Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Sannanir fyrir að Mel Gibson sé galinn

Gibson og skeggið

Þetta hefur vissulega ekkert með bandarísk stjórnmál eða samfélagsmál að gera, en mér fannst þetta bara of fyndið til að sleppa af þessu hendinni! Og svo er þetta líka besta ljósmynd sem ég hef séð af manninum! Og svo er Mel Gibson líka í miklu uppáhaldi hjá mér - Braveheart og Payback eru ábyggilega með bestu kvikmyndum sem gerðar hafa verið.

Gibson var handtekinn fyrir ölvunarakstur síðasta föstudag, (þetta kemur fyrir virðulegust og bestu borgara), en í staðinn fyrir að reyna að skríða eða ljúga sig út úr vandræðunum, ákvað Gibson, sem er mikið karlmenni, að standa fyrir sínu máli - en samkvæmt frásögnum sjónarvotta ruddi hann út úr sér svívirðingum og skömmum, sem flestar snéru að, jú, gyðingum! Samkvæmt Deadline Hollywood Daily, lýsa sjónarvottar samskiptum Gibson og lögreglunnar þannig

Gibson "blurted out a barrage of anti-Semitic remarks" -- "fucking Jews" and "The Jews are responsible for all the wars in the world" and asking the arresting deputy "Are you a Jew?"

Gibson baðst síðan afsökunar á yfirlýsingunni,

The Oscar-winning filmmaker also apologized for what he said were "despicable" "out of control" statements "that I do not believe to be true"

Fréttina er hægt að lesa hér.

M

 

Update: ABC sjónvarpsstöðin hefur ákveðið að hætta við að láta Gibson og fyrirtæki hans framleiða þáttaröð um helförina. (sjá frétt hjá WSJ hér) Svona eru nú gyðingarnir sem ráða öllu í Hollywood og skemmtanaiðnaðinum vondir og hefnigjarnir? ;)


Ísland í Washington Post

Ísland

Það vaknar alltaf einhver hégómleg þjóðerniskennd þegar maður sér fjallað um Ísland í fjölmiðlum í BNA. Og ég er ekki einn um það, svo mér fannst tilvalið að deila þessari grein úr Washington Post frá í morgun. "Tapped out in Iceland. A Late Night In Reykjavik Leads One Reveler Into the Countryside For Renewal".

Eftir að hafa lesið nokkuð margar svona greinar er ég alltaf jafn hissa á því hversu nákvæmlega þær fylgja ákveðinni formúlu: Yfirleitt þarf ferðagrein um Ísland að byrja í Reykjavík - þar sem annað hvort er kommentað á hversu fallegar íslenskar konur séu - hávaxnar og ljóshærðar, eða að talað er um næturlíf Reykjavíkur. Hvort sem það eru konurnar eða næturlífið er inntakið að Íslendingar séu frekar óheflaður þjóðflokkur, í tengslum við einhvern barbarískan, en göfugan, innri mann sinn. Við erum "lively weekend warriors",  - og sé tekstinn lesinn kemur í ljós að þessi barbaríski innri maður okkar er the noble savage, og í okkar tilfelli eru það norrænir forfeður okkar - því við erum "tall, burly descendants of Vikings". Það bregst ekki að ferðagreinar um Ísland minnast á víkinga í fyrstu málsgrein. (Ég skora á lesendur að finna ferðagrein um Ísland sem ekki fer að tala um víkinga í fyrstu málsgreininni!)

Mér finnst reyndar grunsamlegt að Tommy Nguyen, sem skrifar þessa grein fyrir Washington Post skuli ekki, eins og nánast allir aðrir, tala um ljóshærðar konur. Á hvaða bar var hann eiginlega? Af því að lesa bandarískar ferðagreinar um Ísland hefur mér skilist að allir barir Reykjavíkur séu fullir út úr dyrum af ljóshærðum valkyrjum! En Tommy fylgir reyndar annarri ferðapistlahefð: hann skrifar um hversu nútímalegir, hip og cool við Íslendingar séum: "a few barhops ago the scene looked like Fashion Week in Manhattan" - það er ekki dónalegt. Ferðapennar vitna yfirleitt í Tokyo, London, nú, eða Manhattan. Tommy Nguyen vekur reyndar upp borg sem ég man ekki eftir að hafa oft séð í bandarískum ferðapistlum: Seattle: "it felt like the old Seattle, with kids in black hoodies keeping warm and electrified in their world-class live-music scene". Þetta þótti mér vænt um - útlendingum þykir ekki bara mikið koma til karlmannlegra íslenskra karlmanna, og ljóshærðra íslenskra kvenna, heldur taka þeir eftir því að íslenskir underground unglingar eru líka á heimsmælikvarða...  Ég hef reyndar ekki lesið ferðalýsingar í mússíkpressunni, en mig grunar að þar sé þetta standardþema.

Eftir að hafa opnað ferðagreinina með vinsamlegum orðum um fegurð, karlmennsku og víkingablóðið tekur náttúrulýsingin við - og þá er Íslandi yfirleitt stillt upp sem hreinu á móti mengun og firringu iðnríkjanna. Nguyen beitir reyndar skemmtilegri brellu í greininni - hann tengir umtal sitt um drykkju föstudagskvöldsins og 'toxins' við þerapjútísk áhrif íslenskrar náttúru. Fegurð og hreinleiki íslenskra óbyggða hreinsa mengunina og aðskotaefnin úr líkama ferðalangsins...

Seinna í greininni grípur Tommy til annarrs klassísks frásagnarminnis - Íslendingar borða skrýtinn mat, og tengir það líka við hreinleika okkar, og þerapjútískra eiginleika landsins og menningarinnar:

Still, the unsightly substance somehow reminded me of how many Icelanders believe that eating putrefied cubes of shark meat, called hakarl , is a great way to cure a hangover. Perhaps Icelanders know that only through worldly repulsion can one acquire inner calm. Maybe this place, like rotten dead fish, was on to something.

Tommy heimsækir líka Bláa Lónið, sem endurvekur trú hans á að mennirnir séu allir bræður (í venjulegum ferðagreinum um Ísland er yfirleitt minnst á velferðarkerfið, til að ná sama effect...)

It's one of the few places where you'll see spiky-haired British punks, large German grandmothers and pale Japanese businessmen sharing a warm, relaxing moment together half-naked. ... It's a small world after all.

Nguyen keyrir upp á Snæfellsnes - og er svo vænn að bjóða okkur upp á soundtrakk með ferðinni! Heartless Bastards, Arcade Fire, Bjork, the Sleepy Jackson, Elliott Smith - Tommy Nguyen sannar með tónlistarlistanum að hann er vel að sér í því hvað telst gáfuleg og alternatív tónlist í Bandaríkjunum. Svo er talað um Snæfellsjökul og Jules Verne. Hótel Hellnar - Tommy minnist á hversu dýrt allt sé, en hversu ægilega umhverfisvænt og náttúruvænt líka. Og svo er keyrt inn á hálendið - og þá kemur upp alveg splúnkunýtt þema - hálendið sem Mordor.

At a point when the land of Mordor couldn't seem more impenetrable, off in the distance a sprinkle of yellow dusted the side of a hill. The same thing happened in green, orange, rose -- a rainbow range of rhyolite hills started to appear out of nowhere.

Eftir að Lord of the Rings kom út hefur Mordor líkingin verið að vinna á í ferðalýsingum af Íslandi. En þessi málsgrein leikur á það minni sem allar ferðalýsingar bandaríkjamanna frá Íslandi virðast byggjast á: Ísland sem land andstæðna, og landið þar sem andstæðurnar mætast, og lifa í sátt og samlyndi... í næstu málsgrein talar hann um jarðskorpuhreyfingar og að í gegnum Ísland liggi mót Ameríku og Evrópuplatnanna, og greinina endar hann með þessum orðum:

It felt great making peace with the duality of the Icelandic experience, detoxifying as it was intoxicating.  

Það er merkilegt hversu oft sömu stefin koma upp í þessum ferðalýsingum. Útlendingar sem koma til Íslands búast við alveg ákveðnum hlutum, og hafa alveg ákveðnar hugmyndir um hvað Ísland bjóði þeim upp á - og ódýr orka, jarðgöng og stóriðjurekstur í smáþorpum eru ekki á þeim lista...

M


Ann Coulter og Clintonhjónin

Coulter i blogospherinu

Það væri ábyggilega hægt að búa til sálfræðilegar teoríur um áhuga bandarískra hægrimanna á því að ljúga samkynhneigð upp á pólitíska andstæðinga. Í fyrradag fjallaði ég um ósvífni Republikanaflokksins í Ohio, og furðulegar vangaveltur Robinson í Norður Karólínu - og nú er komið að Ann Coulter. Og Coulter ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því nú er það Bill Clinton sem hlýtur að vera gay. Hægrimenn hafa fyrir löngu þurrausið brandarinn um að Hillary Clinton sé lesbísk, svo það hlaut að koma að því að Bill Clinton væri ásakaður um kynvillu...

DEUTSCH: Before we’re off the air, you were talking about Bill Clinton. Is there anything you want to say about Clinton? No?

Ms. ANN COULTER: No.

DEUTSCH: OK, say it on air.

Ms. COULTER: I think that sort of rampant promiscuity does show some level of latent homosexuality.

DEUTSCH: OK, I think you need to say that again. That Bill Clinton, you think on some level, has — is a latent homosexual, is that what you’re saying?

Ms. COULTER: Yeah. I mean, not sort of just completely anonymous — I don’t know if you read the Starr report, the rest of us were glued to it, I have many passages memorized. No, there was more plot and dialogue in a porno movie.

Tekið úr viðtali Donny Deutsch, á CNBC The Big Idea þann 26 júlí. Það er hægt að lesa viðtalið á Media Matters, nú, eða horfa á það á Mytube.

Pólitískir bloggar og sjónvarpsgrínistar í Bandaríkjunum hafa gert sér mikinn mat úr þessu síðasta Clintongate máli Coulter - og það er álit manna að Coulter sé sennilega endanlega búin að tapa vitinu - eða þá að þetta sé nýjasta brella hennar til að ná athygli. Og það virðist hafa tekist. Eins og sést á Technorati stöplaritið hér að ofan höfðu vinsældir Coulter í blogospherinu verið að dala nokkuð síðan hún var á vörum allra eftir að bókin Godless kom út, og hún lýsti því yfir að 9/11 ekkjur væru athyglissjúkar og gleddust yfir dauða eiginmanna sinna. Clintonkommentin birtast sem smávægilegt stökk lengst til vinstri á stöplaritinu.

Það er reyndar frekar þreytandi að vera stöðugt að velta sér upp úr einkalífi Clinton. Það eru heil sex ár síðan Clinton var forseti, en Coulter og margir aðrir Republikanar hafa ekki enn náð sér af Clintonþráhyggjunni. Ekki að ég er nokkuð viss um að það verða enn vinstrimenn sem tala um Bush og heimsku hans sex árum eftir að hann lætur af embætti. Árið 2014 verða því bloggarar að velta fyrir sér seinustu sönnunum um greindarskort GWB. (Þetta eru sterótýpurnar sem andstæðingarnir hafa búið til af þeim félögum - Clinton: kynóður, Bush: heimskur...) En það sem er athyglisvert við þessa þráhyggju Republikana og ítrekaðar yfirlýsingar og aðdróttanir um kynhneigð manna er að í huga þeirra (og margra kjósenda, vafalaust) er að samkynhneigð hljóti að vera einhverskonar djúpstæður persónuleikagalli - og að það sé fullkomlega í lagi að ráðast á menn opinberlega með því að smella á þá slíkum stimpli.

Clintonkommentið er reyndar ekki það eina athyglisverða í viðtalinu: Coulter, sem hefur lýst því yfir að hún sé kristin bókstafstrúarmanneskja, og sæki kirkju á hverjum sunnudegi, viðurkennir að hún horfi á klámmyndir - og hafi lagt á minnið langa kafla úr Starr-skýrslunni. Ég er ekki alveg viss um að það samrýmist hugmyndum kristinna bókstafstrúarmannna?

M


Washington DC ekki í Bandaríkjunum, enda ekki ríki?

Ég er búinn að sjá þessari Steven Colbert klippu póstað á nokkrum bloggum í dag - og það er því ekki seinna vænna en að ég pósti henni hérna... Þetta er reyndar ábyggilega með betri viðtölum Colbert. Eleanor Holmes Norton, þingmaður fyrir Washington DC, neyðist t.d. til að reyna að sannfæra Colbert um að Washington DC sé í Bandaríkjunum, þó það sé ekki ríki, heldur 'district' (D.C. stendur fyrir 'District of Columbia'). Viðtalið í heild sinni er á YouTube.

M


Og þegar þú hefur ekkert á andstæðinginn hlýtur hann að vera gay...

Brad Miller

"The GOP thinks you're gay" er titillinn á færslu hjá Wonkette í gær, og fjallar, meðal annars um Vernon Robinson, sem ég skrifaði um fyrr í dag, en hann virðist vera einn af þessum stjórnmálamönnum sem býr í annarri veröld en við hin, og er fyrir vikið óþrjótandi uppspretta sérkennilegra frétta. Tilefni færslu Wonkette er að Ken Blackwell, sem er frambjóðandi republikana í Ohio, hefur í örvæntingu sinni (Blackwell virðist ætla að tapa kosningunum með stæl), gripið til þess ráðs að saka mótframbjóðandann Ted Strickland (óskyldur Buck Strickland, eiganda Strickland Propane...) um að vera samkynhneigður. Þannig er að Strickland, sem er prestvígður og giftur, á engin börn, en það hlýtur að vera mjög grunsmlegt. Í fjöldapósti sem sendur var til stuðningsmanna Blackwell var þetta gert að umtalsefni, og einnig gefið í skyn að Strickland væri hliðhollur barnaníðingum. Sjá frétt hjá Columbus Dispatch.

Robinson beitir sömu lógík þegar hann ásakar andstæðing sinn, demokratann Miller, um samkynhneigð. Af hverju? Jú, Miller og frú eru barnslaus, og Miller er einn af bloggurum Daily Kos, og vinur Markos 'Kos' Maulitsas. Þetta finnst Robinson mjög grunsamlegt. Allir barnlausir menn, sem eiga þess utan karlkyns vini, hljóta að vera samkynhneigðir? Robinson sendi út bréf til allra kjósenda í kjördæminu, sem ásakaði Miller um allskonar syndir...

Brad Miller has gotten into bed with Markos Moulitsas Zuniga, a 35-year old musician who was raised in El Salvador before moving to San Francisco. ... Brad Miller is a childless, middle-aged, trial lawyer whose ideological worldview was formulated when he joined the ranks of the hippie peaceniks and volunteered on Eugene McCarthy’s 1968 presidential campaign.

En það er ekki allt, því Robinson er líka sannfærður um að Miller hljóti að vera kommúnisti og hata guð, og rökin? Miller hefur verið í Evrópu.

When Brad left the country to attend the socialist schools of Europe, he was further indoctrinated against Judeo-Christian values, the necessity for a strong military, the wisdom of limited government and the principles of free market competition

Miller er doktor í stjórnmálafræði frá London School of Economics, sem meðal annars hefur menntað hættulega kommúnista á borð við Michael Chertoff, Secretary Homeland Security og Paul Valcker, sem var yfirmaður the Federal Reserve í valdatíð Reagan.

Það skelfilegasta er að taktík á borð við þessa hefur oft gagnast Republikanaflokknum.

M


The Twilight Zone og þingmenn Norður Karolínu

Nýleg kosningauglýsing Vernon Robinson, republikana frá Norður Karólínu verður líklega minnst sem einni rosalegustu sjónvarpsauglýsingu þessarar kosningabaráttu. Í Norður Karólínu hafa kjósendur áhyggjur af hnignum hefðbundinna gilda, og það veit frambjóðandi Republikana, Vernon Robinson. Robinson lýsir sjálfum sér sem "íhaldssömum Republikana", hefur haldið úti nokkuð stífri baráttu gegn Brad Miller, sem vann 59% atkvæða í seinustu kosningum.

Barátta þeirra Vernon og Miller er forvitnileg fyrir nokkurra hluta sakir. Miller er frekar frjálslyndur demokrati, en þó ekki svo að hann geti talist í hópi frjalslyndustu demokrata þingsins. En á mælikvarða Robinson er Miller þó stórhættulegur - í nýlegri útvarpsauglýsingu ræðst hann á Miller, við undirleik Mariachi bands lýsir hann því yfir að Miller stefni að því að fylla bandaríkin af Mexikönum og öðru fólki sem góðum guðhræddum bandaríkjamönnum ætti að vera í nöp við:

Brad Miller supports gay marriage and sponsored a bill to let American homosexuals bring their foreign homosexual lovers to this country on a marriage visa. If Miller had his way, America would be nothing but one big fiesta for illegal aliens and homosexuals.

En útvarpsauglýsingar Robinson blikna við hliðina á sjónvarpsauglýsingu sem hann hefur sjálfur skýrt 'the twilight zone'. Sú mynd sem Robinson dregur upp af hignun hefðbundinna gilda er ekki fögur, og hverjum er um að kenna. Íhaldssamir og afturhaldssamir repúblíkanar keppast við að lofa Robinson fyrir að þora að segja sannleikann... meðan aðrir bandaríkjamenn geta ekki gert það upp við sig hvort Robinson sé að grínast eða hvort þeir eigi að vera skelefingu lostnir. Robinson er hæst ánægður með viðbrögðin, og er stoltur af því að vera líkt við Ann Coulter...

Ég mæli með því að fólk horfi á auglýsinguna - Robinson er með hana á heimasíðu sinni:

Heimasíða Vernon Robinson.

M

 

 


Og nú er komið að kókaíni og vændiskonum

Robert Wexler

Enn eru Demokratar að skjóta sig í fótinn... Steven Colbert fékk Robert Wexler, sem situr á bandaríkjaþingi sem fulltrúi Florida, til að lýsa því yfir að sér þætti kókaín skemmtilegt, vændiskonur sömuleiðis, en best væri að njóta bæði í einu... Colbert byrjaði á að fá Wexler til að láta eftirfarandi yfirlýsingu flakka: 

I enjoy cocaine because it's a fun thing to do 

Og í kjölfarið lýsti Wexler eftirfarandi yfir: 

I enjoy the company of prostitutes for the following reasons; because it's a fun thing to do. If you combine the two together, it's probably even more fun. 

Wexler meinti auðvitað ekki það sem hann sagði - Colbert hefur tekist að veiða nánast allir gestir sína í álíka gildrur. Bill Kristol fékk t.d. fyrir stuttu skemmtilega útreið. En yfirlýsingar Wexler voru fljótar að komast í fréttirnar hjá Fox. Að vísu urðu Fox news að klippa Colbert niður, til að ná fram réttum effekt. Það er hægt að sjá viðtalsbútinn með Colbert og Wexler, ásamt fréttaskoti Fox á youtube

M


Dickerson á þing

Í gær póstaði ég færslu um Rick Dickerson, demokrata sem sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, í haust, en Dickerson, sem hefur áhyggjur af siðleysi og glæpum í samfélaginu, er nú frjáls ferða sinna eftir að hafa lagt fram 100.000 dollara tryggingu. Málavextir eru eiginlega of ótrúlegir til að maður trúi fréttinni - en enn sem er hefur engin af 'national' fréttastofum, blöðum eða sjónvarsstöðvum bandarikjanna tekið fréttina upp. Stærsta blaðið sem fjallað hefur um Dickerson er Baltimore Sun. Ég bíð hins vegar spenntur eftir því að það komi meiri fréttir af honum - og ekki síður eftir því að hægriblogg eða AM talk radio í BNA pikki fréttina upp! The Captains Quarters og Michael Savage hefðu ekki getað upphugsað eða fundið ævintýralegri frambjóðanda fyrir Demokrataflokkinn þó þeir hefðu lagt sig alla fram.

Eini pólitíski blogginn, svo ég viti til, sem hefur fjallað um Dickerson er Wonkette -  sem reyndar leggur sig alla fram um að leita uppi ósmekklegar fréttir, eða búa til ósmekkleg comment um annars sakleysislegar fréttir. (Wonkette er libertarian leaning blogg.)

Þá er það að frétta að Dickerson ætli ekki að draga framboð sitt til baka, þó það sé nokkuð útilokað að hann nái kjöri...

 


Siðleysingjar, glæpa- og ofbeldismenn allra landa...

Dickerson

Og þegar við héldum að það væri sennilega ekki hægt að ganga lengra hefur Demokratanum David Dickerson, tekist að toppa alla vitfirringu sem ég hef lesið! Málavextir eru þeir að Dickerson, sem er 43 ára, og hefur sóst eftir tilnefningu demokrataflokksins til framboðs til öldungadeildarinnar fyrir Maryland, hefur verið kærður fyrir að hafa misþyrmt, nauðgað og lamið 19 ára gamla eiginkonu sína - sem hann, á mjög rómantískan máta, kynntist eftir að hafa sent eftir henni úr póstlista frá Lettlandi.

Dickerson hefur enn ekkert látið í sér heyra um ásakanirnar, en á heimasíðu sinni (sjá DickersonForSenate.com) lýsir frambjóðandinn yfir þungum áhyggjum yfir glæpum, ósiðlegheitum og hnignandi siðgæði. Ég var sérstaklega hrifinn af efrifarandi málsgrein:

Violence in our society is beyond worrisome. Crime and drugs have reached alarming proportions, so we need to stop the strong from taking advantage of the weak.

Svona menn þurfum við á þing - einhver þarf að vernda smælingjana gegn kúgun hinna sterku? Þegar lögreglan mætti á heimili Dickerson, eftir að konan hringdi í 911, útskýrði Dickerson að hún væri "crazy in the head"...

Fréttir af Dickerson má lesa hjá Baltimore Sun, NBC (Virginia), ABC (Virginia), NBC (Baltimore) og WTOP (útvarpsstöð í Washington DC)

M.


Tölfræði um blogg

Flest blogg deyja á fáeinum dögum eða vikum, konur blogga meira en karlmenn, og meirihluti bloggara er á aldrinum 13-19 ára. Þessar og aðrar merkilegar vangaveltur um eðli og þróun blogga má lesa í þessari grein á Perseus.

Samkvæmt athugun Perseus lifir fjórðungur allra blogga ekki lengur en einn dag, en séu þessir andvana fæddu bloggar ekki teknir með, var meðalaldur blogga sem höfðu dáið drottni sínum aðeins fjórir mánuðir - karlmenn eru tölfræðilega líklegri til að gefast upp á bloggum og yfirgefa þá, og bloggar sem lifa eru að meðaltali með tvisvar sinnum lengri færslur en bloggar sem deyja. 92.4% allra blogga eru stofnaðir af fólki yngra en 30 ára.

Það sem kom mér helst á óvart var hversu fáir bloggar eru uppfærðir daglega - Perseus telur að innan við hálft prósent allra blogga sé uppfærður daglega.

FreedomFries er því miður augljóslega í mikilli hættu á að deyja drottni sínum. Ekki nóg með að þetta blogg sé ennþá innan við fjögurra mánaða gamalt, og því enn tölfræðilega í mikilli hættu á að vera yfirgefið, en höfundurinn er líka karlmaður, en samkvæmt Perseus, og gamalli þjóðtrú, erum við líklegri en konur til að yfirgefa afkvæmi okkar, hvort heldur elektrónísk eða líffræðileg. Það versta er að Perseus er sannfærður um að blogg með 'nanoaudiences' - fáeina lesendur - deyi bæði frekar og fyrr en önnur blogg. Mér sýnist meðalfjöldi lesenda á FreedomFries vera um tíu manns á dag... En maður ætti aldrei að láta tölfræðina gera sig dapran.

M

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband