Wolfowitz mun ekki segja af sér meðan það er skýjað

Sauðslegt sveitamannsandlit, sósublettir og götóttir sokkar... það er von að Wolfowitz hafi þurft að múta Riza til að vera kærasta með sér?Einhverra hluta vegna virðast fréttaskýrendur og bloggarar vera búnir að sannfæra sjálfa sig um að Paul Wolfowitz muni segja af sér einhverntímann í efitrmiðdaginn. Þetta finnst mér merkilegt, því glaðlyndi sokkböðullinn hefur lýst því yfir að hann muni ekki segja af sér meðan það er skýjað:

Wolfowitz has insisted he would not resign under a cloud. His attorney, Robert S. Bennett, reiterated that position yesterday and insisted that Wolfowitz retained “full and complete support from the White House.”

Washington Post segir nefnilega líka að Hvíta húsið ætli áfram að styðja Wolfowitz, sama hversu ömurlega gagnslaus bankastjóri hann sé, og hversu ílla liðinn hann sé af undirmönnum sínum: 

Senior Bush administration officials emphasized that the White House has not abandoned Wolfowitz and does not believe he should be fired.

En svo bætir blaðið við:

But the White House has concluded, through conversations with counterparts in foreign capitals and from the committee report, that Wolfowitz can no longer effectively head the institution, the officials said, speaking on the condition they not be named because they lacked authorization to discuss the matter publicly. ... a senior White House official said. "We'll engage in a discussion about the future leadership of the bank." ...

A senior bank official, briefed by a European member of the board and willing to recount the conversation only on the condition of anonymity, said that members as well as others believe it would compromise the board's integrity to cut a deal...

"It could involve a shifting of senior managers at the bank, or it could involve a change of leadership at the bank," an administration official said. "The message to the board is: 'Don't fire him based on the personnel infraction.' Then, if you want to have a bigger, broader conversation, we'll engage in it." ...

At his appearance before the board yesterday, Wolfowitz promised substantial management changes if he remains. He also opened the door to a broader conversation about his future at the bank if he is cleared of blame in the issue of Riza's raise.

"If you want to have a discussion about my leadership, my management style and the policies I support, let's do it," he said.

Semsagt: Þegar fólk er búið að tala saman í útlenskum höfuðborgum, eða eiga "breiða" samræðu um þetta mál, og það hefur birt til og veðrið er betra, mun eitthvað verða stokkað upp í stjórn bankans, og þegar allir eru hættir að bögga hann útaf þessari Riza konu, sem er skapvont skass, samkvæmt fyrri yfirlýsingum Wolfowitz, þá er hann tilbúinn til að tala um leiðtogahæfileika sína og framtíð, "lets do it".

Ég held að raunveruleg ástæða fyrir því að Wolfowitz vill ekki hætta í vinnunni sé að hann hafi engan annan stað til að hanga á. Hvert annað getur hann farið í vinnu? Fyrir þremur áratugum var hann prófessor í Yale, en ég leyfi mér að efast um að hann geti auðveldlega gengið inn í prófessorsstöðu í Ivy League háskólum akkúrat núna. Hann gæti fengið vinnu í Regent University? Sá skóli virðist ruslakista fyrir afdankaða meðlimi Bush stjórnarinnar.


mbl.is Fullyrt að Wolfowitz segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jú, þú ert greinilega með Wolfie á heilanum, Magnús. En þetta með greiðuna og slefið er frekar crummy. Skrítið að konur sæki í svona. Riza hlýtur að hafa afar sérstakan smekk, fyrir utan venjulegt kvenlegt eðli, sem gerir góða skaffara ótrúlega sexí. En þrátt fyrir að Wolfie noti ekki dýrt vax í hárið, er hann ekki óhæfur sem stjórnandi Alþjóðabankans.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.5.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband