Hvað gerir maður þegar maður er að tapa kosningum, finnst allir vera vondir og maður hvergi eiga heima? (Pennsylvaníu? Virginíu?: Það fer eftir því hvort spurt er hvar Santorum sofi á kvöldin, og hvar hann þiggi niðugreidda skólaþjónustu handa börnunum...)
Mér hefur alltaf verið sagt að við þessar aðstæður eigi maður að tala við vini sína, og svo leggjast í heitt bað. En Rick Santorum liggur í sófanum og horfir á vídeó. Hvernig annars ætti að skýra nýfundinn áhuga hans á hringadróttinssögu? Ég neita að trúa því að hann hafi lesið öll þrjú bindin, og hann lítur ekki út fyrir að vera þesskonar role-playing nerd sem bara veit allt um hobbita, háálfa og Uruk-hai.
Meðan Santorum var að troða í sig poppkorni núna um helgina fattaði hann nefnilega að það væri alveg augljós hliðstæða milli stríðsins í Írak og baráttu íbua Miðgarðs gegn Sauron og öflum hins ílla, og svo fór hann til að deila þessu stórkostlega innsæi með bandarískum kjósendum. Salon skýrir frá því að í viðtali við Bucks County Courier Times hafi Santorum sagt að
the United States has avoided terrorist attacks at home over the past five years because the "Eye of Mordor" has been focused on Iraq instead.
"As the hobbits are going up Mount Doom, the Eye of Mordor is being drawn somewhere else," Santorum said. "It's being drawn to Iraq and it's not being drawn to the U.S. You know what? I want to keep it on Iraq. I don't want the Eye to come back here to the United States."
Oooh the eye, the eye, the evil eye! Hverjir eru þessir Hobbitar? Og hvað eru þeir að gera? Ég skil hvernig Santorum getur í sínum skrýtna haus séð bandaríska herinn sem Riddarar Róhans, og Bush sem Aragorn. En hvar koma Hobbitarnir inn? Og hver er Sauron? Hvaða hlutverk er Cheney að spila? Og ég vil vita hver er með hringinn!
Vanalega þegar talsmenn the religious right, en Santorum er helsti talsmaður þeirra í þinginu, tala um Írak eða mið-austurlönd nota þeir lýmskulegar tilvísanir í biblíuna og "rapture-talk", um endalok heimsins og endurkomu frelsarans. Bush hefur oft verið staðinn að því að nota rapture-referensa í ræðum sínum. En hér hefur Santorum stígið inn á alveg flúnkunýja braut. Til hverra hann er að reyna að höfða?
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: ímyndunarveiki, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst það hrein helgispjöll að svona gufu-rugludallur skuli vera að blanda saman bókmenntaverkinu Hringadróttinssögu við hernaðarbrölti Kanans í Írak og víða!
Bragi Einarsson, 19.10.2006 kl. 19:28
En er þetta ekki til marks um ágæti Hringadróttinssögu, að meira að segja skoffín eins og Santorum skuli hrífast af henni! Svo verður maður nú líka eiginlega að vera þakklátur fyrir að Santorum skuli segja allt sem honum dettur í hug: Þetta var ein skemmtilegasta frétt sem ég hef lesið í langan tíma. Og þegar maður fer að reyna að ímynda sér hvað Santorum var að hugsa þegar hann var að horfa á vídeó um helgina... Hann hefur verið allur upprifinn. Hvaða hlutverk ætli hann hafi ímyndað sér sjálfan sig í?
Magnús
FreedomFries, 19.10.2006 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.