Færsluflokkur: Írak

Stuðningur við íraksstríðið meðal Repúblíkana dalar

 LA Times greinir frá því í morgun að sigurstranglegustu forsetaframbjóðendur repúblíkanaflokksins hafi allir gefið í skyn að þó þeir hafi áður lýst sig fylgjandi stefnu forsetans sé ekki víst að þeir muni halda áfram að styðja hersetu og þátttöku Bandaríkjanna í borgarastríði því sem nú geisar í Írak. Mitt Romney, fyrrum fylkisstjóri Massachusetts, Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York, og Fred Thompson, fyrrum öldungadeildarþingmaður Tennessee, hafa undanfarna daga allir sagt í viðtölum við blaðamenn að þeir kunni að styðja stefnubreytingu í Írak. John McCain hefur hinsvegar ítrekað lýst sig fylgjandi stefnu forsetans.

Kannanir sýna að kjósendur Repúblíkanaflokksins hafa snúið baki við stríðinu í Írak. Samkvæmt nýrri könnun Gallup telja aðeins 37% kjósenda flokksins að núverandi stefna muni bera árangur, og 42% kjósenda repúblíkana vilja að ...

Afgangurinnn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni.


Skýrslur Bandaríkjaforseta um ástand í Írak munu ekki sýna neinn árangur af "the surge"

ABC fréttastofan greindi frá því í gær að samkvæmt nýrri skýrslu bandaríkjastjórnar, sem gerð verður opinber á morgun eða föstudag, hafi stjórnvöldum í Írak ekki tekist að náð neinum af þeim markmiðum sem sett höfðu verið um framfarir og uppbyggingu. Þing Írak er óstarfhæft og hefur ekki tekist að semja lög um mikilvæg mál, eins og skiptingu tekna af olíulindum landsins.

LA Times greinir svo frá því í morgun að árangurinn af The Surge, þ.e. "tímabundinni aukningu" í herafla Bandaríkjanna í Írak sé hverfandi. Bandaríkjaher hafi t.d. ekki tekist að stilla til friðar í Baghdad eins og til stóð. Tony Snow, talsmaður Hvíta Hússins, hefur reynt að gera lítið úr þessum fréttum.

Samkvæmt lögum sem sett voru fyrr í ár þarf forsetinn að skila þinginu skýrslu um ástand mála í Írak, fyrst 15 júlí og svo aftur 15 september. Septemberskýrslan hefur verið talin mikilvægari, því þá á yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Patreus, einnig að gera grein fyrir árangri hersins í að stilla til friðar í Írak. Margir repúblíkanar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki geta stutt stefnu forsetans ef hann getur ekki sýnt fram á að ástand mála í Írak hafi batnað í september.

Þetta, aðrar fréttir frá Írak auka allar líkur á að repúblíkanaflokkurinn fari loksins að horfast í augu við raunveruleikann...


Bandaríkjaher tvídrepur yfirmann Al Qaeda í Írak...

Þessi maður að vísu heitir Abu Hamza, en það þarf að duga. Ég fann enga mynd af Said Hamza...Samkvæmt Examiner hefur Bandaríkjaher tekist að tvídrepa einn af yfirmönnum Al Qaeda í Írak. Áblaðamannafundi á mánudaginn tilkynnti fulltrúi hersins, með töluverðu stolti, að Said Hamza, hættulegasti leiðtogi Al Qaeda í Írak hefði verið drepinn.

Brig. Gen. Kevin Bergner began his Monday news conference with a list of top insurgents either killed or captured in recent operations. He said they had been eliminated "in the past few weeks" and were "recent results."

"In the north, Iraqi army and coalition forces continue successful operations in Mosul," he told reporters. "Kamal Jalil Uthman, also known as Said Hamza, was the al Qaeda in Iraq military emir of Mosul. He planned, coordinated and facilitated suicide bombings, and he facilitated the movement of more than a hundred foreign fighters through safe houses in the area." All told, Bergner devoted 68 words to Uthman's demise.

Þetta væru auðvitað stórfréttir, ef þær væru ekki árs gamlar. Herinn hefur nefnilega áður drepið þennan "Said Hamza"! Fyrir ári síðan var "Hamza" þessi nefnilega á lista yfir Al Qaeda liða sem hefðu verið drepnir.

Uthman was listed in the 2006 news release as "the chief of military operations [in] Mosul."

When The Examiner pointed out that Uthman's death had been announced twice, a command spokesman said in an e-mail, "You are correct that we did previously announce that we killed him. This was a roll up to show an overall effort against [al Qaeda in Iraq]. We can probably do a better job on saying 'previously announced' when we do long-term roll ups to show an overall effort."

Afgangurinn á nýjum heimkynnum FreedomFries á Eyjunni...


Þá er það loksins offisíelt: Engin gereyðingarvopn í Írak

The dog ate my WMD'sSameinuðu þjóðirnar hafa loksins komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilgangslaust að halda áfram að leyta að gereyðingarvopnunum sem Saddam Hussein átti að hafa komið sér upp til að gefa Bandaríkjunum afsökun til að gera innrás og breyta Írak í helvíti á jörðu. Skv. AP (via CNN):

UNITED NATIONS (AP) -- The Security Council voted Friday to immediately close down the U.N. inspection bodies that played a pivotal role in monitoring Iraq's unconventional weapons programs under Saddam Hussein.

The resolution, approved by a vote of 14-0, terminated the mandate of the U.N. bodies responsible for overseeing the dismantling of Hussein's programs to develop nuclear, chemical and biological weapons and long-range missiles.

En það eru þó ekki allir þeirrar skoðunar að það sé ljóst að það séu ekki gereyðingarvopn einhverstaðar í Írak:

Russia abstained, saying there was still "no clear answer to the existence of weapons of mass destruction" in Iraq.

Ég geri ráð fyrir að hörðustu stuðningsmenn stríðsins í Írak muni halda áfram að fylgja Kremlarlínunni í þessu eins og öllu örðu. Flokkurinn og foringinn geta jú ekki hafa haft á röngu að standa!

M


Stuðningur við stríðið í Írak aldrei minni

Götumynd frá BaghdadSamkvæmt nýrri könnun CNN hefur stuðningur við íraksstríðið aldrei verið minni. Innan við þriðjungur þjóðarinnar styður stríðsrekstur forsetans:
In the poll, which was carried out Friday through Sunday, 30 percent of respondents said they favor the war in Iraq; 41 percent said they oppose it because they think the 2003 decision to go to war was a mistake; 26 percent said they oppose it because they think it has been mismanaged; and 3 percent said they had no opinion.
69% segja stríðið ganga ílla, þar af langflestir, eða 44% allrar þjóðarinnar "very badly". Almenningur hefur enga trú á að ástandið muni batna - og tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vilja að herinn verði kvaddur heim:
Nearly two-thirds of those polled want withdrawal of U.S. troops to begin — either in part or in total. Asked what the United States should do about the number of U.S. troops in Iraq, just 17 percent said it should send more troops; 16 percent said keep the numbers the same; 24 percent said withdraw some troops; and 39 percent said withdraw all troops.

Það sem meira er, meirihluti þjóðarinnar (54%) telur að stríðið sé siðferðislega rangt. Það er hægt að lesa könnunina hér.

Í öðrum fréttum: Íbúar í Baghdad geta ekki lengur veitt sér til matar í Tigris, en áður en stríðið hófst ku það hafa verið stundað af Baghdadbúum. Ástæðan er sú að áin er full af líkum!

so many bodies have been dumped in the river during the sectarian blood-letting that has divided the capital that residents do not go near the water. They would certainly not consume what comes out of it, particularly the large fish that feed off the Tigris riverbed.

Some Islamic religious leaders have even issued fatwas, declaring that fish caught in the river are unclean and unfit for human consumption.

Jei fyrir útbreiðslu lýðræðis!

M


Walter Reed enn í fréttum: Öryggisverðir í skotbardaga, við hvorn annan!

Bush heimsækir hermenn á Walter ReedÍ gærkvöld bárust fréttir af skotbardaga fyrir utan Walter Reed herspítalann - en sá spítali virðist vera eitt af fordyrum helvítis (sjá fyrri færslur mínar um Walter Reed frá því áðan, og svo hér og hér):

WASHINGTON -- An armed security guard fired at least 10 shots at another guard during an argument outside a busy entrance to Walter Reed Army Medical Center early Wednesday, police said. No one was hurt.

"This was rush hour on a busy thoroughfare. There were cars and pedestrians in the line of fire," said police Cmdr. Hilton Burton. At least two parked cars across the street were hit.

Öryggisvörðurinn skaut alls tíu skotum að einum af samstarfsmönnum sínum: 

The guard who was fired upon ran to a nearby house to call police. The other guard, Dwan Thigpen, 34, of Fort Washington, Md., was arrested and charged with assault with intent to murder. He was scheduled to appear in court Thursday, police said. Police and jail officials did not know whether Thigpen had an attorney.

Öryggisverðirnir vinna fyrir eitt af verktakafyrirtækjunum sem hafa tekið að sér að endurskapa á Walter Reed alla ömurðina og hörmungarnar sem hermennirnir eiga að venjast frá Írak. Yfirmenn Walter Reed hafa líklega sest á fund og ákveðið að sjúklingarnir söknuðu kaotískra og óvæntra skotbardaga?

The guards worked for Vance Federal Security Services, said Joe Gavaghan, a spokesman for the company, which contracts with Walter Reed. Vance is "cooperating with authorities investigating this incident," said Gavaghan, adding that the company could not provide additional details.

Við bíðum spennt: Næst á dagskrá er sennilega að einkarekið holræsakerfi Walter Reed springi svo saur og klóak flæði um ganga, líkt og í spítölum og lögreglustöðvum sem verktakafyrirtæki á vegum bandaríkjahers hafa byggt í Írak?

M


Enn um af hverju Rudy Giuliani er ömurlegur valkostur

Cross dressing Manhattan dandy, entertainer and abortionist, Rudy GiulianiFyrir nokkrum dögum skrifaði ég færslu um af hverju Rudy Giuliani er ömurlegur valkostur sem næsti forseti Bandaríkjanna - og þó sérstaklega af hverju hann er slæmur valkostur fyrir Repúblíkana: Þegar kemur að uppáhaldsmálefnum "social conservatives" er hann álíka eðlilegur valkostur og Hillary Clinton.

En þó Repúblíkanar væru tilbúnir til að fyrirgefa Giuliani allt hans flip-flop í kringum réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar, og horfa framhjá klæðskiptihneigðinni* - og þó aðrir kjósendur væru til í að fyrirgefa hversu ílla hann bjó borgina undir hryðjuverkaárásir eða önnur stórslys (Slökkviliðsmenn í New York hafa að vísu ekki fyrirgefið honum, sbr. þessa frétt New York Times), er eitt sem allir eru sammála um: Giuliani skortir reynslu af utanríkismálum - nokkuð sem er sérstaklega bagalegt fyrir stjórnmálamann sem byggir frægð sína á 9/11 og hryðjuverkaógninni.

Sem borgarstjóri New York var Giuliani boðið sæti í "The Iraq Study Group" sem rannsakaði ástand mála í Írak og hvaða valkostir væru heppilegastir fyrir Bandaríkin í stöðunni. Maður hefði ætlað að Giuliani hefði tekið þessari nefndarsetu fegins hendi - því hann hefði þannig getað fræðst um alvarlegasta vandamál sem Bandaríkin og næsti Bandaríkjaforseti eiga eftir að þurfa að takast á við, og ljáð þeirri hugmynd að hann væri einhverskonar utanríkismála og hryðjuverkaexpert smá trúverðugleika. Seta í The Iraq Study Group hefði t.d. verið helvíti gott spil til að hafa á hendi í kappræðum við aðra frambjóðendur.

Giuliani fannst þessi fjárans nefndarseta hins vegar vera of mikil vinna, svo hann einfaldlega mætti ekki á einn einasta fund, og eftir að aðrir nefndarmenn, sem tóku starf sitt alvarlega, höfðu kurteislega beðið hann að fara að mæta á fundi, sagði hann af sér nefndarsetunni. Að vísu ekki fyrr en búið var að hóta honum að hann yrði rekinn úr nefndinni... (skv. Newsday)

WASHINGTON -- Rudolph Giuliani's membership on an elite Iraq study panel came to an abrupt end last spring after he failed to show up for a single official meeting of the group, causing the panel's top Republican to give him a stark choice: either attend the meetings or quit, several sources said.

Giuliani left the Iraq Study Group last May after just two months, walking away from a chance to make up for his lack of foreign policy credentials on the top issue in the 2008 race, the Iraq war.

Ástæðan var að Giuliani var of upptekinn við fjáröflun vegna tilvonandi forsetaframboðs síns:

He cited "previous time commitments" in a letter explaining his decision to quit, and a look at his schedule suggests why -- the sessions at times conflicted with Giuliani's lucrative speaking tour that garnered him $11.4 million in 14 months.

Giuliani rukkar nefnilega svimandi upphæðir fyrir að mæta og tala um hversu mikið hann hafi lært af árásunum í september 2001, og hversu mikil hetja hann hafi reynst þann örlagaríka dag:

On one day the panel gathered in Washington -- May 18, 2006 -- Giuliani delivered a $100,000 speech on leadership at an Atlanta business awards breakfast. Later that day, he attended a $100-a-ticket Atlanta political fundraiser for conservative ally Ralph Reed, whom Giuliani hoped would provide a major boost to his presidential campaign.

The month before, Giuliani skipped the session to give the April 12 keynote speech at an economic conference in South Korea for $200,000, his financial disclosure shows.

Auðvitað þurfa stjórnmálamenn að safna peningum og standa í kosningapoti og framboðssnatti. Annars kæmust þeir aldrei til valda. Vandamálið er að stjórnmálamenn eiga líka að stjórna. Starf stjórnmálamanns er ekki að tala við kjósendur og undirbúa sig undir næstu kosningar - starf hans er að þjóna almenningi og stýra þjóðarskútunni. Þetta virðist Giuliani ekki hafa skilið. Og leiðtogar eiga að leiða - ekki að tala um að leiða...

Að þessu tilefni finnst mér líka rétt að rifja upp ummæli Jack Kingston (sjá hér og hér) sem fannst fráleitt að þingmenn þyrftu að vera lengur en þrjá daga á viku í vinnunni - og bar því við að hann þyrfti að vera heima í kjördæmi að tala við kjósendur "staying in touch" með "venjulegu fólki": Hann hélt því fram að hann ynni 60 klukkutíma vinnuviku þegar allt væri tekið saman. Ég efast ekki heldur um að Giuliani hafi verið á fullu og einfaldlega ekki haft tíma til að sitja þrautleiðinlega nefndarfundi. Jafnvel þó þessi vinna sem hann er að sækjast eftir: forsetaembættið, felist akkúrat í svona þrautleiðinlegum nefndarfundum, skýrslulestri, og öðrum álíka leiðindum.

Reyndar held ég ekki að Giuliani eða aulinn Jack Kingston séu einir um þetta. Allt bendir til þess að Karl Rove og önnur stjórnmálaséní Repúblíkanaflokksins haldi að hlutverk ríkisstjórna sé að halda völdum og tryggja flokkshollum fjármálamönnum eða hugmyndafræðilegum eldhugum huggulega innivinnu. Afleiðingarnar hafa verið þær sömu og í Sovétríkjunum þar sem frami innan ríkiskerfisins byggðist ekki á hæfileikum heldur flokkshollustu. Sbr. t.d. þessa frétt af atgerfisskorti og óstjórn í bandaríska sendiráðinu í Baghdad, þar sem hæfni umsækjenda var mæld í stuðningi við forsetann, ekki raunverulegri reynslu.

M

* Til að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki að segja að klæðskiptingar geti ekki orðið forsetar, eða að ég hafi órækar sannanir fyrir því að Giuliani sé klæðskiptingur: Ég er bara að segja að það eru til grunsamlega margar ljósmyndir af honum í kvenmannsfötum, og ég held ekki að það falli í kramið hjá afturhaldssömum "siðprúðum" kjósendum Repúblíkana.


Írak og PTSD

það er sennilega ekkert grín að láta skjóta á sigÍrak virðist vera aðalfréttin í bandarískum dagblöðum í morgun. Bæði LA Times og Washington Post birta langar úttektir á áhrifum Íraksstríðsins á bandarískum hermönnum og óbreyttum starfsmönnum verktakafyrirtækja í Írak. Grein Washington Post fjallar um ílla meðferð á hermönnum og starfsmsem hafa lokið herskyldu, sérstaklega skort á sálfræðiaðstoð og baráttu þeirra fyrir að fá herinn til að samþykkja örorkubætur.

LA Times fjallar hins vegar um áhrif stríðsins á óbreytta starfsmenn verktakafyrirtækja í Írak - og þetta fólk allt hefur tekið þátt í og horft upp á sama hryllinginn og hermenn, jafnvel þó þeir hafi kannski ekki verið þátttakendur í "combat operations". En það að keyra vörubíl fyrir Bandaríkjaher um götur Baghdad er víst ekki eins og hver önnur vinna:

In Iraq and Afghanistan, however, ordinary civilians share the battlefield with professional soldiers. Truck drivers are routinely struck by roadside bombs. Private security contractors engage in firefights with insurgents.

As a result, contractors deployed to these war zones often experience the same kind of trauma that produces psychological problems in soldiers. Military surveys estimate that 15% to 20% of soldiers in Iraq show signs of post-traumatic stress disorder, a debilitating condition often attributed to witnessing or participating in violence.

Meðan hermennirnir þurfa að berjast við Veterans Administration þurfa þessir menn að fást við einkarekin tryggingarfyrirtæki, sem eru víst enn verri en ríkisrekna heilbrigðiskerfið sem virðist hafa brugðist hermönnum, ef marka má rannsókn Washington Post. Aðalatriðið virðist vera hvort Post Traumatic Stress Disorder sé alvöru ástand og hvort hermenn sem þjást af martröðum og geta ekki lengur unnið venjulega vinnu eða tekið þátt í hversdagslegu lífi, og enda margir á að fremja sjálfsmorð, geti kennt stríðinu um. LA Times rekur þjáningar Steve Thompson sem vann sem vörubílstjóri í Írak:

A long-haul trucker, Steve Thompson went to work for KBR in Kuwait in May 2004, but soon ended up driving in Iraq. He repeatedly encountered small-arms fire, several times with rounds penetrating his truck. On one occasion, a roadside bomb cracked his windshield.

Thompson was never physically hurt, but he began to dread the missions and the constant risk of death. "It was like a lottery that you didn't want to win," Thompson said.

The final straw came in November 2004, when Thompson was sent to help clean up the remains of an ambush. He smelled burned flesh the moment he climbed from his truck.

Two psychologists diagnosed him with post-traumatic stress disorder. As a veteran, Thompson was able to see doctors at the local VA hospital, who also diagnosed him as suffering from PTSD.

But a doctor hired by AIG found otherwise. At a hearing in February, the doctor, John Griffith, said one diagnostic exam showed that Thompson was exaggerating his symptoms. He said Thompson did not suffer from PTSD.

Griffith said he had treated more than 100 PTSD patients but acknowledged in testimony that he had spent much of his career in pharmacological research. He also told the hearing that "a lot" of psychology was "baloney."

Washnigton Post fjallar um Jeans Cruz sem var einn hermannanna sem handsamaði Saddam Hussein, og varð einhverskonar stríðshetja þegar hann kom heim til the Bronx.

In public, the former Army scout stood tall for the cameras and marched in the parades. In private, he slashed his forearms to provoke the pain and adrenaline of combat. He heard voices and smelled stale blood. Soon the offers of help evaporated and he found himself estranged and alone, struggling with financial collapse and a darkening depression.

At a low point, he went to the local Department of Veterans Affairs medical center for help. One VA psychologist diagnosed Cruz with post-traumatic stress disorder. His condition was labeled "severe and chronic." In a letter supporting his request for PTSD-related disability pay, the psychologist wrote that Cruz was "in need of major help" and that he had provided "more than enough evidence" to back up his PTSD claim. His combat experiences, the letter said, "have been well documented."

None of that seemed to matter when his case reached VA disability evaluators. They turned him down flat, ruling that he deserved no compensation because his psychological problems existed before he joined the Army. They also said that Cruz had not proved he was ever in combat. "The available evidence is insufficient to confirm that you actually engaged in combat," his rejection letter stated.

Yet abundant evidence of his year in combat with the 4th Infantry Division covers his family's living-room wall. The Army Commendation Medal With Valor for "meritorious actions . . . during strategic combat operations" to capture Hussein hangs not far from the combat spurs awarded for his work with the 10th Cavalry "Eye Deep" scouts, attached to an elite unit that caught the Iraqi leader on Dec. 13, 2003, at Ad Dawr.

Eins og Washington Post bendir á er þetta þó aðeins toppurinn á ísjakanum, og fyrirséð að ástandið eigi aðeins eftir að versna, því fjórði hver hermaður er talinn hafa orðið fyrir sálrænum skaða í Írak. Það gefur auga leið að herinn og skattgreiðendur gætu því þurft að borga enn meira fyrir stríðið. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að herinn sé að leysa þetta vandamál. Hundruð þúsunda bandaríkjamanna hafa tekið þátt í tilgangslausum stríðsrekstri Bush í Írak - og stór hluti þeirra eru ónýtt fólk, annað hvort líkamlega eða andlega. Herinn og ríkið hefur ekki sinnt þessu fólki. Hvort "The Iraq war veteran" á eftir að verða jafn áberandi í bandarískri þjóðmálaumræðu og dægurmenningu og "The Vietnam war veteran" hefur verið er óvíst, en það er alveg öruggt að þetta vandamál á ekki eftir að hverfa úr umræðunni næstu árin - og það er líka alveg sama hvernig stríðið í Írak endar, framkoma stjórnarinnar gagnvart hermönnum sem hafa fórnað limum sínum og geðheilsu í Írak mun fylgja "arfleið" forsetans um aldur og ævi.

M


Fyrrverandi yfirmaður Bandaríkjahers í Írak: stríðið er tapað

Bush og Sanchez, sem íranirnir halda að sé aðstoðarkeisari í BandaríkjunumLt. Gen. Ricardo Sanchez, sem stýrði bandaríkjaher í Írak fyrsta árið eftir fall Baghdad lét þessi ummæli í viðtali við dagblaðið San Antonio Express News í Texas að stríðið í Írak væri svo gott sem tapað, og að það besta sem Bandaríkjamenn gætu gert sér vonir um núna væri að "stave off defeat"

I think if we do the right things politically and economically with the right Iraqi leadership we could still salvage at least a stalemate, if you will — not a stalemate but at least stave off defeat,” Sanchez told the San Antonio Express-News. “It’s also kind of important for us to answer the question, ‘What is victory?’, and at this point I’m not sure America really knows what victory is.” ...

Sanchez, in his first interview since his career ended last year, is the highest-ranking former military leader yet to suggest the Bush administration fell short in Iraq. Retired Army Maj. Gen. John Batiste, who led the 1st Infantry Division in Iraq, appeared in a TV spot accusing the president of pursuing "a failed strategy that is breaking our great Army."

Sanchez, 56, who retired to San Antonio after his stint as commander of U.S. and coalition troops in Iraq, demurred when he was asked about blame.

"I'm not going to answer that question," he said. "That's something I am still struggling with and it's not about blame because there's nobody out there that is intentionally trying to screw things up for our country.  ....

En þó herforinginn telji kannski ekki að leiðtogar hersins eða þjóðarinnar séu viljandi að reyna að tapa stríðinu er hann ekki í nokkrum vafa um að leiðtogalið þjóðarinnar hafi brugðist:

"I am absolutely convinced that America has a crisis in leadership at this time and we've got to do whatever we can to help the next generation of leaders do better than we have done over the past five years," Sanchez said, "better than what this cohort of political and military leaders have done."

Síðan þá hefur AFP fréttastofan einnig flutt þessa frétt, en enn sem komð er hafa engar af stóru fréttastofunum hér vestra pikkað fréttina upp. En ein fyrsta fréttastofan til að taka eftir þessari frétt var Alalam í Íran, sem gladdist auðvitað yfir þessum fréttum, og lýsti því yfir að "Stríðskeisari Hins Mikla Satan hefði gefist upp":

US War Czar: Victory Impossible

...The man who led occupation forces in Iraq during the first year of the invasion says the US can forget about winning the war.

Og svo talaði frétt Alalam um Abu Ghraib. Það er vissulega rétt að hryllingurinn í Abu Ghraib átti sér stað meðan Sanchez stýrði Bandaríska hernum í Írak - og hann ber því ábyrgð á þeirri viðurstyggð, en seinast þegar ég athugaði var hann ekki "keisari". Herkeisari Bandaríkjanna er Douglas Lute. Það er skemmtilegt að hugsa til þess hversu mikið utanríkisstefna Bush og innrásin í Írak hafa gert til að vinna að framgangi lýðræðis í Mið Austurlöndum, nú, og bæta ímynd Bandaríkjanna. Stuðningsmenn stríðsins geta áræðanlega sannfært sjálfa sig um að yfirlýsingar Sanchez séu vatn á myllu Írana og annarra ólýðræðislegra ríkisstjórna Mið Austurlanda - en raunverulegu sökudólgarnir eru auðvitað þeir menn sem, gegn ráðgjöf allra sem eitthvað vissu, ákváðu engu að síður að steypa Bandaríkjunum út í þetta fáviskulega stríð.

Í skyldum fréttum: New York Times greindi fra því í morgun að samkvæmt mati yfirmanna bandaríkjahers í Baghdad hafi "the surge" ekki náð tilætluðum árangri - bandaríkjaher ráði varla við ástandið í einum þriðja borgarinnar! Herinn reynir ekki einu sinni að stilla til friðar tveimur þriðju hlutum Baghdad... Ég held að það geti varla talist annað en algjör ósigur.

M

Update:

Ég er búinn að vera að fylgjast með fjölmiðlum í dag, en hef ekki getað séð að það hafi neinn fjallað um þessa frétt. Það getur verið að mér hafi yfirsést eitthvað, en mér finnst skrýtið að engir af stóru amerísku fjölmiðlunum hafi séð ástæðu til þess að nefna að fyrrverandi æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Írak - sem stýrði hernum fyrsta ár hernámsins, sem er um leið hæst setti herforingi sem hefur gagnrýnt stríðsreksturinn til þessa - skuli koma og segja að stríðið sé tapað! Einhvernveginn fannst mér þetta nú samt fréttnæmt.

Eini blaðamaðurinn sem ég get séð að hafi nefnt þetta (fyrir utan bloggara) er Keith Olberman á MSNBC sem fjallaði um ummæli Sanchez í þætti sínum Countdown í gærkvöld. Aðalatriðið er að Bush og Hvíta Húsið geta varla haldið mikið lengur áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann: þetta djöfulsins stríð þeirra er tapað - og það er engum nema þeim, og skorti þeirra á forsjá og leiðtogahæfileikum að kenna.


...og æðsti yfirmaður hersins notar tækifærið til að gera lítið úr fórnum hermanna í Írak

Peter Pace að sýna okkur með puttunum hvað eitthvað ímyndað fyrirbæri sé stórt... kannski hversu mikið hann fylgist með fréttum?Peter Pace, sem er Chairman of the Joint Chiefs of Staff, sem er formlega æðsti yfirmaður Bandaríska hersins, mætti í viðtal í morgunfréttatíma CBS í tilefni Memorial Day. Umræðuefnið var vitaskuld stríðið í Írak og fórnir bandaríska hersins. Áhorfendur sem hafa verið að fylgjast með gangi mála í Írak kom hins vegar mjög á óvart hvað Pace hafði að segja um fórnir hersins: (ég gat ekki fundið viðtalið uppskrifað á CBS, svo ég notast við endursögn Raw Story, það er hægt að horfa á upptöku af Pace á síðunni):

"When you take a look at the life of a nation and all that's required to keep us free, we had more than 3,000 Americans murdered on 11 September, 2001. The number who have died, sacrificed themselves since that time is approaching that number," General Pace told CBS Early Show's Harry Smith. "And we should pay great respect and thanks to them for allowing us to live free."

Það er vissulega rétt að þjóðin þarf að votta látnum hermönnum virðingu sína. En það eru tvö smáatriði sem Pace virðist hafa yfirsést:

  1. Það dóu færri en 3000 á 9/11
  2. Þá hafa fleiri en 3000 Bandarískir hermenn fallið í Írak...

Samkvæmt tölum Varnarmálaráðuneytisins hafa 3441 bandarískir hermenn dáið í Írak* - og það þarf ekki að vera útskrifaður af eðlisfræðideild til að vita að talan 3441 er ekki "approaching that number [3000, þ.e.]" og þó það sé eitthvað á reiki hversu margir hafi látist í hryðjuverkaárásunum í september 2001 (NYT og margir aðrir fjölmiðlar segja 2750, en minningarsíður um árásirnar segja 2996... og þar fyrir utan voru ekki öll fórnarlömb hryðjuverkaárásanna 2001 Bandaríkjamenn, þannig að það er eitthvað bogið við staðhæfinguna að "we had more than 3,000 Americans murdered on 11 September, 2001"

Hvað rekur Pace til þess að snúa staðreyndunum á haus með þessum hætti, og horfa fram hjá fórnum nærri fimm hundruð hermanna er hulin ráðgáta - Annað hvort hefur Pace þótt það hljóma betur að halda því fram að það hefðu færri látist í Írak en í september 2001, og heldur að fólk sem horfir á morgunfréttir sjónvarpsins fylgist ekki með alvöru fréttum, eða hann er sjálfur ekki betur að sér en þetta. Hvort heldur er, það hljómar einkennilega þegar æðsti yfirmaður hersins þykist ekki vita hversu margir hermenn hafa dáið í stríði sem hann á að vera að heyja.

Pace er reyndar vel þekktur fyrir furðuleg ummæli. Fyrr i vor vakti hann athygli á sjálfum sér með því að lýsa því yfir að samkynhneigð væri siðleysi, og að það væri ekkert pláss fyrir siðleysi í hernum. (Skv. CBS news):

I believe homosexual acts between two individuals are immoral and that we should not condone immoral acts.

Herinn, og Pace, hafa svo miklar áhyggjur af þessum ósiðlegheitum að á síðustu árum hefur herinn rekið 58 sérfræðinga í Arabísku, vegna þess að þeir voru samkynhneigðir - á sama tíma stendur herinn frammi fyrir alvarlegum skorti á fólki sem kann að tala Arabísku eða Farsi. Þessum atgerfisskorti hefur m.a. verið kennt um hversu ílla Bandaríkjamönnum gengur að reka stríðið í Írak. Herinn hefur ekki yfir að ráða nógu mörgu fólki til að þýða arabískar heimildir, og veit þess vegna ekki hvað er að gerast í Írak...

Kannski var Pace of upptekinn við að hugsa um samkynhneigð til að fylgjast með því hversu margir hermenn hefðu verið drepnir í Írak?

M

*Update: Samkvæmt nýjustu tölum er tala bandaríkjamanna sem hafa látist í stríðinu í Írak komin upp í 3.452


mbl.is Bush vottar föllnum hermönnum virðingu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband