Rumsfeld setur á laggirnar rannsóknar og menntastofnun, mun veita gráður í 'Master of the Destruction of Foreign Countries'

Crazy as a coocooclockAð auki mun rannsókna og menntasetur Rumsfeld fást við tilvistarspeki og ljóðlist. Samkvæmt Washington Times:

Rumsfeld has moved to new offices on M Street Northwest where he is working on setting up a new foundation, according to Larry Di Rita, a former Pentagon spokesman and Rumsfeld aide. ... 

"He's [Rumsfeld, þ.e.] considering a lot of things but he wants to remain engaged in public policy issues and is in the process of creating a foundation that would involve teaching and research fellowships for graduate and post-graduate students," ... The goal is to promote continued U.S. engagement in world affairs in furtherance of U.S. security interests.

Þetta finnst bloggurum í Bandaríkjunum auðvitað alveg stórfyndið, því Rumsfeld er frægastur fyrir að hafa lagt grunninn að einhverju hörmulegasta fíaskói í sögu bandarískrar utanríkisstefnu. 

Rumsfeld verður þó einnig minnst fyrir framlag sitt til stjórnmálaheimspeki, því við hann er kenndur heill skóli tilvistarspeki. Rumsfeld minnti okkur t.d. á raunveruleika stríðs og hernaðar, og að maður færi í stríð með þann her sem maður hefði en ekki einhverja aðra ímyndaða heri:

“As you know, you go to war with the Army you have. They’re not the Army you might want or wish to have at a later time.”

Þetta sagði Rumsfeld desember áttunda, 2004, á fundi með hermönum í Kuwait, og ég held satt best að segja að þetta sé ein uppáhaldstilvitnun mín í stjórnmálaleiðtoga eða hernaðarsnilling, og ég þori að veðja að þessi tilvitnun muni lifa í manna minum um ókomnar aldir og halda nafni Rumsfeld á lofti löngu eftir að aðrir meðlimir Bush stjórnarinar verða öllum gleymdir...

En Rumsfeld hefur sagt fleira skemmtilegt í gegn um tíðina - t.d. um hvar gereyðingarvopn Saddam væru. Í viðtali á ABC fyrir rúmum fjórum árum sagði Rumsfeld:

We know where they are. They’re in the area around Tikrit and Baghdad and east, west, south and north somewhat.

"East, west, south and north, somewhat." Það þarf alvöru snilling til að láta sér detta í hug að svara spurningu með þessum hætt, og ég efast eiginlega um að það sé hægt að kenna svona snilli í rannsóknarskólastofnun, þó hún sé rekin af Rumsfeld sjálfum!

Og fyrst við erum farin að tala um snilligáfu Rumsfeld er rétt að rifja enn og aftur upp ljóð hans, "the known and unknown unknowns", upprunalega flutt á fréttamannafundi/ljóðalestri varnarmálaráðuneytisins þann 12 febrúar 2002:

    • Reports that say, that something hasn't happened
      • are always interesting to me,
    • because as we know, there are known knowns;
      • there are things we know we know.
    • We also know there are known unknowns;
      • that is to say, we know there are some things we do not know.
    • But,
      • there are also unknown unknowns — the ones we don't know...
    • we don't know.

Ég skal hundur heita ef það leynast ekki fleiri gullmolar í persónulegum pappírum Rumsfeld.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband