Færsluflokkur: Bloggar

Framlag HP til átraskana og útlitsdýrkunar

hpslimming.jpg

Hewlett Packard hefur þróað nýja ljósmyndatækni sem lætur konur á ljósmyndum líta út fyrir að vera grennri en þær raunverulega eru! Engir megrunarkúrar nauðsynlegir - nýjasta "photosmart" línan af myndavélum frá HP eru allar með innbyggum fídus sem lætur fólk líta út fyrir að vera nokkrum númerum minna en það raunverulega er. Á heimasíðu HP er þessu snillldarapparati lýst:

They say cameras add ten pounds, but HP digital cameras can help reverse that effect. The slimming feature, available on select HP digital camera models, is a subtle effect that can instantly trim off pounds from the subjects in your photos!

  • With the slimming feature, anyone can appear more slender—instantly.
  • The effect is subtle—subjects still look like themselves
  • Can be adjusted for a more dramatic effect
  • See a before and after version, then decide which to keep

Þetta er auvðitað jólagjöfin í ár: Nú vantar bara myndavélar sem hvita tennur, stækka brjóst og minnka rassa... þá getum við öll verið hamingjusöm?

M


Kazakstan biður Bush um aðstoð í stríði sínu við Borat

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_nursultan_nazarbayev.jpg

Borat er öllum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur - og svo líka okkur sem höfum áhuga á erjum á milli landa sem heita Stan og sjónvarspkaraktera. Reyndar hef ég alltaf haft mikinn áhuga á öllum Stan löndum Mið-asíu. Það er eitthvað alveg sérstaklega spennandi við stað sem enginn veit hvar er á landakorti. Kyrgistan? eða Usbekistan? Maður þarf að vera alveg sérstök tegund af landafræðinörd til að vita muninn á þessum löndum!

En þessi lönd eru víst til, og þar býr víst líka fólk, og öllu þessu fólki er alveg afskaplega ílla við það að andstyggilegum vesturlandabúum eins og mér finnist föðurlönd þeirra fyndin. Og ergelsi þeirra beinist auðvitað fyrst og fremst að Borat, sem hefur gert það að lifibrauði sínu að gera grín að þeim.

Wonkette, sem hefur eins og ég, áhuga á asnalegum fréttum, hefur verið að fylgjast með Borat-Kasakstan deilunni, og að því er ég get best séð eru staðreyndir málsins þær að Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, var sagður ætla að tala um Borat við Bush bandaríkjaforseta þegar fundum þeirra bar saman um daginn - en svo neitar sendiráð Kasakstan og talsmenn forsetans því staðfastlega að þeir hafi rætt Boratmál. Þetta er eitthvað skemmtilegasta prómó fyrir kvikmynd sem ég hef nokkurntímann séð - því Borat - the movie er á leiðinni í kvikmyndahús.

Fyrir þá sem hafa áhuga á Boratmálum bendi ég á eftirfarandi fréttir og heimasíður:

Lengi lifi Sasha Baron Cohen!

M


Hvað segir tölvupósthólfið þitt um þig?

'You are your inbox' Rakst á þessa grein á bloggrúntum dagsins - svo virðist sem yfirfullt tölvupósthólf mitt bendi til að ég eigi mikið að ókláruðum verkefnum eða vandamálum í lífinu... Reyndar er þessi grein alls ekki svo vitlaus. Ég hvet alla sem lifa í gegnum tölvupósthólfið sitt til að lesa hana! Reyndar er greinin upprunalega á Wall Street Journal, sem krefst áskriftar, svo ég kópíeraði fréttina alla hér að neðan:

Hoarders vs. Deleters: What your inbox says about you

By JEFFREY ZASLOW Wall Street Journal
2006-08-10

You are your inbox.

Take a clear-eyed look at how you answer or file each email. Notice what you choose to keep or delete. Consider your anxiety when your inbox is jammed with unanswered messages.

The makeup and tidiness of your inbox is a reflection of your habits, your mental health and, yes, even the way Mom and Dad raised you.

"If you keep your inbox full rather than empty, it may mean you keep your life cluttered in other ways," says psychologist Dave Greenfield, who founded the Center for Internet Behavior in West Hartford, Conn. "Do you cling to the past? Do you have a lot of unfinished business in your life?"

On the other hand, if you obsessively clean your inbox every 10 minutes, you may be so quick to move on that you miss opportunities and ignore nuances. Or your compulsion for order may be sapping your energy from other endeavors, such as your family.

Email addiction, of course, is now a cultural given. But a less-noticed byproduct of that is the impulse of the inbox. Some of us are obsessed with moving every email to an appropriate folder while killing junk "spam" on arrival and making sure Mom knows that we got her email and still love her. Meanwhile, others among us are e-procrastinators, modern-day Scarlett O'Haras who figure we'll deal with old email tomorrow. We're discovering that the disorder in our inboxes mirrors the disorder in our homes, marriages and checkbooks.

A few months ago, Scott Stratten was suffering from what he terms "inbox paralysis." A marketing consultant in Oakville, Ontario, he had 500 old messages in his inbox, all needing responses. "I felt so guilty, I couldn't even bring myself to open my email," he says.

In desperation, he decided to delete all his messages. He then sent an email blast to 400 people on his contact list, telling them a lie. He made up a story that his Internet service provider had informed him that some emails weren't getting through, and that was why friends and clients never heard back from him. "People were very empathetic," he says, "and it allowed me to start fresh."

Mr. Stratten describes what he did as "pure evil," but he also calls it a turning point. He realized he had to find a better way to ease his guilt over not coming through for people. He is now hiring an assistant who will handle his email.

Those who are too nice in other areas of their lives may be more likely to struggle with unwieldy inboxes, says Merlin Mann, creator of 43folders.com, a Web site about personal productivity. Polite people (or those who want to be liked) feel obliged to participate in ping-pong correspondences with chatty friends. They haven't the heart to give anyone the no-response brush-off. But Mr. Mann says such ruthlessness is necessary.

He says he uses a few dozen "templates" to answer email, prewritten form letters in which he inserts a person's name or a personalized comment. He also empties his inbox hourly. "You have to treat your inbox like you treat your mailbox at home," he says. "You wouldn't store your bills inside your mailbox. And leaving spam in your inbox is like leaving garbage in your kitchen."

On the work front, you're most at risk for inbox clutter if you're the type who can't say "no," warns Nancy Flynn, executive director of the ePolicy Institute, a consulting firm. When you're quick to respond with offers of help, "people use email to turn their crisis into your emergency," she says.

In Greensboro, N.C., Internet consultant Wally Bock keeps his inbox down to a manageable few dozen messages. He credits his sense of order to "having disciplined parents who made that a value." Still, he recognizes the downside. Many "Inbox Zero" zealots interrupt their work every time they hear a ping announcing incoming email. "Multitasking is a misnomer," says Mr. Bock. "What you're really doing is switching rapidly between tasks. And every time you switch, you have to start up again. Over the course of a day, you lose a chunk of efficiency."

A saner way to pare down an inbox is to move email into folders, by subject or need for follow-up, and once a week set aside time for inbox housekeeping. That's advice from Marilyn Paul, author of "It's Hard to Make a Difference When You Can't Find Your Keys," a book for the chronically disorganized. She also suggests using the inbox alphabetizing feature, which organizes all email by sender. "That allows you to delete 1,000 emails an hour," she says.

University of Toronto instructor Christina Cavanagh studied hundreds of office workers for her book "Managing Your Email: Thinking Outside the Inbox." One of her subjects, a finance executive, had 10,000 emails in his inbox. She advised him to simply delete the oldest 9,000. Busy people, drowning in email, may have no choice but to kill old messages and suffer the consequences. (Mr. Mann calls this "euthanasia.")

Because "inboxes are metaphors for our lives," Dr. Greenfield says, there's no cure-all solution to inbox management. We're all too different. But he believes an awareness of our inbox behavior can help us better understand other areas of our lives.

"If you have 1,000 emails in your inbox, it may mean you don't want to miss an opportunity, but there are things you can't pull the trigger on," Dr. Greenfield says. "If you have only 10 emails in your inbox, you may be pulling the trigger too fast and missing the richness of life."

 


Tölfræði um blogg

Flest blogg deyja á fáeinum dögum eða vikum, konur blogga meira en karlmenn, og meirihluti bloggara er á aldrinum 13-19 ára. Þessar og aðrar merkilegar vangaveltur um eðli og þróun blogga má lesa í þessari grein á Perseus.

Samkvæmt athugun Perseus lifir fjórðungur allra blogga ekki lengur en einn dag, en séu þessir andvana fæddu bloggar ekki teknir með, var meðalaldur blogga sem höfðu dáið drottni sínum aðeins fjórir mánuðir - karlmenn eru tölfræðilega líklegri til að gefast upp á bloggum og yfirgefa þá, og bloggar sem lifa eru að meðaltali með tvisvar sinnum lengri færslur en bloggar sem deyja. 92.4% allra blogga eru stofnaðir af fólki yngra en 30 ára.

Það sem kom mér helst á óvart var hversu fáir bloggar eru uppfærðir daglega - Perseus telur að innan við hálft prósent allra blogga sé uppfærður daglega.

FreedomFries er því miður augljóslega í mikilli hættu á að deyja drottni sínum. Ekki nóg með að þetta blogg sé ennþá innan við fjögurra mánaða gamalt, og því enn tölfræðilega í mikilli hættu á að vera yfirgefið, en höfundurinn er líka karlmaður, en samkvæmt Perseus, og gamalli þjóðtrú, erum við líklegri en konur til að yfirgefa afkvæmi okkar, hvort heldur elektrónísk eða líffræðileg. Það versta er að Perseus er sannfærður um að blogg með 'nanoaudiences' - fáeina lesendur - deyi bæði frekar og fyrr en önnur blogg. Mér sýnist meðalfjöldi lesenda á FreedomFries vera um tíu manns á dag... En maður ætti aldrei að láta tölfræðina gera sig dapran.

M

 


Myspace hættulegt starfsframa...

Þessi frétt var í NYT í morgun:

For Some, Online Persona Undermines a Résumé 

When a small consulting company in Chicago was looking to hire a summer intern this month, the company's president went online to check on a promising candidate who had just graduated from the University of Illinois.

At Facebook, a popular social networking site, the executive found the candidate's Web page with this description of his interests: "smokin' blunts" (cigars hollowed out and stuffed with marijuana), shooting people and obsessive sex, all described in vivid slang.

It did not matter that the student was clearly posturing. He was done.

Ætli þetta sé gert hér á landi? Eða er það kannski óþarfi, því það þekkja hvort sem er allir alla?

M

 


Raunverulegur kostnaður af gjaldþroti Enron

Væntanleg fangelsisvist þeirra Skilling og Lay er auðvitað aðalmálið á síðum dagblaðanna vestra, og svo í the blogosphere. Wall Street Journal hélt því fram að kostnaðurinn af svikamyllu þeirra félaga væri:

Tugmilljarðar dollara í markaðsvirði (hlutabréf fyrirtækisins) 

$2.1 milljarðar í eftirlaunasjóðum starfsmanna

5.600 störf

Þetta er hins vegar alrangur reikningur. Störfin glötuðust við að fyrirtækið fór á hausinn, sem var afleiðing þess að svik stjórnarinnar komust upp, og það er óumdeilanlegt að eftirlaunasjóðir starfsmanna voru þurrkaðir út af stjórnendunum, sem neituðu starfsmönnum að selja. Það er hins vegar fráleitt að halda því fram að markaðsvirði félagsins hafi tapast vegna svikanna - þau verðmæti voru aldrei til -  svikamylla Lay og Skilling, (og annarra stjórnenda sem þegar hafa játað) gekk akkúrat útá að falsa bókhaldið til að gera fyrirtækið meira virði en það raunverulega var. Ef ég lýg því að öllum að ég eigi milljón í bankanum, og það kemst svo upp um lygarnar, hefur uppljóstrunin ekki 'kostað' þessa milljón í töpuðum verðmætum?

Vandi Wall Street Journal er auðvitað sá að það er erfitt að reikna út 'kostnað' við stórfellda svikastarfsemi. Aðallega vegna þess að mikið af kostnaðinum býr í 'the externalities' af gjaldþrotum - tapað traust á fyrirtækjum (eða kapítalismanum almennt), kostnaður við lögsókn, kostnaður við aukna löggæslu (Sarbanes Oxley löggjöfin er gott dæmi), osfv... Og sennilega er alvarlegasti kostnaðurinn í tilfelli Enron sá að ævintýraleg velgengni fyrirtækisins á tíunda áratugnum, og sú viðskipta 'menning' sem Enron fóstraði og hvatti til, gróf undan dómgreind stjórnenda annarra fyrirtækja.

En það eru ekki öll kurl komin til grafar - Bandarískir bloggarar hafa margir lýst yfir þeirri skoðun sinni að Skilling og Lay muni ábyggilega aldrei sitja inni - þeir muni áfrýja þessum dómi, við taki áralöngar lagaflækjur, nú, eða að Bush muni láta það verða sitt seinasta verk sem forseti að náða þá félaga, enda 'kenny-boy' (Skilling) og Bush góðir vinir...

 


Að loknu söguþingi

Ég biðst afsökunar á þeirri löngu bið sem hefur orðið á póstum - nú um helgina var söguþing haldið í Reykjavík, og höfundur var þar upptekinn mestan part tímans. Það sem fjölmiðlum hefur helst fundist standa upp úr var auðvitað erindi Guðna Th. um símahleranir. Sannast þar að sagnfræði sem er í 'samræðu' við samtímann vekur mesta athygli.

M


Enn um narrative: Vinstri grænir Demokratar og óábyrgir apakettir

Vinstri grænir Demokratar og óábyrgir apakettir

Nýleg könnun Washington Post og ABC sýnir að Republikanaflokkurinn og Bush halda áfram að falla í áliti hjá almenningur í Bandaríkjunum. Í fyrsta lagi er nú yfirgnæfandi meirihluti bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að innrásin í Írak hafi verið ‘mistök’ – 59% á móti 40%. Það er sérstaklega athyglisvert að fylgi forsetans hefur fallið mjög mikið meðal Republikana – 68% þeirra eru sáttir við frammistöðu hans. Tenglar á þessa frétt og könnunina eru í lok pistilsins.

Þegar fólk var spurt hvorum flokkanna það treysti betur á einstökum málaflokkum kom í ljós að almenningur treysti demokrötum betur en republikönum á öllum málaflokkum.

Það sem er þó merkilegast við þessa könnun var að þrátt fyrir allar þessar tölur taldi meirihluti bandaríkjamanna að Demokratar hefðu ekki skýra framtíðarsýn fyrir Bandaríkin. Aðeins 44% Bandaríkjamanna töldu að demokratar hefðu skýra framtíðarsýn sem væri ólík framtíðarsýnar Republikana. 52% töldu að enginn munur væri á flokkunum, eða að demokratar hefðu enga framtíðarsýn.

Washington Post leggur ekki út af þessu.

Þó almenningur, og jafnvel skráðir republikanar, hafi misst trú á Republikanaflokkinn, hefur demokrötum ekki tekist að koma fram með skýran og sannfærandi valkost. Og ástæðan er ósköp einföld: Flokkurinn tapaði ‘the culture wars’. Þó republikanarnir og sérstaklega íhalds og afturhaldsöflin hafi ekki unnið þann afgerandi sigur sem þau töldu sig hafa unnið – og þó frjálshyggjumenn innan Republikanaflokksins telji sig hafa verið hlunnfarna – virðist sem hægrimenn séu enn með yfirhöndina í baráttunni um merkingu Bandaríkjanna.

Ég er mjög hræddur um að Demokratar sem nú hugsa sér gott til glóðarinnar að rasskella forsetann og hans menn í næstu kosningum eigi ekki eftir að uppskera eins og þeir vona – og ástæðan er sú að þeir hafa engu sáð – þeir hafa enga sýn aðra en þá að koma forsetanum og republikönum frá völdum.

Hugsuðir innan flokksins hafa haft af þessu miklar áhyggjur – og Demokratískar hugveitur, eða Think tanks, hafa verið að reyna að koma saman nýrri framtíðarsýn, eða narrative, sem flokkurinn geti selt almenningi. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að sú vinna hafi skilað neinum árangri.

Það er nokkuð augljóst hvað þarf að gera til þess að snúa bandaríkjunum til betri vegar. Það þarf að taka upp ábyrga stefnu í ríkisfjármálum – það þarf að endurbyggja upp traust bandarísku þjóðarinnar og heimsins alls, á hernaðarlegri ógn bandaríkjahers – það þarf að endurnýja tengsl bandaríkjanna við ‘klassíska bandamenn’ þeirra – lýðræðisríki Evrópu.

Ef fjárlagahallanum er snúið við er hægt að leyfa bandaríkjadal að falla í verði gagnvart Kína – við það verður bandarískur iðnaður samkeppnishæfari – og bandaríkjamenn geta hætt að óttast outsourcing – um leið minnka kröfur um efnahagslega verndarstefnu. Ef innlendur iðnaður tekur við sér, og kjör millistéttarinnar batna, bretyist ‘andrúmsloft’ stjórnmála vestra – stef stjórnmálanna seinustu fimm eða sex ár hafa verið hræðsla við óþekkta og ósýnilega óvini og hræðsla við útlendinga sem eru að stela vinnunni frá venjulegum bandaríkjamönnum – í stuttu máli sagt, ótti við að utanaðkomandi ógnir væru að grafa undan ‘the American way of life’. Við þessar aðstæður snýst fólk gegn öllu sem er ókunnuglegt eða öðruvísi: mexikönskum innflytjendum, aröbum í fjarlægum löndum, hommum og lesbíum sem vilja grafa undan fjölskyldunni... Ef það er hægt að lægja ótta venjulegra bandaríkjamanna við framtíðina er hægt að breyta þessum grundvallarstefum bandarískra stjórnmála. Og það ríður mikið á því að það sé hægt: Ef Bandaríkin snúa sér inn á við, og tapa sér í nornaveiðum eru Vesturlönd í vanda stödd.

Ef Demokrataflokkurinn getur fengið það af sér að lýsa sig ‘fiscal conservative’ getur hann ekki aðeins sett fram raunsæja framtíðarsýn fyrir Bandaríkin, heldur gætu þeir höfðað til stórs hóps óánægðra frjálshyggjumanna innan Republikanaflokksins. Því miður er nokkuð öruggt að vinstri-grænir Demokratar myndu kalla allt slíkt uppgjöf, sell out og fara að flykkjast í stórum hópum til Græningjanna. Það var akkúrat það sem gerðist í forsetakosningunum 2000 – sem kostaði flokkin forsetakosningarnar og leiðtogar flokksins vilja forðast að endurtaka þau mistök.

Vinstri-grænir Demokratar létu mjög belgingslega fyrir kosningarnar 2000, og lýstu því yfir að það væri enginn munur á Al Gore og Bush – báðir væru milljónamæringar og á mála hjá stórauðvaldinu. Reynslan varð reyndar sú að Bush var töluvert miklu verri en Al Gore hefði nokkurntímann getað orðið. En vinstri-grænir, hvort heldur í eigin stjórnmálaflokki eða sem hluti stærri flokka meta flestir hugmyndafræðilega réttsýn hærra en pólitískan raunveruleika. Hin lausnin er að Republikanaflokkurinn hætti að biðla til afturhalds og trúarofstækisaflanna – óábyrgra apakatta almennt.

M.

Washington Post greinin:

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/16/AR2006051601264.html  

Niðurstöður könnunarinnar:  

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/graphic/2006/05/17/GR2006051700191.html

Skemmtilegt interactíft línurit yfir fylgi forsetans:

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/custom/2006/02/02/CU2006020201345.html 

Krókodílarnir hættulegir hvort sem maður er fullur eða ekki...

Þetta hefur mig alltaf grunað - en nú er loksins búið að sanna það vísindalega. Magn innbyrðs áfengis hefur ekki áhrif hversu hættulegir hættulegir hlutir eru. Ég hef reyndar ekki reynt við krókodíla eða Alligators...

Þetta var í the Onion:

'Study: Alligators Dangerous No Matter How Drunk You Are'

BATON ROUGE, LA—In a breakthrough study that contradicts decades of understanding about the nature of alligator–drunkard relations, Louisiana State University researchers have concluded that people's drunkenness does not impair the ancient reptiles' ability to inflict enormous physical harm.

 http://www.theonion.com/content/node/48203

Reyndar er þetta ekkert fyndið - þessi frétt var á CNN:

2 More Fatal Fla. Gator Attacks Reported

http://cnn.netscape.cnn.com/news/story.jsp?idq=/ff/story/0001/20060515/0649027531.htm

Ætli Laukverjar skammist sín nokkuð? Nei, sennilega ekki...

M


Lögregluríki Norður Ameríku

Í dag og í gær hafa bandarískir fjölmiðlar og bloggarar um fátt annað talað en stórfellt njósnaapparat Bandaríkjaforseta. Fyrir um fimm mánuðum síðan kom í ljós að Bushstjórnin hafði skipað umfangsmikla símhleranaherferð. Það sem vakti gremju var að forsetinn kaus að fara framhjá lögum og reglum um innanlandsnjósnir, þannig að ekki var leitað eftir dómsúrskurðum fyrir hlerununum. Þetta prógramm hefur síðan verið kallað annað hvort "warrantless domestic spying program" eða "the terrorist surveillance program" eftir því hvar í pólitík menn standa. Á sínum tíma varði forsetinn og já-menn hans þetta prógramm með því að það væri mjög þröngt skilgreint, og að það beindist alls ekki að venjulegum bandaríkjamönnum - forsetinn róaði fólk með því að segja að ef fólk hefði ekki nein tengsl við Osama eða frændur hans og bandamenn í Afghnistan eða aðra þekkta hryðjuverkamenn hefði það heldur ekkert að óttast... Stuðningsmenn forsetans gagnrýndu demokrata og aðra sem höfðu áhyggjur af því að forsetinn væri að brjóta lög og stjórnarskrá landsins, með því að kalla þá móðursjúka - 'the paranoid left' væri að þyrla upp moldviðri í kringum eitthvað sem ekkert væri.

svo kom í ljós að demokratarnir höfðu á réttu að standa allan tímann! Nú hefur nefnilega komið í ljós að forsetinn hefur fyrirskipað NSA (The national security agency) að safna upplýsingum um símtöl tugi milljóna bandaríkjamanna - og aftur segir forsetinn og republikanar að þetta sé allt í besta lagi, það geti varla neinn haft áhyggjur af því að ríkið fylgist með því hver hringi í hvern, og safni upplýsingunum í gagnagrunn...

Það sem kannski er skuggalegast er að þetta virðist vera partur af stærra mynstri: Fyrir fáeinum mánuðum reyndu stjórnvöld að fá google og önnur internetleytarfyrirtæki til að afhenda sér upplýsingar um internetleitir fólks. Maður spyr sig: hvaða tilgangi getur það þjónað að ríkið safni upplýsingum, ekki bara um hvað maður leiti að á internetinu, heldur í hverja maður hringir? Og þegar það liggur ljóst fyrir að sömu stjórnvöld vila ekki fyrir sér að hlera símtöl án dómsúrskurðar hlýtur manni að fara að renna kalt vatn milli skinns og hörunds.

Það getur verið að það sé hægt að réttlæta að ríkisvaldið haldi úti stórfelldum gagnagrunnum um borgarana - og það getur verið að hægt sé að réttlæta stórfellda gagnabanka af þessu tagi ef allar upplýsingar eru blindar, þ.e., símanúmerin séu ekki tengd við nöfn eða kennitölur osfv. Við Íslendingar fórum í gegn um álíka umræðu um gagnagrunna þegar decode vildi kortleggja allar sjúkraskrár landsmanna. Það sem hins vegar gerir þetta nýjasta njósnamál í bandaríkjunum skugglegra er að það virðast sem núverandi stjórnvöld telji að þau þurfi ekki að fara eftir neinum reglum - því í dag bárust fréttir af því að nefnd sem skipuð var af dómsmálaráðuneytinu að kröfu þingsins til að rannsaka fyrra njósnahneykslið - símhleranir NSA - hefur hætt störfum. Og ástæðan: nefndin hefur ekki fengið leyfi stjórnvalda til að kanna nein gögn, eða yfirheyra þá sem komu að njósnunum. 

Nú er svo komið að Cato stofnunin (sjá http://www.cato-at-liberty.org/?s=surveillance) er farin að hafa áhyggjur af hegðun Bush stjórnarinnar, og af góðri ástæðu, því það bendir allt til þess að það sem "hýsterískir" vinstrimenn hafa verið að halda fram um forsetann öll þessi ár, að hann sé ekki bara vanhæfur og vitlaus, heldur að hann sé líka fasisti, sé sennilega rétt...

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband