) "Surge", 2) "Benchmarks" - og svo var viðbúið að forsetinn myndi tala um mikilvægi lýðræðis og þess að Bandaríjunum takist ætlunarverk sitt, að Írak verði stabílt og lýðræðislegt. Svo var líka fyrirséð að forsetinn myndi reyna að sýnast voðalega skilningsríkur og bi-partisan.
Og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum þegar ég kveikti á sjónvarpinu í gærkvöld. Ræðan var mjög vel skrifuð og Bush var upp á sitt allra besta - kom vel fyrir og talaði sæmilega hratt, tafsaði ekkert og var ekki með neitt of stórkarlalegt glott. Eftir að hafa hlustað á hann í um 15 mínútur eða svo var ég eiginlega orðinn honum hjartanlega sammála: nú þurfum við öll að standa saman og styðja við bakið á forsetanum sem ætlar ser - nei, mun - að bjarga Írak frá glötun.
Eða eitthvað þannig. Í það minnsta var ræðan miklu áheyrilegri en ég bjóst við. Ég gat ekki alveg gert það upp við mig hvort hann væri að reyna að líta út fyrir að vera umburðarlyndur og ábyrgur, áhyggjufullur yfir öllu stríðinu eða hvort hann væri taugaveiklaður og stressaður og fyndist óþægilegt að sitja svona frammi fyrir þjóðinni og reyna að sannfæra fólk um eitthvað sem það hefur enga trú á.
Fyrsta útspil forsetans í ræðunni var að halda því fram að allt hafi verið í besta lagi - og allar áætlanir hans og stjórnar hans hafi verið að svínvirka, alveg þar til einhverntímann fyrir einu og hálfu ári, eða svo. Þá hafi Íranir og Al-Qaeda farið að grafa undan stöðugleika í landinu og kynt undir "sectarian violence" ofbeldi og upplausn. Og þegar allt var komið á kaf í ofbeldi og upplausn fóru allar góðu áætlanirnar út um þúfur... Írakski herinn var of lítill og Bandaríkjamenn og Írakar gátu ekki tryggt frið í borgarhverfum og landssvæðum þar sem óeirðaseggirnir búa. Nú, og lógísk niðurstaða er því að senda fleiri hermenn til Írak - enda var það næsta atriði sem forsetinn minntist á. Og forsetinn hélt því fram að allir sem hann hefði talað við væru nokkurnveginn sammála þessari snilldaráætlun. Hermennirnir yrðu sendir til þess að styðja írköksku ríkisstjórnina sem þyrfti að mæta allskonar skilyrðum og ná einhverjum "benchmarks" um framfarir etc...
Fyrir mitt leyti óska ég forsetanum alls hins versta - en ég hlýt að vona að þessi áætlun hans virki. Ef það getur stillt til friðar í Írak að senda þangað fleiri hermenn væri það hið besta mál. Flestir bandarískir þingmenn sem ég hef heyrt tjá sig um þetta mál eru enda sömu skoðunar: Þeir lýsa sig í grundvallaratriðum ósammála því að senda fleiri hermenn til Írak, og lýsa sig andsnúna stríðinu, en bæta líka við að þeir muni ekki stoðva áætlun forsetans sem þeir voni að muni virka. Það er sömuleiðis ljóst að ef þetta "surge" virkar ekki mun stuðningur við stríðið minnka enn frekar.
En það var ekki allt þetta Írakstal sem var merkilegast í ræðu forsetans, heldur hitt, að hann bætti við nokkrum lítt duldum hótunum í garð Íran. Samkvæmt New York Times:
In some of his sharpest words of warning to Iran, Mr. Bush accused the Iranian government of providing material support for attacks on American troops and vowed to seek out and destroy the networks providing advanced weaponry and training to our enemies.
He left deliberately vague the question of whether those operations would be limited to Iraq or conducted elsewhere, and said he had ordered the deployment of a new aircraft carrier strike group to the region, where it is in easy reach of Iranian territory.
Þetta fannst mér merkilegt, því svo bætti forsetinn við:
I recently ordered the deployment of an additional carrier strike group to the region.
Það er vitað mál að freigátur og flugvélamóðurskip eru nokkuð gagnslaus þegar kemur að því að elta skæruliða hús úr húsi - og ég get ekki alveg séð hvernig flotinn getur hjálpað til við að finna "Improvised Explosive Devices, IED's". Hins vegar eru flugvélamóðurskip og flugher flotans mjög gagnleg þegar kemur að því að hafa í hótunum við ríki sem búa yfir alvöru herjum, og hafa skotmörk sem hægt er að gera loftárásir á! Enda hafa margir liberal bloggarar í Bandaríkjunum allir stokkið á þetta atriði. Sjá Carpetbagger, Americablog, Think Progress, Crooks and Liars.
Og svona til að sýna að honum er fúlasta alvara gerði Bush árás á Íran í gær.
Iraqi officials said Thursday that multinational forces detained as many as six Iranians in an overnight raid on Tehran's diplomatic mission in the northern city of Irbil....
The forces stormed the Iranian mission at about 3 a.m., detaining the five staffers and confiscating computers and documents, two senior local Kurdish officials said, speaking on condition of anonymity because of the sensitivity of the information....
A resident living near the mission said the foreign force used stun bombs in the raid and brought down an Iranian flag that was on the roof of the two-story yellow house.
Í alþjóðasamskiftum er yfirleitt litið hornauga á innrásir í sendiráð annarra ríkja.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ummæli Paul Craig Roberts, sem var aðstoðarfjármálaráðherra hjá Ronald Reagan eru til marks um hversu algjörlega George W. Bush hefur misst tiltrú bandarísku þjóðarinnar - ekki bara vinstri og miðjumanna, heldur líka repúblíkana og hægrimanna. Roberts er reyndar einhverstaðar á milli þess að vera klassískur íhaldsmaður og frjálshyggjumaður, frekar en "compassionate conservative" eins og Bush þykist vera - en það þýðir á mannamáli að hann sé "íhaldsmaður sem sé andsnúinn sköttum, aðhyllist ofvaxið ríkisbákn og vilji stórkarlalega utanríkisstefnu". (Roberts hefur ýmist verið flokkaður sem "Reagan conservative" og "paleo-conservative")
Í grein sem hann skrifar á AntiWar.com, líkti Roberts herstórnartækni og veruleikafirringu Bush við foringjann: (Greinina alla má lesa hér.)
Bush is like Hitler. He blames defeats on his military commanders, not on his own insane policy. Like Hitler, he protects himself from reality with delusion. In his last hours, Hitler was ordering non-existent German armies to drive the Russians from Berlin.
Roberts finnst líka óásættanlegt að "the surge" sem Bush heldur núna að eigi eftir að redda stríðinu í Írak skuli ekki virðast styðjast við neitt annað en óskhyggju - eða það sem verra er, það eigi að fjölga í herliði Bandaríkjanna í Írak af pólítískum ástæðum:
When word leaked that Bush was inclined toward the "surge option" of committing more troops by keeping existing troops deployed in Iraq after their replacements had arrived, NBC News reported that an administration official "admitted to us today that this surge option is more of a political decision than a military one." It is a clear sign of exasperation with Bush when an administration official admits that Bush is willing to sacrifice American troops and Iraqi civilians in order to protect his own delusions.
Mér hefur alltaf fundist hálf hallærislegt að líkja Bush við Hitler - eða repúblíkönum við nasista eða fasista. Bush er ekki Hitler, og Repúblíkanaflokkurinn er ekki fasistaflokkur. Að halda slíku fram gerir lítið úr raunverulegum glæpum Hitlers og fasistaflokka millistríðsáranna - meira að segja raunverulegir ný-nasistar og ný-fasistar í samtímanum eru ekki "eins og" nasistar eða fasistar millistríðsáranna. Að líkja Bush við Hitler er álíka klókt og að kalla alla vinstrimenn stalínista eða ásaka þá um ást á Sovétríkjunum eða Pol Pot. Svoleiðis hundalógík hefur alltaf farið í taugarnar á mér.
En Roberts passar sig á því að halda sér réttu megin við strikið í þessum pistli sínum - hann segir ekki að Bush reki nasíska innanríkispólítík, eða sé einhverskonar nútíma Hitler. Það sem hann segir er að herstjórn Bush og herstjórn Hitler sé óþægilega lík: Bush, líkt og Hitler á sínum tíma, neitar að horfast í augu við raunveruleikann, og kennir öllum öðrum en sjálfum sér um þær ógöngur sem misheppnuð utanríkispólítík hans er komin í. Og líkt og Hitler heldur Bush að það sé hægt að tefla fram og til baka ímynduðum stórfylkjum ímyndaðra hermanna - því Bandaríkjaher býr ekki yfir öllum þessum tugþúsundum hermanna sem á að senda til Írak! Hernum hefur tekist að ná markmiðum um nýskráningar með því að taka við mönnum sem áður voru dæmdir óhæfir: menn sem hafa fallið úr grunnskóla, menn með sakaskrá - og hámarksaldur nýskráðra hermanna hefur verið hækkaður upp í 43 ár! Sérfræðingar í málefnum hersins segja að "military recruiters" séu "scraping the bottom of the barrel", og að það muni taka mörg ár að endurmanna herinn almennilegu og hæfu fólki og þjálfa alla þá nýliða.
M
AntiWar.com talar fyrir klassískri einangrunarstefnu, og er mjög "libertarian-leaning" en mjög margir bandarískir frjálshyggumenn eru einangrunarsinnar. Enda er það fullkomlega ósamrýmanlegt sannri frjálshyggju að styðja risavaxna ríkisrekna heri sem borgað er fyrir með skattlagningu!
This site is devoted to the cause of non-interventionism and is read by libertarians, pacifists, leftists, "greens," and independents alike, as well as many on the Right who agree with our opposition to imperialism. Our initial project was to fight for the case of non-intervention in the Balkans under the Clinton presidency...
Bush | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 8.1.2007
McCain segist ekki sjá af hverju það ætti að hækka skatta til að borga fyrir stríðið í Írak
Það eru auðvitað ekki fréttir að núverandi stjórnvöld í Washington skuli halda að það sé ábyrg pólítík að lækka skatta, auka niðurgreiðslur til landbúnaðar og annarra atvinnugreina, bæta við nýjum "entitlement programs" og reka kostnaðarsamt stríð. Það er auðvitað augljóst má að repúblíkanar hafa sýnt mikla ábyrgð þegar kemur að ríkisfjármálum!
En nýjasta yfirlýsing McCain um að hann sjái enga ástæðu til að hækka skatta til að borga fyrir kostnaðinn af stríðinu í Írak er samt merkileg. McCain var spurður að því hvort það væri ástæða til að hækka skatta á allra auðugustu skattgreiðendur til að borga fyrir risavaxið atvinnubótavinnuprógramm í Írak sem Bush vonast til að geti eitthvað slegið á upplausnina í landinu. McCain Í viðtali við Bloomberg fyrr í dag:
HUNT: Why not ask some wealthy Americans to pay more?
MCCAIN: Uh, umm, Im not sure that thats connected. I think if we have to, we ought to make some choices in defense spending if we need to.
HUNT: So you would resist asking more affluent Americans to pay more taxes to help support this war?
MCCAIN: Yeah, because then Im not sure what the point would be. I would certainly ask Americans to serve. I would ask them to make other sacrifices, but Im not sure I would want to raise their taxes just because were in a war.
Það hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir allt þetta rugl ef stjórnvöld hefðu kannski sest niður og skipulagt innrásina aðeins... Það hefði t.d. mátt gera einhver plön um hvernig ætti að friða landið? Þá hefði ekki þurft að koma til þess að Bandarískir skattgreiðendur þyrftu að borga risavaxin velferðarprógrömm í fjarlægum löndum! Og ef það á ekki að borga fyrir þetta írakska atvinnubótaverkefni með hærri sköttum, hvernig á þá að borga fyrir það?
Æ fleiri bandarískir fréttaskýrendur hafa bent á hversu óábyrg stefna Bush stjórnarinnar er - og að það sé ekki endalaust hægt að heyja stríð og reka ríkissjóð með svimandi halla. Í grein fyrir Washington Post í desember skrifaði E.J. Dionne:
It has always been true that the administration and its allies couldn't have it both ways. Their illogic has finally caught up with them. They claimed to be against big government so they could justify big tax cuts. But they were also for a big, activist foreign policy, especially after Sept. 11, 2001, which required a big military, and -- sorry to break it to you, guys -- a big military is a big part of big government. They were not willing to pay for a large enough military, and so now we, and especially our armed forces, are paying for their deficit in logic and courage.
Þessi ummæli McCain koma á sama tíma og skýrsla frá fjárlagaskrifstofu þingsins kemst að þeirri niðurstöðu að skattalækkanir Bush stjórnarinnar hafi fyrst og fremst gagnast fólki sem hefur meira en 1 milljón bandaríkjadala í árstekjur...
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rétt fyrir jólafrí skrifaði Bush bandaríkjaforseti undir ný póstlög. Þessi póstlög voru alls ekki mjög merkileg - áhugaverðasta atriði þeirra var víst að það einhver ákvæðum um auglýsinga- og ruslpóstsendingar var breytt: samkvæmt nýju lögunum er víst eitthvað ódýrara að senda út tilboð um ný kreditkort og tilboð um tímaritaáskriftir.
En þegar Bush skrifaði undir lögin bætti hann við einni af sínum alkunnu "signing statements" - en það er nokkurskonar "eftirmáli" þar sem forsetinn lýsir yfir hvaða skilning hann leggur í lögin. Bush hefur beitt slíkum "signing statements" mun meira en nokkur fyrirrennari hans - og það sem meira er, "signing statements" Bush hafa ofter en ekki gengið út á að lýsa því yfir að forsetinn hygðist ekki fara að lögum sem þingið hefur samþykkt.
Nýjasta dæmið eru fyrrnefnd póstlög. Aftan við póstlögin bætti forsetinn nefnilega við yfirlýsingu þess efnis að hann áskildi sér fullan rétt til þess að opna og lesa póst - án dómsúrskurðar! Það besta er að lögin sjálf ítreka að það megi ekki opna neinn póst án dómsúrskurðar!
Most of the Postal Accountability and Enhancement Act deals with mundane reform measures. But it also explicitly reinforced protections of first-class mail from searches without a court's approval.
Yet in his statement Bush said he will "construe" an exception, "which provides for opening of an item of a class of mail otherwise sealed against inspection in a manner consistent ... with the need to conduct searches in exigent circumstances."
"The [Bush] signing statement claims authority to open domestic mail without a warrant, and that would be new and quite alarming," said Kate Martin, director of the Center for National Security Studies in Washington.
"You have to be concerned," agreed a career senior U.S. official who reviewed the legal underpinnings of Bush's claim. "It takes Executive Branch authority beyond anything we've ever known."
Critics point out the administration could quickly get a warrant from a criminal court or a Foreign Intelligence Surveillance Court judge to search targeted mail, and the Postal Service could block delivery in the meantime.
Ég skil ósköp vel að yfirvöld þurfi stundum að opna og lesa póst, og mér finnst líka mjög eðlilegt að yfirvöld fái að njósna um eigin og annarra þjóða borgara. Slíkt verður enn mikilvægara þegar um er að ræða stórveldi eins og Bandaríkin. En það þurfa líka að vera einhverskonar takmörk á því hvernig þessháttar njósnir eru stundaðar, og það þarf líka að vera einhverskonar eftirlit með framkvæmdavaldinu. Til þess er þrískipting ríkisvaldsins!
Síðan á áttunda áratugnum hafa ströng lög gilt um rétt framkvæmdavaldsins til að opna og lesa póst almennings, en þá komst upp að öll eftirstríðsárin hafði bæði CIA og FBI kerfisbundið opnað og lesið póst þúsunda bandaríkjamanna. Skv Washington Post:
Among the targets were "large numbers of American dissidents, including those who challenged the condition of racial minorities and those who opposed the war in Vietnam," according to a report by the Senate panel, known as the Church committee. Also surveilled was "the mail of Senators, Congressmen, journalists, businessmen, and even a Presidential candidate," the report said.
Það er því ekki að ástæðulausu að sumir hafi áhyggjur af þessu nýjasta útspili forsetans!
En þetta hefur kannski ekkert með virðingu, eða virðingarleysi, Bush stjórnarinnar fyrir lögum og rétti, en kannski meira með djúpstæða vænisýki stjórnarninnar, því á sama tíma og fréttir bárust af því að forsetinn vildi fá að opna og lesa sendibréf almennings fréttist að Hvíta Húsið hefði þegjandi og hljóðalaust ákveðið að loka listum yfir þá sem fá viðtal við forsetann: Fram til þessa hafði almenningur rétt á að vita hverjir hittu forseta landsins að máli, en núna eru þær upplýsingar leynilegar! Skv AP:
WASHINGTON - The White House and the Secret Service quietly signed an agreement last spring in the midst of the Jack Abramoff lobbying scandal declaring that records identifying visitors to the White House are not open to the public
The Bush administration didn't reveal the existence of the memorandum of understanding until last fall. The White House is using it to deal with a legal problem on a separate front, a ruling by a federal judge ordering the production of Secret Service logs identifying visitors to the office of Vice President
Þessi snilldarleikur kom í kjölfar þess að forsetinn var beðinn um upplýsingar um hversu oft Jack Abramoff hefði heimsótt Hvíta Húsið...
M
Bush | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 28.12.2006
Bush viðurkennir að hann lesi dagblöð
Ég get ekki sagt að ég hafi lesið mikið af dagblöðum yfir jólin, eða yfirleitt fylgst með fréttum. Og þessvegna hef ég ekki heldur haft fyrir því að skrifa um uppátæki repúblíkanaflokksins eða tilvonandi þingmeirihluta. Það er samt af nógu af taka. T.d. æsingur Denis Prager yfir því að nýkjörinn þingmann okkar Minnesotabúa, Keith Ellison ætli að nota kóraninn þegar sver embættiseið og æsingur Virgil Goode yfir því að Ellison sé múslimi. En fyrir utan þetta Prager-Goode-Ellison mál allt virðast bandarískir pólítíkusar hafa haldið aftur af verstu vitleysunni yfir jólahátíðina. Jólin eru líka hátið fjölskyldutengdrar vitleysu, og síður hátið opinberra uppþota! (því ég tel dauðsföll auðvitað ekki til uppþota, þó þau séu kannski pólítískar fréttir.)
En það eru aðrir sem virðast hafa tekið upp á því að lesa dagblöð - New York Times birti á jóladag langa grein þar sem fjallað var um þá merkilegu uppljóstrun að forseti Bandaríkjanna, George W. Bush hafi hugsanlega lesið grein í dagblaði!
Flash! President Bush Says He Reads Papers
Is there hope for newspapers after all? Readers may be abandoning the printed versions, but over the last couple of years, at least one person seems to have started reading them, at least sometimes. He lives in the White House.
President Bush declared in 2003 that he did not read newspapers, but at his final news conference of the year last week, he casually mentioned that he had seen something in the paper that very day.
Asked for his reaction to word that Vice President Cheney would be called to testify in the C.I.A. leak case, the president allowed: I read it in the newspaper today, and its an interesting piece of news.
Þetta þykja auðvitað merkilegar fréttir, því forsetinn hefur ítrekað lýst því yfir að hann lesi ekki dagblöð. Í viðtali við Brit Hume á Fox fyrir þremur árum sagðist forsetinn stundum renna yfir fyrirsagnirnar:
I glance at the headlines just to kind of [get] a flavor for whats moving. I rarely read the stories, and get briefed by people who [...] probably read the news themselves.
Forsetinn reiðir sig nefnilega á fólk sem hann heldur að hafi sennilega fylgst með fréttum. En svo virðist sem þetta sé allt eitthvað málum blandið, því forsetafrúin þykist geta borið vitni um að forsetinn láti sér ekki nægja að lesa dagblöð, því hann drekki líka kaffi á morgnana. Tony Snow staðfestir þessar fréttir, en neitar að veita frekari upplýsingar:
Laura [Bush], said last week that she and her husband had read the morning papers for years. Weve done the same thing since we first got married, she told People magazine. We wake up in the morning and drink coffee and read the newspapers.
Tony Snow, the presidents press secretary, said in an interview he was certain Mr. Bush read the papers, though he was not sure which ones.
Þetta er allt hið undarlegasta mál - því forsetinn hefur áður lýst því yfir að hann fái heil fjögur dagblöð borin út í Hvíta Húsið, og að einstaka sinnum fletti hann þeim, þ.e. ef honum finnst einhver af fyrirsögnunum á forsíðunni áhugaverð:
I get the newspapers the New York Times, The Washington Times, The Washington Post and USA Today those are the four papers delivered ... I can scan a front page, and if there is a particular story of interest, I'll skim it.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 21.12.2006
Scarborough líka búinn að fá nóg af Bush
Joe Scarborough sem var einn af leiðtogum the pitchfork revolution of 1994 þegar repúblíkanar tóku þingið, og er sennilega skynsamasti sjónvarpspundit/þáttastjórnandi repúblíkana á kapalstöðvunum, er búinn að fá sig fullsaddan af Bush. Umfjöllun Scarborough um yfirlýsingu Bush um að strðið sé tapað - en hann ætli samt að senda fleiri hermenn til Írak - jafnvel þó enginn af herforingjum hersins styðji þá hugmynd og jafnvel þó aðeins 11% Bandaríkjamanna (Scarborough segir 12%) styðji þá hugmynd. Og af þingmönnum? Stöðugt fleiri öldungadeildarþingmenn repúblíkana hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja að fleiri hermenn yrðu sendir til Írak. Nú síðast Norm Coleman frá Minnesota. Scarborough þótti það sérstaklega varhugavert að Bush vildi ekki segja hvort hann myndi ganga þvert á ráðleggingar yfirmanna hersins, the joint chiefs of staff eða herforingja í Írak. The commander in chief getur ekki rekið stríð þvert á vilja og ráðleggingar yfirmanna hersins!
Scarborough bendir á að ef Clinton hefði staðið fyrir álíka pólítík hefðu repúblíkanar líklega verið búnir að standa fyrir uppreisn! Scarborough kemur nálægt því að segja að Bush sé versti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar.
Þegar menn eins og Scarborough er farnir að segja hluti eins og þessa er ílla komið fyrir forsetanum.
Sjá þessa upptöku af umræðunum Scarborough við á MSNBC við Mike Barnicle, Michael Crowley og Joshua Green. Barnicle, sem er fréttaskýrandi á MSNBC, segir hreint út að Bush sé "totally delusional" og hættulegur, og allt sem hann segi sé "poppycock" - (vídeóið er 13 mínútur, og tekur smá tíma að opnast).
M
Bush | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 21.12.2006
Bush fjölskyldan loksins hætt í stjórnmálum?
Fyrir stuttu síðan voru stjórnmálaskýrendur að velta því fyrir sér hvort Jeb Bush, litlibróðir George, myndi bjóða sig fram til forseta 2008 eða 2012, og verða þarmeð þriðji Bush-inn, á eftir Pabba-Bush (41) og Dubya Bush (43) til að stýra Bandaríkjunum út í ógöngur við almenn fagnaðarlæti repúblíkana. Jeb hefði getað orðið 44 eða 45 forseti Bandaríkjanna.
En nú virðist sem stóri bróðir hafi eyðilagt öll slík plön - hörmuleg frammistaða hans og almenn andúð alls þorra vitiborins fólks á utanríkispólítík hans og annarri stjórnsýslu virðist hafa gert útaf við öll plön um að framlengja Bushveldið! Jeb á að hafa sagt spænskumælandi blaðamönnum í Miami: "No tengo futuro", sem þýðir víst "Ég á mér enga framtíð", eða eitthvað álíka.
Bush did not elaborate on his terse "no future" comment. But he has said repeatedly over the past year that he would not run for president in 2008 and has never seemed comfortable with talk about Bush III or the Bush presidential dynasty.
"Jeb would have made an outstanding presidential candidate," said Kansas Sen. Sam Brownback who joined Bush at a luncheon on Wednesday hosted by a Cuban American political action committee.
Brownback er sjálfur að sækjast eftir tilnefningu Repúblíkana, og er eini sanni "social conservative" frambjóðandinn, því hvorki Giuliani né McCain eru nógu íhaldssamir fyrir "the base".
Það er stutt síðan Pabbi-Bush fór að háskæla fyrir framan þing Flórída meðan hann var að lýsa mannkostum Jeb:
He then broke down in tears mentioning his son, Gov. Jeb Bush, as an example of leadership and the way he handled losing the 1994 governor's race to popular incumbent Democrat Lawton Chiles. He vaguely referred to dirty tricks in the campaign.
"He didn't whine about it. He didn't complain," the former president said before choking up in front of lawmakers, Gov. Bush's top administrators and state workers gathered in the House chamber for the last of the governor's leadership forums.
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessi fjölskyldumál Bushfeðganna, en ég vona að Jeb standi við að vera hættur í pólítík. Bandaríkin eru búin að þola alveg nóg af hendi þeirra!
M
Bush | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)