Og nú byrjum við að telja niður hvenær Gonzales segir af sér!

Norm Coleman og frúFyrst Wolfowitz er farinn þurfum við að snúa sjónum okkar aftur að Alberto Gonzales. Í gær skrifaði ég um vantraustsyfirlýsingu Demokrata í öldungadeildinni. Þegar er ljóst að sæmilegur hópur repúblíkana muni að öllum líkindum kjósa með demokrötum. Chuck Hagel, Coburn, Sununu, McCain og sennilega Pat Roberts, Kit Bond og Arlen Specter. Í gærkvöld bættist svo Norm Coleman, öldungadeildarþingmaður okkar Minnesotabúa á listann. Coleman gerir sér grein fyrir því að hann á ekki séns í endurkjör 2008 nema hann fari að koma sér í mjúkinn við kjósendur í þessu fylki sem vanalega kýs independents eða demokrata.

Coleman lýsti því beinlínis yfir að Gonzales þurfi að segja af sér - aðrir, eins og Bond og Specter hafa verið loðnari í yfirlýsingum sínum. Coleman lýsti því beinlínis yfir að hann hefði "misst allt traust á Gonzales":

"I don't have confidence in Gonzales," Republican Sen. Norm Coleman of Minnesota told reporters on a conference call Thursday as he became the fifth Senate Republican to call for the attorney general's departure. "I would hope that the attorney general understands that the department is suffering right now, and he does the right thing, and that is allows the president to provide new leadership."

Ef allir þessir menn standa allir við stóru orðin munu átta repúblíkanar kjósa með 48 demokrötum - einum sósíalista og einum Lieberman for Connecticut, að vísu hefur McCain ekki mætt í seinustu 42 atkvæðagreisðlur í öldungadeildinni, vegna þess að hann er svo upptekinn við að eltast við að verða forseti, og vegna þess að Tim Johnson frá suður Dakóta er á spítala. Vantraust á Gonzales ætti því í það minnsta að geta endað á 57 atkvæðum gegn 41... 

Aumingja Gonzales. Nú þarf hann líka að fara að leita að vinnu?

M


Og svo fór Wolfowitz eftir alltsaman... starfsmenn bankans ryðjast út á ganga, klappandi hrópandi húrra!

Buuhúú... Ég er búinn að fara blogg og netrúnt til að leita að einhverju áhugaverðu um afsögn Wolfowitz, og svo virðist sem við þurfum að bíða til morguns eftir einhverjum fréttaskýringum eða umfjöllun um þessar merkilegu fréttir. Liberal bloggarar láta sér nægja að endurbirta frétt New York Times eða ABC af afsögninni, þ.e. þeir sem hafa haft tíma til að skrifa um Wolfowitz. Flestir virðast hafa verið uppteknir við að skrifa um Gonzales í dag, og vitnisburð James Comey, fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra frá í gær. Reyndar var framburður Comey svo magnaður og vakti svo margar spurningar að það ætti að endast okkur fram í næstu viku. Aðalniðurstaða blogosphersins virðist að framburður Comey hafi sýnt að John Aschroft hafi verið miklu betri dómsmálaráðherra en Gonzales! Whoda thunk?!

Samt finnst mér langsamlegasta merkilegasta frétt dagsins að forsetinn - sem elskar "the troops" og er alltaf að skamma vinstrimenn, liberals og demokrata fyrir það sem hann kallar "failing to support the troops", ætlar að beita neitunarvaldi á launahækkun handa hermönnum sem þingið samþykkti. Skv. Army Times:

Troops don’t need bigger pay raises, White House budget officials said Wednesday in a statement of administration policy laying out objections to the House version of the 2008 defense authorization bill. […]

The slightly bigger military raises are intended to reduce the gap between military and civilian pay that stands at about 3.9 percent today. Under the bill, HR 1585, the pay gap would be reduced to 1.4 percent after the Jan. 1, 2012, pay increase.

Bush budget officials said the administration “strongly opposes” both the 3.5 percent raise for 2008 and the follow-on increases, calling extra pay increases “unnecessary.”

Mér fannst líka viðeigandi að minnast á þetta, því Wolfowitz þurfti að segja af sér m.a. vegna "unnecessary" launahækkana...

M

Update: Ég ákvað að tékka aftur - og nú eru loksins komnar nýjar fréttir af Wolfowitz!

Samkvæmt Reutersi: Ónefndir heimildamenn innan bankans segja að almenn fagnaðarlæti hafi brotist út á skrifstofum bankans þegar Wolfowitz sagði af sér!

Bank staff were jubilant to see an end to a crisis that had engulfed the institution, which spends around $25 billion a year to fight poverty in poor countries.

"Everyone ran into the hallways and were clapping and hugging each other," said one employee who declined to be named.

The controversy sparked outrage among some of the bank's 10,000 employees and prompted senior staff to write to the board complaining that the leadership crisis had undermined their work, especially in fighting corruption.

En djöfulsk kommúnistarnir í skrifstofuliði alþjóðabankans eru samt ekki sáttir - því samkvæmt samningnum fær Wolfowitz að sitja á skrifstofunni sinni og þykjast stjórna bankanum í næstum einn og hálfan mánuð í viðbót - hann á ekki að hætta í vinnunni fyrr en þrítugasta júni:

The bank's staff association, which pushed for the investigation into his role in Riza's promotion, said the June 30 resignation date was unacceptable and insisted Wolfowitz be put on administrative leave immediately.

"It completely undermines the principles of good governance and the principles that the staff fight to uphold," it said.

Starfsmennirnir bættu við að þeir myndu ekki hætta óeirðum fyrr en bakarinn hefði verið færður heim til  Parísar...

Gott ef þetta er ekki fyrsta bjúrókratíska uppreisnin innan alþjóðlegrar fjármálastofnunar sem heppnast! Ég óska íslenskum starfsmönnum Alþjóðabankans til hamingju með þennan dag!

M


mbl.is Wolfowitz segir af sér embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öldungadeildin greiði atkvæði um vantraust á Gonzales?

Vantraust á Alberto 'ég man ekkert' GonzalesÞað hefur verið nefnt nokkrum sinnum að Bandaríkjaþing gæti greitt atkvæði um vantraust á dómsmálaráðherra Bush, Alberto Gonzales - og núna fyrir örstuttu síðan bárustu fréttir af því að þingmenn demokrata væru að undirbúa slíka atkvæðagreiðslu! Samkvæmt sumum fréttum eiga Chuck Schumer og Dianne Feinstein að vera á bak við þessa ráðagerð. Skv. Roll Call:

With Attorney General Alberto Gonzales vowing to remain in his job and President Bush standing by him, Senate Democratic leaders are seriously considering bringing a resolution to the floor expressing no confidence in Gonzales, according to a senior leadership source. ...

The vote would be nonbinding and have no substantive impact, but it would force all Republican Senators into the politically uncomfortable position of saying publicly whether they continue to support Gonzales in the wake of the scandal surrounding the firings of eight U.S. attorneys.

Patrick Leahy, demokrati frá Vermont og formaður dómsmálanefndarinnar sagði: "I have absolutely no confidence in the attorney general or his leadership". Það eru allar líkur til þess að vantraustsyfirlýsingin muni samþykkt, og að margir repúblíkanar muni greiða atkvæði með henni. Tveir háttsettir öldungardeildarþingmenn Repúblíkana, Pat Roberts, frá Kansas og Chuck Hagel, frá Nebraska, hafa báðir nýlega lýst því yfir að Gonzales þurfi að segja af sér. Aðrir öldungadeildarþingmenn repúblíkana sem hafa lýst því yfir að Gonzales þurfi að segja af sér eru John Sununu frá New Hampshire, Tom Coburn frá Oklahoma og John McCain.

Ástæða þess að vantraustsyfirlýsing er komin til umræðu núna eru nýjar uppljóstranir um ólögleg njósnaprógrömm og hleranir á óbreyttum borgurum sem Gonzales skipulagði og stóð fyrr. Skv Fox news:

Sen. Arlen Specter of Pennsylvania, the senior Republican on the Senate Judiciary Committee, said Thursday that the Justice Department can't properly protect the nation from terrorism or oversee Bush's no-warrant eavesdropping program with Gonzales at the helm.

"I have a sense that when we finish our investigation, we may have the conclusion of the tenure of the attorney general," Specter said during a committee hearing. "I think when our investigation is concluded, it'll be clear even to the attorney general and the president that we're looking at a dysfunctional department which is vital to the national welfare."

Og við eigum enn eftir að heyra í Moniku Goolding bera vitni - hún mun mæta fyrir þingnefnd þann 23. Ég efast um að vitnisburður hennar muni styrkja Gonzales! Ef það verður ekki búið að reka Gonzales frá völdum fyrir lok mánaðarins verð ég hissa! Kannski tekst Wolfowitz meira að segja að hanga lengur í sinni bitlingastöðu en Gonzales?

M


Minningarorð Christopher Hitchens um Jerry Falwell

Fréttaskýrendur og bloggarar, og allskonar fólk annað sem hefur vinnu af því að tala eða skrifa, virðist allt sammála um að fréttir af því að Jerry Falwell hafi fundist meðvitundarlaus á gólfinu í skrifstofunni sinni, og svo drepist stuttu síðar, hafi verið með bestu fréttum sem borist hafa lengi. Meira að segja forsetaframbjóðendur Repúblíkana hafa verið frekar hógværir í yfirlýsingum sínum um hversu sárt Falwell verði saknað.

En svo er auðvitað Christopher Hitchens, sem mætti í viðtal til Anderson Cooper til að deila með okkur skoðun sinni á Falwell! (via Reason.com)

The empty life of this ugly little charlatan proves only one thing, that you can get away with the most extraordinary offenses to morality and to truth in this country if you will just get yourself called reverend. .... The whole consideration of this -- of this horrible little person is offensive to very, very many of us who have some regard for truth and for morality, and who think that ethics do not require that lies be told to children by evil old men, that we're -- we're not told that people who believe like Falwell will be snatched up into heaven...

Það er nú alveg óþarfi að gera líka grín að vaxtarlagi mannsins! Falwell var ekkert sérstaklega fríður, allavegana ekki eins óvenjulega og ómótstæðilega stórglæsilegur og Mitt Romney, en hann var ekki lítill!

M

 


Ha-ha! Wolfowitz ætlar aldrei að segja af sér!

Blair - BushÍ dag hafa fréttastofur beggja vegna Atlantshafsins, dagblöð, bloggarar og sjónvarpsstöðvar flutt linnulausar fréttir af ímyndaðri afsögn Paul Dundes Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Síðasta frétt New York Times af þessu máli er stórfyndin:

The precise wording of what the bank would say, and what Mr. Wolfowitz would say, were not known as of mid-afternoon. Nor was it known whether the negotiations would lead to an actual resignation today. Some officials said the conversation could continue into the evening or into Thursday.

Það veit semsagt enginn hvað bankastjórnin eða bankastjórinn eru að hugsa, hvað þeir ætla að gera, eða hvenær þeir ætla að gera það? Og menn ætla að halda áfram að tala um þetta fram á fimmtudag?

Og þegar Wolfowitz mun loksins segja af sér, hver ætli fái að taka við embættinu? Tony Blair - hver annar!

Speculation about Mr. Wolfowitz’s successor ranged from Paul Volcker, the former chairman of the Federal Reserve, to Tony Blair, the outgoing British prime minister, to Deputy Treasury Secretary Robert Kimmitt and former Deputy Secretary of State Robert Zoellick.

Og til þess að gera þessa Blair spekúlasjón áhugaverðari er rétt að benda á að Blair gistir í Hvíta Húsinu í nótt - eða eins og Reuters orðar það "sleepover" en ekki "stay overnight", eða "remain Bush's guest overnight" eða eitthvað sem hljómar ekki eins og þeir séu tvær smástelpur sem fái að gista heima hjá hvor annarri! Ef fullorðið fólk gerir "sleepovers" er það yfirleitt af gagnstæðu kyni og er að vera coy og cute...

White House sleepover for visiting Blair

WASHINGTON (Reuters) - British Prime Minister Tony Blair is getting a White House sleepover for what may well be his last visit to Washington to see his Iraq war ally, President George W. Bush.

The two leaders, both facing strong domestic criticism for their stance on the war, were to hold a working dinner on Wednesday night then hold more talks on Thursday before a joint news conference. ...

Bush played host to Queen Elizabeth II at a white-tie dinner a little more than a week ago.

Kannski kemur Wolfowitz líka og þeir geta allir þrír lakkað á sér táneglurnar og farið í koddaslag, þ.e. þegar þeir eru búnir að leika sér í tea- og dinnerparties?

M


mbl.is Wolfowitz mun ekki segja af sér segir lögmaður hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wolfowitz mun ekki segja af sér meðan það er skýjað

Sauðslegt sveitamannsandlit, sósublettir og götóttir sokkar... það er von að Wolfowitz hafi þurft að múta Riza til að vera kærasta með sér?Einhverra hluta vegna virðast fréttaskýrendur og bloggarar vera búnir að sannfæra sjálfa sig um að Paul Wolfowitz muni segja af sér einhverntímann í efitrmiðdaginn. Þetta finnst mér merkilegt, því glaðlyndi sokkböðullinn hefur lýst því yfir að hann muni ekki segja af sér meðan það er skýjað:

Wolfowitz has insisted he would not resign under a cloud. His attorney, Robert S. Bennett, reiterated that position yesterday and insisted that Wolfowitz retained “full and complete support from the White House.”

Washington Post segir nefnilega líka að Hvíta húsið ætli áfram að styðja Wolfowitz, sama hversu ömurlega gagnslaus bankastjóri hann sé, og hversu ílla liðinn hann sé af undirmönnum sínum: 

Senior Bush administration officials emphasized that the White House has not abandoned Wolfowitz and does not believe he should be fired.

En svo bætir blaðið við:

But the White House has concluded, through conversations with counterparts in foreign capitals and from the committee report, that Wolfowitz can no longer effectively head the institution, the officials said, speaking on the condition they not be named because they lacked authorization to discuss the matter publicly. ... a senior White House official said. "We'll engage in a discussion about the future leadership of the bank." ...

A senior bank official, briefed by a European member of the board and willing to recount the conversation only on the condition of anonymity, said that members as well as others believe it would compromise the board's integrity to cut a deal...

"It could involve a shifting of senior managers at the bank, or it could involve a change of leadership at the bank," an administration official said. "The message to the board is: 'Don't fire him based on the personnel infraction.' Then, if you want to have a bigger, broader conversation, we'll engage in it." ...

At his appearance before the board yesterday, Wolfowitz promised substantial management changes if he remains. He also opened the door to a broader conversation about his future at the bank if he is cleared of blame in the issue of Riza's raise.

"If you want to have a discussion about my leadership, my management style and the policies I support, let's do it," he said.

Semsagt: Þegar fólk er búið að tala saman í útlenskum höfuðborgum, eða eiga "breiða" samræðu um þetta mál, og það hefur birt til og veðrið er betra, mun eitthvað verða stokkað upp í stjórn bankans, og þegar allir eru hættir að bögga hann útaf þessari Riza konu, sem er skapvont skass, samkvæmt fyrri yfirlýsingum Wolfowitz, þá er hann tilbúinn til að tala um leiðtogahæfileika sína og framtíð, "lets do it".

Ég held að raunveruleg ástæða fyrir því að Wolfowitz vill ekki hætta í vinnunni sé að hann hafi engan annan stað til að hanga á. Hvert annað getur hann farið í vinnu? Fyrir þremur áratugum var hann prófessor í Yale, en ég leyfi mér að efast um að hann geti auðveldlega gengið inn í prófessorsstöðu í Ivy League háskólum akkúrat núna. Hann gæti fengið vinnu í Regent University? Sá skóli virðist ruslakista fyrir afdankaða meðlimi Bush stjórnarinnar.


mbl.is Fullyrt að Wolfowitz segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappræður repúblíkana á Fox í gærkvöld - open thread...

gærdagurinn var virkilega magnaður fréttadagur. Gonzales er einum reit nær því að missa vinnuna. Wolfowitz fær ekki lengur neitt action hjá Shaha og er einum reit nær því að missa vinnuna, og Írak? Jú, það er jafn tapað og fyrri daginn, en Bush er búinn að tilnefna "war czar" sem missir vinnuna þegar forsetinn viðurkennir hið óumflýjanlega: Hann hefur umkringt sjálfan sig aulum og aumingjum sem klúðra öllu sem þeir fá tækifæri til að klúðra!

Svo drapst Jerry Falwell.

Um kvöldið voru svo háðar kappræður repúblíkana um hver þeirra væri frambærilegasti frambjóandinn! Jei - því nú fengum við að sjá hversu ómótstæðilega fagur Mitt Romney væri, Giuliani talaði um 9/11 og Tommy Thompson átti í erfiðleikum með heyranrtækið og allir gerðu grín að John Edwards og hárgreiðslunni. Haha! voða fyndið.

Persónulega fannst mér að Fox hafi farið ílla með Ron Paul - hann hefur verið, og er, uppáhalds Texas repúblíkani minn!

Umræðurnar komu mér almennt séð frekar á óvart, en fyrst: Horfðu einhverjir lesendur á kappræður repúblíkana? Hvað fannst ykkur? Hverjir eiga séns í tilnefningu, og hverjir eiga séns í að vinna Hillary/Obama/Edwards?

M


War Czar forsetans hefur fram til þessa verið andvígur fjölgun í herliðinu í Írak, talað um brottflutning hersins...

LuteSumum fréttaskýrendum hér vestra þykir val forsetans á Douglas Lute sem "War Czar", því Lute hefur fram til þessa ekki verið með eindregnustu stuðningsmönnum "the surge", þ.e. tilraunar Bandaríkjaforseta til þess að koma á röð og reglu í Írak með því að fjölga í herliði Bandaríkjanna. Lute hefur líka talað um að herlið Bandaríkjamanna sé hernámslið, og að það sé ekki nema eðlilegt að Írakar hafi íllan bifur á Bandaríkjaher meðan hann komi fram sem hernámslið!

Fyrir tveimur árum sagði Lute: (skv Financial Times): 

He said: “We believe at some point, in order to break this dependence on the . . . coalition, you simply have to back off and let the Iraqis step forward.

You have to undercut the perception of occupation in Iraq. It's very difficult to do that when you have 150,000-plus, largely western, foreign troops occupying the country.”

Lute hefur við ýmis önnur tækifæri talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að fækka í herliði sínu í Írak, m.a. haldið því fram að Bandaríkjastjórn verði að sýna írökskum stjórnvöldum að þau geti ekki gert ráð fyrir því að Bandaríkin muni verða að eilífu í landinu.

Þó það sé of snemmt að spá nokkru um það er smá von til þess að skipun Lute sé fyrsta skrefið í að stjórnin breyti um stefnu varðandi Írak. Undanfarna daga hafa nefnilega farið að heyrast getgátur um að forsetinn muni hugsanlega ræða stríðið við demokrata og gefa eftir af kröfu sinni að þingið haldi áfram að veita fé til stríðsrekstursins án þess að hafa neitt um það að segja hvort stríðið dragist endalaust áfram og án þess að Bandaríkjaher nái nokkrum árangri.

Andataðan við stríðið innan hersins fer einnig vaxandi. Cynthia Tucker, blaðamaður Atlanta Journal-Constitution sagði á The Chris Matthews Show á NBC News um daginn að það væri hætta á að herforingjar myndu rísa upp í "uppreisn" ef forsetinn héldi "the surge" til streitu:

"Look for a revolt from active-duty generals if September rolls around and the president is sticking with the surge into '08. We've already heard from retired generals. But my Atlanta Journal-Constitution colleague Jay Bookman has lots of sources among currently serving military officers who don't want to fall by the wayside like the generals in Vietnam did, kept pushing a war that they knew was lost."

M


mbl.is Bush útnefnir stríðsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wolfowitz: If they f*ck with me or Shaha I will f*uck with them!

Wofowitz og kærastan, RizaOrðrétt á Wolfowitz að hafa sagt: "If they fuck with me or Shaha, I have enough on them to fuck them too." Þetta eru auðvitað fleyg orð og skáldleg... Skv. The Guardian

The remarks were published in a report detailing the controversy that erupted last month after the size of Ms Riza's pay rises was revealed. The report slates Mr Wolfowitz for his "questionable judgment and a preoccupation with self-interest", saying: "Mr Wolfowitz saw himself as the outsider to whom the established rules and standards did not apply." ...

The angry comments attributed to Mr Wolfowitz came from damning testimony by Xavier Coll, head of human resources at the bank, who provided investigators with his notes of a meeting with Mr Wolfowitz last year. The notes directly contradict Mr Wolfowitz's assertions that the details of Ms Riza's treatment were properly shared with senior bank officials.

According to Mr Coll's notes: "At the end of the conversation Mr Wolfowitz became increasingly agitated and said that he was 'tired of people ... attacking him' and 'you should get your friends to stop it'. Mr Wolfowitz said, 'If they fuck me or Shaha, I have enough on them to fuck them too'," naming several senior bank staff he felt were vulnerable.

Wolfowitz er auðvitað ergilegur yfir því að einhverjir "stjórnarmenn" og "hluthafar" séu að vasast í því hvernig hann rekur þennan einkabanka sinn: Hann fékk bankann að léni frá keisaranum sjálfum, og allir undirsátarnir og bjúrókratarnir sem þar sitja og fletta í pappír eiga að hafa sig hæga þegar alvöru stórmenni fara sínu fram!

Stjórn bankans telur hins vegar að Wolfowitz hafi með framferði sínu og stjórnunarstíl stórskaðað bankann:

According to the report, Mr Wolfowitz's actions "had a dramatic negative effect on the reputation and credibility" of the bank.

It concluded that "the damage done to the reputation of the World Bank group" should lead the bank's board to "consider whether Mr Wolfowitz will be able to provide the leadership needed to ensure that the bank continues to operate to the fullest extent possible".

Það hefur reyndar verið stórskemmtilegt að fylgjast með sauðslega sokkböðlinum undanfarna daga, sérstaklega vegna þess að vörn Wolfowitz hefur verið stórfurðuleg. Ef eitthvað er að marka frásögn Washington Post af vörn Wolfowitz virðist sem hann haldi því fram að kærastan sem styrinn stendur um, sé þvílíkt skass og norn að hvorki hann, né stjórn bankans, hafi þorað að díla við hana: Hann hafi neyðst til að veita henni launahækkun því annars...

"Its members did not want to deal with a very angry Ms. Riza, whose career was being damaged as a result of their decision," Wolfowitz said in his response to the investigating committee's report. "It would only be human nature for them to want to steer clear of her."

Semsagt: Kærasta Wolfowitz er þvílíkt kvendi að það er ekki hægt að ætlast til þess að venjulegir menn legðu í að vera nálægt henni? Reyndar efast ég um að það sé mikið "action" hjá Wolfowitz þessa dagana, því hann gengur svo langt að kenna henni um allt djöfuls fjaðrafokið!

Wolfowitz effectively blamed Riza for his predicament as well, saying that her "intractable position" in demanding a salary increase as compensation for her career disruption forced him to grant one to pre-empt a lawsuit. He is scheduled to appear before the board this afternoon. The board is expected to begin deliberating on how to respond as soon as tonight. Board members are inclined to issue a resolution expressing a lack of confidence in Wolfowitz's leadership, senior bank officials said. ...

"Everyone acknowledges that Ms. Riza was extremely angry and upset about being required to take an external placement to resolve a problem that was not of her making," Wolfowitz wrote, portraying the raise as a "settlement of claims."

Þetta er einhver aumingjalegasta vörnin sem Wolfowitz hefði getað fundið upp! Við eigum semsagt að hafa samúð með honum vegna þess að Shaha er svo mikið skass?

Hvíta Húsið virðist reyndar líka eitthvað vera að missa trúna á að það sé hægt að verja Wolfowitz. Fram til þessa hefur Bush stutt við bakið á honum, eins og öllum öðrum vanhæfum aulum sem hann hefur skipað í hin ólíkustu embætti, en samkvæmt fréttum ABC er þessi stuðningur eitthvað að dala:

A senior White House official tells ABC News that "all options are on the table" regarding Paul Wolfowitz's future and that "it is an open question" whether he should should remain as president of the World Bank.

"If you don't have board support and you don't have staff support, it is hard to get anything done," the official told ABC News.  ... the senior official told ABC News "it is an open question" whether Wolfowitz can remain an effective president of the World Bank.

M


mbl.is Alþjóðabankinn hlýðir á mál Wolfowitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falwell meinað inngöngu í himnaríki, enda rasískur mannhatari

Falwell... hvað er hægt að segja um þennan mann?Það er satt best að segja fyrir neðan allar hellur að minnast Jerry Falwell fyrir nokkuð annað en verk hans: Falwell var einn andstyggilegasti talsmaður mannhaturs, kvenfyrirlitningar, hómófóbíu og rasisma í Bandaríkjunum. Það sem gerði fyrirlitlegar skoðanir hans enn viðurstyggilegri var að hann veifaði stöðugt nafni drottins yfir þeim - því eins og allir vita hataði Jesú þá sem voru minnimáttar, fyrirleit konur, hafði andúð á hommum og fannst negrar eiga að halda kjafti og leyfa almennilegu hvítu fólki að stjórna.

Falwell hafði nefnilega ekki bara fyrirltlegar skoðanir, heldur var hann líka guðlastari og trúníðingur. Falwell var ekki "trúarleiðtogi" og hann var ekki kristinn. Hann var boðberi fordóma og mannhaturs.

Afrek Falwell eru of mörg til að rifja upp hér. Það er þó full ástæða til að minnast  hans og margra ummæla hans á þessari stundu:

Á seinustu árum varð Falwell frægastur fyrir að kenna kvenréttindahreyfingunni og baráttu svertingja fyrir mannréttindum:

I really believe that the pagans, and the abortionists, and the feminists, and the gays and the lesbians who are actively trying to make that an alternative lifestyle, the ACLU, People For the American Way, all of them who have tried to secularize America. I point the finger in their face and say 'you helped this happen.'

Falwell baðst síðar afsökunar á þessari athugasemd. Á sínum tíma varði Falwell Apartheid stefnu Suður Afríku, og barðist gegn því að Nelson Mandela væri leystur úr fangelsi. Það kemur ekki á óvart, því Falwell var á sínum tíma andstæðingur þess að aðskilnaður kynþáttanna væri afnuminn í Suðurríkjum Bandaríkjanna, og hafði íllan bifur á Martin Luther King. Falwell barðist líka gegn the Teletubbies, sem áttu að vera hommar, og hélt því fram að alnæmi sent af guð til að refsa samkynhneigðum karlmönnum: "AIDS is the wrath of a just God against homosexuals."

Framlag Falwell til mannkynssögunnar mun helst hafa verið að ljá fordómum "móralska" afsökun og veita fordómafullum bandaríkjamönnum (og svosem öðru fordómafullu fólki annarstaðar í heiminum) afsökun fyrir því að halda fordómum sínum fram. Með því að sannfæra marga bandaríkjamenn um að það að vera kristinn þýddi að maður ætti að hata alla sem ekki væru eins og maður sjálfur hefur Falwell gert meira en flestir aðrir til þess að gera heiminn að verri stað. Ef ekki hefðu komið til menn eins og Falwell og Pat Robertson og öll "moral majority" hreyfing níunda áratugarins væri bandarísk stjórnmálaumræða í dag mun heilbrigðari.

M


mbl.is Jerry Falwell látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband