Kazakstan biður Bush um aðstoð í stríði sínu við Borat

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_nursultan_nazarbayev.jpg

Borat er öllum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur - og svo líka okkur sem höfum áhuga á erjum á milli landa sem heita Stan og sjónvarspkaraktera. Reyndar hef ég alltaf haft mikinn áhuga á öllum Stan löndum Mið-asíu. Það er eitthvað alveg sérstaklega spennandi við stað sem enginn veit hvar er á landakorti. Kyrgistan? eða Usbekistan? Maður þarf að vera alveg sérstök tegund af landafræðinörd til að vita muninn á þessum löndum!

En þessi lönd eru víst til, og þar býr víst líka fólk, og öllu þessu fólki er alveg afskaplega ílla við það að andstyggilegum vesturlandabúum eins og mér finnist föðurlönd þeirra fyndin. Og ergelsi þeirra beinist auðvitað fyrst og fremst að Borat, sem hefur gert það að lifibrauði sínu að gera grín að þeim.

Wonkette, sem hefur eins og ég, áhuga á asnalegum fréttum, hefur verið að fylgjast með Borat-Kasakstan deilunni, og að því er ég get best séð eru staðreyndir málsins þær að Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, var sagður ætla að tala um Borat við Bush bandaríkjaforseta þegar fundum þeirra bar saman um daginn - en svo neitar sendiráð Kasakstan og talsmenn forsetans því staðfastlega að þeir hafi rætt Boratmál. Þetta er eitthvað skemmtilegasta prómó fyrir kvikmynd sem ég hef nokkurntímann séð - því Borat - the movie er á leiðinni í kvikmyndahús.

Fyrir þá sem hafa áhuga á Boratmálum bendi ég á eftirfarandi fréttir og heimasíður:

Lengi lifi Sasha Baron Cohen!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband