Um daginn skrifaði ég færslu um tilraunir James Dobson, formanns "Focus on the Family" og nokkurra annarra leiðtoga afturhaldsmanna til að fá landssamtök evangelista til að hætta að tala um önnur samfélagsmál en samkynhneigð og fóstureyðingar. Ástæðan, skv. Dobson, var sú að gróðurhúsaáhrifin, fátækt, eða pyntingar, væru allt "vinstrimál" sem sannkristnir Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af.
Sérstaklega höfðu þeir áhyggjur af því að Landssamtök Evangelista væru að úttala sig um umhverfisvernd, og ásökuðu sr. Richard Cizik, policy director samtakanna um að nota
the global warming controversy to shift the emphasis away from the great moral issues of our time
Stjórn samtakanna hélt fund hér í Minnesota í seinustu viku, og ákvað að sýna afturhaldssömum "kristnum" skoffínum á borð við Dobson að kristin trú snérist um annað en homma og fóstur:
Board members say that the notion of censoring Mr. Cizik never arose last week at their meeting in Minnesota, and that he had delivered the keynote address at their banquet.
In addition, the board voted 38 to 1 to endorse a declaration, which Mr. Cizik helped to write, that denounces the American governments treatment of detainees in the fight against terrorism.
Ástæðan er sú að margir evangelistar hafa þungar áhyggjur af því að Repúblíkanaflokkurinn sé að reyna að "ræna" kristinni trú - bæði vegna þess að fólk þarf ekki að vera íhaldsmenn til að vera kristið, og vegna þess að repúblíkanaflokkurinn undir stjórn Bush hefur rekið pólítík sem er allt annað en kristileg!
The board also voted unanimously to reaffirm the platform adopted three years ago, which enumerates seven policy priorities, including the environment, human rights and poverty. In doing so, board members said they intended to convey that the evangelical movement had a broader agenda than the one pushed by Christian conservatives and segments of the Republican Party.
... Were talking about at least 60 million people, Mr. Sheler said, and they dont all march in lockstep to the religious right.Samtökin bættu við að það væri vissulega bara einn guð - en það væru fleiri en eitt mikilvægt þjóðfélagsmál á dagskrá. Auk samkynhneigðar væri fátækt, umhverfisvernd og virðing fyrir mannlegri virðingu og rétttlæti "moral issues".
Jeffery L. Sheler, author of Believers: A Journey Into Evangelical America, said the underlying cause of the conflict over Mr. Cizik was not only about global warming, but also about who gets to speak to and for evangelicals.
Afstaða Dobson og annarra "trúarleiðtoga" til umhverfisverndar er einnig mjög á skjön við bandarískt almenningsálit. Þó það mætti oft halda af umfjöllun fjölmiðla og blaðrinu í sumum þingmönnum repúblíkana að umhverfisvernd og áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum væru einhverskonar "fringe" mál - að enginn annar en Al Gore og fáeinir granóla étandi hippar í San Fransisco hefðu áhyggjur af gróðurhúsaáhrifinum. Þvert á móti. Meira að segja Pentagon viðurkennir að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg og alvarlegt vandamál.
Þeir einu sem neita að viðurkenna þetta eru Hvíta Húsið og menn á borð við Dobson.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valerie Plame mætti í morgun í vitnaleiðslu hjá þinginu, þar sem hún staðhæfði að hún hefði verið "a covert agent" hjá CIA:
This morning, in her testimony under oath before the House Government and Oversight Committee, Valerie Plame Wilson asserted that she was in fact a covert officer at the time that columnist Robert Novak revealed her employment at the CIA. In the run-up to the war with Iraq, I worked in the Counterproliferation Division of the CIA, still as a covert officer whose affiliation with the CIA was classified, Plame sad in her opening testimony.
She added, While I helped to manage and run secret worldwide operations against this WMD target from CIA headquarters in Washington, I also traveled to foreign countries on secret missions to find vital intelligence.
I loved my career, because I love my country. I was proud of the serious responsibilities entrusted to me as a CIA covert operations officer. And I was dedicated to this work. ... But all of my efforts on behalf of the national security of the United States, all of my training, all the value of my years of service, were abruptly ended when my name and identity were exposed irresponsibly.
Það skiptir höfuðmáli hvort Plame hafi verið "covert agent" eða ekki, því það er landráðasök að svipta hulunni af "covert agents". Repúblíkanar hafa lagt gríðarlega vinnu í að sannfæra þjóðina og fjölmiðla um að Plame hafi ekki verið covert agent - því ein helsta vörn þeirra fyrir Libby og þar með Cheney og Rove, hefur verið að það hafi enginn "undirliggjandi glæpur" átt sér stað í Scootergate. Fyrir utan að vera landráðamenn eru Lewis Libby og félagar þó einnig sekir um að hafa eyðilagt starfsframa Valerie Plame - nokkuð sem virðist hafa gleymst í þessari umræðu. Konan hafði helgað líf sitt CIA, en eftir að hún ar afhjúpuð sem leynilegur CIA agent var þessi starfsframi hennar fyrir bý.
Update: Michael Haden, yfirmaður CIA staðfestir líka að Plame hafi verið covert.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nokkurnveginn allir bandarískir fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur hafa lýst Alberto Gonzales "finished". Gonzales sjálfur virðist þó ekki vera alveg tilbúinn til að gefast upp og hverfa yfir móðuna miklu, sem í tilfelli háttsettra repúblíkana þýðir yfirleitt vel launuð störf á "K-Street" sem lobbýistar. En þangað til það gerist hafa demokratar hvatt til að stjórnin losi sig við Gonzales. Sennilega vegna þess að bandarískir vinstrimenn eru margir talsmenn "the right to die", samanber Terri Schiavo, og finnst óþægilegt að horfa á langdregið dauðastríð í sjónvarpi?
Chuck Schumer, öldungadeildarþingmaður demokrata frá New York, lýsti því yfir á blaðamannafundi að Hvíta Húsið væri að "ræða" afsögn Gonzales:
Schumer told reporters, I know, from other sources, that there is an active and avid discussion in the White House whether [Gonzales] should stay or not, adding that the odds are very high that he will no longer be the attorney general.
Hvíta Húsið hefur hins vegar reynt að segja sem minnst um hvað verði um Gonzales - sennilega vegna þess að stjórnin er í "crisis mode". Í millitíðinni hafa þrir repúblíkanar krafist þess að Gonzales segi af sér. Einn þingmaður Dana Rohrabacher (R-CA), og tveir öldungadeildarþingmenn, Gordon Smith (R-OR) og John Sununu (R-NH). Allir þrír er vel þekktir. Þar að auki hefur fjöldi repúblíkana lýst opinberlega yfir að þeir hafi "áhyggjur" af framtíð Gonzales eða að hann hafi "misst tiltrú þjóðarinnar".
Við þurfum sennilega ekki að bíða nema einn eða tvo daga eftir því að Gonzales verði látinn fjúka - og Demokratar og fjölmiðlar eru þegar farnir að beina spjótum sínum að Karl Rove, sem virðist hafa verið potturinn og pannan í þessu saksóknaramáli. Og það er alveg ljóst að valdatíð Bush lýkur ef annaðhvort Rove eða Cheney falla. Þá er betra að fórna Gonzales.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í gær skrifaði ég stutta færslu um athugun Media Matters á fjölda hægrisinnaðra eða íhaldssamra gesta í hringborðsumræðum bandarísku fréttastöðvanna. Niðurstaðan kom svosem engum á óvart sem hefur horft á bandarískar fréttir: þó vinstrimenn og demokratar hefðu verið tíðir gestir hafði mun fleiri repúblíkönum, hægrimönnum og íhaldsmönnum verið boðið að tjá sig um málefni líðandi stundar.
En hvað finnst afturhaldssömum repúblíkönum um þessa niðurstöðu? Þeir geta varla kvartað yfir því að vinstrimenn fái of mikið rými í "the liberal media"? Nei, ekki beint, en þeir hafa hins vegar kvartað undan því að þeir fái ekki nógu mikla athygli, og að tölurnar taki ekkert tillit til þess hversu ægilega ílla sé farið með þá þegar þeir mæta í viðtöl!
Focus on the Family útbjó einhverskonar fréttatilkynningu sem hefur lýsir þessari sérkennilegu afstöðu:
The report found that during President Bushs first term, the news shows favored GOP guests over Democrats 60 to 39 percent. Cliff Kincaid of Accuracy in Media said thats a pyrrhic victory, considering the grilling conservatives often endure on the shows.
When [Media Matters] analyzes so-called conservative bias, he said, it completely ignores the fact that the program is hosted by a liberal journalist.
Gary Schneeberger, media liaison for Focus on the Family founder Dr. James Dobson, agreed.
Semsagt: Talsmenn Dobson og "Accuracy in Media", sem hefur fyrst og fremst einbeitt sér að því að "afhjúpa" samsæri vinstrisinnaðra fjölmiðlamanna til að sverta repúblíkana, telja að hægrislagsíða fjölmiðla sé nauðsynlegt til að vega upp alla vinstrislagsíðuna? Þetta er hreint snilldarlógík.
Það sem er samt merkilegast í viðbrögðum Focus on the Family er hverskonar umfjöllun eða fjölmiðlaaðgang þeir vilja fá. Talsmaður Dobson hafði þetta að segja:
I get plenty of phone calls from journalists who want Dr. Dobson to appear on one these shows but its never to give him an open mic to talk about how our ministry helps families stay together, Schneeberger said. They want him to talk about some contentious political issue and theres little doubt about the kinds of questions they want to ask or the disapproving tone with which they would ask them.
Focus on the Family er ergilegt yfir því að fréttamenn skuli vilja vera að taka viðtöl við Dobson, og í ósvífni sinni spyrja hann spurninga! Þess í stað eiga þeir að gefa honum "an open mic"?! Í einfeldni minni hélt ég að hlutverk fréttamanna og fjölmiðla væri einmitt að spyrja spurninga, en ekki að gefa valdamiklum mönnum vettvang til að boða fagnaðarerindi pólítískra eða félagslegra skoðana sinna.
En í þessu felst auðvtiað vandamálið: Bandarískir íhaldsmenn trúa því í hjartans einlægni að það sé "liberal bias" að þeir séu spurðir spurninga og beðnir um að færa rök fyrir máli sínu. Því miður er þessi misskilningur ekki bundinn við Bandaríkin. Stjórnmálamenn sem heimta að fá að mæta einir í sjónvarpssal, og setja skilyrði fyrir því hvaða öðrum gestum sé boðið og sömuleiðis stjórnmálamenn sem neita að tala við suma fréttamenn er hægt að finna víðar. Þetta fólk allt heldur að hlutverk fjölmiðla sé að vera "an open mic" fyrir valdhafa að básúna snilld sína og visku.
M
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
It all started at a department ethics class, with about 20 other police officers, at the Minneapolis Northeast Armory. As Kroll tells it, he made a reference to the United States being at war with "Islamic terrorists." He then alluded to a certain congressman from north Minneapolis who happens to be Muslim.
That's when officer Gwen Gunter spoke up: "Are you calling Keith Ellison a terrorist?"
Their voices raised and soon the two were separated and silenced by the city attorney, who was conducting the class.
But that wasn't the end of it. Word of the incident spread quickly within the MPD and City Hall. By the end of the week, Kroll's spontaneous comment was front-page news.
Kroll virðist vera hinn yndislegasti maður, eða eins og City Pages orða það, "Kroll owns a lengthy record of brutishness", en afrek hans eru meðal annars að berja og sparka í sakborninga, úthúða minnihlutahópum, og svo stjórnaði hann líka árás á hús þar sem hann þóttist hafa grun um að verið væri að selja eiturlyf. Árangurinn af þeirri árás var ekki annar en að einn af lögreglumönnunum var drepinn í "friendly fire"...
Það eru akkúrat svona menn sem okkur vantar til að heyja "the war on terror"! Vanhæfir, rasískir hálfvitar!
M
Editor and Publisher tekur saman leiðara helstu dagblaða Bandaríkjanna, sem virðast öll vera sammála um að Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, verði að segja af sér. Þetta eru fréttir, því það er sjaldgæft að öll dagblöð séu sammála um jafn umdeilt mál. Og Gonzales hefur svo sannarlega unnið fyrir þessari andúð. Undir hans stjórn hefur dómsmálaráðuneytinu verið breytt í pólítískt tól forsetans, þ.e. meðan Gonzales er ekki upptekinn við að troða á stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna, eða að senda menn í leynileg CIA fangelsi í Austur Evrópu, þar sem þeir eru pyntaðir...
New York Times hefur leitt atlöguna að Gonzales, en blaðið birti í morgun frábæran leiðara um hreinsanir Bush stjórnarinnar á alríkissaksóknurum. Leiðaranum lýkur með einu lógísku niðurstöðunni sem hægt er að komast að: Stjórnmálaheimspeki Bush stjórnarinnar er:
Whats the point of having power if you dont use it to get more power?
Því miður virðist þetta vera inntakið í "hugmyndafræði" Bush og Cheney, og stórs hluta Repúblíkanaflokksins. Þeir eru í stjórnmálum í þeim tilgangi einum að hafa völd. Auðvitað sækjast allir stjórnmálamenn eftir völdum, en það er sem betur fer munur á því hversu heitt þeir elska völd, og til hvers þeir sækjast eftir þeim.
Hörmuleg reynsla Bandaríkjanna af valdatíð repúblíkana seinustu sex árin eða svo ætti að vera áminning um mikilvægi þess að sami stjórnmálaflokkurinn sé ekki við völd árum eða áratugum saman og mikilvægi þess að þingið veiti framkvæmdavaldinu aðhald, mikilvægi þess að dómsvaldið sé sjálfstætt frá ríkinu og mikilvægi þess að við afsölum okkur ekki persónufrelsi og réttindi, og að við veitum ríkinu ekki leyfi til þess að þenja út lögreglueftirlit með borgurunum í einhverri móðursýkislegri hræðslu við óskilgreinda óvini.
M
Einn uppáhaldssöngur Repúblíkana er að Bush og flokkur þeirra njóti ekki sannmælis vegna þess að fjölmiðlar séu allir í höndum "vinstrimanna". Þetta heitir víst "The Liberal Mainstream Media", og samkvæmt þessu er Fox "eina" hægrisinnaði fréttamiðillinn. Það er vissulega rétt að við hliðina á Fox eru flestir bandarískir fjölmiðlar nánast eins og Þjóðviljinn, en það er líka allt og sumt.
Seinustu árin hafa kapalsjónvarpsstöðvarnar og viðtalsþættir sjónvarpsstöðvanna undantekningarlítið fengið fleiri repúblíkana og íhaldsmenn í viðtöl, og gestalisti umræðuþátta verið repúblíkönum í vil. Þegar demokratar kvörtuðu undan þessu, því þeim fannst þeir ekki fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að, var svarið að það væri eðlilegt að fjölmiðlar töluðu frekar við repúblíkana, því þeir væru jú við völd. Meirihluti þingmanna væri repúblíkanar, og því væri meirihluti viðmælenda repúblíkanar.
Þetta er kannski alveg sæmilega lógískt, en ef fréttastofur bandarískra sjónvarpsstöðva vinna eftir þessari reglu hefði mátt búast við því að það yrði talað við fleiri demokrata eftir að þeir unnu kosningarnar. En, "surprise, surprise"! ekkert breyttist! Samkvæmt úttekt Media Matters hafa viðtalsþættir sjónvarpsstöðvanna eftir sem áður dómíneraðir af íhaldsmönnum og repúblíkönum.
During the 109th Congress (2005 and 2006), Republicans and conservatives held the advantage on every show, in every category measured. All four shows interviewed more Republicans and conservatives than Democrats and progressives overall, interviewed more Republican elected and administration officials than Democratic officials, hosted more conservative journalists than progressive journalists, held more panels that tilted right than tilted left, and gave more solo interviews to Republicans and conservatives.
Now that Congress has switched hands, one would reasonably expect Democrats and progressives to be represented at least as often as Republicans and conservatives on the Sunday shows. Yet our findings for the months since the midterm elections show that the networks have barely changed their practices. Only one show - ABCs This Week - has shown significant improvement, having as many Democrats and progressives as Republicans and conservatives on since the election. On the other three programs, Republicans and conservatives continue to get more airtime and exposure.
Nú má vel vera að það séu einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að repúblíkanar séu búnir að fá meiri umfjöllun en demokratar. Þeir töpuðu t.d. kosningunum, og fréttamenn gætu hafa viljað fá viðbrögð þeirra við því. Kannski mun þetta hlutfall réttast eitthvað. En þessar fréttir þarf að skoða í ljósi þess hvernig bandarískir fjölmiðlar brugðust fullkomlega í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Því miður hafa bandarískir fjölmiðlar ekki staðið sig sem skyldi undanfarin sex ár. Dagblöðin hafa sinnt eftirlitshlutverki sínu betur en ljósvakamiðlarnir - en lesendahópur dagblaðanna skreppur stöðugt saman.
M
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 14.3.2007
Ríkissaksóknaramálið og Gonzales
Mikilvægasta málið í Bandarískum fjölmiðlum þessa dagana er tvímælalaust ríkissaksóknarabrottrekstur Bush stjórnarinnar. Úr fjarlægð lítur þetta mál afspyrnu óspennandi út. Og Gonzales og Bush hafa líka gert sitt besta til að láta líta svo út sem þetta sé eitthvað minniháttar mál eða allsherjar pólítískt fjaðrafok. Ein helsta lína forsetans og repúblíkana hefur verið að alríkissaksóknarar séu pólítískt skipaðir, og forsetinn hafi því fullan rétt til að reka þá eins og honum sýndist.
Að vísu viðurkenndi í gær að hann hefði "staðið ílla" að brottrekstrinum - en stjórnin heldur enn í meginatriðum við þá afsökun að saksóknararnir hafi verið reknir vegna þess að þeir hafi fengið slæm starfsmöt. Enn önnur skýring birtist í Morgunblaðinu um daginn, nefnilega að þeir hefðu verið reknir eftr að kvartanir "hefðu borist yfir því að þeir hefðu ekki fylgt nægilega eftir rannsóknum á kosningasvindli". Sú skýring kom víst frá einhverjum blaðafulltrúa Hvíta Hússins.
Þetta virðist því vera frekar einfalt "open and shut case". Saksóknararnir sem voru reknir voru einhverskonar skúnkar, og forsetinn hafði fullan lagalegan rétt til að reka þá?
Vissulega er það rétt að alríkissaksóknarar eru pólítískt skipaðir, og fyrri forsetar hafa rekið saksóknara sem þeim líkaði ekki við. En afgangurinn af þessu máli öllu lyktar mjög grunsamlega. Í fyrsta lagi hefur enginn fyrrverandi forseti rekið marga sakskóknara á miðju kjörtímabili. Forsetar hafa skipt út saksóknurum þegar þeir taka við embætti, en eftir það eiga saksóknarar að vera nokkuð sjálfstæðir frá pólítískum þrýstingi - því þótt þeir séu pólítískt skipaðir eru embætti þeirra ekki pólítískt í sama skilningi og t.d. embætti dómsmálaráðherra. Hlutverk þeirra er að rannsaka glæpi og sækja glæpamenn til saka - ekki að reka pólítík.
Þess utan höfðu allir saksóknararnir sem voru reknir fengið góð og afbragðsgóð starfsmöt skömmu áður en þeir voru reknir! Og á sama tíma berast fréttir af því að Karl Rove og þingmenn Repúblíkana hafi hist og rætt hvaða saksóknarar væru ekki nógu auðsveipir Flokknum.
Því það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni: Bush og Alberto Gonzales hafa kerfisbundið unnið að því að ná pólítískum völdum yfir dómskerfinu, og því hefur kerfisbundið verið beitt til þess að ofsækja demokrata. Allir saksóknararnir sem voru reknir höfðu neitað að láta undan pólítískum þrýstingi að hefja rannsóknir á demokrötum sem ógnuðu endurkjöri þingmanna repúblíkana, eða þeir höfðu verið að rannsaka þingmenn og öldungadeildarþingmenn repúblíkanaflokksins. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem dómsmálaráðuneytið er staðið að því að reka saksóknara sem fara að snuðra í kringum spillta repúblíkana.
Þetta mál snýst nefnilega um annað og meira en að Bush hafi rekið nokkra saksóknara, eða að Alberto Gonzales hafi staðið ílla að brottrekstri þeirra. Það snýst um að hulunni hefur verið svipt af kerfisbundinni tilraun Bush til að vernda spillta repúblíkana og ofsækja pólítíska andstæðinga.
Og, jú, þetta er sami Gonzales og hélt því fram að það væri allt í lagi að pynta fanga, varði ólöglegar innanríkisnjósnir forsetans, og hélt því fram að stjórnarskráin verði borgarana ekki gegn órökstuddri fangelsun... Og nú seinast er hann staðinn að því að reka ríkissaksóknara sem marsera ekki lock step í snyrtilegri röð á eftir foringjanum. Ég held að það sé seint hægt að segja að Gonzales sé ötull varðmaður lýðræðis, réttarríkisins og persónufrelsis.
M
þri. 13.3.2007
Þing Norður Dakóta ætlar að banna allar fóstureyðingar, jafnvel í tilfellum nauðgunar og sifjaspells...
Þing Norður Dakóta er nefnilega þeirrar skoðunar að allar fóstureyðingar séu einhverskonar "morð", og vill fá að setja í lög að draga megi bæði konur sem fara í fóstureyðingu og lækna sem framkvæma þær fyrir dóm!
The bill would allow the Attorney General to implement a ban on abortion regardless of the status of Roe v. Wade. Performing an abortion would become a Class C felony in the state.
Sarah Stoesz, President and CEO of Planned Parenthood Minnesota, North Dakota, South Dakota, is monitoring the progress of the legislation. North Dakotans deserve to make these personal, private decisions free from government intrusion, Stoesz said. This bill attempts to substitute political opinion for medical judgment and endangers womens health and safety in the process, said Stoesz.
Í fyrra höfnuðu kjósendur í Suður Dakóta fáránlegri löggjöf sem bannaði næstum allar fóstureyðingar, en Feministing bendir á að þessi löggjöf Norður Dakóta sé enn strengri. Þegar kjósendur í Suður Dakóta höfnuðu þessum fáránlegu lögum héldu talsmenn skynsemi og frelsis að bókstafstrúarvitfirringar hefðu loksins fattað að ef almenningur í Suður Dakóta - sem er mjög íhaldssamt fylki - vilja ekki búa í einhverskonar pápískri forneskju, er útilokað að almenningur myndi styðja víðtækari takmörkun á réttindum kvenna.
En þetta mál snýst auðvitað ekki um vilja kjósenda, heldur er það sprottið úr mjög svo sérkennilegu innra sálarlífi þeirra sem telja allar fóstureyðingar afdráttarlausan glæp - og því þótti mér full ástæða til að rifja upp ummæli Bill Napoli, öldungardeildarþingmanns í Suður Dakota, en hann útskýrði fyrir NPR hvað hann gæti viðurkennt sem ásættanlega undanþágu frá fóstureyðingarbanninu:
A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)
Maður þarf að hafa ansi sérkennilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þessar. Ég held ekki að ég myndi þora að skilja börnin mín eftir ein í herbergi með Mr Napoli.
Fóstureyðingar virðast reyndar vera að komast aftur á dagskrá stjórnmálanna, því Zell Miller, sem var öldungardeildarþingmaður Demokrata áður en hann ákvað að styðja Bush fyrir kosningarnar 2004 hélt því nefnilega fram um helgina að síðan fóstureyðingar voru gerðar löglegar 1973 hafi 45 milljón "börn" verið "myrt", og að þessi ægilega barnamorðaplága væri ástæða allra vandræða Bandaríkjanna í dag.
Miller claimed that 45 million babies have been "killed" since the Supreme Court decision on Roe v. Wade in 1973.
"If those 45 million children had lived, today they would be defending our country, they would be filling our jobs, they would be paying into Social Security," he asserted.
Þetta er auðvitað hin fullkomna hnífsstungumýta: Vinstrimenn komu í veg fyrir að stríðið í Írak ynnist, með því að myrða öll börnin sem hefðu annars orðið hermenn, sem hefðu þá verið í Írak að drepa heiðingja?
Menningarstríðin | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ein aðalfréttin í gær var að Halliburton ætlaði að flytja höfuðstöðvar sínar til Dubai. Halliburton verður þar í góðum félagsskap, því áður hafði barnavinurinn Michael Jackson flúið til þessa smáríkis. Talsmenn Halliburton héldu því fram að ástæður flutningsins væri að fyrirtækið þyrfti að vera nær olíulindum Persaflóa, en stjórnmálamenn, fjölmiðlar og almenningur virtust ekki kaupa þá skýringu.
New York Times benti á að Halliburton sætti rannsókn bæði dómsmálaráðuneytisins og verðbréfaeftirlitsins vegna vafasamra viðskiftahátta í Írak, Kuveit og Nígeríu. Halliburton neitaði því að þessi flutningur hefði neitt með þessar rannsóknir að gera. En hér vakna líka spurningar um skattgreiðslur Halliburton, og það sem helst virðist ergja bæði demokrata og bloggara: Halliburton, eða dótturfyrirtæki þess, KBR, er einn af mikilvægustu verktökum Bandaríkjahers.
KBR hefur þegið hundruði milljarða af almannafé í lokuðum útboðum. Það er ekki að ástæðulausu að Demokratar og almenningur hafa efasemdir um heiðarleika Halliburton og KBR. Fyrirtækið hefur sætt fjölda rannsókna fyrir spillingu og samningsbrot. Halliburton sá t.d. um þá álmu Walter Reed sem virðist hafa verið í hvað verstu ástandi...
Demokratar voru fljótir til að gagnrýna ákvörðun Halliburton:
I think its disgraceful, Senator Clinton, who is running for president, told a news conference in the Bronx, that American companies are more than happy to try to get no-bid contracts, like Halliburton has, and then turn around and say, But you know, were not going to stay with our chief executive officer, the president of our company, in the United States anymore.
Senator Byron L. Dorgan, Democrat of North Dakota, added: I want to know, is Halliburton trying to run away from bad publicity on their contracts?
Mr. [Charles] Schumer [demokrati frá NY] predicted that Congress would take a hard look at the move, adding: What kind of tax or regulatory laws are they trying to circumvent? They didnt just do this on a whim. They could easily focus more on the Middle East without doing this kind of change.
Liberal bloggar tóku í sama streng, en höfðu minni áhuga á því hvort Halliburton væri að skjóta sér undan sköttun, en voru þeim mun sannfærðari um að Halliburton væri að reyna að koma sér undan opinberum rannsóknum.
Nú veit ég ekkert um hvað býr að baki þessari ákvörðun Halliburton. Fyrirtækið er að reyna að losa sig við her-verktakaarminn, KBR. Það hlýtur teljast eðlilegt, því ég get ekki séð hvernig stjórnvöld gætu réttlætt að láta fyrirtæki staðsett í Dubai sjá um "support operations" fyrir herinn. Í fyrra kom þingið í veg fyrir að fyrirtæki staðsett í Dubai fengi að sjá um rekstur nokkurra bandarískra hafna, og ef gámauppskipun er of viðkvæmur atvinnurekstur til að leyfa fyrirtækjum sem hafa skrifstofur við Persaflóa að koma nálægt honum er nokkuð ljóst að bandarískir hernaðarverktakar geta ekki verið með aðalskrifstofur Í Dubai.
Það getur vel verið að Halliburton hafi fullkomlega heiðarlegar og eðlilegar ástæður fyrir þessum flutningi, en saga Bush stjórnarinnar og tengsl hennar, og þó sérstaklega Cheney, við Halliburton eru ekki til þess fallin að vekja traust eða trú hjá almenningi.
M
Írak | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)