Dennis og Elizabeth Kuchinich í Hvíta Húsið

Kuchinich og frúÞað eru margar ástæður fyrir því að við eigum að styðja Dennis Kuchinich sem næsta forseta Bandaríkjanna - 1) Hann er langsamlega flottasti fringe og long shot kandídatinn í þessum kosningum (maðurinn er alvöru sósíalisti, for crying out loud!), 2) Hann er alvöru umhverfisverndarsinni (hann gengur svo langt í counter-kúltúrnum að hann er vegan ekki vegetarian)- og 3) Hann á langsamlega sætustu eiginkonuna af öllum frambjóðendum! Hjónaband Dennis og Elizabeth Kuchinich hefur vakið athygli bloggara, blaðamanna og fréttaskýrenda, og fyrir því eru margar ástæður. Það er töluverður aldurs- og hæðarmunur á þeim, Hr. Kuchinich hefur oftar en ekki verið líkt við Hobbita, meðan það eru allir sammála um að ef frú Kuchinich væri karakter í Hringadróttinsssögu myndi hún búa í Lothlórien. Eins og London Times orðar það, Elizabeth er

6-foot-tall willowy redhead who has been compared to Arwen Evenstar, the Lord of the Rings character.

Góðvinur FreedomFries, Rick "santorum" Santorum benti, fyrir seinustu kosningar, á að við stæðum frammi fyrir kosmískum bardaga milli góðs og ílls, þar sem við, vesturlandabúar, værum að berjast við öfl hins ílla Sauron, sem skv. Santorum átti að búa einhverstaðar í Írak, eða miðausturlöndum, þar sem allir skítugu útlendingarnir búa, þ.e.: 

the United States has avoided terrorist attacks at home over the past five years because the "Eye of Mordor" has been focused on Iraq instead.

"As the hobbits are going up Mount Doom, the Eye of Mordor is being drawn somewhere else," Santorum said. "It's being drawn to Iraq and it's not being drawn to the U.S. You know what? I want to keep it on Iraq. I don't want the Eye to come back here to the United States."

Og ef það er málið - er ekki best að við kjósum forseta sem er Hobbiti, og er giftur álf? Mig minnir að fyrir utan Viggo Mortensen hafi það verið Hobbitarnir og álfarnir sem björguðu Miðgarði frá hringnum og öflum hins ílla? Elizabeth Kuchinich er allavegana sannfærð um að hún og Kuchinich muni bjarga heiminum frá glötun með ást, ást ást ást! Þetta kemur fram í Times greininni: 

Can you imagine what it would be like to have real love in the White House and a true union between the masculine and the feminine? 

Satt best að segja mjög hjartnæmt! Myspace síða hennar er líka áhugaverð. Hippískur bakgrunnurinn, blóm og fiðrildi. Kommentin á ljósmyndirnar af henni eru frábær:

Too bad this is such a small photo of such a beautiful couple! I love you guys so much!

Awwwww! I love you guys too!!! So wonderful :)

you are both SO beautiful !!!

Awww this picture is so sweet!

Meiri KuchinichAðdáendur Elizabeth Kuchinich kunna nefnilega að tjá tilfinningalegt umrót sitt með "awwww's" og upphrópunarmerkjum, og svo eru þeir líka aðdáendur módíkonnotkunar, og kunna að skrifa japönsk módíkon til að tjá tilfinningar sínar. Jei! \(*_*)/

Það sem ég hef helst að athuga við Elizabeth er ást hennar á Coldplay, (helvítis síðan spilar það sataníska væl í hvert skipti sem hún er opnuð!) sem er ekkert annað en Celine Dion fyrir konur sem vilja ekki líta út fyrir að vera fórnarlömb menningariðnaðarins og auglýsingamaskínu kapítalismans, heldur sófistíkeraðar og tilfinningalega næmar...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

ha ha ha... mjög málefnalegt, auðvitað er ekki hægt að hugsa sér betra en Hobbita og álf í Hvíta húsið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 03:05

2 Smámynd: halkatla

þau eru yndislegt par

halkatla, 24.5.2007 kl. 07:56

3 Smámynd: FreedomFries

Þau ættu að vera okkur öllum inspirasjón! Og Kuchnich er helvíti magnaður líka.

FreedomFries, 24.5.2007 kl. 13:27

4 Smámynd: FreedomFries

... og svo fannst mér ég líka þurfa að skrifa um aðrar Washington ástarsögur en sorgarsamband Shaha og Wolfowitz. Mér finnst líka mun meira skemmtilegra að fá innsýn í ástarlíf Kuchinich hjónanna en annarra pólítíkusa í Washington! Og b.t.w. Elizabeth Kuchinich hefur ekkert verið spör á lýsingarnar. Í viðtali við AP sagði hún að þau færu á fæturnar klukkan 8:30. AP bætti við: "she said this is how they really like to sleep in: up for brunch and then back to bed until 4:30 p.m., John Lennon-and-Yoko Ono style." Aðrir frambjóðendur þóttust vakna fyrir sjö á morgnana til að fara og lesa skjöl og kjósa um lagafrumvörp. Ekki okkar fólk!

FreedomFries, 24.5.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband