Enn af útúrsnúninga og orðaleikjapólítík Repúblíkana: nú er röðin komin að "-ic"

Do you understand the words that are coming out of my mouth?Ég hef nokkrum sinnum skrifað um ást repúblíkanaflokksins og forsetaembættisins á orðaleikjum og útúrsnúningum. Af nýlegum orðskilgreiningarupphlaupum flokksins er æsingurinn yfir því hvað ætti að kalla átökin í Írak, borgarastríð eða eitthvað annað, auðvitað eftirminnilegstur. Þetta er sami stjórnmálaflokkur og hélt að væri verkefni stjórnmálamanna að endurskýra franskar kartöflur "frelsis-kartöflur" - og þetta er sami stjórnmálaflokkur og reyndi að fá sjálfsmorðsárásir endurskýrðar sem "morð-árásir": í stað "suicide bombers" tóku Fox news og talsmenn flokksins að tala um "homicide bombers"... þetta orðskrípi þeirra lifði í nokkrar vikur, kannski mánuði, áður en það var horfið úr almennri notkun. Fox "fréttastofan" notar þetta hugtak ennþá, samanber fréttir þeirra af seinustu sjálfsmorðsárásinni í Ísrael.*

Forsetinn og hans fólk virðist hafa meiri ást en aðrir á orðum og merkingu þeirra. Það var forsetinn sem tók fyrstur að nota "homicide bomber" um hryðjuverkamenn og sjálfsmorðsárásir.  Útúrsnúningar virðast reyndar vera eitthvað sem fylgir embættinu sjálfu, en ekki vera einskorðað við Bush, því Clinton, sællar minningar, reyndi að drepa umræðu um hálf aulalegt framhjáhald sitt á dreif með því ða fara að tala um merkingu orðsins "is".

Og nú virðist Bush vilja ögra demokrötum til að fara að rökræða merkingu viðskeytisins -ic:

Near the beginning of the speech last week, Bush congratulated "the Democrat majority" for its electoral victory, using a long-standing Republican formulation seen by many Democrats as a calculated insult. Some liberal bloggers and party strategists saw the president's omission of the last two letters of the party's proper name, Democratic, as a sign of insincerity in preaching bipartisanship.

Síðan þá hefur Bush haldið því fram að hann hafi alveg óvart vísað til Demokrataflokksins sem "the democrat party" en ekki "the democratic party". Í viðtali við NPR hélt forsetinn því fram að þetta hefði verið mismæli, hann væri hvort sem er mjög "lélegur í að bera fram orð"!

That was an oversight, ... I mean, I'm not trying to needle. Look, I went into the hall saying we can work together, and I was very sincere about it. I didn't even know I did it. ... -- gosh, it's probably Texas. Who knows what it is? But I'm not that good at pronouncing words anyway.

þessi vörn forsetans vakti reyndar næstum eins mikla athygli og -ic ummæli hans. Það er velkunn staðreynd að forsetinn á í erfiðleikum með orð. Það hefur vaxið upp heljarinnar iðnaður í kringum orðanotkun forsetans - dagatöl og skrítlubækur með kommentum eins og "rarely is it asked, is our children learning" og álíka.

En demokratar og liberal blogospherið hafa ekki látið segjast og hafa haldið úti nokkuð linnulítilli gagnrýni á forsetann og stuðningsmenn hans fyrir að "uppnefna" demokrataflokkinn. Carbetbagger Report hafði þetta að segja:

Now, as we’ve discussed more than once, “Democrat” is a noun; “Democratic” is an adjective. To congratulate the “Democrat majority” is to use the childish, sophomoric, and grammatically incorrect name Republicans prefer because, like a dimwitted schoolyard bully, they find it amusing to get it wrong. In the context of applauding Dems’ midterm victories, it seemed like a less-than-subtle jab — Bush was mocking Democrats while appearing to be gracious.

Þetta mál gæti allt virst hálf fáránlegt. Og það mætti kannski færa rök fyrir því að það væri mikilvægari hlutir að gerast í veröldinni en þetta. En það er þó alls ekki að ástæðulausu að fréttaskýrendur og áhugamenn um bandarísk stjórnmál hafa veitt þessu athygli. Það er löng hefð fyrir því meðal Repúblíkana að uppnefna demokrataflokkinn - en eins bent er á í ítarlegri grein The New Yorker hefur þetta orð "Democrat party" yfirleitt helst verið notað af ómerkilegri pólítíkusum og blaðurhönum Repúblíkana.

The history of “Democrat Party” is hard to pin down with any precision, though etymologists have traced its use to as far back as the Harding Administration. According to William Safire, it got a boost in 1940 from Harold Stassen, the Republican Convention keynoter that year, who used it to signify disapproval of such less than fully democratic Democratic machine bosses as Frank Hague of Jersey City and Tom Pendergast of Kansas City. Senator Joseph McCarthy made it a regular part of his arsenal of insults, which served to dampen its popularity for a while.

In the conservative media, the phenomenon feeds more voraciously the closer you get to the mucky, sludgy bottom. “Democrat Party” is standard jargon on right-wing talk radio and common on winger Web sites like NewsMax.com, which blue-pencils Associated Press dispatches to de-“ic” references to the Party of F.D.R. and J.F.K. (The resulting impression that “Democrat Party” is O.K. with the A.P. is as phony as a North Korean travel brochure.) The respectable conservative journals of opinion sprinkle the phrase around their Web sites but go light on it in their print editions.

Þó menn megi hafa sínar skoðanir á demokrötum er fráleitt að halda því fram að þeir séu "ólýðræðislegir". Útúrsnúningurinn "Democrat Party" er það polítískt hlaðinn að Þeir einu sem leyfa sér að nota það reglulega eru Fox news! Þegar forsetinn notar orðið "democrat party" frekar en "democratic party" er hann því að senda skilaboð til hlustanda Rush Limbaugh og Michael Savage, lesenda Ann Coultner og Insight Mag: "ég er ykkar maður". 

In days gone by, the anti-“ic” tic tended to be reined in at the Presidential level. Ronald Reagan never used it in polite company, and George Bush père was too well brought up to use the truncated version of the out party’s name more than sparingly.

En ekki Bush yngri. Eins og greinarhöfundur The New Yorker bendir á lofaði Bush að "breyta tóni stjórnmálaumræðunnar" þegar hann bauð sig fram til forseta 2000. Og flestir kjósendur töldu auðvitað að hann meinti að "til hins betra". Bush lofaði líka að "restore dignity" í Hvíta Húsinu - að hann myndi ekki ljúga svíkja og pretta kjósendur... Reyndin hefur þó orðið önnur.

*Varðandi fáránleika hugtaksins "homicide bombers" og samstarf forsetaembættisins og Fox news við að koma þessu orðskrípi í almenna notkun sjá þessa umfjöllun Media Matters. Andúð á hugtakinu er ekki einskorðuð við vinstrimenn - samanber þessa færslu á Volokh conspiracy - sem er libertarian/conservative blogg. Volokh eru meira að segja meðlimir "Pajamas Media", svo það verður seint hægt að ásaka þá um að vera vinstrimenn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Önnur málnotkun sem ég hef orðið var í mjög auknu mæli undanfarið er viðskeytið -ist á eftir orðinu Islam.  Þá er talað um IslamIST terrorists...svona rétt eins og communIST.  Íslenskir fjölmiðlar hafa reyndar verið duglegir við þetta líka..."íslamISTAR".  Markmiðið með þessu hlýtur að vera að auka enn á tortryggni fólks í garð þessa fólks á svona subtle hátt.  Sjaldan heyrist þó talað um "Christian-ists". 

Róbert Björnsson, 1.2.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: FreedomFries

Þetta er rétt - en ég held samt að "islam-ist" sé betra hugtak en "islamo-fascist", og grunar að "islamist" hafi náð þetta mikilli hylli því það leyfir fréttaskýrendum að vísa til öfgafullra múslima sem drifna áfram af einhverjum "-isma" frekar en að þeir séu mótíveraðir af "trú". Í bandaríkjunum hefur trú, jafnvel bókstafstrú, frekar jákvæða merkingu, meðan "ismar" eru grunsamlegir. Þú getur rétt ímyndað þér uppþotin ef fréttaskýrendurm og fréttamenn færu að nota sömu hugtökin yfir "íslamistana" og alla heimaræktuðu fundamentalistana. Heimsmynd beggja er sú sama (trúarbók þeirra og fordómar eru æðri öllu jarðnesku valdi, mannlegri skynsemi, sanngirni og réttlæti), þó það sé auðvitað stór munur á því hvernig þeir hafa kosið að ná þessum markmiðum sínum.

Annars held ég að þessir orðaleikir skýrist á því að Hvíta húsinu sé stjórnað af "The knights who say "Ni""! Þeir urðu líka fúlir þegar þeim var bent á að það sem þeir fóru fram á væri ógerlegt. Þeir vildu að Artúr konungur myndi höggva niður stærsta tréð í skóginum með síld - áætlun Bushco um að stilla til friðar í Írak er álíka líkleg til árangurs! Svo höfðu riddararnir líka áhuga á litlum runnum (að vísu shrubberies, en ekki bushes...)

FreedomFries, 1.2.2007 kl. 19:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo er þetta með að rugla ekki saman hugtakinu republic og republicans, sem er alls óskylt að því er virðist.  Christiano-facista má  t.d. sjá í myndinni Jesus Camp, þar sem börnum er uppálagt "to give their live for Christianity." væntanlega suicide-mongers þar í stað bombers. Væntanlega gæti þá hugtakið Homicide-mongers átt við Bush og þá sem reka utanríkistefnu hans. Í gær voru þeir að ía að árás á Íran á þeim veiku forsendum að þeir fjármögnuðu uppreisnarhópa í Írak. 

Gott að beina umræðunni inn á málfræðilega og meiningalega núansa, svona til að draga athygina frá meginatriðunum.  T.d. mætti ræða muninn á liberty og freedom, sem eru greinilega aðskilin meiningalega í þeirra orðabókum. Nú eða Invation og liberation, svona til að fá það á hreint. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2007 kl. 07:17

4 identicon

Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég hef aldrei skilið af hverju "Democrat party" er svona móðgandi. Skv tölvuorðabókinni þá þýðir democrat lýðræðissinni eða jafnaðarmaður en democratic lýðræðislegur eða lýðræðissinnaður.

Felst móðgunin í því að það sé verið að gefa í skyn að þeir séu jafnaðarmanna flokkur??? Ég væri mjög þakklát ef einhver gæti útskýrt þetta

Marý (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 10:59

5 Smámynd: FreedomFries

Ég skil þetta ekki heldur alveg til fullnustu - maður þarf sennilega að hafa alist upp í bandarískri pólítík til að geta skilið núansana í þessu undarlega máli. Nú til dags sýnist mér að móðgunin felist aðallega í tvennu, 1) því að þetta er notað af republíkönum sem móðgun, 2) þetta hefur verið notað sem móðgun. Svo er það auðvitað mógðun að kalla viðmælanda þinn viljandi eitthvað annað en hann heitir - t.d. ef þú kallaðir þig Meegnus, en ekki Magnus, alveg sama hversu oft ég leiðrétti þig, eða bæði þig að kalla mig réttu nafni! Þetta er nefnilega ekki bara kalkúleruð móðgun, heldur líka ótrúlega smábarnaleg móðgun!

Upprunalega skilst mér að móðgunin hafi át að vísa til þessa sem þú nefnir, að demokrataflokkurinn væri ekki lýðræðislegur. En ég held ekki að þessi uppruni uppnefningarinnar skipti neinu máli lengur, móðgunin felst bara í sögu þessarar útúrsnúningar.

FreedomFries, 2.2.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband