Carl Linnaeus 300 ára

Linnaeus sem ungur maðurÍ dag eru 300 ár síðan Carl Linnaeus fæddist í Svíþjóð. Þó það þekki kannski ekki allir til Linnaeus finnst mér samt við hæfi að minnast hans, því Linnaeus fann upp það flokkunarkerfi sem við notum enn þann dag í dag til þess að flokka allar lífverur. Kerfið setti Linnaeus fyrst fram í smáriti, 14 blaðsíðna löngu, sem bar titilinn Systema Naturae. Hann var aðeins 28 ára að aldri.

Afrek Linnaeus er ekki lítið, því hann bjó til lógískt kerfi til þess að flokka alla náttúruna á samræmdan og kerfisbundinn máta. Þegar allt kemur til alls er þetta nefnilega grundvallarhugmynd alls vísinda og fræðastarfs: Að skilja veröldina í kringum okkur, gefa hlutum nöfn og skilgreina samband þeirra við hvorn annan. Og fyrsta skrefið í þekkingarleit er alltaf flokkun: Hvað er eins og hvað annað? Og hvaða einkenni réttlæta að flokka fyrirbæri saman? Gildir þá einu hvort það eru skordýr eða skjöl.

Dr Matthew Cobb skrifar skemmtilega grein um Linnaeus í LA Times í morgun:

Linnaeus proposed a hierarchical scheme in which each organism could be described in terms of its kingdom, class, order, genus and species — from the broadest category to the narrowest. By using Latin — the common scientific language of the time — Linnaeus was able to bypass the myriad folk names for animals and plants that made comparison of information from one country to another so difficult. He also integrated the growing conviction that like bred like, putting species at the heart of the natural world.

Above all, Linnaeus argued that organisms should be classified on the basis of a small number of physical characteristics rather than, say, their habits (this animal flies, that one swims) or their use (these plants can be eaten, those are good for medicine). In the case of plants, Linnaeus used their sexual organs to distinguish one species from another. This not only led to a more effective classification, it also inadvertently provided 18th and 19th century ladies with a discreet way of initiating themselves in the facts of life. ...

Curiously, the content of the book was as dry as this description suggests — there were no glorious prints identifying wild and wonderful creatures; it was simply a list of names.

But its simplicity was what made it so successful. "Systema Naturae" was effectively an index to all those books that did have marvelous pictures of animals and plants. Linnaeus provided natural historians with a way to compare and integrate all previous knowledge and to build on that knowledge when new, bizarre animals, such as the duckbilled platypus, were discovered.

Linnaeus' objective was to reveal the order in God's creation. Contemporary scientists use Linnaeus' system to understand something that would have been deeply shocking to the young Swede: how species have evolved. ...

Humans have an obsession with classification and connections — hence the perpetual reorganizing of Linnaeus' system that has gone on over the last 270 years. But the only groupings that have any biological meaning are species and individuals. Kingdoms, phyla, genera and all the other categories beloved by Linnaeus' descendants are merely a description of the pattern we think evolution followed, rather than something linking organisms in today's world. The only thing that links lions and humans as mammals is that we have a common ancestor somewhere deep in the evolutionary past.



The magic of evolution is that the massive differences that exist between the organisms we can now see on the planet — between bacteria and humans, between dogs and snakes — all began with tiny changes, as one individual showed a slight advantage over another. Over the immense expanse of geological time, amplified by the power of natural selection, these tiny differences gradually led to the myriad varied life-forms we see today.

Where Linnaeus saw order and logic, we now see a dynamic endless process, and certainly no insight into the mind of God. That is the fate of many influential discoveries — they become important not for what their discoverer intended but for what we can do with them. On his 300th birthday, Linnaeus would no doubt be surprised, but proud, of the use we make of his system of classification.

M


Heimaræktaðir hryðjuverkamenn við jarðarför Jerry Falwell

Fréttamynd ABC um hryðjuverkamanninn Uhl og FalwellÉg hef fylgst mjög náið með fréttaumfjöllun um dauða Jerry Falwell, því viðbrögð bandarískra fjölmiðla við fráfalli hans eru mjög merkileg, og komu mér satt best að segja nokkuð á óvart. Að vísu eru það ekki bara fjölmiðlar sem hafa verið furðulega áhugalausir um að flytja lofræður um Falwell - og svo hafa jafnvel nokkur blöð birt mjög gagnrýnar greinar um framlag hans til bandarískrar menningar. Fjölmiðlar hafa nefnilega ekki regarað við fráfalli Falwell eins og mikilsvirtur "trúarleiðtogi" hafi látist - þess í stað hafa þeir fjallað um hann eins og það sem hann var: vafasöm "fringe" fígúra, svona eins og leiðinlegi háværi og ósmekklegi eða leiðinlegi frændinn, sem allir umbera af því að þeir meika ekki að díla við að biðja hann um hafa sig hægan... og svo þegar frændinn loksins fer og lætur fólk í friði anda allir léttar. Það sem er sennilega merkilegast samt erð að Repúblíkanar hafa líka verið furðulega hljóðir.

Allt þetta bendir aðeins til eins: það hafa orðið veðraskipti í "menningarstriðunum". Kannski ekki mjög djúpstæð, en engu að síður, því viðbrögðin við fráfalli Falwell benda til þess að staða öfgafullra bókstafstrúarmanna í bandarísku samfélagi hafi breyst. En það er of langt mál til að fara út í hér.

En svo koma líka fréttir eins og þessar:

Bomb Plot Thwarted at Falwell's Funeral

Student Arrested With Homemade Bombs, Three Other Suspects Sought

ABC greindi nefnilega frá því að einn af nemendum Liberty "University", háskóla Falwell, hefði verið handtekinn með bílinn fullan af heimatilbúnum sprengjum. Nemandinn segist hafa smíðað sprengjurnar til að halda aftur af mótmælendum við jarðarför Falwell. Með öðrum orðum: Pilturinn smíðaði heimatilbúnar sprengjur til að varpa að hverjum sem vogaði sér að mæta í jarðarförina til að mótmæla arfleið Jerry Falwell.

ABC segir að einhver slæðingur af fólki, sem getur tekið sér frí frá vinnu til að standa og góla fyrir utan jarðarför einhvers, hafi staðið og mótmælt arfleið Falwell:

A small group of protesters gathered near the funeral services to criticize the man who mobilized Christian evangelicals and made them a major force in American politics -- often by playing on social prejudices.

Og til mótvægis voru svo nemendur úr "háskóla" Falwell til að mótmæla mótmælendunum. Einn þeirra var Mark D. Uhl:

The student, 19-year-old Mark D. Uhl of Amissville, Va., reportedly told authorities that he was making the bombs to stop protesters from disrupting the funeral service. The devices were made of a combination of gasoline and detergent, a law enforcement official told ABC News' Pierre Thomas.  ...

"There were indications that there were others involved in the manufacturing of these devices and we are still investigating these individuals with the assistance of ATF [Alcohol, Tobacco and Firearms], Virginia State Police and FBI. At this time it is not believed that these devices were going to be used to interrupt the funeral services at Liberty University," the Campbell County Sheriff's Office said in a release.

Three other suspects are being sought, one of whom is a soldier from Fort Benning, Ga., and another is a high school student. No information was available on the third suspect.

Semsagt, hér er á ferð hópur ungra trúheitra karlmanna sem vilja fá að henda sprengjum í fólk sem ber ekki nægilega virðingu fyrir trúarbrögðum þeirra. Fyrstu viðbrögð okkar ættu því að vera að benda á að arfleið Falwell hafi hugsanlega verið að búa til ofstækisfulla bókstafstrúarmenn í Bandaríkjunum, ofstækisfulla menn sem eyða frítíma sínum í að smíða sprengjur til að drepa annað fólk?

En ég veit ekki hvort það sé endilega rétt að draga þá ályktun að áhangendur Falwell séu engu betri en trúarofstækismenn í Mið-Austurlöndum sem vilja fá að drepa hvern þann sem teiknar myndasögur af spámanninum. Þrátt fyrir allt tal um að trúarofstækismenn í Bandaríkjunum séu eins og trúarofstækismenn í Mið-Austurlöndum er furðulega lítið um hryðjuverkaárásir þeirra. Miðað við hversu mikið er af bókstafstrúarmönnum í Bandaríkjunum valda þeir tiltölulega litlum usla. Þeir láta sér yfirleitt nægja að reka mál sitt frekar friðsamlega, þ.e. á vettvangi stjórnmálanna, og það er óumdeilanlega betra að fólk leysi vandamál í þingsölum en á götunum.

Nú er ég ekki að segja að bókstafstrúarmenn hafi haft jákvæð áhrif á bandarísk stjórnmál, því það er ekkert fjarri sanni. Hins vegar er rétt að hafa í huga að bandarískir bókstafstrúarmenn eru ekki "eins og" bókstafstrúarmenn í Mið-Austurlöndum.

Ég held hins vegar að það sé engin ástæða til að gera lítið úr því að lýðskrumarar eins og Jerry Falwell draga að sér vafasama og óstöðuga karaktera. Fólk eins og Mark D. Uhl, því það er engin leið að draga í vafa að Mark D. Uhl og samverkamenn hans voru "unhinged" aular eða áttu við alvarleg andleg vandamál að stríða.

Authorities were alerted to the potential bomb plot after relative of Uhl called to say that he had homemade bombs in his possession. Officials searched Uhl's car where they found five incendiary devices in the trunk.

Lögregluyfirvöld bæta við að sprengjurnar hafi verið ""slow burn," according to the official, and would not have been very destructive." Nú má vel vera að Uhl sé aðeins forboði þess sem koma skal, og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær lærisveinar Jerry Falwell eða annarra bandarískra bókstafstrúarmanna læra að búa til alvöru sprengjur og drepa þúsundir, en ég held að þessi piltur og hinir unglingarnir sem tóku þátt í þessu plotti eigi meira skylt með Cho Seung-Hui eða Eric Harris og Dylan Klebold en Abu Musab Al-Zarqawi...?

M

(ps. ég breytti færslunni lítillega, því mér hafði yfirsést eitt mikilvægt smáatriði - ég þakka Ólafi Skorrdal fyrir ábendinguna!)


mbl.is Bin Laden sagður hafa falið al-Zarqawi að skipuleggja árás á Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wolfowitz og Riza hætt saman

Wolfowitz og Riza - súrt að það séu engar fréttamyndir af þeim saman... reyndar er Riza eins og Goodling - þetta er eina fréttamyndin sem fjölmiðlar hafa af henniSamkvæmt New York Post eru Paul Wolfowitz og Shaha Riza hætt saman.

Investigative reporter Wayne Madsen, who broke some of the first stories on the Wolfowitz scandal on waynemadsenreport.com, said reliable sources confirmed to him "that Wolfie and Shaha are history."  ...

Samkvæmt frétt New York Post á þetta að vera vegna þess að Riza hafi verið ósátt við að fólk héldi að hún hefði verið að sofa hjá Wolfowtiz til að fá launahækkanir, og svo hafi allt umtalið verið leiðinlegt:

Sources say Riza, a brilliant feminist with a promising diplomatic career, was upset by all the publicity and the implication that she was getting ahead with the help of a powerful man. "She was furious about the embarrassment," said one source. ...

Þeir sem hafa fylgst með þessu máli voru þó farnir að gruna að samband þeirra tveggja væri búið fyrir nokkrum dögum síðan, þegar Wolfowitz reyndi að kenna Riza um allan skandalinn, og fór að tala um að hún væri svo skapvond að enginn vildi tala við hana.

Alþjóðabankinn neitar enn sem komið er að segja nokkuð um hver af starfsmönnum bankans sé á föstu með hverjum:

Both the World Bank and Wolfowitz's personal assistant declined to comment on the breakup, the latter referring us to his lawyer, Bob Bennett. A detailed message left with Bennett's assistant was not returned. The World Bank said it had no contact information for Ali Riza.

Og Riza mun hverfa aftur til bankans eftir að Wolfowitz er farinn:

Meanwhile, a World Bank source told us Ali Riza may be returning to the bank's main Washington offices after Wolfowitz officially steps down. Wolfowitz remains legally separated from Clare Selgin, an expert on Indonesian anthropology.

Það er þá vonandi að þetta sé það seinasta sem við þurfum að vita um prívatlíf Wolfowitz.

M


Monica Goodling ber vitni

Lengi vel var þetta eina myndin sem fjölmiðlar höfðu af GoodlingÍ dag mun Monica Goodling bera vitni fyrir dómsmálanefnd þingsins. Þetta er stór stund, bæði vegna þess að við erum loksins búin að fá nýja ljósmynd af Goodling, og svo vegna þess að hún er ein lykilmanneskjan í saksóknarahreinsunarmálinu, og allar líkur til þess að framburður hennar muni varpa ljósi á hvað bjó að baki brottrekstrinum, eða jafnvel hver hafi ákveðið hvaða saksóknara ætti að reka. Fram til þessa hefur það lykilatriði verið hulið - vegna þess að Gonzales þykist ekki geta munað hver útbjó endanlega listann eða hvaða ástæður hefðu legið til grundvallar þegar ákveðið var hvaða saksóknara ætti að reka.

Myndatekstinn með þessari mynd á Huffington Post var 'goodlinghair' - það eru fleiri en Friðjón sem virðast hafa tekið eftir því að hún er með 'frelsaða' hárgreiðslu!Goodling er reyndar merkileg fígúra. Hún er útskrifuð úr "háskóla" Pat Roberts, og er ekki nema 33 ára gömul. Mikilvægasta starfsreynsla hennar virðist hafa verið á kosningaskrifstofu Bush fyrir kosningarnar 2000, því eftir það rauk hún upp metorðastigann í Hvíta Húsinu og var gerð Director of Public Affairs og White House Liason í dómsmálaráðuneytinu, en hafði þar að auki vald til að ráða og reka starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Goodling því ein af valdamestu manneskjum ráðuneytisins, og virðist hafa leikið lykilhlutverk í brottrekstri saksóknaranna. Fólk sem starfaði með henni fannst ekki mikið til hennar koma. Samkvæmt H. E. Cummins, Repúblíkana frá Arkansas, og fyrrverandi Alríkissaksóknari var hún "inexperienced, way too naïve and a little overzealous".

Í grein í Washington Post í morgun um Goodling fær hún svipaða umsögn. Heimildamenn blaðsins greina frá því að hún hafi aflað sér óvildar vegna reynsluleysis og skapferðis síns, og að hún hafi ítrekað gripið fram fyrir hendurnar á reyndari starfsmönnum þegar henni fannst þeir láta fagmennsku trompa pólítíska rétthugsun:

Goodling had been a divisive figure at the Justice Department since she arrived in early 2002, gaining a reputation for having a mercurial temperament and being prickly toward career employees, said numerous current and former officials who worked with her.

Goodling and Sampson "knew politics, not law," said Bruce Fein, a senior Justice official during the Reagan administration. "This extent [of] neophytes running the department is highly irregular."

Þessi einfeldningsháttur, reynsluleysi og ídeológíska rétthugsun virðist hafa stýrt Goodling, því samkvæmt fréttum af rannsókn ráðuneytisins á embættisfærslum hennar virðist hún ítrekað hafa brotið lög þegar hún neitaði að ráða fólk alfarið á grundvelli pólítískra skoðana þeirra. Eins og Seattle Times greinir frá

WASHINGTON — The Justice Department is investigating whether its former White House liaison used political affiliation in deciding who to hire as entry-level prosecutors in U.S. attorneys' offices around the country, The Associated Press has learned.

Doing so is a violation of federal law.

Washington Post í greinir frá einni af þessum uppákomum, því Goodling reyndi að koma í veg fyrir að alríkissaksóknarinn Í DC gæti ráðið Seth Adam Meinero, sem hafði unnið í fyrir The Environmental Protection Agency, sem saksóknara í umdæminu.

Goodling stalled the hiring, saying that Meinero was too “liberal” for the nonpolitical position, said according to two sources familiar with the dispute. […]

Önnur mynd af Monicu...Alríkissaksóknarinn í DC, sem er alvöru lögfræðingur, með gráðu úr alvöru skóla, og alvöru starfsreynslu, kvartaði við ráðuneytið, því Meneiro var fullkomlega hæfur í stöðuna, og stjórnmálaskoðanir hans hefðu ekkert með starfið að gera. Þessi kvörtun Jeffrey Taylor sem svo af setti af stað rannsókn á því hvort Goodling hefði á óeðlilegan eða ólöglegan hátt notað flokksaðild og stjórnmálaviðhorf til þess að reka eða ráða fólk. Aðalatriði þessa máls alls er nefnilega að Goodling, og Gonzales virðast hafa trúað því að dómsmálaráðuneytið væri flokkspólítísk stofnun.

H.E. Cummings sagði í viðtali við New York Times að Goodling hefði vafalaust haldið að hún væri að þjóna forsetanum eða flokknum með því að reka og ráða fólk út frá pólítískri sannfæringu þeirra:

She might have somehow figured that what she was doing was the right thing. But a more experienced person would understand you don’t help the party by trying to put political people in there. You put the best people you can find in there.

Það er kannski kaldhæðnislegt að Goodling, skyldi hafa haldið að hún væri að treysta völd forsetans og repúblíkanaflokksins. Árangurinn varð allt annar.

M


Dennis og Elizabeth Kuchinich í Hvíta Húsið

Kuchinich og frúÞað eru margar ástæður fyrir því að við eigum að styðja Dennis Kuchinich sem næsta forseta Bandaríkjanna - 1) Hann er langsamlega flottasti fringe og long shot kandídatinn í þessum kosningum (maðurinn er alvöru sósíalisti, for crying out loud!), 2) Hann er alvöru umhverfisverndarsinni (hann gengur svo langt í counter-kúltúrnum að hann er vegan ekki vegetarian)- og 3) Hann á langsamlega sætustu eiginkonuna af öllum frambjóðendum! Hjónaband Dennis og Elizabeth Kuchinich hefur vakið athygli bloggara, blaðamanna og fréttaskýrenda, og fyrir því eru margar ástæður. Það er töluverður aldurs- og hæðarmunur á þeim, Hr. Kuchinich hefur oftar en ekki verið líkt við Hobbita, meðan það eru allir sammála um að ef frú Kuchinich væri karakter í Hringadróttinsssögu myndi hún búa í Lothlórien. Eins og London Times orðar það, Elizabeth er

6-foot-tall willowy redhead who has been compared to Arwen Evenstar, the Lord of the Rings character.

Góðvinur FreedomFries, Rick "santorum" Santorum benti, fyrir seinustu kosningar, á að við stæðum frammi fyrir kosmískum bardaga milli góðs og ílls, þar sem við, vesturlandabúar, værum að berjast við öfl hins ílla Sauron, sem skv. Santorum átti að búa einhverstaðar í Írak, eða miðausturlöndum, þar sem allir skítugu útlendingarnir búa, þ.e.: 

the United States has avoided terrorist attacks at home over the past five years because the "Eye of Mordor" has been focused on Iraq instead.

"As the hobbits are going up Mount Doom, the Eye of Mordor is being drawn somewhere else," Santorum said. "It's being drawn to Iraq and it's not being drawn to the U.S. You know what? I want to keep it on Iraq. I don't want the Eye to come back here to the United States."

Og ef það er málið - er ekki best að við kjósum forseta sem er Hobbiti, og er giftur álf? Mig minnir að fyrir utan Viggo Mortensen hafi það verið Hobbitarnir og álfarnir sem björguðu Miðgarði frá hringnum og öflum hins ílla? Elizabeth Kuchinich er allavegana sannfærð um að hún og Kuchinich muni bjarga heiminum frá glötun með ást, ást ást ást! Þetta kemur fram í Times greininni: 

Can you imagine what it would be like to have real love in the White House and a true union between the masculine and the feminine? 

Satt best að segja mjög hjartnæmt! Myspace síða hennar er líka áhugaverð. Hippískur bakgrunnurinn, blóm og fiðrildi. Kommentin á ljósmyndirnar af henni eru frábær:

Too bad this is such a small photo of such a beautiful couple! I love you guys so much!

Awwwww! I love you guys too!!! So wonderful :)

you are both SO beautiful !!!

Awww this picture is so sweet!

Meiri KuchinichAðdáendur Elizabeth Kuchinich kunna nefnilega að tjá tilfinningalegt umrót sitt með "awwww's" og upphrópunarmerkjum, og svo eru þeir líka aðdáendur módíkonnotkunar, og kunna að skrifa japönsk módíkon til að tjá tilfinningar sínar. Jei! \(*_*)/

Það sem ég hef helst að athuga við Elizabeth er ást hennar á Coldplay, (helvítis síðan spilar það sataníska væl í hvert skipti sem hún er opnuð!) sem er ekkert annað en Celine Dion fyrir konur sem vilja ekki líta út fyrir að vera fórnarlömb menningariðnaðarins og auglýsingamaskínu kapítalismans, heldur sófistíkeraðar og tilfinningalega næmar...

M


...og staðhæfir að Bush sé versti forseti Bandaríkjasögunnar...

Í Bandaríkjunum hafa yfirlýsingar Carter vakið nokkra athygli, því það er ekki til siðs að fyrrverandi forsetar gagnrýni sitjandi forseta, allra síst með þessum hætti. Gagnrýni Carter á Blair hefur því skiljanlega vakið mun minni athygli. Reyndar sagði Carter bara að utanríkisstefna forsetans væri sú verasta í sögunni, og að Bush hefði svikið arfleið repúblíkanaflokksins, Bush eldri, Reagan og jafnvel Nixon. Skv. AP:

"I think as far as the adverse impact on the nation around the world, this administration has been the worst in history," Carter told the Arkansas Democrat-Gazette in a story that appeared in the newspaper's Saturday editions. "The overt reversal of America's basic values as expressed by previous administrations, including those of George H.W. Bush and Ronald Reagan and Richard Nixon and others, has been the most disturbing to me."

Carter spokeswoman Deanna Congileo confirmed his comments to The Associated Press on Saturday and declined to elaborate. He spoke while promoting his new audiobook series, "Sunday Mornings in Plains," a collection of weekly Bible lessons from his hometown of Plains, Ga.

..."We now have endorsed the concept of pre-emptive war where we go to war with another nation militarily, even though our own security is not directly threatened, if we want to change the regime there or if we fear that some time in the future our security might be endangered," he said. "But that's been a radical departure from all previous administration policies."

Það er kannski ekkert sérstaklega merkilet við þessa yfirlýsingu Carter, aðallega vegna þess að þetta eru ekkert sérstakla próvókerandi yfirlýsingar. Mér sýnist nefnilega að deilur um "arfleið" Bush snúist núorðið um hvort hann verði talinn versti forseti Bandaríkjasögunnar, eða hvort hann verði aðeins einn af verstu forsetum sögunnar...


mbl.is Carter gagnrýnir stuðning Blairs við Íraksstríðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaslúður kvöldsins: Gonzales ætli að segja af sér í kvöld?

Gonzo og BushUndanfarna daga hef ég á bloggrúntum mínum nokkrum sinnum rekist á vangaveltur um að Gonzales væri rétt í þann veginn að segja af sér, en þessar vangaveltur virðast stöðugt verða háværari. Seinasta spekúlasjónin er á Americablog, sem getur ekki setið á sér að rifja upp að Bush ætlaði að tilnefna Gonzales sem hæstaréttardómara...

DC buzzing with rumors that Gonzales is quitting tonight  

And to think Bush considered putting this bozo on the Supreme Court. That's how dangerous a president Bush is. And something to keep in mind the next election, that's how important winning the presidency is. No more Harriets, no more Albertos. And no more Brownies and Cheneys and Condis and Rummys and Wolfies...

Hugsið ykkur hversu stórfenglegt það hefði verið ef bæði Alberto Gonzales og Harriet Meiers hefðu verið gerð að hæstaréttardómurum? Og svo hefði mátt gera "heck of a job" Brownie að dómsmálaráðherra og Wolfowitz að varnarmálaráðherra (því Wolfowitz sóttist eftir þeirri stöðu áður en han fór í Alþjóðabankan)...

En ég hef enga trú á því að Gonzales segi af sér alveg strax, því þegar Gonzales er farinn munu demokratar snúa sér að því að þjarma að Karl Rove, og forsetinn hefur ekki efni á að missa of marga úr innsta hringnum. Það eru fáir aðrir eftir!

M


Rumsfeld setur á laggirnar rannsóknar og menntastofnun, mun veita gráður í 'Master of the Destruction of Foreign Countries'

Crazy as a coocooclockAð auki mun rannsókna og menntasetur Rumsfeld fást við tilvistarspeki og ljóðlist. Samkvæmt Washington Times:

Rumsfeld has moved to new offices on M Street Northwest where he is working on setting up a new foundation, according to Larry Di Rita, a former Pentagon spokesman and Rumsfeld aide. ... 

"He's [Rumsfeld, þ.e.] considering a lot of things but he wants to remain engaged in public policy issues and is in the process of creating a foundation that would involve teaching and research fellowships for graduate and post-graduate students," ... The goal is to promote continued U.S. engagement in world affairs in furtherance of U.S. security interests.

Þetta finnst bloggurum í Bandaríkjunum auðvitað alveg stórfyndið, því Rumsfeld er frægastur fyrir að hafa lagt grunninn að einhverju hörmulegasta fíaskói í sögu bandarískrar utanríkisstefnu. 

Rumsfeld verður þó einnig minnst fyrir framlag sitt til stjórnmálaheimspeki, því við hann er kenndur heill skóli tilvistarspeki. Rumsfeld minnti okkur t.d. á raunveruleika stríðs og hernaðar, og að maður færi í stríð með þann her sem maður hefði en ekki einhverja aðra ímyndaða heri:

“As you know, you go to war with the Army you have. They’re not the Army you might want or wish to have at a later time.”

Þetta sagði Rumsfeld desember áttunda, 2004, á fundi með hermönum í Kuwait, og ég held satt best að segja að þetta sé ein uppáhaldstilvitnun mín í stjórnmálaleiðtoga eða hernaðarsnilling, og ég þori að veðja að þessi tilvitnun muni lifa í manna minum um ókomnar aldir og halda nafni Rumsfeld á lofti löngu eftir að aðrir meðlimir Bush stjórnarinar verða öllum gleymdir...

En Rumsfeld hefur sagt fleira skemmtilegt í gegn um tíðina - t.d. um hvar gereyðingarvopn Saddam væru. Í viðtali á ABC fyrir rúmum fjórum árum sagði Rumsfeld:

We know where they are. They’re in the area around Tikrit and Baghdad and east, west, south and north somewhat.

"East, west, south and north, somewhat." Það þarf alvöru snilling til að láta sér detta í hug að svara spurningu með þessum hætt, og ég efast eiginlega um að það sé hægt að kenna svona snilli í rannsóknarskólastofnun, þó hún sé rekin af Rumsfeld sjálfum!

Og fyrst við erum farin að tala um snilligáfu Rumsfeld er rétt að rifja enn og aftur upp ljóð hans, "the known and unknown unknowns", upprunalega flutt á fréttamannafundi/ljóðalestri varnarmálaráðuneytisins þann 12 febrúar 2002:

    • Reports that say, that something hasn't happened
      • are always interesting to me,
    • because as we know, there are known knowns;
      • there are things we know we know.
    • We also know there are known unknowns;
      • that is to say, we know there are some things we do not know.
    • But,
      • there are also unknown unknowns — the ones we don't know...
    • we don't know.

Ég skal hundur heita ef það leynast ekki fleiri gullmolar í persónulegum pappírum Rumsfeld.

M


Shaha Riza og Paul Wolfowitz - tragískir elskendur í stormi...

Riza lætur sig dreyma um afdankaða stríðsæsingamenn í götóttum sokkumMeðan allir aðrir starfsmenn Alþjóðabankans fóru blístrandi og trallandi um gangana var Shaha Riza að klaga í fjölmiðla. (Þið getið ímyndað ýkkur hvað það verður gaman hjá starfsmönnunum á Happy Hour eftir vinnu í kvöld! Hvert ætli starfsmenn bankans fari þegar vinnu lýkur? Við þurfum alveg bráðnauðsynlega að komast að þessu, og fá aðgang að almennilegu innabúðarslúðri!) Í millitíðinni þurfum við að styðjast við Washington Post:

There can be no doubt she's furious about how she has been treated by the World Bank -- being forced to take a leave, staying on the bank's hideously cushy payroll, and having to endure enormous pay raises and promotions -- all because Wolfowitz wanted to be head of the bank

In her April 30 deposition to an ad hoc committee looking into the situation, Riza seemed to be seething.

"We especially appreciate" your coming, lead committee member Herman Wijffels began, "because we understand how painful this whole episode must be for you."

"Do you?" she said.

Þetta er sama kona og Wolfowitz lýsti yfir að væri svo mikil norn að enginn þyrði að koma nálægt henni.

On several occasions she noted that there were other couples working at the bank and that some wives of high-ranking officials were not required to leave their jobs, and she said that it would have been nice if a bank official could have "at least explained to me why I was being treated in a different way to all other spouses in this place."

"Or maybe," she continued, "I was wondering, maybe because they're married, they're seeing that their relationships are asexual. But because I'm dating, there must be sex there."

Og hvað átti þetta að fyrirstilla? Er Riza að segja að þau sofi ekki saman? Eða er hún bara að koma því að, að hún og Wolfowitz stundi kynlíf? Kannski er hún bara að hefna sín fyrir hversu ílla hefur verið farið með hana og elskhugann, neyða okkur öll til að ímynda okkur Wolfowitz, í götóttum sokkunum, að stunda kynlíf! Aaargh! Konan er augljóslega algjörlega samviskulaus!!!

M


Wolfowitz skorti stjórnunarhæfileika

Hugsi hugsi hugs... djöfs leiðindi að þurfa að vera vinna, taka ákvarðanir og skipuleggja... og nú langar mig heim að láta hugann sveima og dreymaÍ aðdraganda afsagnar Paul Wolfowitz heyrðist stundum frá repúblíkönum, og jafnvel hægrimönnum í öðrum löndum, að Wolfowitz væri fórnarlamb einhverskonar ófrægingarherferðar vinstrimanna sem gætu ekki fyrirgefið honum að hafa verið einn af "arkítektum" innrásarinnar í Írak. Þeir héldu því fram að launahækkunin til kærustunnar, Riza Shaha, hafi ekki verið nógu alvarlegt brot til að réttlæta brottrekstur. Aðrir, eins og Wall Street Journal héldu því fram að "raunveruleg" ástæða þess að Wolfowitz hefði verið rekinn væri að hann hefði barist gegn spillingu, og að ríkisstjórnir Evrópu hafi ekki getað þolað það!

We've said from the beginning that the charges against Mr. Wolfowitz were bogus, and that the effort to unseat him amounted to a political grudge by those who opposed his role in the Bush Administration and a bureaucratic vendetta by those who opposed his anti-corruption agenda at the bank.

Semsagt: hér voru á ferðinni óvinir Bush og spilltir evrópskir bjúrókratar. Wall Street Journal heldur áfram:

An American appointee has been ousted from a multilateral institution by a staff and media cabal on trumped-up charges solely because they disliked Mr. Wolfowitz's priorities. The inmates are now in charge. Yet the U.S. will still be expected to provide the bulk of funding to these institutions--more than 16% at the World Bank--while it cedes de facto control of its operations to a multilateral elite. That's a recipe for declining American influence.

Þetta stef hefur komið nokkrum sinnum fram: Vandræði Wolfowitz standi í sambandi við að áhrif Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi séu að dvína. Þessar áhyggjur af dvínandi völdum og áhrifum Bandaríkjanna voru helsta áhyggjuefni ný-íhaldsmannanna svokölluðu, "the neocons", sem lögðu undir sig stjórn landsins eftir kosningarnar 2000. Það voru líka áhyggjur af dvínandi valdi Bandaríkjanna sem lágu að baki innrásinni í Írak. Wolfowitz var í innsta hring þessara hugsuða.

Og nú virðist sem skelfilegustu martraðir Wolfowitz og annarra neocon-hugsuða hafi ræst. Bandaríkin standa rúin trausti og virðingu, og Bandaríkjaher er fastur í óvinnandi borgarastríði. Herinn skortir bæði mannafla og búnað, því það fer ílla, bæði með hermennina og búnaðinn að sprengja þá í loft upp í Írak... Ef markmið "the neocons" var að styrkja vald Bandaríkjanna, sannfæra heimsbyggðina um að hún ætti að fylgja Bandaríkjunum með góðu eða íllu, hefur þeim mistekist herfilega.

En ástæðan er ekki að spilltar evrópustjórnir eða einhverjir elítistar (a multilateral elite, eins og WSJ kallar það...) og Bush-hatarar hafi saboterað annars glæsilega drauma og stórfengleg plön. Wolfowitz líður ábyggilega betur að geta talið sér trú um að hann sé fórnarlamb pólítískra nornaveiða, og ritstjórn Wall Street Journal finnst örugglega betra að telja sér trú um að sú fagra nýja veröld sem nýíhaldsmenn boðuðu hafi verið drepin af vondum demokrötum. Sannleikurinn er hins vegar mun einfaldari.

Raunveruleg ástæða þess að Wolfowitz uppskar andstöðu allra starfsmanna bankans var að hann var fullkomlega vanhæfur stjórnandi. Þetta kemur fram í fréttum og fréttaskýringum LA Times, Washington Post og New York Times. Heimildamenn blaðanna í bankanum endurtaka allir sömu söguna: Wolfowitz réð ekki við það starf sem honum hafði verið falið.

Fyrrverandi samstarfsmenn Wolfowitz halda því fram að hann hafi enga skipulagshæfileika:

Another former colleague who served with Wolfowitz in four administrations said that "the kinds of problems he got into were predictable for anybody who really knew Paul." Speaking on the condition of anonymity, the source voiced admiration for his intellect but said Wolfowitz "couldn't run a two-car funeral."

LA Times birtir svo grein eftir Lawrence Wilkerson, fyrrverandi starfsmannastjóra Colin Powell. Wilkerson hafði unnið með Wolfowitz í mörg ár og þekkti því vel til hans. Wilkerson byrjar greinina á að tala um gáfur Wolfowitz - því það mun líka samdóma álit allra að Wolfowitz sé óvenjulega greindur maður. Einhverskonar snillingur. Grein Lawrence er helvíti góð, svo ég ætla að endurbirta stóra parta úr henni;

Understand, then, my wonder over the last few years at Wolfowitz's fall. From my position, first at the Pentagon, then at the State Department, I watched the talented Wolfowitz self-destruct. How could such a successful, intelligent ambassador transmogrify into the petulant old man I watched fighting unsuccessfully to keep his job as president of the World Bank?

There were early signs. In 1990, when both of us were at the Pentagon — I worked for Colin Powell, then the chairman of the Joint Chiefs of Staff, and Wolfowitz for then-Defense Secretary Dick Cheney — I discovered that Wolfowitz was geared entirely to conceptual thinking and not to practical action, planning and detail and the disciplined routine that government requires. ...

I also saw more stark evidence of what a poor manager Wolfowitz was. He had no idea how to make the trains run on time — and seemed to have no inclination to do so. Talented people left his shop saying they could get nothing accomplished. Papers sat in in-boxes for ages with no action, and the need to deal with daily mini-crises was supplanted by the desire to turn out hugely complicated but elegantly expressed "concepts" and "strategies." The rest of the workaday Pentagon largely ignored Wolfowitz's policy shop as irrelevant.

When Defense Secretary Donald Rumsfeld picked Wolfowitz in 2000 as his deputy — to make all the trains in the Pentagon run on time — those of us who were familiar with Wolfowitz knew a train wreck would occur. It did, almost immediately, as nothing got through the roadblock of the deputy's office.

Later, as post-invasion planning for Iraq was called for, Wolfowitz and the No. 3 man in the department, Douglas Feith, proved their administrative ineptitude. By that time, I was working for Secretary of State Powell, and there was increasing friction between us and the Pentagon. We watched Rumsfeld, in the arrogance of his power and the hubris of his brilliance, totally ignore the chaos beneath him, working with now-Vice President Cheney to drive all trains to Baghdad.

Þeir sem hafa fylgst með bandarískum stjórnmálum undanfarin ár hafa fyrir löngu komist að þessari niðurstöðu: Ástæðan fyrir því hversu ílla er komið fyrir Bush stjórninni er að hún er mönnuð fólki sem ræður ekki við að stjórna. Það hefur ekkert með hugmyndafræði íhaldsmanna eða einhvera innbyggða galla í bandarísku stjórnkerfi, menningu eða hugsunarhætti, heldur hitt að landinu hefur verið stjórnað af vanhæfum aulum. Það er ekki hugmyndafræðin, heldur skortur á stjórnunarhæfileikum sem hefur komið Bush og ríkisstjórn hans í þá stöðu sem hún er í í dag.

 

Wall Street Journal heldur því fram að það sé "a recipe for declining American influence" að gefa eftir í baráttunni gegn einhverri ímyndaðri "multilateral elite". Ef afsögn Wolfowitz á að kenna okkur eitthvað er það að það sem raunverulega er uppskriftin að hnignum Bandaríkjanna er að láta vanhæfa menn um að stjórna.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband