Smá útskýring á þessum "fyrstu 100 klukkutímum" Demokrataflokksins

Steny Hoyer, leiðtogi demokrata í fulltrúadeild þingsins, var alltaf með tíu í stærðfræði .jpg

Það hefur ekki farið framhjá fréttamönnum og sumum bloggurum að Demokratar hafa tekið við völdum í Washington! Jibbííí! Nú verður þess skammt að bíða að þeir leysi öll vandamál Bandaríkjanna, hækki lágmarkslaun, bindi enda á spillingu og fjárlagahallann og endi stríðið í Írak! Jú, og svo þarf að dæma Bush fyrir landráð og embættisglöp svo varaforsetinn geti tekið við völdum!

Og allt þetta (eða eitthvað álíka metnaðarfullt) ætla demokratar að gera á fyrstu 100 klukkutímunum. Í einfeldni minni hélt ég alltaf að fyrstu 100 klukkutímarnir vísuðu annaðhvort til fyrtsu fjögurra daga þinghaldsins, eða að það væri bara einhverskonar orðatiltæki, og þýddi raunveruleaga "einhverntímann fyrir febrúarlok". En "fyrstu 100 klukkutímarnir" eru víst mun stærðfræðilegra hugtak. Demokratar eru nefnilega ekki bara metnaðarfullir, heldur kunna þeir líka að telja og eru alveg hreint meistarar í samlagningu! Washington Post útskýrir:

It sure sounds like a race against time. Democrats have given themselves a mere 100 hours to break the bonds between lobbyist and lawmaker, boost homeland security, raise the minimum wage, fund stem cell research, lower prescription drug prices, slash student loan interest rates and free the country from its dependence on international oil. ...

"We think we'll do it in less than a hundred hours," boasted incoming House Majority Leader Steny H. Hoyer (D-Md.) in a fit of bravado yesterday. "But," he added, "it all depends on how you're counting a hundred hours."

Og hvernig á að telja klukkutíma og mínútur ef þú ert demokrati?

To begin with, if you're a House Democrat, you don't start the clock running today, when the 110th Congress is sworn in and voting begins, or even tomorrow, when a package of measures reaches the floor to rein in fiscal profligacy. You fire the starting gun on Tuesday, six days into the 110th Congress. Now that's a head start.

Then you count only legislative hours, that is, the hours that the House is actually in session and voting. Forget the weekends, the night hours, Martin Luther King Day on Jan. 15, or, for that matter, the next day, when votes don't start until well after sundown.

If all goes according to plan, the House will get through its hundred-hour agenda in 15 days, or 360 hours, by standard definition.

Sem er nú samt helvíti gott - sérstaklega þegar haft er í huga að 109 löggjafarþing bandaríkjanna kom akkúrat engu í verk á 2 árum, enda voru þingmenn þess sannfærðir um að þeir væru líka í vinnunni þegar þeir voru heima hjá sér um helgar, sem samkvæmt þeirra stærðfræði voru fjórir dagar, og byrjuðu á hádegi á fimmtudögum og enduðu ekki fyrr en á þriðjudagsmorgnum...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, mig langaði bara að þakka þér fyrir ótrúlega áhugavert blog um stjórnmál í bandaríkjunum. Það er nefnilega erfiðara en manni grunar að kynna sér bandarísk stjórnmál, það er til þvílíkt magn af upplýsingum um stjórnmálin þarna úti en að mínu mati er flest sem maður les frekar litað af skoðunum greinahöfunda. Það sem mér þikir alveg sérstaklega áhugavert varðandi stjórnmál BNA er í raun hið gríðarlega grasrótar lýðræði sem virðist vera löng hefð fyrir þar. Ég öfunda bandaríkjamenn oft á því þótt auðvitað standi þeir verr á öðrum sviðum og ekki má gleyma að mikið af þessum grasrótarhreyfingum eru raunverulega ekki neinar grasrótarhreyfingar. En allavega skemmtilegt blogg hjá þér og ég held áfram að lesa.

kv

Atli 

Atli Þór Fanndal (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 18:14

2 identicon

Mjög sammála þér Atli.  Þetta "blogg" er með því áhugaverðasta sem ég hef séð lengi.  Ég les það daglega og er oft hissa hvað Magnús er duglegur við að viða að sér efnivið.  Frábær vinnubrögð!

Ég er annars afar áhugasamur um næstu skref hjá Walker Bush, kallinum.  Hvað verður um Repúblikanaflokkinn í næstu kosningum ef fram heldur sem horfir og Bush bætir gráu á svart með því að fjölga í herliðinu í Írak?  Það getur ekki farið öðruvísi en illa, hræðilega illa eða hvað?

Svo verður áhugavert að sjá hvað Sagan kemur til með að segja um þennan 43. forseta BNA, þegar fram líða stundir.

Gísli (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: FreedomFries

Þakka ykkur báðum fyrir hlýleg orð! Ég er sannarlega ánægður með að einhverjum finnist þetta skemmtilegt og fræðandi! - "Ritstjórnarstefnan" er reyndar ekki flóknari en að endursegja (með örlítilli kaldhæðni) það skemmtilegasta eða forvitnilegasta sem ég hef sjálfur lesið fyrr um daginn. Bandarísk stjórnmál eru líka ótrúlega skemmtileg - bæði vegna þess að þeir eru alltaf að kjósa stjórnmálamenn á borð við Árna Johnsen, og jafnvel vitlausari og spilltari! Og svo líka vegna þess að þeir búa - eins og Atli bendir á - við ótrúlegt grasrótarlýðræði!

Ég get ekki sagt hvað verður um Repúblíkanaflokkinn í næstu kosningum. Það veltur alveg á því hvort þeim tekst að endurskilgreina sig á næstu 2 árum - eða hvort fólk nær að gleyma því hversu hörmulega ílla þeir hafa staðið sig. Mér sýnist þeir núna vera að veðja á síðari kostinn. Það bendir líka allt til þess þeir séu að reyna að keyra lengra í áttina að afturhaldi, og ef eitthvað er að marka umræður á Cato-at-liberty eru frjálshyggjumenn að yfirgefa flokkinn. Í seinustu kosningum töpuðu flestir "moderate" repúblíkanar í N.E. fylkjunum, og flokkurinn missti fylgi í "the mountain west", sem kýs oft libertarian. Án þessara kjósenda (moderates og libertarians) ná repúblíkanar ekki meirihluta.Og hvað söguna varðar - sem sagnfræðingur get ég sagt að hún á ábyggilega ekki eftir að tala fara fögrum orðum um Bush! Í Bandaríkjunum eru flestir kristnir íhaldsmenn í sagnfræði að leggja stund á miðaldasögu, meðan bandarískir samtímasagnfræðingar eru flestir liberal, progressive eða libertarian. Bush þarf þá allavegana að bíða eftir einhverjum "revisionist" sagnfræðingum framtíðarinnar til að einhver segi fallega hluti um sig!Bestu kveðjur, Magnús! 

FreedomFries, 5.1.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband