Helsta vörn repúblíkana og Fox "news" fyrir því að Bush hafi mátt reka saksóknara sem honum líkaði einhverra hluta ekki við hefur verið að forsetinn hafi fullan lagalegan rétt til þess að reka þá akkúrat eins og honum sýndist. Og máli sínu til sönnunar hafa þeir bent á að Clinton hafi rekið alla ríkissaksóknarana þegar hann tók við völdum.
Þetta er rétt: Clinton rak alla saksóknara þegar hann tók við Hvíta Húsinu, eftir 12 ára valdatíð Repúblíkana. En þar var Clinton að fylgja fordæmi. Forsetar skipta út ríkissaksóknurum þegar þeir taka við völdum. Bush gerði það sama þegar hann tók við völdum 2001. Það hefur heldur enginn demokrati haldið því fram að forsetinn megi ekki skipta út saksóknurum sem forveri hans skipaði - þetta eru því engan veginn sambærileg mál.
En það er annað merkilegt við þessa vörn Bushverja, því þegar Clinton rak saksóknarana 1993 fóru þeir allir í hnút - sömu menn sem halda því núna fram að forsetinn megi reka alla ríkissaksókanara sem honum mislíkar héldu því fram 1993 að hefðbundin skipti Clinton á saksóknurum væru einhverskonar skelfilega hreinsanir! Eðlileg stjórnsýsla er grunsamleg, ef ekki glæpir þegar demokratar eru við völd, en vafasamar embættisfærslur og hugsanlegir glæpir eru eðlileg stjórnsýsla þegar Repúblíkanar eru við völd? Svona lógík er hreint snilld - og hræsni þessara manna er hreint ótrúleg. Salon fjallar um þetta mál.
Republicans sought in 1993 to depict the routine and standard replacement of U.S. attorneys by the Clinton administration as some sort of grave scandal which threatened prosecutorial independence and was deeply corrupt. Yet now, people like The Wall St. Journal's Paul Gigot -- one of the most vocal critics of the 1993 U.S. attorneys replacement -- insist that the President has the absolute right to fire any U.S. attorneys at any time and for any reason.
Það er reyndar merkilegt að Bush sé svo ílla staddur að Hvíta Húsið og stuðningsmenn þess séu farnir að reyna að réttlæta hann með því að vísa í Bill Clinton.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 20.3.2007
Bara tímaspursmál hvenær Gonzales segir af sér
Samkvæmt fréttum í gærkvöld er Hvíta Húsið byrjað að leita að arftaka Alberto Gonzales. Politico.com greinir frá því að Hvíta Húsið sé að athuga afstöðu repúblíkana til nokkurra hugsanlegra kandídata - Þeirra á meðal Michael Chertoff:
Among the names floated Monday by administration officials were Homeland Security Secretary Michael Chertoff and White House anti-terrorism coordinator Frances Townsend. Former Deputy Attorney General Larry Thompson is a White House prospect. So is former solicitor general Theodore B. Olson, but sources were unsure whether he would want the job.
On Monday night, Republican officials said two other figures who are being seriously considered are Securities and Exchange Committee Chairman Chris Cox, who is former chairman of the House Homeland Security Committee and is popular with conservatives; and former Attorney General William P. Barr, who served under President George H.W. Bush from 1991 to 1993 and is now general counsel of Verizon Communications.
Perino Tuesday denied that the White House is searching for possible successors to Gonzales. "Those rumors are untrue," she said.
Sömu heimildir herma að Deputy Attorney General (Yfir-alríkissaksóknari) Paul J McNulty muni segja af sér á næstu dögum.
Keith Olberman á MSNBC benti á það í gær að ein ástæða þess að Bush vill reyna að þrauka þetta mál allt er að venjulegt fólk, sem ekki fylgist með fréttum eða fjölmiðlum, tekur eftir því þegar háttsettir ráðherrar segja af sér. Fólk sem ekki fylgist með fjölmiðlum heldur nefnilega enn margt að Bush stjórnin sé "ekki svo slæm" og að allar ásakanir á þeirra hendur séu bara "politics as usual". Afsögn Gonzales myndi jafngilda sektarviðurkenningu í hugum þessa fólks.
Bush gæti viljað reka Gonzales í von um að koma í veg fyrir að hneykslismálin umhverfis hann sökkvi ekki allri stjórninni - en ástandið er orðið það alvarlegt að margir eru farnir að efast um að stjórnin geti lifað þetta mál af:
In a sign of Republican despair, GOP political strategists on Capitol Hill said that it is too late for Gonzales' departure to head off a full-scale Democratic investigation into the motives and timing behind the firing of eight U.S. attorneys.
M
Í öllum hasarnum útaf ríkissaksóknarabrottrekstrinum vill gleymast að Alberto Gonzales er viðriðinn þrjú hneykslismál þessa dagana, þ.e. meira að segja þó við teljum öll hneykslismálin sem tengjast saksóknarabrottrekstrinum sem eitt mál. Hin tvö málin tengjast heimildarlausum innanríkis njósnum alríkislögreglunnar.
Í fyrsta lagi er Gonzales borið að sök að hafa ráðlagt forsetanum að stöðva rannsókn þingsins á símhlerunarprógrammi FBI, en ekki fyrr en hann hafði fengið veður af því að sú rannsókn væri í þann veginn að velta upp óþægilegum spurningum um hann sjálfan. (sjá National Journal):
Shortly before Attorney General Alberto Gonzales advised President Bush last year on whether to shut down a Justice Department inquiry regarding the administration's warrantless domestic eavesdropping program, Gonzales learned that his own conduct would likely be a focus of the investigation, according to government records and interviews
Í öðru lagi eru það fréttir af umsvifamiklum lögbrotum FBI þegar kemur að innanríkisnjósnum þeirra. Ég hef áður skrifað um þetta mál - það hefur nokkrum sinnum komið í fréttirnar, en í þeim tilfellum voru talsmenn stjórnarskrárbundinna réttinda almennings að hafa áhyggjur af því að bókstafur laganna væri of rúmur, að FBI hefði samkvæmt lögum of rúmar heimildir til þess að safna persónuupplýsingum um fólk. Núna kemur semsagt í ljós að FBI hafi fundist jafnvel þessi rúmu ákvæði of ströng, því stofnunin hefur viðurkennt að hafa kerfisbundið og í stórum stíl brotið ákvæði laganna!
Salon útskýrir þetta mál:
In essence, the FBI and our nation's telecommunications companies have secretly created a framework whereby the FBI can obtain -- instantaneously and without limits -- any information it asks for. The Patriot Act already substantially expanded the circumstances under which the FBI can obtain such records without the need for subpoenas or any judicial process, and it left in place only the most minimal limitations and protections. But it is those very minimal safeguards which the FBI continuously violated in order to obtain whatever information its agents desired, about any Americans they targeted, with literally no limits of any kind.
In order to obtain telephone records within this FBI-telecom framework, FBI agents have been simply furnishing letters to the telecom companies -- not even NSLs, just plain letters from an agent -- assuring the telecom companies that (a) the records were needed immediately due to "exigent circumstances" and (b) a subpoena for the records had been submitted to the U.S. Attorneys Office and was in the process of being finalized. Upon receiving that letter, the telecoms provided any records the FBI requested -- instantaneously, via computer.
At times, they would request records for multiple numbers at once, and sometimes for hundreds of numbers.
FBI hefur staðfest að þessi lýsing sé rétt, en heldur því fram að þetta hafi ekki verið kerfisbundið eða að alríkislögreglan hafi vísvitandi verið að njósna um "heiðarlegt" fólk:
In a letter ... released along with the March 9 report, [FBI Director] Robert S. Mueller III acknowledged that the bureau's agents had used unacceptable shortcuts, violated internal policies and made mistakes in their use of exigent circumstance letters.
Mueller also said he had banned the future use of such letters this month, although he defended their value and denied that the agency had intentionally violated the law.
Other FBI officials acknowledged widespread problems but said they involved procedural and documentation failures, not intentional misgathering of Americans' phone records. Mueller ordered a nationwide audit, which began Friday, to determine if the inappropriate use of exigency letters went beyond one headquarters unit.
Þetta prógramm þeirra virðist hafa verið ótrúlega umsvifamikið - vitað er um minnst 739 tilfelli þar sem stofnunin bað um upplýsingar um alls 3.000 manns, óbreytta borgara, án þess að geta rökstutt það með neinum hætti, og að lokum voru starfsmenn stofnunarinnar hættir að geta haldið utan um allar þær upplýsingar sem þeir voru búnir að sanka að sér... svolítið eins og Stasí í Austur þýskalandi sem hljóðritaði hundruð þúsund símtöl, en hafði ekki mannskap í að hlusta á nema lítið brot af þeim:
Fine's report said the bureau's counterterrorism office used the exigency letters at least 739 times between 2003 and 2005 to obtain records related to 3,000 separate phone numbers. ...
The use of such letters was virtually "uncontrolled," said an FBI official who was briefed on the issue in early 2005. By that fall, CAU agents had begun creating spreadsheets to track phone records they had collected for a year or more that were not covered by the appropriate documents, according to FBI e-mails and interviews with officials.
Með öðrum orðum: starfsmenn FBI létu sér nægja að skrifa símafyrirtækjunum og biðja um upplýsingar um símnotendur, án þess að leita eftir neinni heimild neinstaðar, og án þess að rökstyðja af hverju þeir þyrftu þessar upplýsingar! Og það eftir að þingið hafði veitt FBI nánast ótakmarkað vald til þess að njósna um almenning. Þetta sannar að það er ekki hægt að treysta lögregluyfirvöldum til þess að gæta hófs: Ef við opnum á að það sé í lagi að troða aðeins á stjórnarskrárbundnum réttinum okkar er þess skammt að bíða að við missum þau öll.
Það er líka athyglisvert að það símafyrirtækin mótmæltu aldrei að alríkislögreglan væri að biðja um persónuupplýsingar - án nokkurrar lagaheimildar og án rökstuðnings. Það datt engum hjá ATT eða Verizon að láta lögfræðinga sína athuga hvort þetta gæti talist eðlilegt.
Það sem við höfum lært af þessu er 1) Það er ekki hægt að treysta lögregluyfirvöldum til að virða persónufrelsi almennings. Það þurfa að vera skýr lög sem vernda almenning fyrir ástæðulausum og órökstuddum lögreglurannsóknum og njósnum, 2) Það er ekki heldur hægt að treysta einkafyrirtækjum til að vernda persónuupplýsingar sem þau hafa safnað.
Þegar Alberto Gonzales segir af sér verður það því ekki "bara" vegna þess að hann hafi skipulagt pólítískar hreinsanir í dómsmálaráðuneytinu, heldur líka vegna þess að undir hans stjórn hefur alríkislögreglan tekið mjög alvarleg skref frá því sem getur talist eðlilegt í opnu lýðræðisríki.
M
New York Times birtir grein eftir Adam Cohen þar sem fjallað er um ríkissaksóknaramálið, og bent á að eitt það alvarlegasta við það mál allt sé ekki að það lykti af vafasamri pólítík, heldur að brottreksturinn kunni hæglega að hafa verið lögbrot.
Í stuttu máli eru rök Cohen þessi: Dómsmálaráðuneytið og Bush stjórnin hafa líklega brotið "18 U.S.C. §§ 1501-1520, the federal obstruction of justice statute."
- 1) Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, þar með talið Alberto Gonzales, virðast hafa logið að þinginu - því yfirlýsingar þeirra stönguðust á við skjöl og tölvupósta sem hafa síðan verið gerðir opinberir.
- Dómsmálaráðuneytið hefur reynt að kenna Kyle Sampson, starfsmannastjóra Gonzales um, en hann heldur því sjálfur fram að hann hafi aðeins fylgt skipunum. Eina spurningin er því: Braut Samspon eða Gonzales lögin - grein 1505 af fyrrnefndum lögum.
- 2) Þegar þingmenn repúblíkana hringdu í saksóknara fyrir kosningarnar í fyrra til að þrýsta á þá að rannsöka frambjóðendur demokrata kunna þeir að hafa brotið 1512 grein þessara laga. Pete Domenici, öldungadeildarþingmaður repúblíkana frá Nýju Mexiko virðist hér hafa gerst brotlegur við lögin.
- 3) Eftir að saksóknararnir voru reknir fór Michael Elston, starfsmannastjóri Paul McNulty, sem er "Deputy Attorney General" - annar valdamesti maðurinn í dómsmálaráðuneytinu, á eftir dómsmálaráðherranum sjálfum, og hringdi í minnst einn saksóknaranna og hótaði honum að "there would be consequences" ef hann færi í blöðin með sögu sína. Cohen heldur því fram að þetta sé "witness tampering" og sé brot á 1512 grein fyrrnefndra laga. Nú er spurningin hvort Elston eða McNulty beri ábyrgð á þessu símtali.
- 4) Samkvæmt lögum má forsetinn reka saksóknara fyrir embættisglöp. Það er sérstaklega tekið fram að það sé brot á lögum að reka saksóknara til að hafa áhrif á framgang rannsóknar.
- Þetta er sennilega alvarlegasta málið - því svo virðist sem stjórnin hafi rekið tvo saksóknara sem voru að rannsaka alvarleg og viðamikil spillingarmál. Carol Lam, sem ég hef þegar fjallað um - og Fred Black, sem var rekinn nokkru fyrr, en hann var að rannsaka spillingarmál Jack Abramoff á Guam. Þó rannsókn Lam hafi ekki verið drepin var rannsókn Black umsvifalaust stöðvuð af arftaka hans. Síðan þá hefur Abramoff þó verið dæmdur í fangelsi, því glæpir hans voru það víðtækir að þeir náðu yfir fleiri en eitt fylki.
Eins og Cohen bendir á getur vel verið að þetta séu allt furðulegar tilviljanir, en það verður að segjast að það er of mikið af grunsamlegum tilviljunum í þessu máli til þess að halda því fram að þetta sé pólítískt moldviðri.
M
mán. 19.3.2007
Fleiri saksóknarahreinsunarfréttir
Meðan öll smáatriði þessa máls eru að tínast saman þarf maður að hafa sig allan við til að halda einhverri yfirsýn...
David Iglesias, sem var rekinn fyrir að vera "ekki nógu duglegur" við að rannsaka kosningasvindl var þekktur innan FBI fyrir að vera duglegastur allra saksóknara við að rannsaka kosningasvindl... (Skv. Washington Post) Hann var ítrekað fenginn til að þjálfa aðra saksóknara í kosningasvindlmálum. Það er kannski skiljanlegt að Iglesias finnist þetta allt hálf ósanngjarnt, og að hann hafi verið rekinn fyrir upplognar sakir.
Carol Lam, sem var rekin fyrir að vera "ekki nógu dugleg" að rannsaka innflytjendaglæpi, sem stangast víst líka eitthvað á við raunveruleikann, því "Lam had received glowing evaluations for her work fighting border crime"... (Skv. LA Times)
LA Times birtir í morgun langa grein um rannsókn Lam á "Dusty" Foggo og "Duke" Cunningham og öðrum þingmönnum og "fjármögnurum" Repúblíkana í Kaliforníu en það spillingarmál allt virðist vera eitt það allra rosalegasta sem komið hefur upp seinustu ár. M.a. vegna þess að spillingin var innan CIA og er því nærri öll "classified"! Neat-o.
Þá eru demokratar að undirbúa sig undir að kalla Karl Rove og Harriet Meiers fyrir þingnefnd til að útskýra sinn hlut í þessu máli öllu. Hvíta Húsið hefur þegar gefið í skyn að það muni neita, og Patrick Leahy hefur svarað með því að segja að þeim verði þá barasta birtar stefnur. Ef Rove og Meiers eru saklaus og hafa ekkert að fela hljóta þau að geta mætt fyrir þingið og útskýrt þetta grunsamlega mál allt fyrir þingheimi? Nei?
Chuck Schumer hélt því fram í sjónvarpinu í gær að það væri augljóst að Gonzales hefði borið ljúgvitni fyrir þinginu, sem þykir frekar slæmt. Svo bætti hann því við að Gonzales myndi segja af sér fyrir vikulok.
M
Einn af saksóknurun sem voru reknir af Alberto Gonzales var að rannsaka háttsetta menn innan CIA vegna viðamikils spillingarmáls, þegar hún fékk bréf þess efnis að hún yrði rekin. Carol Lam var alríkissaksóknari í San Diego, og daginn eftir að hún tilkynnti dómsmálaráðuneytinu gefa út húsleitarheimildir hjá háttsettum stjórnendum hjá CIA, fór stafsmannastjóri Gonzales að þrýsta á um að hún yrði rekin! Úr Kansas City Star (sem er eina dagblaðið sem hefur enn sem komið er fjallað um þennan vinkil málsins):
Fired San Diego U.S. attorney Carol Lam notified the Justice Department that she intended to execute search warrants on a high-ranking CIA official as part of a corruption probe the day before a Justice Department official sent an e-mail that said Lam needed to be fired ...
Feinstein said Lam notified the Justice Department on May 10, 2006, that she planned to serve search warrants on Kyle Dustin "Dusty" Foggo, who'd resigned two days earlier as the No. 3 official at the CIA.
On May 11, 2006, Kyle Sampson, then Gonzales' chief of staff, sent an e-mail to deputy White House counsel William Kelley, asking Kelley to call to discuss "the real problem we have right now with Carol Lam that leads me to conclude that we should have someone ready to be nominated on 11/18, the day her 4-year term expires."
Stjórnin heldur því fram að Lam hafi verið rekin vegna þess að hún hafi ekki viljað einbeita sér að innflytjendamálum, sem stjórnin segir að hafi átt að vera helsta viðfangsefni hennar. Það má vel vera, en það er vægast sagt grunsamlegt að rjúka til og reka ríkissaksóknara sem er rétt í þann mund að svipta hulunni af spillingu innan CIA... Þetta Foggo mál var töluvert í fjölmiðlum í fyrra vor, en hvarf svo úr fjölmiðlum, en FBI er enn að rannsaka Foggo. Honum var birt ákæra fyrir rétt tæpum mánuði síðan.
Foggo málið var angi af rannsókn Lam á spillingarvef Randy "Duke" Cunningham, en hann endaði í fangelsi í fyrra eftir að hafa þegið mútur (m.a. teppi, skútu, antíkvasa og auðvitað hórur...) fyrir að flytja lagafrumvörp og stýra opinberum fjárveitingum til hinna og þessara - aðallega einhverskonar "military contractors" sem voru vinir Foggo.
Lam oversaw the investigation that led to the corruption conviction of then-Rep. Randy "Duke" Cunningham, R-Calif., who pleaded guilty in late 2005 to accepting $2.4 million in bribes. He was sentenced in March 2006 to eight years and four months in prison.
Þetta er allt einum of grunsamlegt til þess að hægt sé að láta sem svo að þetta sé bara röð tilviljana eða eitthvað. Þess utan hefur stjórnin fyrir löngu glatað allri tiltrú: Það er enginn tilbúinn til þess að leyfa þeim að njóta vafans. Bush og félagar hafa sýnt það nú þegar að þeim er trúandi til þess að spila eftir einhverjum allt öðrum reglum en sæmilega heiðarlegt fólk.
Democrats say they will investigate whether independent prosecutors were forced out for going after Republican corruption or ignoring pressure to prosecute Democrats in order to sway elections and are expected to seek testimony from Sampson and Kelley as well as Rove and Miers. The White House is scheduled to tell Congress on Tuesday whether it will allow the testimony or invoke executive privilege.
Við erum bara búin að sjá rétt topinn á þessu máli, og Gonzales verður líklega ekki sá eini sem mun liggja eftir í valnum - og við eigum vonandi eftir að heyra meira um "Dusty" Foggo næstu daga, þó ekki nema vegna þess að það er stórfenglegt að fylgjast með þessum Repúblíkönum sem hafa fáránleg viðurnefni "Scooter" "Dusty" "Duke" "The Hammer" og yfir þeim öllum ríkir "The Decider".
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 18.3.2007
Rök Fox fyrir því að það sé allt í lagi að bandaríska dómsmálaráðuneytið stundi pólítískar hreinsanir
Ef maður trúir því sem Karl Rove segir - eða horfir nógu mikið á Fox news gæti maður auðveldlega komist að þeirri niðurstöðu að þetta ríkissaksóknaramál allt séu einhverskonar pólítískar ofsóknir vinstrimanna eða fjölmiðlamoldvirði. En ef maður skoðar aðeins helstu rökin sem hafa verið í umferð á Fox undanfarna daga er merkilegt hversu haldlaus og hugmyndalaus þau eru.
- Fox news hefur haldið því kerfisbundið fram að það séu bara Democrats, liberals, and far-lefties sem hafa krafist þess að Gonzales segi af sér. Ummælin hér að ofan, og sú staðreynd að fjórir þingmenn Repúblíkana hafa krafist þess opinberlega að Bush reki Gonzales eru þó augljós sönnun þess að þetta er ekki eitthvað "partisan" mál.
- Hin aðalröksemdafærslan undanfarna daga hefur verið að halda því fram "Clinton gerði það líka". En, staðreynd málsins er að Clinton rak næstum alla 93 saksóknarana í upphafi kjörtímabils síns - alveg eins og Bush gerði þegar hann tók við völdum. Það sem er hins vegar algjörlega óheyrt, er að reka stóra hópa á miðjum kjörtímabilum - svo ekki sé talað um að það sé skjalfest (!) að það hafi verið gert af pólítísku undirlagi. - Á valdatíð Reagan, Bush eldri, og Clinton frá 1981 til 2000 voru bara 8 ríkissaksóknarar verið reknir eftir að Reagan var tekinn við völdum. Á 20 árum. Það að halda því fram að það sé einhverskonar fordæmi fyrir athæfi Gonzales er ósköp einfaldlega lýgi.
- Svo hafa þeir líka verið uppteknir við að draga fram Whitewater mál Clinton - en Clinton var aldrei ákærður eða á sannfærandi hátt bendlaður spillingu í því máli. Það er grein eftir Joe Conason í The New York Observer tekur fjallar á skýran og greinargóðan hátt um Whitewater málið - en rannsóknin var ekki stöðvuð, þó alríkissaksóknarinn hafi verið rekinn, sem sannar að hann var ekki rekinn af pólítískum ástæðum - en Whitewater rannsóknin sjálf var hins vegar pólítískur tilbúningur sem settur var af stað af pabba Bush, í von um að geta sigrað Clinton í forsetakosningunum 92.
Það sem er kannski merkilegast við vörn Fox fyrir Gonzales, fyrir utan hversu léleg og hriplek hún er, er að hún virðist öll ganga út á Clinton - en margir harðir Repúblíkanar virðast hafa furðulega þráhyggju varðandi Bill Clinton. Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að þeir hafi í alvörunni einhvernveginn trámatíserast þegar Clinton var forseti. Hver sem ástæðan er, hafa Fox news og repúblíkanar talað furðulega mikið um Clinton undanfarna viku.
Það er líka annað sem er merkilegt við vörn Fox news og Repúblíkana - þeir hafa ekki reynt að spila 9/11 spilinu út. Gonzales er dómsmálaráðherra - og dómsmálaráðuneytið leikur lykilhlutverk í "stríðinu gegn hryðjuverkum". Gonzales hefur t.d. staðið í stórfelldum innanríkisnjósnum, sem voru réttlættar með því að þær væru alveg lífsnauðsynlegar til að hægt væri að reka stríðið gegn hryðjuverkum.
Hvernig stendur því ekki á því að einhver í Hvíta Húsinu hafi ekki reynt að segja: "Gonzales hefur verið svo duglegur að verja Bandaríkin gegn hryðjuverkum, að við verðum að standa með þessari hetju!" - Af hverju hefur enginn talað um "Gonzales hefur staðið sig svo vel í starfi að Bandaríkin geta ekki án þjónustu hans verið"? Mig grunar að það séu þrjár ástæður:
- Gonzales hefur ekki staðið sig vel í embætti.
- Störf Gonzales eru í meira lagi umdeild - samanber símahleranamálið.
- Hvíta Húsið er búið að ofnota 9/11 og hryðjuverkaógnina svo mikið sem pólítískt slagorð, að þeir þora ekki að reyna að bjarga Gonzales úr snörunni með því að fara enn einu sinni að tala um 9/11 og "the war on terror".
Þetta mál hefur nefnilega ekki bara afhjúpað að Gonzales og Hvíta Húsið hafi beitt, eða reynt að beita alríkissaksóknurum sem pólítískum vikapiltum, heldur einnig hversu hörmulega vanhæf þessi stjórn er, og hversu litla tiltrún hún hefur meðal almennings. Það er nefnilega ekki bara Gonzales sem er að berjast fyrir pólítísku lífi sínu - það er búið að styttast ansi mikið í snærinu hjá Bush og Cheney.
M
Fox News | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 18.3.2007
Félag fyrrv. Alríkissaksóknara fordæmir Gonzales
Formaður landssataka fyrrverandi alríkissaksóknara sem þjónuðu undir Carter og Reagan segir að allir sem þekki til þess hvernig bandarískt réttarkerfi virkar, séu æfir yfir því að Alberto Gonzales hafi látið reka 8 alríkissaksóknara:
People who understand the history and the mission of the United States attorney and Justice Department they are uniformly appalled, horrified, said Atlee W. Wampler III, chairman of a national organization of former United States attorneys and a prosecutor who served in the Carter and Reagan administrations. That the tradition of the Justice Department could have been so warped by that kind of action any American should be disturbed.
Þessi Atlee Wampler III var skipaður í embætti af Ronald Reagan, og er víst helst minnst fyrir að hafa barist við skipulagða glæpastarfsemi í Flórída, en áður hafði hann verið yfirmaður í leyniþjónustu hersins (sbr upplýsingar um hann á heimasíðu National Association of Former United States Attorneys).
M
Samkvæmt könnun Newsweek telur mikill meirihluti Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að brottrekstur alríkissaksóknaranna hafi verið pólítísk hreinsun.
Fifty-eight percent of those surveyedincluding 45 percent of Republicanssay the ouster of the federal prosecutors was driven by political concerns. Those attitudes seem to reflect a broader view of the Bush administrations approach. When asked if the administration has introduced politics into too many areas of government, 47 percent said they agree.
Innan repúblíkanaflokksins eru líka æ háværari kröfur um að Gonzales segi af sér og að forsetinn fari að reyna að sýna smá stjórnunarhæfileika. Fjórði þingmaður flokksins, Paul Gillmor (R-OH) hefur opinberlega lýst því yfir að Bush verði að reka dómsmálaráðherrann, sem hafi orðið
a lightning rod and has distracted from the mission of the Department of Justice
Heimildamenn CBS segja hins vegar að stjórnin glími þessa dagana við alvarlegri veruleikafirringu en venjulega, og að forsetinn ætli ekki að láta neinn segja sér fyrir verkum:
The fallout from the firings continues to grow in Washington, and sources tell CBS News that it looks like Attorney General Alberto Gonzales will take the fall.
Republicans close to the White House tell CBS News chief White House correspondent Jim Axelrod that President Bush is in his usual posture: pugnacious, that no one is going to tell him who to fire. But sources also said Gonzales firing is just a matter of time.
The White House is bracing for a weekend of criticism and more calls for Gonzales to go. One source tells CBS News hes never seen the administration in such deep denial, and Republicans are growing increasingly restless for the president to take action.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 17.3.2007
Flokkurinn og ríkið - alríkissaksóknarar voru flokkaðir eftir því hvort þeir voru "loyal Bushies"
Um daginn fengu fjölmiðlar og almenningur aðgang að tölvupóstsendingum sem sýndu aðdraganda þess að Alberto Gonzales rak 8 alríkissaksóknara fyrir engar sakir aðrar en að þeir höfðu ekki reynst nógu auðsveipir flokknum og forsetanum. Og það eru ekki ýkjur. Tölvupósturinn sýnir að starfsmenn hvíta hússins hafi byrjað að undirbúa saksóknarahreinsanirnar haustið 2005. Grundvöllur þessara hreinsana var listi sem Karl Rove og Harriet Miers, ásamt Kyle Simpson starfsmannastjóra Gonzales, virðast hafa samið, en á honum voru ríkissaksóknarar flokkaðir eftir því hvort þeir hefðu sýnt "hollustu" eða ekki. Skv Washington Post:
Sampson sent an e-mail to Miers in March 2005 that ranked all 93 U.S. attorneys. Strong performers "exhibited loyalty" to the administration; low performers were "weak U.S. attorneys who have been ineffectual managers and prosecutors, chafed against Administration initiatives, etc." A third group merited no opinion.
At least a dozen prosecutors were on a "target list" to be fired at one time or another, the e-mails show.
Fyrir utan að það sé óheyrt að forsetar séu að reka ríkissaksóknara í stórum stíl í seinna kjörtímabili sínu, að forsendur þess að þeir eru reknir séu vægast sagt grunsamlegar, og að það sé í hæsta máta óeðlilegt að flokka ríkissaksóknara eftir því hvort þeir sýni "hollustu" - frekar en hvort þeir sinni starfi sínu - eru tvö atriði sem koma upp í þessu máli. Annarsvegar er það alríkið og hins vegar flokkurinn.
Síðan árslok 2005 hefur forsetinn nefnilega heimild í lögum (The Patriot Act) til að skipa saksóknara án þess að leita eftir samþykki þingsins. Áður fyrr þurfti forsetinn að leyfa þingmönnum að segja skoðun sína á skipun saksóknara. Fyrir vikið var tryggt að þingmenn og almenningur gætu spurt forsetann hvort hann væri að tilnefna hæfa eða vanhæfa menn. En þessi forseti kærir sig ekki um að útskýra eitt né neitt fyrir einum né neinum. Sérstaklega ekki fulltrúum kjósenda.
En þetta er ekki bara spurning um flutning valds frá öldungadeildinni til alríkisins - því svo virðist sem starfsmenn Hvíta Hússins geri sér ekki alveg ljóst hvar skilin á milli flokksins og ríkisins liggi. Sumar af tölvupóstsendingum Hvíta Hússins vegna brottrekstrar saksóknaranna komu nefnilega ekki frá póstföngum Hvíta Hússins, heldur póstföngum repúblíkanaflokksins. Skv Washington Post:
One curious aspect of yesterday's document dump is that it shows e-mails from J. Scott Jennings, who is Karl Rove's deputy at the White House, coming from an e-mail address at gwb43.com -- a domain owned by the Republican National Committee.
It makes some sense that White House officials might have and use such accounts when they conduct party business, rather than White House business. But the distinction between party and government business seems to have been forgotten here -- which I guess is exactly the point.
Út af fyrir sig er það kannski ekki mjög merkilegt að einhverjir skrifstofudrengir skuli ekki skilja að þeir séu í vinnu hjá ríkinu, en ekki flokknum. Ástæða þess að bloggarar hér vestra hafa orðið mjög æstir yfir þessu er auðvitað að þetta virðist hluti mun stærra og alvarlegra mynsturs, þ.e. Bush og ríkisstjórn hans virðist ekki skilja að það á að gera greinarmun á þessu tvennu, ríkinu og flokknum.
Þetta mál snýst nefnilega ekki um hægri eða vinstri, eða eitthvað ólógískt Bush hatur. Þetta mál snýst um að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipulagði pólítíska hreinsun.
Og tölvupóstsendingarnar sanna þetta atriði. ABC News (sem getur ekki talist til "the liberal media") fjallaði um hlut Karl Rove í þessu máli, og fjallaði meðal annars um tölvupóst sem bar titilinn "RE: Questions from Karl Rove" (Dómsmálaráðuneytið hefur gefið aðgang að þessu skjali - það er hægt að lesa það á TPM). Þar er talað um "performance evaluations", og að það þurfi að reka um 15-20% saksóknaranna, það sé í lagi með afganginn, og svo strax á eftir kemur þessi gullmoli:
80-85 percent, I would guess, are doing a great job, are loyal Bushies, etc.
Svona vinnubrögð eru óverjandi.
M