Enn um af hverju Rudy Giuliani er ömurlegur valkostur

Cross dressing Manhattan dandy, entertainer and abortionist, Rudy GiulianiFyrir nokkrum dögum skrifaði ég færslu um af hverju Rudy Giuliani er ömurlegur valkostur sem næsti forseti Bandaríkjanna - og þó sérstaklega af hverju hann er slæmur valkostur fyrir Repúblíkana: Þegar kemur að uppáhaldsmálefnum "social conservatives" er hann álíka eðlilegur valkostur og Hillary Clinton.

En þó Repúblíkanar væru tilbúnir til að fyrirgefa Giuliani allt hans flip-flop í kringum réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar, og horfa framhjá klæðskiptihneigðinni* - og þó aðrir kjósendur væru til í að fyrirgefa hversu ílla hann bjó borgina undir hryðjuverkaárásir eða önnur stórslys (Slökkviliðsmenn í New York hafa að vísu ekki fyrirgefið honum, sbr. þessa frétt New York Times), er eitt sem allir eru sammála um: Giuliani skortir reynslu af utanríkismálum - nokkuð sem er sérstaklega bagalegt fyrir stjórnmálamann sem byggir frægð sína á 9/11 og hryðjuverkaógninni.

Sem borgarstjóri New York var Giuliani boðið sæti í "The Iraq Study Group" sem rannsakaði ástand mála í Írak og hvaða valkostir væru heppilegastir fyrir Bandaríkin í stöðunni. Maður hefði ætlað að Giuliani hefði tekið þessari nefndarsetu fegins hendi - því hann hefði þannig getað fræðst um alvarlegasta vandamál sem Bandaríkin og næsti Bandaríkjaforseti eiga eftir að þurfa að takast á við, og ljáð þeirri hugmynd að hann væri einhverskonar utanríkismála og hryðjuverkaexpert smá trúverðugleika. Seta í The Iraq Study Group hefði t.d. verið helvíti gott spil til að hafa á hendi í kappræðum við aðra frambjóðendur.

Giuliani fannst þessi fjárans nefndarseta hins vegar vera of mikil vinna, svo hann einfaldlega mætti ekki á einn einasta fund, og eftir að aðrir nefndarmenn, sem tóku starf sitt alvarlega, höfðu kurteislega beðið hann að fara að mæta á fundi, sagði hann af sér nefndarsetunni. Að vísu ekki fyrr en búið var að hóta honum að hann yrði rekinn úr nefndinni... (skv. Newsday)

WASHINGTON -- Rudolph Giuliani's membership on an elite Iraq study panel came to an abrupt end last spring after he failed to show up for a single official meeting of the group, causing the panel's top Republican to give him a stark choice: either attend the meetings or quit, several sources said.

Giuliani left the Iraq Study Group last May after just two months, walking away from a chance to make up for his lack of foreign policy credentials on the top issue in the 2008 race, the Iraq war.

Ástæðan var að Giuliani var of upptekinn við fjáröflun vegna tilvonandi forsetaframboðs síns:

He cited "previous time commitments" in a letter explaining his decision to quit, and a look at his schedule suggests why -- the sessions at times conflicted with Giuliani's lucrative speaking tour that garnered him $11.4 million in 14 months.

Giuliani rukkar nefnilega svimandi upphæðir fyrir að mæta og tala um hversu mikið hann hafi lært af árásunum í september 2001, og hversu mikil hetja hann hafi reynst þann örlagaríka dag:

On one day the panel gathered in Washington -- May 18, 2006 -- Giuliani delivered a $100,000 speech on leadership at an Atlanta business awards breakfast. Later that day, he attended a $100-a-ticket Atlanta political fundraiser for conservative ally Ralph Reed, whom Giuliani hoped would provide a major boost to his presidential campaign.

The month before, Giuliani skipped the session to give the April 12 keynote speech at an economic conference in South Korea for $200,000, his financial disclosure shows.

Auðvitað þurfa stjórnmálamenn að safna peningum og standa í kosningapoti og framboðssnatti. Annars kæmust þeir aldrei til valda. Vandamálið er að stjórnmálamenn eiga líka að stjórna. Starf stjórnmálamanns er ekki að tala við kjósendur og undirbúa sig undir næstu kosningar - starf hans er að þjóna almenningi og stýra þjóðarskútunni. Þetta virðist Giuliani ekki hafa skilið. Og leiðtogar eiga að leiða - ekki að tala um að leiða...

Að þessu tilefni finnst mér líka rétt að rifja upp ummæli Jack Kingston (sjá hér og hér) sem fannst fráleitt að þingmenn þyrftu að vera lengur en þrjá daga á viku í vinnunni - og bar því við að hann þyrfti að vera heima í kjördæmi að tala við kjósendur "staying in touch" með "venjulegu fólki": Hann hélt því fram að hann ynni 60 klukkutíma vinnuviku þegar allt væri tekið saman. Ég efast ekki heldur um að Giuliani hafi verið á fullu og einfaldlega ekki haft tíma til að sitja þrautleiðinlega nefndarfundi. Jafnvel þó þessi vinna sem hann er að sækjast eftir: forsetaembættið, felist akkúrat í svona þrautleiðinlegum nefndarfundum, skýrslulestri, og öðrum álíka leiðindum.

Reyndar held ég ekki að Giuliani eða aulinn Jack Kingston séu einir um þetta. Allt bendir til þess að Karl Rove og önnur stjórnmálaséní Repúblíkanaflokksins haldi að hlutverk ríkisstjórna sé að halda völdum og tryggja flokkshollum fjármálamönnum eða hugmyndafræðilegum eldhugum huggulega innivinnu. Afleiðingarnar hafa verið þær sömu og í Sovétríkjunum þar sem frami innan ríkiskerfisins byggðist ekki á hæfileikum heldur flokkshollustu. Sbr. t.d. þessa frétt af atgerfisskorti og óstjórn í bandaríska sendiráðinu í Baghdad, þar sem hæfni umsækjenda var mæld í stuðningi við forsetann, ekki raunverulegri reynslu.

M

* Til að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki að segja að klæðskiptingar geti ekki orðið forsetar, eða að ég hafi órækar sannanir fyrir því að Giuliani sé klæðskiptingur: Ég er bara að segja að það eru til grunsamlega margar ljósmyndir af honum í kvenmannsfötum, og ég held ekki að það falli í kramið hjá afturhaldssömum "siðprúðum" kjósendum Repúblíkana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sem íbúi í WTC hverfinu sl. 9-1/2 ár get ég tekið undir þá sem segja Giuliani tækifærisinnaðann hrokagikk sem notaði sér 911 til framdráttar. Fyrir 911 var hann búið spil og ekkert eftir hjá honum. Alls kyns klúður, þ.á.m. afskipti af listaverkavali safna í borginni og hótunum í kjölfarið á þeim, olli miklu fjaðrafoki og sýndu vel hversu yfirborðskenndur hann er.

Honum er oft gefið að hafa lagað glæpatíðni NY borgar en málið er miklu flóknara en svo að hægt sé að eigna einum manni það, þó svo hann hafi verið borgarstjóri. Aftur var hann "á réttum stað á réttum tíma." Glæpatíðnin reyndist fylgja landlægri kúrfu og mætti eigna fóstureyðingarlögum Roe v Wade frá 1973 sem meira innpúst í að lækka glæpatíðni (sem byrjaði að lækka 1989) en Giuliani. Svo fær hnn borgað fáránlegar upphæðir til að laga aðrar borgir. Skandall.

Ólafur Þórðarson, 21.6.2007 kl. 01:46

2 Smámynd: FreedomFries

Sæll! Ég hef oft lesið, eða heyrt akkúrat þetta - NY búum er upp til hópa meinlílla við Giuliani. Og þegar maðurinn byggir allan pólítískan frama sinn á að hafa verið borgarstjóri NY er magnað að það hafi tekist að horfa framhjá því hversu ílla séður hann var í því starfi.

Það er ótrúlegt að hægrimenn og repúblíkanar (Hér í bna og líka heima) skuli sumir fá stjörnur í augun þegar þeir tala um þennan sköllótta dverg: Bandarískir fjölmiðlar hafa alls ekki staðið sig í að sýna þjóðinni hverskonar skoffín og phony hann er!

Bestu kveðjur á Austurströndina! Magnús

FreedomFries, 21.6.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband