Færsluflokkur: Bush

Um hvað snýst S-Chip og árás Bush á almannatryggingar?

börnin elska bush, bush elskar börnin...Um daginn skrifaði ég færslu um "S-Chip", sem er eitt mikilvægasta hitamálið í bandarískum stjórnmálum þessa dagana. Í sunnudagsblaði New York Times er síðan fjallað um viðbrögð þingmanna Repúblíkana við nýlegri ákvörðun George Bush um að beita neitunarvaldi á lög um áframhaldandi ríkisstuðning við verkefnið.

Þingmenn sem blaðið ræðir við telja að forsetinn geri sér enga grein fyrir því hversu óvinsæl akvörðunin sé, og hversu mikil vandræði hún muni skapa flokknum í komandi kosningum. Vandamálið, samkvæmt þingmönnum Repúblíkana sem New York Times ræðir við, er að forsetinn eða flokkurinn hafi ekki boðið kjósendum upp á neina valkosti - eina sem forsetinn hafi fram að færa í heilbrigðis og almannatryggingamálum sé að beita neitunarvaldi á verkefni sem gagnast fátækum og veikum börnum, og nýtur stuðnings mikils meirihluta kjósenda OG þingmanna!

John Stewart benti líka á að það væri eins og Bush væri að reyna að breyta sér í teiknimyndasöguíllmenni, og að hugmyndir hans um velferðarmál eða samfélagsskipan væru fengnar að láni frá Charles Dickens... Á fimmtudaginn birti dagblaðið Roll Call (sem er lókaldagblað í Washington DC, og fjallar um innanbúðarfréttir úr þinginu) grein um sama mál. Blaðið ræddi við Repúblíkana sem töldu að ákvörðun forsetans myndi reynast flokknum dýrkeypt. Þingmaður sem blaðið ræddi við taldi ákvörðunina vera “heimskulega pólítík”:

It’s stupid politics. The leadership is putting pressure on Members [to sustain the veto], promising to rebuild the brand. I don’t know why our guys are following [Bush] into the sea like lemmings.

Afganginn má lesa HÉR


Það er alveg sama hvað það er kallað, náðun eða refsimilding, enginn er ánægður með niðurstöðuna...

ScooterÍ gær ákvað forseti Bandaríkjanna að Irve Lewis Libby Jr. þyrfti ekki að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að ljúga að alríkislögreglunni og hindra framgang réttvísinnar. Eins og glöggir bloggarar tóku eftir, var Libby ekki náðaður - þó aðrir vildu halda því fram að það kæmi raunverulega í sama stað niður. Auðvitað heldur enginn að Libby hafi verið náðaður - hver sá sem er nógu mikið stjórnmálanörd til að vera að fylgjast með vandræðagangi "Scooter" veit muninn á a presidential pardon og a commution of sentence. Það sem meira er - það virðist enginn sáttur við þessi málalok! Samkvæmt könnun Survey USA eru eingöngu 21% þeirra sem vissu hverjir Lewis Libby og Bush voru, og þekktu til sambands þeirra, voru ánægðir með ákvörðun Bush. Afgangurinn var ósáttur, þar af langflestir vegna þess að þeim fannst að forsetinn hefði átt að leyfa dómnum að standa.
21% of Americans familiar with the legal case involving former White House aide Scooter Libby agree with President Bush's decision to commute Libby's prison sentence, according to a SurveyUSA nationwide poll conducted immediately after the decision was announced. ... 17% say Bush should have pardoned Libby completely. 60% say Bush should have left the judge's prison sentence in place.

Það sem meira er, bara 32% repúblíkana eru ósáttir við málalokin. Samkvæmt fyrri könnunum voru aðeins 20% aðspurðra sammála því að Bush ætti að náða Libby, svo það virðist sem þessi refsimilding sé örlítið vinsælli - með 21% fylgi...

Það er samt merkilegt að forsetinn skyldi ekki hafa farið eftir vilja þjóðarinnar og sleppt því alveg að vera að hindra framgang réttvísinnar í þessu máli, því honum virðist ekki hafa tekist það sem maður hefði haldið að myndi vera aðalmarkmiðið í þessu máli: friðþægja stuðningsmenn sína á hægrivæng flokksins. Íhaldsmenn og hörðustu stuðningsmenn forsetans eru nefnilega alls ekki ánægðir. Robert Novak skrifar grein í dag þar sem hann heldur því fram að Libby sé eini maðurinn sem sé ánægður með þessi málalok:

Only Libby smiling today
Bush's decision to commute aide's sentence leaves liberals livid and conservatives still not satisfied
WASHINGTON -- President Bush's commutation of Scooter Libby's sentence pleased but did not fully satisfy restive conservatives, while enraging his liberal critics. Libby himself can breathe a sigh of relief that he does not have to serve prison time, but hardly anybody else is all that happy. ...
By standing apart from the Plame affair and the Libby affair, Bush has subjected himself to abuse from both sides. The abuse from the left certainly will expand thanks to his decision Monday, while praise from the right is a little bit muted.
Og þó Bush hafi ekki náðað Libby hefur forsetinn verið gagnrýndur fyrir að hafa gefið Scooter "A get out of jail free card". Editor and Publisher fer yfir leiðara bandarískra dagblaða, og kemst að þeirri niðurstöðu að nánast allir fordæmi ákvörðunina. New York Times segir að forsetinn sé "Soft on crime":
When he was running for president, George W. Bush loved to contrast his law-abiding morality with that of President Clinton, who was charged with perjury and acquitted. For Mr. Bush, the candidate, “politics, after a time of tarnished ideals, can be higher and better.” Not so for Mr. Bush, the president. ... Presidents have the power to grant clemency and pardons. But in this case, Mr. Bush did not sound like a leader making tough decisions about justice. He sounded like a man worried about what a former loyalist might say when actually staring into a prison cell.
Eftir stendur forsetinn, og getur engum gert til geðs. Viðbrögðin við mildun dómsins voru nákvæmlega þau sömu og hefði hann einfaldlega náðað Libby - nema að náðun hefði þó glatt hörðustu stuðningsmenn flokksins. Enda kemur í ljós að Bush hefur ekki útilokað að náða Libby seinna!
WASHINGTON - The White House on Tuesday declined to rule out the possibility of an eventual pardon for former vice presidential aide I. Lewis "Scooter" Libby. But spokesman Tony Snow said, for now, President Bush is satisfied with his decision to commute Libby's 2 1/2-year prison sentence.

Snow was pressed several times on whether the president might eventually grant a full pardon to Libby, who had been convicted of lying and conspiracy in the CIA leak investigation. The press secretary declined to say anything categorically.

"The reason I'm not going to say I'm not going to close a door on a pardon," Snow said, "Scooter Libby may petition for one."

Forsetinn gæti þá enn aftur vakið þessa sögu upp og gefið demokrötum, leiðarahöfundum, fréttaskýrendum og liberal bloggurum tækifæri til að lýsa yfir vandlætingu sinni enn og aftur!

Gærdagurinn var merkisdagur...

hahahaha... got you suckers!Gærdagurinn var merkilegur dagur í sögu Bandaríkjanna. Þetta var dagur afmæla, en einnig dagur merkilegra tímamóta.

Fyrir nákvæmlega 75 árum síðan kynnti merkilegasti forseti Bandaríkjanna, fyrr og síðar,* Franklin Delano Roosevelt, hugyndina um "a new deal" fyrir Bandaríkjamönnum. Velferðarríki það sem Bandaríkjamenn búa þó við var skapað í kjölfar þess að Roosevelt benti á leið út úr kreppunni. Roosevelt benti Bandaríkjamönnum - og öllu fólki - á að það eina sem við þurfum að óttast er óttinn. Nokkuð sem Bandaríska þjóðin hefur gleymt "in the post 9/11 era"... Í það minnsta hefur núverandi ríkisstjórn gert sitt besta til að sannfæra þjóðina um að aðalatriðið sé að vera alltaf á varðbergi og alltaf að óttast hryðjuverk og skeggjaða Araba.

Næsta merkisafmælið er fjögurra ára afmæli þeirrar sögufrægu yfirlýsingar núverandi forseta, Bush yngri, "Bring em on". Fyrir nákvæmlega fjórum árum síðan, nokkru eftir að klaufabárðurinn Bush hafði álpast til að leyfa Cheney telja sér trú um að gera innrás í Írak stóð hann frammi fyrir fréttamönnum sem vildu fá svör við því hvort Bandaríkjaher gæti tekist á við einhverskonar mótspyrnu, hemdarverk eða jafnvel hryðjuverk í nýfrelsuðu Írak. Forsetinn þóttist nú alldeilis vita svarið við þessari spurningu. Hann hló að henni - og eggjaði hryðjuverkamennina til dáða:

There are some who feel like -- that the conditions are such that they can attack us there. My answer is, bring them on. We've got the force necessary to deal with the security situation. Of course we want other countries to help us -- Great Britain is there, Poland is there, Ukraine is there, you mentioned. Anybody who wants to help, we'll welcome the help. But we've got plenty tough force there right now to make sure the situation is secure.

Með Úkraínu og Pólland munu Bandaríkin bera sigurorð af Al Qaeda og hryðjuverkaógninni? You got to be fucking kidding me!? Og af hverjú í andskotanum var Bretland með vegna? Vegna þess að Blair, af einhverri óskiljanlegri ástæðu hélt að það væri góð hugmynd að veðsetja pólítískan frama sinn í vafasömu neo-con veðmáli?

En það var nú ekki aðalatriðið - "the coalition of the willing", sem Íslendingar tóku þátt í n.b., var skammarlegur brandari frá fyrstu stundu - það sem var svívirðilegt við þessa yfirlýsingu var að Bush beinlínis hvatti óvini Bandaríkjanna til að reyna að drepa Bandaríska hermenn. Enginn forseti, fyrr eða síðar, hefur sent slíka áeggjun til óvina Bandaríkjanna. Enginn forseti Bandaríkjanna, fyrr eða síðar, hefur komið fram af viðlíka vanvirðingu við Bandaríska hermenn.

En gærdagurinnvar líka dagur merkilegra yfirlýsinga - því forsetinn ákvað í gær að gefa skít í Bandarískt réttarkerfi. Lewis "Scooter" Libby sirkaabout náðaður í gær. Við eigum eftir að heyra meira af þeim atburð, því náðun Libby á eftir að draga dilk á eftir sér.

M

*Þó Roosevelt hefði ekki haft afrekað að leggja grunninn að samfélagsþjónustu í Bandarikjunum hefði hann engu að síður getað talist einhver merkilegasti forseti Bandaríkjanna fyrir það eitt að hafa sigrað her Þriðja Ríkisins í seinni heimsstyrjöldinni. Roosevelt var því, án nokkurs vafa, einn merkilegasti forseti Bandaríkjanna - á eftir Washington og Lincoln, auðvitað! (og fyrst við erum komin út í að telja fram "founding fathers" vil ég benda á Hamilton, sem því miður varð aldrei forseti, en það er önnur saga!)


Walter Reed: fordyri helvítis, einkarekstur og vanhæfni stjórnvalda

walter reedHerspítalinn Walter Reed hefur verið í fjölmiðlum nokkuð linnulaust síðan fjölmiðlar komst að því við hversu ömurlegar aðstæður slasaðir hermenn væru látnir dúsa. Rottur, kakkalakkar og önnur skordýr hlupu um ganga, sorp og skítur var látinn safnast upp og slasaðir hermenn fengu legusár af því að liggja í skítugum rúmfötum sem ekki var skipt um. Walter Reed er ekki heldur með neina aðstöðu til að sinna hermönnum með Post-Traumatic Stress Disorder. Hermenn sem þjást af sjálfsmorðshugleiðingum fá því enga hjálp, og eru almennt látnir afskiptalausir. Ástandið var svö ömurlega hörmulegt að í mars hengdi James Coons sig í herberginu sínu. Spítalayfirvöld tóku ekki eftir því að það héngi dauður maður í einu spítalaherberginu, og það var ekki fyrr en fjölskylda mannsins hafði ítrekað beðið spítalastarfsfólk að fara og athuga með Conns að einhver opnaði dyrnar og kíkti inn! (Sjá umfjöllun ABC um þetta mál):

On July 4, 2003, Carol and Richard Coons had planned to welcome home their son Master Sgt. James Coons, a career soldier who had seen action in Iraq in 2003 and during the first Gulf War. Instead, they found out James was dead.

 

He had committed suicide in his room at Walter Reed Army Medical Center. Walter Reed staff did not find him until at least two days after his death, and only then at the insistence of his family, who were desperate to locate their son.

 

In their first network television interview since their son's death, Carol and Richard Coons sat down with me to talk about their family's anger and quest for answers. "They didn't take care of my son. They just didn't take care of him," Carol said ...

"He had three doctors' appointments scheduled. He didn't make any of those three appointments, and no one came to check on him," Richard said, and by this time, the family was becoming increasingly concerned, and made repeated phone calls trying to track down information about the whereabouts of James.

 

But, the family said, no one at Walter Reed seemed willing to make the effort to check on him.

Þegar fréttir bárust fyrst af óþrifnaði og ömurlegri aðstöðu á Walter Reed voru Repúblíkanar og margir hægrimenn fljótir að grípa til velæfðra afsakana og "talking points": Óstjórnin á Walter Reed sannaði hversu slæmt væri að ríkið veitti heilbrigðisþjónustu.

Eina vandamálið var að almennur rekstur spítalans - viðhald og hreingerningar voru alls ekki ríkisrekin, heldur hafði þessi starfsemi verið "einkavædd". Reyndar var hún einkavædd með sama hætti og Bush stjórnin hefur kosið að einkavæða: Fyrirtæki tengt Halliburton fékk verkefnið afhent í lokuðu og mjög sérkennilegu "útboði". Þetta fyrirtæki tók snarlega að "hagræða" í rekstrinum, sem fólst aðallega í að reka starfsfólk með reynslu (því það var á hærri launum) og ráða óreynt og ódýrt vinnuafl. Skv. bréfi Henry Waxman, formanns House Oversight Committee:

It would be reprehensible if the deplorable conditions were caused or aggravated by an ideological committment to privatized government services regardless of the costs to taxpayers and the consequences for wounded soldier

Það svívirðilegasta í þessu öllu er að starfsmenn spítalans höfðu sjálfir gert tilboð í að sjá um þrif í verktöku, en tilboði þeirra var hafnað - þó það væri lægra en tilboð IAP! Spítalayfirvöld (herinn, þ.e.) gerðu í millitíðinni engar ráðstafanir til að búa spitalann undir að taka á móti slösuðum hermönnum - þó ljóst væri að Bandaríkin væru í stríði og fyrri reynsla kenndi okkur að í stríði slasast hermenn... Aðalsökin liggur því ekki hjá "einkarekstri" heldur óstjórn og vanhæfni yfirmanna og stjórnvalda sem láta einkavinapot og ídeólógíu stjórna öllum gjörðum sínum.

Það hafa líka borist fréttir af því að sjúklingar á Walter Reed fái ekki póst afhentan. Og ætli það sé þá hægt að kenna ríkisrekinni póst- eða heilbrigðisþjónustu um? Nei, því póstdreifing á Walter Reed var líka "einkarekin". (Skv. AP, og Military.com)

The Army said Friday that it has opened an investigation into the recent discovery of 4,500 letters and parcels - some dating to May 2006 - at Walter Reed that were never delivered to Soldiers.

And it fired the contract employee who ran the mailroom.

Nú veit ég ekki hvort það er ástæða til að draga einhverja meiriháttar lærdóma um ágæti einkareksturs eða ríkisreksturs af þessum dæmum öllum. En það er alveg ljóst að að þau sanna að núverandi ríkisstjórn ræður ekki við það verkefni sem hún hefur tekist á hendur, hvort heldur það er stríðið í Írak, "supporting the troops", eða rekstur eðlilegrar þjónustu. Það er nefnilega í sjálfu sér ekkert að því að einkaaðilar dreifi pósti eða skúri gólf - jafnvel þegar það er gert í ríkisstofnunum. Ég held meira að segja að það geti vel verið að einkaaðilar geti rekið spítala. Og miðað við hversu ílla ríkisrekin utanríkisstefna Bush gengur mætti jafnvel spyrja sig hvort bandarísk utanríkisstefna gæti verið nokkuð verri þó hún væri líka einkavædd.

Það er hins vegar alveg ljóst að ríkið, og þeir sem því stýra á hverjum tíma, bera ábyrgð gagnvart borgurunum, og skattgreiðendum, að sjá til þess að almenningur njóti þeirrar þjónustu sem honum hefur verið seldur. Núverandi stjórnvöld aðhyllast hins vegar einhverja allt aðra stjórnmálaheimspeki: Engar tilraunir hafa t.d. verið gerðar til að endurheimta fé sem sýnt hefur verið fram á að verktakar í Írak hafi svikið út úr skattgreiðendum.

Í höndum George W. Bush og ríkisstjórnar hans virðist þetta nefnilega ekkert hafa með "almannafé" að gera - forsetanum virðist nákvæmlega skítsama um hag skattgreiðenda, eða hvort það sé ódýrara eða hagkvæmara að láta einkaaðila bjóða upp á almannaþjónustu. Það eru einhverjar allt aðrar hvatir sem liggja að baki. Hin skýringin er að forsetinn og öll hans ríkisstjórn séu ömurlegustu aular og vanhæfustu apakettir sem hafa komist til valda á vesturlöndum. Hvort heldur er, það getur enginn heiðarlegur eða sæmilega upplýstur maður stutt svona hyski.

M


35 ára afmæli Watergatehneykslisins haldið hátíðlegt með skrúðgöngum, dans og söng

WatergateÍ gær voru liðin nákvæmlega 35 ár frá innbrotinu í Watergate hótelðið í Washington. Þar voru á ferðinni starfsmenn af kosningaskrifstofu Richard Milhouse Nixon sem voru að koma fyrir hlerunarbúnaði á kosningaskrifstofum Demokrata. Engum sögum fer af því hvort Virgilio Gonzalez (óskyldur öðrum Gonzales sem hefur verið í fréttum undanfarna mánuði, sömuleiðis fyrir ólöglegar njósnir) og hinir "pípulagningamennirnir" hafi deilt skrifstofum með Karl Rove og stuttbuxnadeild kosningaskrifstofunnar.

Það tók bandarísku pressuna langan tíma að fatta að Watergate innbrotið væri alvarlegt hneyksli sem verðskuldaði umfjöllun í fjölmiðlum, og fyrir vikið náði Nixon endurkjöri með "mandate" sem var mun glæsilegra en nokkuð sem núverandi forseti áorkaði í þeim kosningum sem hann annaðhvort rétt marði eða vann á tæknilegum furðum Bandarísks kosningakerfis. Bush hefur þó tekist að skáka Nixon sem lélegasta þjóðarleiðtoga fyrr og síðar.

Tveimur árum síðar hrökklaðist Nixon frá völdum. Bush mun einnig hrökklast frá völdum áður en tvö ár eru liðin, þó það verði í kosningum.

Þegar Nixon var neyddur til að segja af sér komst Gerald D. Ford til valda, og hann fyrir sitt leyti kom tveimur annars óþekktum smápeðum í valdastöður: Richard Bruce Cheney og Donald Henry Rumsfeld - og gerði George H. W. Bush að yfirmanni CIA. Það er svo gaman að minnast þess að Bush var yfirmaður Repúblíkanaflokksins þegar Watergate innbrotið var skipulagt. Starfsmenn á kosningaskrifstofu Nixon, Karl Rove, steig sömuleiðis upp valdastigann innan flokksins. Watergate hefur því líklega haft mótandi áhrif á pólítískan þroska og feril nokkurra af valdamestu mönnunum innan ríkisstjórnar Bush yngri.

M

 


Stefnur á hendur starfsmönnum forsetans og valdníðsla alríkisins

Dagblöð...Dagblöðin í morgun fluttu tvær áhugaverðar fréttir sem báðar snúast um valdníðslu alríkisins og þróun mála í "Gonzalesgate" - sem þegar allt kemur til alls snýst líka um einkennilegar hugmyndir George W Bush og Alberto Gonzales um ríkisvaldið.

Washington Post flytur  frétt af innanhússrannsókn FBI, en samkvæmt henni hafa starfsmenn alríkislögreglunnar ítrekað safnað upplýsingum um óbreytta borgara sem lög beinlínis banna að starfmenn stofnunarinnar afli. Þessar fréttir eru hið versta mál, sérstaklega í ljósi þess hvernig núverandi stjórnvöld virðast kerfisbundið hafa unnið að því að breyta dómsmálaráðuneytinu í einhverskonar deild í Repúblíkanaflokknum. (sjá t.d. þessa fyrri færslu um innanríkisnjósnir FBI.)

Og talandi um "Gonzalesgate" WaPo og LA Times (ég skil ekki af hverju þessi frétt er ekki ein af aðalfréttunum hjá New York Times) flytja bæði fréttir af því að demokratar í þinginu hafi stefnt tveimur fyrrverandi starfsmönnum forsetans, Harriet Meiers, sem var "White House Councel" og Söru Taylor, fyrrverandi "White House political director". Samkvæmt bréfum sem gerð hafa verið opinber var Taylor viðriðin vægast sagt grunsamlegan brottrekstur alríkissaksóknara fyrr í ár. Um leið fór þingið fram á að Hvíta Húsið afhenti frekari gögn um aðdraganda brottrekstursins. Hvíta Húsið og Gonzales hafa hingað til haldið því fram að brottrekstur saksóknaranna hafi verið "fullkomlega eðlilegur" og að það sé ekkert gruggugt við aðdragandann. (Það er t.d. ekkert óeðlilegt að flokka alríkissaksóknara eftir því hvort þeir eru "loyal Bushies" eða ekki...?) Um leið hefur enginn getað útskýrt hvernig til kom að þessir saksóknarar voru reknir, hver ákvað að það ætti að reka þá, eða af hverju. Allir sem voru viðriðnir málið hafa hingað til borið við minnisleysi - sérstaklega Gonzales sem þykist ekki muna eftir fundum sem hann þó man að hafa setið... Á sama tíma benda skjöl sem gerð hafa verið opinber til þess að Hvíta Húsið (þ.e. forsetinn eða Karl Rove) hafi stýrt hreinsuninni.

Tony Snow segir enn of snemmt að segja til um hvort Hvíta Húsið muni sinna þessum stefnum, eða hvort forsetinn muni reyna að koma í veg fyrir að Meiers og Taylor beri vitni, og þá draga þetta mál allt fyrir dómstóla. LA Times (sem fjallar ítarlegar um þetta mál en WaPo) segir ólíklegt að forsetinn myndi bera sigur ef til þess kæmi:

Except in cases involving national security or military secrets, the executive branch enjoys no absolute privilege to withhold documents from Congress. ... Some legal experts said they believe that Congress would prevail in any court fight over the U.S. attorney documents.

Peter M. Shane, an expert at the Ohio State University law school on the separation of powers. ... said that conditions the White House has insisted on before making officials available for questioning appear unreasonable. The current White House counsel, Fred F. Fielding, has agreed to permit officials to answer questions from members of Congress but only if the testimony is private, unsworn and there is no transcript.

"Saying that the investigation can proceed but not with an oath or transcript, I think, is a ridiculous offer," Shane said. "If there cannot be a firm record of what is actually said, then it is quite literally a pointless investigative technique. If I were advising the majority counsel on either side, I cannot imagine accepting that offer. It is worse than nothing."

Hvíta Húsið í valdatíð Bush hefur nefnilega reynt að halda því til streitu að þingið hafi akkúrat engin völd til að hafa eftirlit með starfsemi framkvæmdavaldsins sem megi fara sínu fram, nokkurnveginn óháð því hvað lög eða dómstólar segja. Og í miðjunni á þessu sitja þeir saman, Gonzales og Bushie.

Þó Gonzales hafi sloppið fyrir horn á mánudaginn þegar repúblíkönum tókst að "filibustera" vantrauststillögu demokrata er því ljóst að Gonzalesgate á eftir að skemmta okkur í allt sumar!

M


Innflytjendur, allstaðar eintómir innflytjendur

Dagblöð...Ein aðalfrétt undanfarinna daga hefur verið tilraun forsetans og demokrata til að gera umbætur á innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna - og þetta er líka aðalfréttin í blöðunum í morgun. Þ.e. tilraunir forsetans til að sannfæra eigin flokksmenn um að þeir eigi að styðja (hálf)vitræna endurskoðun á löggjöfinni. (Stuðningsmenn Repúblíkana halda því fram að löggjöfin, sem gerir m.a. ráð fyrir því að auðvelda öllu því fólki sem þegar dvelur ólöglega í Bandaríkjunum að hljóta ríkisborgararétt, sé "amnesty" og einhverskonar svik við fósturjörðina.)

Washington Post fókuseraði á að forsetann skorti stuðning meðal eigin flokksmanna:

  • Forsetinn hitti þingmenn flokksins yfir hádegisverði til að reyna að sannfæra þá um að styðja "comprehensive immigration reform". ´WaPo segir að forsetinn hafi ekki snúið neinum þingmönnum á fundinum: "Although senators described the meeting as cordial, even jovial, they also said the president's efforts to rally GOP support did not win any converts."

LA Times Reyndi að vera jákvæðara:

  • Þingmenn Repúblíkana reyna að sannfæra forsetann um að auka fjárveitingar til landamæragæslu - annars muni þeir drepa löggjöfina.
  • Á sama tíma birtir blaðið könnun sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna styður að ólöglegir innflytjendur geti sótt um ríkisborgararétt (65% Repúblíkana, þar með talið), sem sýnir enn og aftur að "the base" er öfgafullur minnihluti - ekki bara þjóðarinnar, heldur meira að segja líka Repúblíkanaflokksins. 

New York Times bætti engu við fréttir WaPo og LAT, og birti reyndar engar almennilega áhugaverðar fréttir um bandarísk stjórnmál.

Aðal leiðari blaðsins fjallaði þess í stað um Gonzalesgate, sem lagði út af mikilvægustu útkomu atkvæðagreiðslunnar um vantrauststillöguna:

The most remarkable thing about the debate on Attorney General Alberto Gonzales this week was what didn’t happen. Barely a word was said in praise him or his management of the Justice Department. The message was clear even though the Republicans prevented a no-confidence vote through the threat of a filibuster — a tactic that until recently they claimed to abhor. The sound of Mr. Gonzales not being defended was deafening. ...

That so many Senate Republicans supported an attorney general that they cannot bring themselves to defend shows that politics is not behind the drive to force him out. It’s behind the insistence that he stay.

Það mætti spyrja sig hvað valdi því að þingmenn Repúblíkana vilji berjast gegn lagafrumvörpum sem kjósendur flokksins styðja, og berjast fyrir dómsmálaráðherrum sem þeir sjálfir geta ekki stutt?

M

Ég er að hugsa mér að gera þetta að föstum lið - aðalfréttir þessara þriggja dagblaða. Ástæða þess að ég vel WaPo, LA Times og NYT er sú að ég skima eða les þessi þrjú blöð á hverjum morgni.


George Bush elskaður af öllum Albönum, Paris Hilton hötuð af öllum Bandaríkjamönnum og Gonzales? Ja, það hata hann ekki alveg nógu margir...

Undanfarna daga hefur fátt verið í fjölmiðlum annað en Paris Hilton og heimsókn George Bush til Albaníu. Ef marka má fréttir er Bush víst í miklum metum hjá Albönum sem finnst hann einhver stórfenglegasti og merkilegasti þjóðarleiðtogi fyrr og síðar. sbr. þetta myndskeið, sem sýnir víst "Bush në Fushë-Krujë", sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir. En við getum heyrt í Albönunum hrópa í bakgrunninum: "Bushie! Bushie! Bushie!"

Þetta hefur fréttaskýrendum og bloggurum hér vestra fundist afskaplega fyndið, enda er eitthvað alveg einstaklega spaugilegt við "Albaníu" sem er eitt af þessum löndum sem allir vita hvar er, og allir hafa mjög óljósar hugmyndir um hvað gerist í þessu landi.

Það er annars ekkert skrýtið að Bush sé elskaður í fyrrum Stalínískum einræðisríkjum eins og Albaníu - í Kalda stríðinu þótti Albönum Sovétmenn vera of liberal og vestrænir í hugsunarháttum, svo þeir sögðu skilið við Kreml og hnýttu sig aftaní Kínverska Kommúnistaflokkinn. Það ósætti hófst víst með því að Khrushchev svívirti hinn elskulega pabba allra þúsund sósíalísku þjóða Sovétríkjanna, og var almennt ekki nógu Stalínískur og harðsvíraður að mati Albanskra kommúnista. Það er kannski skiljanlegt að Albanir kunni að meta þjóðarleiðtoga sem vilar ekki fyrir sér að svipta óbreytta borgara öllum stjórnarskrárvörðum réttindum, pyntar þá og loka í fangelsi án dóms og laga og geyma þá þar árum saman? Annað hvort finnst Albönum heimilislegt að hitta þjóðarleiðtoga sem stýrir ofvöxnu og vanhæfu ríkisbákni, hyglir flokssbroddum og hefur komið kommissörum fyrir í dómsmálaráðuneytinu - eða þeim finnst hann vera holdgerfingur frjálslyndis, því hann eða handbendi hans hafa enn sem komið er ekki verið staðin að því að pynta fanga upp á eigin spýtur?

Hin aðal frétt vikunnar virðist vera að holdgerfingur vanhæfninnar og flokksræðisins í Hvíta Húsi Bush, Alberto Gonzales er ennþá dómsmálaráðherra. Á mánudaginn reyndu Demokratar að lýsa vantrausti á Gonzales - en þingsályktunartillagan náði ekki tilskildum auknum meirihluta - í öldungadeildinni þurfa frumvörp og þingsályktunartillögur að fá 60 atkvæði af 100 til að koast til atkvæðagreiðslu, og þar sem demokratar hafa mjög nauman meirihluta í deildinni hefði tillagan þurft stuðning nokkurra repúblíkana. Atkvæðagreiðsla um hvort tillagan færi til áframhaldandi umræðu hlaut 53 atkvæði, meðan 38 repúblíkanar greiddu atkvæði gegn því að deildin fengi að greiða atkvæði um vantraust. Sjö repúblíkanar greiddu atkvæði með tillögunni: Coleman, Collins, Hagel, Smith, Snowe, Specter, Sununu. (Sjá útkomu atvæðagreiðslunnar hér)

Seníla gamalmennið og stríðsæsingamaðurinn Joseph Lieberman, sem er fulltrúi fyrir sinn einkaflokk (Liebarman for Connecticut, eða eitthvað álíka greindarlegt) greiddi atkvæði gegn, og fjórir demokratar voru fjarstaddir: Joe Biden, Chris Dodd, og Barry Hussein Obama. Tim Johnson greiddi ekki heldur atkvæði, en hann liggur á spítala og er að jafna sig eftir heilablóðfall. Tillagan hefði því ekki getað fengið nema 57 atkvæði eins og málum er háttað.

Þetta eru svosem ekki merkilegar fréttir, því Gonzales mun aldrei segja af sér og Bush mun aldrei reka hann- ekki nema Gonzales verði fundinn sekur um kanníbalisma eða eitthvað þaðan af verra. Bush og Gonzales hafa fylgst að síðan í Texas. Gonzales er í innsta hring Bush stjórnarinnar - það eru líklega bara tveir menn sem eru jafn mikilvægir fyrir forsetann: Dick Cheney og Karl Rove. Gonzales hefur þar fyrir utan skipulagt og ríkt yfir nærri stjórnlausri útþenslu á allra handa innanríkisnjósna - og það eru ekki öll kurl komin til grafar með þau prógrömm öll. (Sjá fyrri færslur um þetta efni, hér, hér og hér.) Í ljósi þess hversu umdeild þessi prógrömm eru er ólíklegt að forsetinn geti fundið nýjan dómsmálaráðherra, án þess að hætta á að vekja aftur upp umræðu um ólöglegar símhleranir og njósnir um óbreytta borgara.

Ég yrði því virkilega hissa ef Gonzales yrði skipt út fyrr en í janúar 2009.

M

Svo er ég að hugsa mér að gera nokkrar breytingar á þessu bloggi, og bið lesendur því að sýna þolinmæði núna næstu daga!


Bush fellur í verði

Hvað ætli Bono hafi verið rukkaður?Á vef Newsweek er bráðfyndin smáfrétt um gengisfall George "the commander guy" Bush:

Yesterday, Bush headlined a fundraiser for the New Jersey state GOP, where donors could pay $5,000 to pose for a photo with the Commander in Chief. Expensive photo op, right? Well, that's actually cheaper that what donors paid just a year ago for a grip and grin with Bush. Last summer, GOP officials around the country charged at least $10,000 a pop for presidential photo op, a bargain compared to the $25,000-a-flash Bush commanded during some Republican National Committee fund-raisers back in 2000 and 2004.

Samkvæmt þessu er Bush rétt 20% af því sem hann var fyrir tæpum þremur árum. Samkvæmt sömu frétt kostar það 5.000 dollara að fá af sér mynd með pabba Bush eða Dick Cheney. Bush er samt ennþá metinn á við fimm Karl Rove, því það kostar bara 1.000 dollara að sitja fyrir á mynd með honum.

M


...og staðhæfir að Bush sé versti forseti Bandaríkjasögunnar...

Í Bandaríkjunum hafa yfirlýsingar Carter vakið nokkra athygli, því það er ekki til siðs að fyrrverandi forsetar gagnrýni sitjandi forseta, allra síst með þessum hætti. Gagnrýni Carter á Blair hefur því skiljanlega vakið mun minni athygli. Reyndar sagði Carter bara að utanríkisstefna forsetans væri sú verasta í sögunni, og að Bush hefði svikið arfleið repúblíkanaflokksins, Bush eldri, Reagan og jafnvel Nixon. Skv. AP:

"I think as far as the adverse impact on the nation around the world, this administration has been the worst in history," Carter told the Arkansas Democrat-Gazette in a story that appeared in the newspaper's Saturday editions. "The overt reversal of America's basic values as expressed by previous administrations, including those of George H.W. Bush and Ronald Reagan and Richard Nixon and others, has been the most disturbing to me."

Carter spokeswoman Deanna Congileo confirmed his comments to The Associated Press on Saturday and declined to elaborate. He spoke while promoting his new audiobook series, "Sunday Mornings in Plains," a collection of weekly Bible lessons from his hometown of Plains, Ga.

..."We now have endorsed the concept of pre-emptive war where we go to war with another nation militarily, even though our own security is not directly threatened, if we want to change the regime there or if we fear that some time in the future our security might be endangered," he said. "But that's been a radical departure from all previous administration policies."

Það er kannski ekkert sérstaklega merkilet við þessa yfirlýsingu Carter, aðallega vegna þess að þetta eru ekkert sérstakla próvókerandi yfirlýsingar. Mér sýnist nefnilega að deilur um "arfleið" Bush snúist núorðið um hvort hann verði talinn versti forseti Bandaríkjasögunnar, eða hvort hann verði aðeins einn af verstu forsetum sögunnar...


mbl.is Carter gagnrýnir stuðning Blairs við Íraksstríðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband