Rök Fox fyrir því að það sé allt í lagi að bandaríska dómsmálaráðuneytið stundi pólítískar hreinsanir

Gonzales er loyal bushie...Ef maður trúir því sem Karl Rove segir - eða horfir nógu mikið á Fox news gæti maður auðveldlega komist að þeirri niðurstöðu að þetta ríkissaksóknaramál allt séu einhverskonar pólítískar ofsóknir vinstrimanna eða fjölmiðlamoldvirði. En ef maður skoðar aðeins helstu rökin sem hafa verið í umferð á Fox undanfarna daga er merkilegt hversu haldlaus og hugmyndalaus þau eru.

  • Fox news hefur haldið því kerfisbundið fram að það séu bara Democrats, liberals, and far-lefties sem hafa krafist þess að Gonzales segi af sér. Ummælin hér að ofan, og sú staðreynd að fjórir þingmenn Repúblíkana hafa krafist þess opinberlega að Bush reki Gonzales eru þó augljós sönnun þess að þetta er ekki eitthvað "partisan" mál.
  • Hin aðalröksemdafærslan undanfarna daga hefur verið að halda því fram "Clinton gerði það líka". En, staðreynd málsins er að Clinton rak næstum alla 93 saksóknarana í upphafi kjörtímabils síns - alveg eins og Bush gerði þegar hann tók við völdum. Það sem er hins vegar algjörlega óheyrt, er að reka stóra hópa á miðjum kjörtímabilum - svo ekki sé talað um að það sé skjalfest (!) að það hafi verið gert af pólítísku undirlagi. - Á valdatíð Reagan, Bush eldri, og Clinton frá 1981 til 2000 voru bara 8 ríkissaksóknarar verið reknir eftir að Reagan var tekinn við völdum. Á 20 árum. Það að halda því fram að það sé einhverskonar fordæmi fyrir athæfi Gonzales er ósköp einfaldlega lýgi.
  • Svo hafa þeir líka verið uppteknir við að draga fram Whitewater mál Clinton - en Clinton var aldrei ákærður eða á sannfærandi hátt bendlaður spillingu í því máli. Það er grein eftir Joe Conason í The New York Observer tekur fjallar á skýran og greinargóðan hátt um Whitewater málið - en rannsóknin var ekki stöðvuð, þó alríkissaksóknarinn hafi verið rekinn, sem sannar að hann var ekki rekinn af pólítískum ástæðum - en Whitewater rannsóknin sjálf var hins vegar pólítískur tilbúningur sem settur var af stað af pabba Bush, í von um að geta sigrað Clinton í forsetakosningunum 92.

Það sem er kannski merkilegast við vörn Fox fyrir Gonzales, fyrir utan hversu léleg og hriplek hún er, er að hún virðist öll ganga út á Clinton - en margir harðir Repúblíkanar virðast hafa furðulega þráhyggju varðandi Bill Clinton. Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að þeir hafi í alvörunni einhvernveginn trámatíserast þegar Clinton var forseti. Hver sem ástæðan er, hafa Fox news og repúblíkanar talað furðulega mikið um Clinton undanfarna viku.

Það er líka annað sem er merkilegt við vörn Fox news og Repúblíkana - þeir hafa ekki reynt að spila 9/11 spilinu út. Gonzales er dómsmálaráðherra - og dómsmálaráðuneytið leikur lykilhlutverk í "stríðinu gegn hryðjuverkum". Gonzales hefur t.d. staðið í stórfelldum innanríkisnjósnum, sem voru réttlættar með því að þær væru alveg lífsnauðsynlegar til að hægt væri að reka stríðið gegn hryðjuverkum.

Hvernig stendur því ekki á því að einhver í Hvíta Húsinu hafi ekki reynt að segja: "Gonzales hefur verið svo duglegur að verja Bandaríkin gegn hryðjuverkum, að við verðum að standa með þessari hetju!" - Af hverju hefur enginn talað um "Gonzales hefur staðið sig svo vel í starfi að Bandaríkin geta ekki án þjónustu hans verið"? Mig grunar að það séu þrjár ástæður:

  1. Gonzales hefur ekki staðið sig vel í embætti.
  2. Störf Gonzales eru í meira lagi umdeild - samanber símahleranamálið.
  3. Hvíta Húsið er búið að ofnota 9/11 og hryðjuverkaógnina svo mikið sem pólítískt slagorð, að þeir þora ekki að reyna að bjarga Gonzales úr snörunni með því að fara enn einu sinni að tala um 9/11 og "the war on terror".

Þetta mál hefur nefnilega ekki bara afhjúpað að Gonzales og Hvíta Húsið hafi beitt, eða reynt að beita alríkissaksóknurum sem pólítískum vikapiltum, heldur einnig hversu hörmulega vanhæf þessi stjórn er, og hversu litla tiltrún hún hefur meðal almennings. Það er nefnilega ekki bara Gonzales sem er að berjast fyrir pólítísku lífi sínu - það er búið að styttast ansi mikið í snærinu hjá Bush og Cheney.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Þekkirðu þessa síðu þar sem nískupúkar eins og ég gæta gægst inn fyrir vegginn hjá NYTimes og lesið Krugman og Rich? 

http://wealthyfrenchman.blogspot.com

Pétur Gunnarsson, 18.3.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: FreedomFries

Nei - við kaupum stundum NYT og svo hef ég líka stundum notað háskólabókasafnið, sem er ekki nærri eins þægilegt og þessi síða, svo takk fyrir ábendinguna!

Já, og til hamingju með afmælið!

Magnús

FreedomFries, 18.3.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

takk fyrir það, bið að heilsa.

Pétur Gunnarsson, 18.3.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband