Monica Goodling ber vitni

Lengi vel var þetta eina myndin sem fjölmiðlar höfðu af GoodlingÍ dag mun Monica Goodling bera vitni fyrir dómsmálanefnd þingsins. Þetta er stór stund, bæði vegna þess að við erum loksins búin að fá nýja ljósmynd af Goodling, og svo vegna þess að hún er ein lykilmanneskjan í saksóknarahreinsunarmálinu, og allar líkur til þess að framburður hennar muni varpa ljósi á hvað bjó að baki brottrekstrinum, eða jafnvel hver hafi ákveðið hvaða saksóknara ætti að reka. Fram til þessa hefur það lykilatriði verið hulið - vegna þess að Gonzales þykist ekki geta munað hver útbjó endanlega listann eða hvaða ástæður hefðu legið til grundvallar þegar ákveðið var hvaða saksóknara ætti að reka.

Myndatekstinn með þessari mynd á Huffington Post var 'goodlinghair' - það eru fleiri en Friðjón sem virðast hafa tekið eftir því að hún er með 'frelsaða' hárgreiðslu!Goodling er reyndar merkileg fígúra. Hún er útskrifuð úr "háskóla" Pat Roberts, og er ekki nema 33 ára gömul. Mikilvægasta starfsreynsla hennar virðist hafa verið á kosningaskrifstofu Bush fyrir kosningarnar 2000, því eftir það rauk hún upp metorðastigann í Hvíta Húsinu og var gerð Director of Public Affairs og White House Liason í dómsmálaráðuneytinu, en hafði þar að auki vald til að ráða og reka starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Goodling því ein af valdamestu manneskjum ráðuneytisins, og virðist hafa leikið lykilhlutverk í brottrekstri saksóknaranna. Fólk sem starfaði með henni fannst ekki mikið til hennar koma. Samkvæmt H. E. Cummins, Repúblíkana frá Arkansas, og fyrrverandi Alríkissaksóknari var hún "inexperienced, way too naïve and a little overzealous".

Í grein í Washington Post í morgun um Goodling fær hún svipaða umsögn. Heimildamenn blaðsins greina frá því að hún hafi aflað sér óvildar vegna reynsluleysis og skapferðis síns, og að hún hafi ítrekað gripið fram fyrir hendurnar á reyndari starfsmönnum þegar henni fannst þeir láta fagmennsku trompa pólítíska rétthugsun:

Goodling had been a divisive figure at the Justice Department since she arrived in early 2002, gaining a reputation for having a mercurial temperament and being prickly toward career employees, said numerous current and former officials who worked with her.

Goodling and Sampson "knew politics, not law," said Bruce Fein, a senior Justice official during the Reagan administration. "This extent [of] neophytes running the department is highly irregular."

Þessi einfeldningsháttur, reynsluleysi og ídeológíska rétthugsun virðist hafa stýrt Goodling, því samkvæmt fréttum af rannsókn ráðuneytisins á embættisfærslum hennar virðist hún ítrekað hafa brotið lög þegar hún neitaði að ráða fólk alfarið á grundvelli pólítískra skoðana þeirra. Eins og Seattle Times greinir frá

WASHINGTON — The Justice Department is investigating whether its former White House liaison used political affiliation in deciding who to hire as entry-level prosecutors in U.S. attorneys' offices around the country, The Associated Press has learned.

Doing so is a violation of federal law.

Washington Post í greinir frá einni af þessum uppákomum, því Goodling reyndi að koma í veg fyrir að alríkissaksóknarinn Í DC gæti ráðið Seth Adam Meinero, sem hafði unnið í fyrir The Environmental Protection Agency, sem saksóknara í umdæminu.

Goodling stalled the hiring, saying that Meinero was too “liberal” for the nonpolitical position, said according to two sources familiar with the dispute. […]

Önnur mynd af Monicu...Alríkissaksóknarinn í DC, sem er alvöru lögfræðingur, með gráðu úr alvöru skóla, og alvöru starfsreynslu, kvartaði við ráðuneytið, því Meneiro var fullkomlega hæfur í stöðuna, og stjórnmálaskoðanir hans hefðu ekkert með starfið að gera. Þessi kvörtun Jeffrey Taylor sem svo af setti af stað rannsókn á því hvort Goodling hefði á óeðlilegan eða ólöglegan hátt notað flokksaðild og stjórnmálaviðhorf til þess að reka eða ráða fólk. Aðalatriði þessa máls alls er nefnilega að Goodling, og Gonzales virðast hafa trúað því að dómsmálaráðuneytið væri flokkspólítísk stofnun.

H.E. Cummings sagði í viðtali við New York Times að Goodling hefði vafalaust haldið að hún væri að þjóna forsetanum eða flokknum með því að reka og ráða fólk út frá pólítískri sannfæringu þeirra:

She might have somehow figured that what she was doing was the right thing. But a more experienced person would understand you don’t help the party by trying to put political people in there. You put the best people you can find in there.

Það er kannski kaldhæðnislegt að Goodling, skyldi hafa haldið að hún væri að treysta völd forsetans og repúblíkanaflokksins. Árangurinn varð allt annar.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband