Lögregluríki Norður Ameríku

Í dag og í gær hafa bandarískir fjölmiðlar og bloggarar um fátt annað talað en stórfellt njósnaapparat Bandaríkjaforseta. Fyrir um fimm mánuðum síðan kom í ljós að Bushstjórnin hafði skipað umfangsmikla símhleranaherferð. Það sem vakti gremju var að forsetinn kaus að fara framhjá lögum og reglum um innanlandsnjósnir, þannig að ekki var leitað eftir dómsúrskurðum fyrir hlerununum. Þetta prógramm hefur síðan verið kallað annað hvort "warrantless domestic spying program" eða "the terrorist surveillance program" eftir því hvar í pólitík menn standa. Á sínum tíma varði forsetinn og já-menn hans þetta prógramm með því að það væri mjög þröngt skilgreint, og að það beindist alls ekki að venjulegum bandaríkjamönnum - forsetinn róaði fólk með því að segja að ef fólk hefði ekki nein tengsl við Osama eða frændur hans og bandamenn í Afghnistan eða aðra þekkta hryðjuverkamenn hefði það heldur ekkert að óttast... Stuðningsmenn forsetans gagnrýndu demokrata og aðra sem höfðu áhyggjur af því að forsetinn væri að brjóta lög og stjórnarskrá landsins, með því að kalla þá móðursjúka - 'the paranoid left' væri að þyrla upp moldviðri í kringum eitthvað sem ekkert væri.

svo kom í ljós að demokratarnir höfðu á réttu að standa allan tímann! Nú hefur nefnilega komið í ljós að forsetinn hefur fyrirskipað NSA (The national security agency) að safna upplýsingum um símtöl tugi milljóna bandaríkjamanna - og aftur segir forsetinn og republikanar að þetta sé allt í besta lagi, það geti varla neinn haft áhyggjur af því að ríkið fylgist með því hver hringi í hvern, og safni upplýsingunum í gagnagrunn...

Það sem kannski er skuggalegast er að þetta virðist vera partur af stærra mynstri: Fyrir fáeinum mánuðum reyndu stjórnvöld að fá google og önnur internetleytarfyrirtæki til að afhenda sér upplýsingar um internetleitir fólks. Maður spyr sig: hvaða tilgangi getur það þjónað að ríkið safni upplýsingum, ekki bara um hvað maður leiti að á internetinu, heldur í hverja maður hringir? Og þegar það liggur ljóst fyrir að sömu stjórnvöld vila ekki fyrir sér að hlera símtöl án dómsúrskurðar hlýtur manni að fara að renna kalt vatn milli skinns og hörunds.

Það getur verið að það sé hægt að réttlæta að ríkisvaldið haldi úti stórfelldum gagnagrunnum um borgarana - og það getur verið að hægt sé að réttlæta stórfellda gagnabanka af þessu tagi ef allar upplýsingar eru blindar, þ.e., símanúmerin séu ekki tengd við nöfn eða kennitölur osfv. Við Íslendingar fórum í gegn um álíka umræðu um gagnagrunna þegar decode vildi kortleggja allar sjúkraskrár landsmanna. Það sem hins vegar gerir þetta nýjasta njósnamál í bandaríkjunum skugglegra er að það virðast sem núverandi stjórnvöld telji að þau þurfi ekki að fara eftir neinum reglum - því í dag bárust fréttir af því að nefnd sem skipuð var af dómsmálaráðuneytinu að kröfu þingsins til að rannsaka fyrra njósnahneykslið - símhleranir NSA - hefur hætt störfum. Og ástæðan: nefndin hefur ekki fengið leyfi stjórnvalda til að kanna nein gögn, eða yfirheyra þá sem komu að njósnunum. 

Nú er svo komið að Cato stofnunin (sjá http://www.cato-at-liberty.org/?s=surveillance) er farin að hafa áhyggjur af hegðun Bush stjórnarinnar, og af góðri ástæðu, því það bendir allt til þess að það sem "hýsterískir" vinstrimenn hafa verið að halda fram um forsetann öll þessi ár, að hann sé ekki bara vanhæfur og vitlaus, heldur að hann sé líka fasisti, sé sennilega rétt...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hver sem lesið hefur 1984 og fylgist pínulítið með sér hva' er að gerast.

Skemmtileg síða með upplýsingum um "samsæriskenningar" sem yfirleitt kemur í ljós að séu á rökum reystar er: http://www.prisonplanet.com

Villi Asgeirsson, 12.5.2006 kl. 15:24

2 Smámynd: FreedomFries

Ég legg reyndar meira upp úr Sögu þernunnar eftir Atwood sem lýsingu á því hvert BNA eru að fara.

FreedomFries, 12.5.2006 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband