Saksóknarar reknir til að stöðva rannsókn á spillingu innan CIA

Kyle Dusty Foggo, fyrrv. þriðji hæst setti maður CIA, á leið frá dómshúsi San Diego þar sem honum var birt ákæra fyrir mútur og spillinguEinn af saksóknurun sem voru reknir af Alberto Gonzales var að rannsaka háttsetta menn innan CIA vegna viðamikils spillingarmáls, þegar hún fékk bréf þess efnis að hún yrði rekin. Carol Lam var alríkissaksóknari í San Diego, og daginn eftir að hún tilkynnti dómsmálaráðuneytinu gefa út húsleitarheimildir hjá háttsettum stjórnendum hjá CIA, fór stafsmannastjóri Gonzales að þrýsta á um að hún yrði rekin! Úr Kansas City Star (sem er eina dagblaðið sem hefur enn sem komið er fjallað um þennan vinkil málsins):

Fired San Diego U.S. attorney Carol Lam notified the Justice Department that she intended to execute search warrants on a high-ranking CIA official as part of a corruption probe the day before a Justice Department official sent an e-mail that said Lam needed to be fired ... 

Feinstein said Lam notified the Justice Department on May 10, 2006, that she planned to serve search warrants on Kyle Dustin "Dusty" Foggo, who'd resigned two days earlier as the No. 3 official at the CIA.

On May 11, 2006, Kyle Sampson, then Gonzales' chief of staff, sent an e-mail to deputy White House counsel William Kelley, asking Kelley to call to discuss "the real problem we have right now with Carol Lam that leads me to conclude that we should have someone ready to be nominated on 11/18, the day her 4-year term expires."

Stjórnin heldur því fram að Lam hafi verið rekin vegna þess að hún hafi ekki viljað einbeita sér að innflytjendamálum, sem stjórnin segir að hafi átt að vera helsta viðfangsefni hennar. Það má vel vera, en það er vægast sagt grunsamlegt að rjúka til og reka ríkissaksóknara sem er rétt í þann mund að svipta hulunni af spillingu innan CIA... Þetta Foggo mál var töluvert í fjölmiðlum í fyrra vor, en hvarf svo úr fjölmiðlum, en FBI er enn að rannsaka Foggo. Honum var birt ákæra fyrir rétt tæpum mánuði síðan.

Foggo málið var angi af rannsókn Lam á spillingarvef Randy "Duke" Cunningham, en hann endaði í fangelsi í fyrra eftir að hafa þegið mútur (m.a. teppi, skútu, antíkvasa og auðvitað hórur...) fyrir að flytja lagafrumvörp og stýra opinberum fjárveitingum til hinna og þessara - aðallega einhverskonar "military contractors" sem voru vinir Foggo.

Lam oversaw the investigation that led to the corruption conviction of then-Rep. Randy "Duke" Cunningham, R-Calif., who pleaded guilty in late 2005 to accepting $2.4 million in bribes. He was sentenced in March 2006 to eight years and four months in prison.

Þetta er allt einum of grunsamlegt til þess að hægt sé að láta sem svo að þetta sé bara röð tilviljana eða eitthvað. Þess utan hefur stjórnin fyrir löngu glatað allri tiltrú: Það er enginn tilbúinn til þess að leyfa þeim að njóta vafans. Bush og félagar hafa sýnt það nú þegar að þeim er trúandi til þess að spila eftir einhverjum allt öðrum reglum en sæmilega heiðarlegt fólk.

Democrats say they will investigate whether independent prosecutors were forced out for going after Republican corruption or ignoring pressure to prosecute Democrats in order to sway elections and are expected to seek testimony from Sampson and Kelley as well as Rove and Miers. The White House is scheduled to tell Congress on Tuesday whether it will allow the testimony or invoke executive privilege.

Við erum bara búin að sjá rétt topinn á þessu máli, og Gonzales verður líklega ekki sá eini sem mun liggja eftir í valnum - og við eigum vonandi eftir að heyra meira um "Dusty" Foggo næstu daga, þó ekki nema vegna þess að það er stórfenglegt að fylgjast með þessum Repúblíkönum sem hafa fáránleg viðurnefni "Scooter" "Dusty" "Duke" "The Hammer" og yfir þeim öllum ríkir "The Decider".

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband