Gærdagurinn var merkisdagur...

hahahaha... got you suckers!Gærdagurinn var merkilegur dagur í sögu Bandaríkjanna. Þetta var dagur afmæla, en einnig dagur merkilegra tímamóta.

Fyrir nákvæmlega 75 árum síðan kynnti merkilegasti forseti Bandaríkjanna, fyrr og síðar,* Franklin Delano Roosevelt, hugyndina um "a new deal" fyrir Bandaríkjamönnum. Velferðarríki það sem Bandaríkjamenn búa þó við var skapað í kjölfar þess að Roosevelt benti á leið út úr kreppunni. Roosevelt benti Bandaríkjamönnum - og öllu fólki - á að það eina sem við þurfum að óttast er óttinn. Nokkuð sem Bandaríska þjóðin hefur gleymt "in the post 9/11 era"... Í það minnsta hefur núverandi ríkisstjórn gert sitt besta til að sannfæra þjóðina um að aðalatriðið sé að vera alltaf á varðbergi og alltaf að óttast hryðjuverk og skeggjaða Araba.

Næsta merkisafmælið er fjögurra ára afmæli þeirrar sögufrægu yfirlýsingar núverandi forseta, Bush yngri, "Bring em on". Fyrir nákvæmlega fjórum árum síðan, nokkru eftir að klaufabárðurinn Bush hafði álpast til að leyfa Cheney telja sér trú um að gera innrás í Írak stóð hann frammi fyrir fréttamönnum sem vildu fá svör við því hvort Bandaríkjaher gæti tekist á við einhverskonar mótspyrnu, hemdarverk eða jafnvel hryðjuverk í nýfrelsuðu Írak. Forsetinn þóttist nú alldeilis vita svarið við þessari spurningu. Hann hló að henni - og eggjaði hryðjuverkamennina til dáða:

There are some who feel like -- that the conditions are such that they can attack us there. My answer is, bring them on. We've got the force necessary to deal with the security situation. Of course we want other countries to help us -- Great Britain is there, Poland is there, Ukraine is there, you mentioned. Anybody who wants to help, we'll welcome the help. But we've got plenty tough force there right now to make sure the situation is secure.

Með Úkraínu og Pólland munu Bandaríkin bera sigurorð af Al Qaeda og hryðjuverkaógninni? You got to be fucking kidding me!? Og af hverjú í andskotanum var Bretland með vegna? Vegna þess að Blair, af einhverri óskiljanlegri ástæðu hélt að það væri góð hugmynd að veðsetja pólítískan frama sinn í vafasömu neo-con veðmáli?

En það var nú ekki aðalatriðið - "the coalition of the willing", sem Íslendingar tóku þátt í n.b., var skammarlegur brandari frá fyrstu stundu - það sem var svívirðilegt við þessa yfirlýsingu var að Bush beinlínis hvatti óvini Bandaríkjanna til að reyna að drepa Bandaríska hermenn. Enginn forseti, fyrr eða síðar, hefur sent slíka áeggjun til óvina Bandaríkjanna. Enginn forseti Bandaríkjanna, fyrr eða síðar, hefur komið fram af viðlíka vanvirðingu við Bandaríska hermenn.

En gærdagurinnvar líka dagur merkilegra yfirlýsinga - því forsetinn ákvað í gær að gefa skít í Bandarískt réttarkerfi. Lewis "Scooter" Libby sirkaabout náðaður í gær. Við eigum eftir að heyra meira af þeim atburð, því náðun Libby á eftir að draga dilk á eftir sér.

M

*Þó Roosevelt hefði ekki haft afrekað að leggja grunninn að samfélagsþjónustu í Bandarikjunum hefði hann engu að síður getað talist einhver merkilegasti forseti Bandaríkjanna fyrir það eitt að hafa sigrað her Þriðja Ríkisins í seinni heimsstyrjöldinni. Roosevelt var því, án nokkurs vafa, einn merkilegasti forseti Bandaríkjanna - á eftir Washington og Lincoln, auðvitað! (og fyrst við erum komin út í að telja fram "founding fathers" vil ég benda á Hamilton, sem því miður varð aldrei forseti, en það er önnur saga!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband