Repúblíkanar of "þreyttir" til að klára þingstörf

Tveir fuglar: talið frá vinstri: Skallaörn, Vælukjóinn Jack Kingston.jpg

Þegar ég sá fyrst að liberal bloggarar voru að uppnefna 109 löggjafarþing bandaríkjanna "the do nothing congress" hélt ég að þeir væru að vísa til þess að Repúblíkanaflokkurinn hafi ekki sinnt skyldum sínum við kjósendur - þingið hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdavaldinu. Ástæðan er þó mun einfaldari: Núverandi þingmeirihluti Repúblíkanaflokksins hefur ósköp einfaldlega ekki nennt að mæta í vinnuna!

Before the midterm elections, GOP leaders had dismissed the Democrats' "do-nothing" label for the 109th Congress as political posturing, promising that a robust post-election session would put the accusation to rest. Instead, Republican lawmakers will have met for one week in November, devoted almost exclusively to leadership elections for next year, and one week in December, largely to pick committee assignments, move offices and pass a measure to keep the government operating through February.

En það er ekki bara að repúblíkanar hafi ekki getað mætt í vinnuna vegna þess að þeir hafi allir verið heima undir sæng í þunglyndi yfir útkomu kosninganna, því alls hafa þeir haldið 103 þingfundi undanfarið ár - vinnuvikan hefur að jafnaði byrjað eftir hádegi á þriðjudögum og lokið fyrir hádegi á fimmtudögum! Opinberir frídagar, þegar venjulegt fólk fær eins dags frí frá vinnu, hafa þingmenn notað sem afsökun til að taka sér viku frí frá vinnu.

Þetta væri svosem ekkert stórmál ef þingmenn væru þeim mun duglegri þegar þeir hundskuðust til að mæta í vinnuna - en þingmeirihluti Repúblíkana komst ekki yfir að ganga frá og samþykkja routine fjárveitingar til ríkisstofnana. Frekar en að klára þingstörf hafa þingmenn Repúblíkana ákveðið að taka sér jólafrí snemma, og láta næsta þingi, þegar demokratar verða komnir með meirihluta, sjá um að klára lagasetningar um 460 milljarða ríkisframlög til ríkisstofnana og ráðuneyta.

Af hverju geta repúblíkanar ekki klárað þessi þingstörf? Sumir vinstrimenn hafa haldið því fram að hér sé á ferð einhverskonar klókt plott: með því að velta leiðindastörfum eins og fjárlögum á næsta þing verði demokratar of störfum hlaðnir til að geta ráðist í einhver radikal stórvirki. Ástæðan er hins vegar mun einfaldari. Mike Pence, repúblíkani frá Indiana segir að þingmenn séu barasta of þreyttir til að geta hangið í vinnunni mikið lengur:

There is a lot of battle fatigue among members, probably on both sides of the aisle ... Contrary to popular belief, members of Congress are human beings. They have a certain shelf life and a certain amount of energy to be drawn on. We're tired.

Carpetbagger Report hafði þetta að segja um væl Mike Pence:

Tired“? Americans are supposed to understand lawmakers’ unwillingness to do their job because they’re worn out? Two quick thoughts. One, members of Congress don’t get to whine about running out of “energy” and feeling “tired.” Soldiers in a disastrous war, which Congress has been reluctant to talk about, they get to talk about feeling tired.

Two, what, exactly, has worn these guys out? Have any major pieces of legislation passed both houses of Congress this year? Lawmakers may be fatigued after running from reporters who have questions about Mark Foley, Tom DeLay, Duke Cunningham, and Bob Ney, but that’s not much of an excuse.

Nýkjörnir þingmenn Demokrata hafa hins vegar lofað að mæta í vinnuna á mánudagsmorgnum, og sitja stíft við alla vikuna! Þetta þykja Repúblíkönum vondar fréttir. Í viðtali við Washington Post í morgun sagði Jack Kingston, repúblíkani frá Georgíu að þetta væri ein enn sönnun þess að Demokrataflokkurinn hataði fjölskyldur og fjölskyldugildi!

"Keeping us up here eats away at families," said Rep. Jack Kingston (R-Ga.), who typically flies home on Thursdays and returns to Washington on Tuesdays. "Marriages suffer. The Democrats could care less about families -- that's what this says."

Búúhúú!

M

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væru nú sennilega margir til í að vinna bara frá þriðjudegi til fimmtudags eins og Jack Kingston og félagar.    En þetta var eftir andskotans demókrötunum að reyna að eyðileggja fjölskyldulíf fólks með þessum hætti...auðvitað angi af þeirra "radical homosexual agenda".

Annars var skemmtileg umjöllun þetta í 20/20 á ABC og þar kom Mike Rowe þáttastjórnandi "Dirty Jobs" á Discovery Channel og bauð þingmönnum repúblikana að koma með sér og vinna 12 tíma vinnudag á svínabúi til þess að komast í tengsl við veruleika hinns vinnandi manns.  Þeir hefðu gott af því blessaðir.

Róbert Björnsson (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 00:40

2 Smámynd: FreedomFries

Ég horfi frekar lítið á sjónvarpið. Allt of lítið meira að segja! Helst að ég reyni að ná Charlie Rose á kvöldin, jú og svo horfi ég stundum á Fox 9o'clock news, bara upp á skemmtigildið, skúbbfréttir um snjóstorma og methlabs standa alltaf fyrir sínu!

FreedomFries, 8.12.2006 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband