Gonzales að tapa stuðningi Repúblíkanaflokksins

GonzalesÞó forsetinn standi enn við bakið á Gonzales hefur hann hægt og bítandi verið að glata stuðningi annarra repúblíkana, þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa lýst yfir efasemdum um heiðarleika hans og getu til að sitja áfram í embætti. Og sömu sögu er að segja af sumum hægrisinnuðum bloggsíðum hér vestra: Gonzales þarf að víkja.

Carpetbagger Report, sem hefur undanfarna viku varla skrifað um annað en Gonzales, vitnar í þrjá hægrisinnaða bloggara, Ed Morrisey á Captaings Quarters, Rick Moran á Right Wing Nuthouse og Jonah Goldberg hjá National Review. Þessi gagnrýni er enganveginn á jaðri flokksins, því Captains Quarters er eitt af flaggskipum "the right wing blogosphere".

Captains Quarters:

Have we had enough yet? I understand the argument that if we allow the Democrats to bounce Gonzales, they’ll just aim for more, but Gonzales made himself the target here with what looks like blatant deception. I don’t think we do ourselves any good by defending the serially changing stories coming out of Gonzales’ inept administration at Justice. One cannot support an Attorney General who misleads Congress, allows his staffers to mislead Congress, and deceives the American people, regardless of whether an R or a D follows his name or the majority control of Congress.

Right Wing Nut House:

I will brook no excuses by commenters that Gonzalez “misspoke,” or “forgot,” or “got a note from his mother” that gave him permission to lie, or other excuses from the ever dwindling number of Bush diehards who visit this site. He is the frickin’ Attorney General of the United States fer crissakes! If there is anybody in government who needs to tell the truth, it is the guy responsible for enforcing the laws of land.

Jonah Goldberg:

Some readers are cross with me for using the word “lied” in reference to Gonzales. Okay, he may simply have been deeply, deeply, confused, out of touch and unprepared to give a press conference which was supposed to put an end to the “scandal” and instead poured gasoline on it at a time when his boss, the President of the United States and Commander-in-Chief, had vastly more important things to deal with.

Þingmennirnir sem hafa lýst því yfir að Gonzales sé búinn að vera eru Chuck Hagel, sem er líka einn af forsetaframbjóðandum flokksins, Arlen Specter, sem er hæst setti repúblíkaninn í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar og Lindsey Graham, sem líka situr í nefndinni. Skv AP:

Chuck Hagel, R-Neb., Gonzales "does have a credibility problem. ... We govern with one currency, and that's trust. And that trust is all important. And when you lose or debase that currency, then you can't govern. And I think he's going to have some difficulties."

Hagel cited changing stories from the Justice Department about the circumstances for firing the eight U.S. attorneys. "I don't know if he got bad advice or if he was not involved in the day-to-day management. I don't know what the problem is, but he's got a problem. You cannot have the nation's chief law enforcement officer with a cloud hanging over his credibility," Hagel said.

Þetta er því ekki eitthvað "partisan" mál, nornaveiðar deomkrata gegn repúblíkönum. Skynsamari repúblíkanar gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að hafa dómsmálaráðherra eins og Gonzales.

M


Aldrei fleiri Bandaríkjamenn á móti stríðinu í Írak: 67%

Seinustu blaðamannafundir hafa verið haldnir fyrir framan þessa bókahillu... bloggarar og sumir fréttaskýrendur hafa velt því fyrir sér hvað sé í þessum bókum, því þær líta óþægilega mikið út eins og uppstillingabækurnar í IkeaSamkvæmt nýjustu skoðanakönnun ABC fréttastofunnar hafa óvinsældir íraksstríðsins hafa náð nýjum hæðum - stuðningur við stríðið og utanríkisstefnu forsetans hafa aldrei verið eins lítil. Á sama tíma hafa "vinsældir" forsetans aðeins aukist - (réttara væri að segja að óvinsældir hans hafi lítillega minnkað), því nú eru heil 36% aðspurðra ánægð með frammistöðu hans, samanborið við 33% fyrir mánuði! Eins og ABC bendir á, eru óvinsældir Bush meiri og langvinnari en þekkst hefur í meira en hálfa öld. Og hvað með "the surge"? Tveir þriðju þjóðarinnar eru á móti því snjalla útspili. En það er ekki bara að bandaríkjamenn séu súrir yfir stríðinu í Írak - meirihluti þjóðarinnar treystir forsetanum einfaldlega ekki, sérstaklega ekki þegar kemur að því að taka skynsamlegar eða réttar ákvarðanir um utanríkismál! Jei fyrir Bush!

Just 36 percent approve of his job performance overall, very near his career low of 33 percent last month. Bush hasn't seen majority approval in more than two years — the longest run without majority support for any president since Harry Truman from 1950-53.

While rooted in Iraq, Bush's problems with credibility and confidence reach beyond it. Sixty-three percent of Americans don't trust the administration to convey intelligence reports on potential threats from other countries honestly and accurately. And 58 percent lack confidence, specifically, in its ability to handle current tensions with Iran.  ...

The Democrats continue to lead Bush in other areas as well, including a 52-39 percent advantage in trust to handle terrorism ... The Democrats lead by wider margins in trust to handle the economy, despite its relatively good condition; the federal budget; and health care,

Bush hefur ósköp einfaldlega misst tiltrú mikils meirihluta bandarískra kjósenda: almenningur treystir honum engan veginn lengur. Og hvað finnst almenningi nú um að hafa gert innrás í Írak? Góð eða slæm hugmynd? Yfrignæfandi meirihluti fólks telur sér, eins og er, að innrásin var djöfulsins glapræði:

Sixty-four percent now say the war in Iraq was not worth fighting, up six points from last month to a new numerical high. (It was 63 percent in October.) A majority hasn't said the war was worth fighting since April 2004, and it's been even longer since a majority has approved of how Bush is handling it. Sixty-seven percent now disapprove; 55 percent disapprove strongly.

In a fundamental change, 56 percent now say U.S. forces should be withdrawn at some point even if civil order has not been restored in Iraq.

Saksóknarahneykslið þarf að skoða í þessu ljósi: Þjóðin hefur misst trú á getu forsetans til að reka helsta stefnumál repúblíkana seinustu sex árin, nefnilega stríðið gegn hryðjuverkum. Almenningur hefur líka séð, réttilega, að hann hefur klúðrað stríðinu í Írak. Þegar Gonzales verður tvísaga um saksóknarabrottreksturinn, og hvíta húsið kemur fram með hverja útskýringuna á fætur annarri á því hvað hafi ráðið brottrekstrinum er ekki skrítið að bandarískur almenningur sé efins, því forsetinn og ríkisstjórn hans hafa glatað trausti meirihluta þjóðarinnar. Og það er því ekki skrítið að fjölmiðlar, sem fyrir fáeinum árum þorðu ekki að spyrja óþægilegra spurninga um ímynduð gereyðingarvopn Saddam, þori nú að sauma að honum og Gonzales.

M


Dómgreindarskortur dómsmálaráðuneytisins: Hélt að saksksóknarahreinsunin myndi ekki komast í fréttirnar!

Tasia ScolinosVanhæfni starfsmanna Hvíta Hússins virðist engin takmörk sett. Það hefur oft veri ðbent á að meðlimir Bush stjórnarinnar séu furðulega dómgreindarlausir, sérstaklega þegar kemur að því að leggja mat á pólítískt ástand í Bandaríkjunum, og það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þeir hafi komið sér út í þennan senasta skandal. Vandamálið virðist nefnilega vera að Hvíta Húsið, og þó sérstaklega Dómsmálaráðuneytið hafi ekki gert sér neina grein fyrir því að almenningi myndi ekki standa á sama þó alríkissaksóknarar væru reknir án nokkurrar skýringar.

í gær voru gerð opinber fleiri skjöl varðandi aðdraganda saksóknarahreinsunarinnar, og fjölmiðlar eru enn að grafa í gegn um þessi skjöl öll. Það hefur þó þegar komið í ljós að Gonzales laug þegar hann sagði fjölmiðlum að hann hefði ekkert haft með brottreksturinn að gera (sjá færslu mína fyrr í gærkvöld). Raw Story flytir svo í morgun fréttir af því að topp talsmaður dómsmálaráðuneytisins taldi að enginn myndi taka eftir brottrekstrinum! (það hefur enn sem komið er enginn af stóru fjölmiðlunum tekið eftir þessari frétt, en skjölin voru gerð opinber í gærkvöld, og það tekur tíma að fletta í gegn um þau öll...)

Nearly three weeks before seven US attorneys were asked to submit their resignations, the top spokesperson for the Department of Justice expressed little concern and told a senior White House official that the firings probably wouldn't even become a "national story." The email conversations were revealed in an additional batch of 283 pages of documents turned over by the Bush Administration late Friday.

Þetta kemur fram í samskiftum Tasiu Scolinos, sem er Director of Public Affairs hjá dómsmálaráðuneytinu, Catherine J Martin, sem er Deputy Assistant to the President and Deputy Communications Director for Policy and Planning - bréfaskiptin áttu sér stað 17 November 17, tveimur vikum fyrir brottrekstur saksóknaranna, en um það leyti voru starfsmenn Hvíta Hússins að skipuleggja hvernig staðið yrði að brottrekstrinum. Skjölin sýna að sumir starfsmenn dómsmálaráðunetyisins höfðu áhyggjur af "political fallout", en Scolinos blés á slíkar áhyggjur:

"It's only six US attorneys (there are 94) and I think most of them will resign quietly - they don't get anything out of making it public they were asked to leave in terms of future job prospects," Scolinos wrote Martin.

Scolinos continued, "I don't see it as being a national story - especially if it phases in over a few months. Any concerns on your end?"

Þa fyrsta sem maður rekur augun í er að Scolinos veit ekki hversu margir alríkissaksóknararnir eru. Alls eru 93, en ekki 94 alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum. En það sem er furðulegast er að hún skuli virkilega ekki átta sig á þvi að það kunni einhver að veita því athygli að forsetinn sé að reka saksóknara í stórum stíl, á miðju kjörtímabili - nokkuð sem ekkert fordæmi er fyrir. Á því eru aðeins tvær mögulegar skýringar: Scolinos heldur virkilega að bandarískur almenningur og fjölmiðlar séu annað hvort sofandi eða fullkomlega jaded og áhugalausir um alvöru fréttir, eða Scolinos þekkir ekki til fordæmisins, og skilur ekki hversu áberandi þessi hópbrottrekstur mun verða.

Það er þó fleira merkilegt í þessum tölvupóstskiptum hennar, því það kemur fram að Scolinos fann upp skýringu Hvíta Hússins, að það væri verið að reka saksóknarana vegna innflytjendamála:

"The one common link here is that three of them are along the southern border so you could make the connection that DOJ is unhappy with the immigration prosecution numbers in those districts," Scolinos wrote 

Það, að blaðafulltrúi dómsmálaráðuneytisins hafi fundið upp þessa skýringu bendir ekki til þess að hún sé mjög haldgóð!

En er við öðru að búast þegar stjórnmálamenn eru farnir að leyfa blaðafulltrúum að móta stefnu og sjá um dagsdaglegan rekstur landsins? Og sagði enginn Scolonos að það það væri kannski góð hugmynd að vera búinn að kynna sér mál áður en hún tjáði sig um þau, eða færi að gefa dómsmálaráherranum ráð?

M


Gonzales tvísaga

Gonzales og BushSamkvæmt ABC sýna skjöl sem nú hafa verið gerð opinber að Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, hafi persónulega samþykkt að átta alríkissaksóknarar voru reknir í fyrra.

Attorney General Alberto Gonzales approved plans to fire several U.S. attorneys in a November meeting, according to documents released Friday that contradict earlier claims that he was not closely involved in the dismissals. The Nov. 27 meeting, in which the attorney general and at least five top Justice Department officials participated, focused on a five-step plan for carrying out the firings of the prosecutors, Justice Department officials said late Friday.

There, Gonzales signed off on the plan, which was crafted by his chief of staff, Kyle Sampson. Sampson resigned last week in the wake of the political firestorm surrounding the firings.

Meira að segja Fox hefur flutt þessa frétt, enda er þetta stórmál, því það sýnir að Gonzales hefur logið að Bandarísku þjóðinni varðandi aðkomu sína að þessu máli öllu. Þessi frétt stangast nefnilega á við fyrri framburð hans. Gonzales hefur staðfastlega haldið því fram að hann hafi ekkert haft með brottreksturinn að gera. Fyrir hálfum mánuði síðan sagði hann: (Sjá Time)

I was not involved in seeing any memos, was not involved in any discussions about what was going on ... That's basically what I knew as attorney general." Gonzales then said he had accepted the resignation of his close collaborator and chief of staff Kyle Sampson, citing Sampson's role in orchestrating the firings.

Samkvæmt þessari fyrri sögu Gonzales átti þetta mál allt að vera runnið undan rifjum Sampson, og Gonzales staðhæfði að hann hefði ekki verið viðriðinn málið á neinn hátt.

Það kemur svosem ekki á óvart að Gonzales hafi logið um þetta - en það vekur spurningar: Hvað er satt í frásögn Gonzales og Hvíta Hússins? En ónei - samkvæmt Gonzales er það einhvernveginn stórhættulegt að leyfa sér að spyrja spurninga! Gonzales mætti í útvarpsviðtal í morgun til að stappa stálinu í stuðningsmenn sína (það er hægt að hlusta á upptökuna hér):

Listen, we made a decision at the Department as to the appropriate way forward. There was nothing improper about the decision here … There’s no evidence whatsoever, and it’s reckless and irresponsible to allege that these decisions were based in any way on improper motives.

Það er "reckless" og "irresponsible" að leyfa sér að efast um heiðarleika ráðherrans? Jæja... 

M


Þrír af brottreknu saksóknurunum voru taldir með tíu bestu saksóknara BNA

Við getum alltaf látið okkur dreyma...Bush og Gonzales hafa reynt að halda því fram að þeir hafi rekið alríkissaksóknara vegna "performance related issues", þ.e. þeir hafi einhvernveginn ekki verið að standa sig í starfi. Sú skýring þykir frekar vafasöm, ekki síst í ljósi þess að skjöl hafa sýnt að dómsmálaráðuneytið hafði flokkað saksóknara eftir því hversu hollir þeir voru forsetanum, og rak svo fjölda saksóknara sem höfðu verið að rannsaka spillingu meðal Repúblíkana.

En jafnvel þó við kysum að trúa öllum skýringum Gonzales er þó eitt sem hann getur ekki skýrt: Þrír af brottreknu saksóknurunum höfðu verið á lista yfir 10 afkastamestu og duglegustu saksóknara Bandaríkjanna! Skv USA Today:

Three of the eight federal prosecutors ousted by the Justice Department as poor performers ranked in the top 10 for prosecutions and convictions by the nation's 93 U.S. attorneys, an analysis of court records shows.

Court records covering the last five years show large volumes of immigration cases helped U.S. attorneys Paul Charlton of Phoenix, Carol Lam of San Diego and David Iglesias of New Mexico consistently place in the upper tier among their peers. The analysis includes each U.S. attorney's per capita record of prosecutions, convictions and prison sentences.

A fourth former prosecutor, Daniel Bogden of Nevada, ranked among the top third of all U.S. attorneys during four of the past five years, according to federal data maintained by the Transactional Records Access Clearinghouse at Syracuse University.

Þetta eru sömu saksóknararnir og Gonzales segist hafa rekið vegna þess að þeir voru ekki að standa sig í stykkinu, og höfðu ekki verið nógu duglegir við að lögsækja innflytjendaglæpi... Þó það væri ekkert annað gruggugt við þetta mál allt, er þetta eitt nóg til þess að vekja alvarlegar spurningar.

The statistics raise questions about the criteria the Justice Department used to argue that the fired U.S. attorneys were dismissed over inadequate performance. Although the numbers appear to support Justice contentions that some attorneys were falling short of the administration's priorities, the statistics show that others were meeting goals.

"What is clear to me is that performance was not on the table in any credible way," said former Arkansas prosecutor Bud Cummins. Deputy Attorney General Paul McNulty has said Cummins was removed to make room for a former aide to Rove. ... In Arkansas, where Cummins was dismissed, there were gains in virtually every major criminal offense category during the past five years.

Þegar demokratar hafa tengt þetta mál við Karl Rove eru þeir nefnilega ekki að kokka upp einhverjar samsæriskenningar - ekki nóg með að Rove hafi verið involveraður í skipulagningunni, og að hún hafi gengið út á pólítískar hreinsanir. Þetta virðist líka hafa verið klassískt dæmi um bitlingapot

M


Bandaríkjamenn snúa bakinu við hugmyndafræði Repúblíkana

Bush hefur grafið undan repúblíkanaflokknumLA Times í morgun birti frétt um nýja könnun Pew sem sýnir að síðan Bush tók við völdum hefur Bandarískur almenningur misst tiltrú, ekki bara á forsetanum, heldur líka repúblíkanaflokknum. Í upphafi valdatíðar Bush höfðu 56% jákvæða mynd af flokknum, en nú hafa aðeins 41% jákvæða mynd af flokknum.

Þessar tölur er í samræmi við skoðanakannanir sem sýna að forsetinn njóti ekki stuðnings nema rétt þriðjungs kjósenda, og samrýmast líka niðurstöðum seinustu kosninga. Könnunin sýnir að síðan 2002 hefur þeim kjósendum sem líta á sig sem Repúblíkana eða hliðholla repúblíkönum fækkað stöðugt - þeir voru 43% 2002, en eru nú einvörðungu 35%. Á sama tíma hefur kjósendum sem líta á sig sem Demokrata fjölgað, úr 43% í 50%.

Það má búast við því að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar herðist í afstöðu sinni, sérstaklega í því andrúmslofti "partisanship" sem forsetinn hefur skapað undanfarin ár. Það er hins vegar merkilegt að repúblíkanar hafi ekki bætt við sig, eða í það minnsta haldið sínu betur, í ljósi allrar þeirrar orku sem flokkurinn hefur sett í að "rally the base".

Það sem er þó merkilegt við könnunina er að það er ekki bara Írak eða afspyrnuléleg stjórn Bush sem hefur reytt fylgið af Repúblíkönum, því samkvæmt könnuninni hafa Bandaríkjamenn verið að snúa bakinu við grundvallarstefum hugmyndafræði flokksins - nokkuð sem gæti skýrt fylgistap flokksins: þessi 35% sem enn líta á sig sem repúblíkana eru hugsanlega "the base", hörðustu fylgismenn flokksins, sama fólk og hangir ennþá í stuðningi við forsetann.

What's more, the survey found, public attitudes are drifting toward Democrats' values: Support for government aid to the disadvantaged has grown since the mid-1990s, skepticism about the use of military force has increased and support for traditional family values has decreased.

The findings suggest that the challenges for the GOP reach beyond the unpopularity of the war in Iraq and Bush.

Samkvæmt Pew, sem hefur framkvæmt rannsóknir sem þessa um margra ára skeið, hafa pólítískar skoðanir Bandaríkjamanna verið að færast "til vinstri" síðan á tíunda áratugnum:

Although Republicans rode to political power calling for smaller government, support for government action to help the disadvantaged has risen since the GOP took control of Congress in 1994. At that point, a Pew survey found that 57% said the government had a responsibility to take care of people who could not take care of themselves; now, 69% said they believed that.

Bandaríkjamenn, eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir, skilja að samfélagið þarf að taka þátt í því að tryggja velferð þegnanna. Þetta er í góðu samræmi við stuðning almennings við hærri lágmarkslaunum og stuðning við heilbrigðistrygginagar. Repúblíkanar hafa reynt að bregðast við þessu með fögrum orðum, en hafa enn sem komið er gert allt sem í þeirra valdi stendur til að drepa tilraunir til að hækka lágmarkslaun eða bæta hag hinna verst settu.

Það er þó enn athyglisverðara að "prinsippmál" nýíhaldsmanna innan repúblíkanaflokksins (því innan flokksins er líka sæmilega vitrænt fólk), að stórkarlaleg og aggressív utanríkisstefna sé leiðin til "friðar" hefur tapað fylgi:

On the other hand, support for Bush's signature issue — a strong, proactive military posture — has waned since 2002, when 62% said that the best way to ensure peace was through military strength. In the recent poll, 49% said they believed that.

Og merkilegst er að almenningur er að snúast gegn "the moral issues", eins og hómófóbíu "the moral majority". Þeim fækkar einnig sem segjast trúa á "family values":

On social issues, the survey found that support for some key conservative positions was on the decline. For instance, those who said they supported "old fashioned values about family and marriage" dipped from 84% in 1994 to 76% in the recent survey. Support for allowing school boards to have the right to fire homosexual teachers has dropped from 39% in 1994 to 28%.

Þetta samrýmist öðrum fréttum sem allar virðast benda í sömu átt: "fjölskyldugildi", eins og hómófóbískir kvenhatarar meðal "kristinna" afturhaldsmanna í Repúblíkanaflokknum, eru á undanhaldi. Venjulegt fólk er ekki í hnút yfir því að konur fari í fóstureyðingu eða að það séu tveir karlmenn að stunda kynlíf einhverstaðar á bak við luktar dyr. Almenningur gerir sér grein fyrir því að það eru alvöru vandamál sem þarf að leysa. Stjórnartíð repúblíkana og Bush hefur fært þeim sönnun fyrir því að þeim sé ekki treystandi til að leysa þessi vandamál. 

This is the beginning of a Democratic opportunity," said Illinois Rep. Rahm Emanuel, chairman of the House Democratic Caucus. "The question is whether we blow it or not."

Því miður hafa demokratar ekki haft bein í nefinu til þess að nýta sér sóknarfæri seinustu sex ára. Það er þó tvennt sem mun hjálpa þeim í kosningunum 2008: Þeir tefla fram mun sterkari forsetaframbjóðendum en repúblíkanar, og repúblíkanar virðast telja að leiðin til sigurs sé að keyra enn harðar til hægri og treysta á "the base". "The base" virðist hins vegar vera að þorna upp.

M


Bush, Nixon og stjórnsýsluhefðir Hvíta Hússins

Nixon og pabbi BushBush hefur haldið því fram að það sé einhver "hefð" fyrir því að starfsmenn Hvíta Hússins þurfi ekki að mæta fyrir þingnefndir. Til þess að finna þessa "hefð" þarf hins vegar að leita allt aftur til Nixon, og Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi þess utan 1974 að forsetinn hefði ekki slíkt vald!

Bush hefur hafnað þremur beiðnum um að starfsmenn sínir mæti fyrir þingið, sem hefur ekki gerst Nixon var forseti! (samkvæmt skýrslu þingsins frá 2004). Til dæmis mættu 31 af starfsmönnum Clinton í yfirheyrslur. Ef "hefðin" sem Tony Snow og Bush vísa til er valdatíð Nixon verður að segjast að þeir eru komnir út á hálan ís!

Nixon reyndi sömu rök og Bush - "executive privilige", en hæstiréttur landsins hafnaði þeirri röksemdafærslu: US vs Nixon 1974:

The President's need for complete candor and objectivity from advisers calls for great deference from the court. However, when the privilege depends solely on the broad, undifferentiated claim of public interest in the confidentiality of such conversations, a confrontation with other values arises. Absent a claim of need to protect military, diplomatic, or sensitive national security secrets, we find it difficult to accept the argument that even the very important interest in confidentiality of Presidential communications is significantly diminished by production of such material for in camera inspection with all the protection that a district court will be obliged to provide.

Þetta sýnist mér liggja nokkuð ljóst fyrir? 

M


Tilraunir Bush til að komast undan eftirliti þingsins án fordæmis

Snow og BushÞað merkilegasta sem kom út úr blaðamannafundi forsetans í gær var að Hvíta Húsið muni gera allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir að Karl Rove, Harriet Meiers eða aðrir háttsettir starfsmenn forsetans þurfi að svara spurningum þingmanna undir eið. Tilboð forsetans (sem hann sagði hvað eftir annað að væri "a good proposal") gengur út á að starfsmenn Hvíta Hússins "svari spurningum" þingmanna, bak við luktar dyr - án þess að sverja eið, og það merkilegasta: það má ekki skrifa upp svör þeirra!

Demokratar hafa auðvitað hafnað þessu skrípatilboði, því aðdragandi þess að ríkissaksóknararnir voru reknir er einfaldlega of grunsamlegur til þess að það sé hægt að "svara spurningum" á einhverskonar óformlegum spjallfundum. Þess utan er akkúrat ekkert sem tryggir að starfsmenn Bush segi sannleikann - þeir þurfa ekki að sverja eið að því að segja satt, og það má ekki skrifa upp það sem þeir segja, og fundirnir eiga að vera lokaðir - þannig að það er engin leið til þess að herma upp á þá útskýringarnar seinna.

Bush og Tony Snow, blaðafulltrúi forsetans, hafa varið þessa afstöðu með því að vísa til stjórnarskránnar (þeir halda því fram að þrískipting ríkisvaldsins komi í veg fyrir að þingið megi hafa eftirlit með embættisfærslu forsetans...), og halda því fram að það sé hefð fyrir því að forsetinn geti meinað starfsmönnum sínum að bera vitni. Snow sagði í seinustu viku:

Well, as you know, Ed, it has been traditional in all White Houses not to have staffers testify on Capitol Hill

En það er kannski rétt að rifja upp hver afstaða Repúblíkana og Tony Snow til valds þingsins til þess að kalla starfsmenn forsetans í yfirheyrslur var í valdatíð Clinton. Árið var 1998, og Newt Gingrich leiddi ofsóknir repúblíkana gegn Clinton sem hafði haldið framhjá konunni sinni. Clinton mótmælti því að starfsmenn sínir þyrftu að mæta í yfirheyrslur um þetta mál. Þá skrifaði Tony Snow blaðagrein (Salon endurprentar greinina) þar sem hann hélt því fram að með því að hafna beiðni þingsins væri Clinton að grafa undan bandarískri stjórnskipan, hvorki meira né minna:

Evidently, Mr. Clinton wants to shield virtually any communications that take place within the White House compound on the theory that all such talk contributes in some way, shape or form to the continuing success and harmony of an administration. Taken to its logical extreme, that position would make it impossible for citizens to hold a chief executive accountable for anything. He would have a constitutional right to cover up.

Chances are that the courts will hurl such a claim out, but it will take time.

One gets the impression that Team Clinton values its survival more than most people want justice and thus will delay without qualm. But as the clock ticks, the public’s faith in Mr. Clinton will ebb away for a simple reason: Most of us want no part of a president who is cynical enough to use the majesty of his office to evade the one thing he is sworn to uphold — the rule of law.

Clinton lét að lokum undan. En eftir stendur að Tony Snow er núna helsti talsmaður hátternis sem honum fannst fyrir neðan allar hellur meðan Clinton var við völd. Auðvitað á forsetinn að leyfa starfsmönnum sínum að bera vitni. Og ef Tony Snow fannst grunur um framhjáhald forsetans vera nógu alvarlegt mál til þess að kalla starfsmenn Hvíta hússins í yfirheyrslur frammi fyrir myndavélum hlýtur núverandi skandall að vera nógu alvarlegur? Ekki nema hlutverk þingsins sé að hafa strangara eftirlit með kynlífi forsetans en því að forsetinn brjóti ekki lög eða grafi undan réttarríkinu?

M


Viðbrögð demokrata við tilboði Bush: nei takk

Á blaðamannafundi rétt áðan lýsti Bush því yfir, fimm eða sex sinnum að hann hefði lagt fram "pretty good offer", en samkvæmt því myndi hann náðarsamlegast leyfa starfsmönnum sínum að tala við þingmenn, en bara fyrir luktum dyrum, það yrði bannað að skrifa neitt niður, og starfsmennirnir myndu ekki undir neinum kringumstæðum sverja eið að því að segja sannleikann... Þetta fannst Bush að ætti að sannfæra kjósendur um að hann, og ríkisstjórn hans, hefðu ekkert að fela.

Patrick Leahy, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar hafnaði þessu furðutilboði:

“I don’t accept his offer. It is not constructive and it is not helpful to be telling the Senate how to do our investigation, or to prejudge its outcome.

"Instead of freely and fully providing relevant documents to the investigating committees, they have only selectively sent documents, after erasing large portions that they do not want to see the light of day. Testimony should be on the record, and under oath. That’s the formula for true accountability.“I hope the President will agree to be forthcoming. The straighter the path to the truth, the sooner we will finally know the facts.”

Þingið mun greiða atvæði um að gefa út stefnur á hendur starfsmönnum Hvíta Hússins á morgun, og öldungadeildin á fimmtudaginn.

M


Bush ætlar að segja eitthvað um Gonzales í sjónvarpinu klukkan 5:45, staðartíma...

gonzoÍ morgun klukkan korter yfir sjö (hver hringir í fólk klukkan korter yfir sjö um morgun? Enginn sem hefur neinar góðar fréttir, í það minnsta...) hringdi Bush í Alberto Gonzales til að segja Gonzales þær frábæru fréttir að hann nyti enn stuðnings Hvíta Hússins. Þetta hefur stjórnmálaskýrendum þótt mjög grunsamlegt, því það ku víst þykja vísbending um að stjórnmálaferill manna sé búinn þegar Bush fer að hringja í þá til að lýsa yfir "stuðningi".

En semsagt, um leið og við vitum hvað það er sem Bush ætlar að segja ætla ég að uppfæra þessa færslu! Sem verður tilraun mín til "Liveblogging"

  • Gonzales mun bera vitni, segir Bush, "No indication that anybody did anything improper"... Gonzales verður áfram dómsmálaráðherra...
  • Svo segir hann að tilboð Fielding, að starfsmenn hvíta hússins mæti í lokuð viðtöl - en ekki undir eið, sé það besta sem Hvíta Húsið vill bjóða upp á... Engin "show trials"
  • "Read all the emails..." En demokratarnir hafa bara áhuga á "partisanship"
  • "our proposal is a good one" - þetta er maðurinn búinn að segja núna sennilega fjórum sinnum, svo nú vitum við það: þetta var "gott" tilboð.
  • Svo segist hann munu berjast gegn öllum tilraunum til að fá þá til að bera vitni undir eið! Af hverju? Vegna þess að þeir hafa eitthvað að fela? Nei: það myndi vera partisanship..., því sannleikurinn hefur liberal bias? What?
  • Blaðamenn spyrja hvað með að það sé grunsamlegt að saksóknarar sem voru að rannsaka spillingu repúblíkana hafi veri reknir... Bush segist styðja Gonzales, og hananú!
  • Og svo endar hann enn einu sinni á þessu "good proposal" og gengur út! innan við tíu mínútur...

Og það var allt og sumt. Ekkert merkilegt, annað en að fosetinn ætli ekki að gefast upp, og að þetta sé allt demokrötunum að kenna... því hann hafi núna sett fram svo ótrúlega gott proposal! Ég skal svo blogga eitthvað af viti um þetta í kvöld. Kannski segir Bill Maher eitthvað áhugavert - hann verður í viðtali á CNN klukkan sjö...

Update - orðrétt, varðandi "partisanship" demokrata sem vilja fá skýr svör um hvað réði ferðinni í ákvörðunum dómsmálaráðuneytisins:

We will not go along with a partisan fishing expedition aimed at honorable public servants. The initial response by Democrats unfortunately shows some appear more interested in scoring political points than in learning the facts. It will be regrettable if they choose to head down the partisan road of issuing subpoenas and demanding show trials. And I have agreed to make key White House officials and documents available. I proposed a reasonable way to avoid an impasse, and I hope they don’t choose confrontation. I will oppose any attempts to subpoena White House officials

Nei, því það myndu repúblíkanar aldrei gera, "show trials" og krefjast þess að menn beri vitni undir eið... Ekki nema það sé grunur um framhjáhald. Þetta er augljóslega ekki eins mikilvægt mál! 

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband