Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Engin "enduruppbygging" í Írak

iraqFyrir nokkrum mánuðum síðan ætlaði allt um koll að keyra þegar blaðamenn og sumir stjórnmálamenn vildu fara að nota orðið "borgarastríð" um upplausnarástandið í Írak. Bush tapaði þeirri rimmu, og í dag nota bandaríkjamenn orðið "borgarastríð" nokkuð frjálslega. Fyrir vikið virðist víglínan í þessum orðskilgreiningarstríðum hafa færst, því nú deila menn um hvort það megi segja að stríðið sé tapað eða ekki.

Í ljósi þess að það koma engar góðar fréttir frá Írak, og ekkert bendir til þess að Bandaríkjamenn geti á endanum "sigrað" þetta stríð - eða náð neinum af upprunalegum markmiðum - finnst mér nokkuð ljóst að stríðið er tapað. Ein réttlæting stjórnarinnar fyrir því að hermenn fái að vera áfram í Írak til þess að láta sprengja sig í loft upp hefur verið að án hersins sé engin leið til að vinna allt hið óeigingjarna og mikilvæga enduruppbyggingarstarf sem stjórnin taldi okkur trú um að væri nauðsynleg til að "vinna hugi og hjörtu" Íraka. Nú kemur í ljós að þessi uppbygging er í jafn mikilli upplausn og jafn misheppnuð og öll önnur verkefni sem Bush kemur nálægt. Skv New York Times:

Inspectors Find Rebuilt Projects Crumbling in Iraq

In a troubling sign for the American-financed rebuilding program in Iraq, inspectors for a federal oversight agency have found that in a sampling of eight projects that the United States had declared successes, seven were no longer operating as designed because of plumbing and electrical failures, lack of proper maintenance, apparent looting and expensive equipment that lay idle.

The United States has previously admitted, sometimes under pressure from federal inspectors, that some of its reconstruction projects have been abandoned, delayed or poorly constructed. But this is the first time inspectors have found that projects officially declared a success in some cases, as little as six months before the latest inspections were no longer working properly. ...

At the maternity hospital, a rehabilitation project in the northern city of Erbil, an expensive incinerator for medical waste was padlocked — Iraqis at the hospital could not find the key when inspectors asked to see the equipment — and partly as a result, medical waste including syringes, used bandages and empty drug vials were clogging the sewage system and probably contaminating the water system.

The newly built water purification system was not functioning either. ...

Curiously, most of the problems seemed unrelated to sabotage stemming from Iraq’s parlous security situation, but instead were the product of poor initial construction, petty looting, a lack of any maintenance and simple neglect.

Það eru auðvitað ekki fréttir fyrir flest fólk að það sé upplausn í Írak, en það verður að hafa í huga að Bush hefur haldið því fram að "progress is being made", að herinn sé að vinna mikið og óeigingjarnt enduruppbyggingarstarf. Öll verkefnin sem endurskoðunin tók til höfðu fengið "mission accomplished" stimpil frá stjórninnu. Ef verkefnin sem stjórnin tilkynnir að séu "tilbúin" eru í upplausn eða glötuð, hvað þá með öll hin uppbyggingarverkefnin?

The new findings come after years of insistence by American officials in Baghdad that too much attention has been paid to the failures in Iraq and not enough to the successes.

Brig. Gen. Michael Walsh, commander of the Gulf Region Division of the Army Corps, told a news conference in Baghdad late last month that with so much coverage of violence in Iraq “what you don’t see are the successes in the reconstruction program, how reconstruction is making a difference in the lives of everyday Iraqi people.

Þetta eru nefnilega stórfréttir, því rök forsetans fyrir því að það eigi ekki að draga herinn til baka hafa undanfarið ár, eða svo, verið að fjölmiðlar dragi upp of neikvæða mynd af ástandi mála í Írak -og að ef herinn verði dreginn til baka muni allt hjálparstarfið sem hann er að vinna stöðvast. Nú kemur semsagt í ljós að herinn er ekki að vinna neitt uppbyggingarstarf?

Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna er núorðið á móti stríðinu, og vill að herinn verði kallaður heim. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig stjórnmálaumræðan þróast næsta árið, því forsetaframbjóðendur Repúblíkana hafa allir lýst sig fylgjandi stríðinu, og flokkurinn ekki mótað sér aðra stefnu en að halda því fram að það jafngildi uppgjöf að viðurkenna að stríðið sé tapað. Ef það gerist ekki eitthvað mjög dramatískt sem breytir skoðunum kjósenda, eða ef stríðið vinnst ekki allt í einu á undraverðan hátt, er ljóst að flokkurinn mun bíða afhroð í kosningunum 2008.

M


Einn af skirlífistalsmönnum stjórnarinnar segir af sér - eftir að upp kemst að hann var fastakúnni "nuddþjónustu"

Randall TobiasRandall L. Tobias var yfirmaður allrar þróunaraðstoðar Bandaríkjanna, og sérlegur sendiherra í alnæmismálum, þ.e. þar til að hann sagði af sér í dag. Ástæðan ku vera, samkvæmt Reuters og ABC fréttastofunni, að hann hafi verið fastakúnni á hóruhúsi í Washington:

Randall L. Tobias submitted his resignation Friday, one day after confirming to ABC News that he had been a customer of a Washington, D.C. escort service whose owner has been charged by federal prosecutors with running a prostitution operation.

Tobias, eins og sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, sem einnig notfærði sér svipaða þjónustu (reyndar mannaða karlmönnum), heldur því reyndar fram að þetta hafi allt verið afskaplega saklaust. Enda er maðurinn giftur! Semsagt, hann var alltaf svo stirður eftir að hafa verið að berjast við fátækt og alnæmi allan daginn, að hann þurfti að fá "nudd":

On Thursday, Tobias told ABC News he had several times called the "Pamela Martin and Associates" escort service "to have gals come over to the condo to give me a massage."   Tobias, who is married, said there had been "no sex," and that recently he had been using another service "with Central Americans" to provide massages

Sko! Og þó við viljum ekki trúa fyrri hluta þessarar lygasögu hljótum við að vera sammála að hann hafi einhvernveginn gerst sekur um smávægilegri glæpi þegar hann fór að fá "nudd" frá mið-amerískum konum?

Afsögn Tobias er auðvitað ekki neitt reiðarslag fyrir ríkisstjórnina, og ég er satt best að segja ekki viss um að hún komist á forsíður blaðanna - það fer þó eftir þvi hversu mikið verður af öðrum fréttum. En þetta mál inniheldur samt öll mikilvægustu einkenni almennilegs kynlífsskandals. Tobias var nefnilega, sem AIDS-Ambassador Bush, ötull talsmaður skirlífis, og beitti sér meðal annars gegn því að notkun smokka væri liður í baráttunni gegn alnæmi. Áður en hann fór í einhverskonar skirlífistúr um Afríku árið 2004 sagði hann:

The message to young people in the schools is not either ‘Be abstinent or here are condoms, take your pick.’ It is a message of ‘Be abstinent.’ Delaying sexual activity is a means of eliminating the risk of infection.

Það er eitthvað alveg sérlega ógeðfellt við hræsni á borð við þessa.

M


Forsetaframbjóðendur demokrata í kappræðum

The somewhat united frontÞetta fór víst fullkomlega framhjá mér: forsetaframbjóðendur demokrata hittust allir og héldu kappræður hvor við annan. Meginefni ræðuhaldanna skilst mér þó að hafi fyrst og fremst verið hver þeirra væri mest á móti stríðinu í Írak. Samkvæmt fréttum virðist Obama hafa verið stjarna kvöldsins, en Dennis Kuchinich, sem allir vita að á sennilega jafn mikinn séns í að vinna tilnefningu flokksins og Don Imus, virðist þó hafa náð að fanga athygli áhorfenda. Washington Post:

For 90 mostly low-keyed minutes, the Democratic candidates offered a somewhat united front in denouncing Mr. Bush for the way he handled the war and saying that they should work to assemble the votes to try to override Mr. Bush’s expected veto.

Ég veit ekki alveg hvað þetta "somewhat united front" á að fyrirstilla - kannski að sumir, eins og Kuchinich og Mike Gravel vilja vantraustsyfirlýsingar á stjórnina, og sennilega helst að forsetinn verði dreginn út á tún, tjargaður og fiðraður:

At one point, Mike Gravel, a former Senator from Alaska, said he wanted Congress to pass a law “making it a felony” for the administration to stay in Iraq.

Mrs. Clinton and Mr. Obama appeared slack-jawed as Mr. Gravel loudly made his argument.

CNN segir að það hafi ekki verið neinn "sigurvegari" í þessum kappræðum:

"I'm not sure there was a stand-out in this," she said. "I thought it was a pretty mellow debate. You didn't see any blood spilled. You didn't see any real confrontation."

"There was some at the end, but it wasn't the kind of thing that you get in the heat of the moment when a primary election is about to come up. I think what this debate did was serve that beginning mark for these Democrats."

Það er líka mjög skiljanlegt að frambjóðendur demokrata vilji "play it safe" í bili, því "sigurstranglegustu" frambjóðendur repúblíkana - Giuliani, Romney og McCain virðast allir eiga álíka mikinn séns að vinna kosningar og Kuchinich. Giuliani er crossdresser og hefur stutt ríkisfjármögnun fóstureyðinga - McCain er elliært gamalmenni og Romney var fylgjandi hjónaböndum samkynhneigðra og fóstureyðingum, áður en hann ákvað að bjóða sig fram til forseta. Jú, og svo laug hann því líka að hann væri "a lifelong hunter", en hefur víst aldrei verið meðlimur í NRA og bara farið tvisvar á skytterí, til að skjóta "squirrels, rodents, small creatures..."

M


Rick Renzi, saksóknarahreinsunin og nýjustu spillingarmál repúblíkana

Rick RenziÞað er frekar erfitt að fylgjast með fréttum af nýjustu spillingarmálum repúblíkana og saksóknarahreinsuninni. Ekkert þessara mála hefur verið leitt til lykta, og þau virðast öll einhvernveginn tengd. Nýjasta dæmið er rannsókn alríkislögreglunnar á Rick Renzi, þingmanni repúblíkana frá Arizona. Renzi auðgaðist á vafasömu landbraski, og er sakaður um að hafa þrýst á um löggjöf og fjárveitingar fyrir hönd viðskiftafélaga sinna.

Fréttir af Renzi eru orðnar frekar gamlar - það fréttist fyrst af þessu máli í fyrra. Renzi vann engu að síður endurkjör (naumlega). Í síðustu viku var svo gerð húsleit í fyrirtækjum í eigu fjölskyldumeðlima Renzi, og í kjölfarið hefur hann sagt af sér allri nefndarsetu í þinginu. Samkvæmt fréttum hefur Renzi einnig beðið flokkinn að aflýsa þáttöku sinni á öllum kosninga- og fjáröflunarfundum, nokkuð sem sumum blogurum finnst benda til þess að hann ætli að segja af sér þingmennsku.

Það sem gerir þetta Renzi mál forvitnilegt er að það (eins og reyndar flest pólítísk spillingarmál sem komið hafa upp undanfarnar vikur og mánuði) virðist tengjast saksóknarahreinsuninni. Paul Charlton, alríkissaksóknari Arizona, sem var að rannsaka viðskifti Renzi var einn þeirra sem var rekinn af Alberto Gonzales, meðan hann var í einu af minnisleysisköstum sínum. Dagblöð í Arizona hafa velt því fyrir sér hvort þetta sé bara merkileg tilviljun, eða hvort eitthvað meira búi undir.

En jafnvel þó Charlton hafi ekki verið rekinn fyrir að rannsaka Renzi virðist sem dómsmálaráðuneytið hafi kerfisbundið reynt að sabotera rannsóknina. Wall Street Journal - sem verður ekki sakað um að vera einhverskonar málgagn bandarískra vinstrimanna - útskýrir þetta sérkennilega mál:

As midterm elections approached last November, federal investigators in Arizona faced unexpected obstacles in getting needed Justice Department approvals to advance a corruption investigation of Republican Rep. Rick Renzi, people close to the case said.

The delays, which postponed key approvals in the case until after the election, raise new questions about whether Attorney General Alberto Gonzales or other officials may have weighed political issues in some investigations....

Investigators pursuing the Renzi case had been seeking clearance from senior Justice Department officials on search warrants, subpoenas and other legal tools for a year before the election, people close to the case said....

...the investigation clearly moved slowly: Federal agents opened the case no later than June 2005, yet key witnesses didn't get subpoenas until early this year, those close to the case said. The first publicly known search -- a raid of a Renzi family business by the Federal Bureau of Investigation -- was carried out just last week....

...the Renzi case -- like many that involve members of Congress -- is being handled jointly by the local U.S. attorney and the department's public-integrity section. In such cases, a senior department official must approve requests for wiretaps and warrants and other formal legal steps.

Lögreglumenn sem voru að rannsaka Renzi urðu að bíða mánuðum saman eftir að fá leyfi til að hlera síma hans - og loks þegar leyfið var gefið var rannsóknin komin í fréttirnar. Samskonar seinagangur einkenndi viðbrögð dómsmálaráðuneytisins við rannsókn Carol Lam í San Diego á Duke Cunningham. Cunningham endaði í fangelsi, og Lam var rekin. Ég er varla einn um að finnast þetta vera grunsamlegar tilviljanir.


Karl Rove undir rannsókn OSC vegna umfangsmikillar pólítískrar spillingar

Rove enn og aftur að sýna blaðaljósmyndurum hvað hann kann í fingramáli...The Office of Special Councel er embætti sem sér um rannsóknir á lögbrotum og yfirsjónum ríkisstarfsmanna, sérstaklega brot á lögum sem banna bandarískum ríkisstarfsmönnum að nota embætti sín eða aðstöðu til að reka erindi eins stjórnmálaflokks frekar en annars. Það fer yfirleitt mjög lítið fyrir þessari skrifstofu, og fjölmiðlar hér vestra lýsa henni sem "an obscure federal investigative unit", aðallega vegna þess að embættið lætur háttsetta embættismenn yfirleitt í friði.

Það vekur því óneitanlega athygli að OSC skuli hafa hafið rannsókn á embættisfærslum og umsvifum Karl Rove! Skv. LA Times:

...the Office of Special Counsel is preparing to jump into one of the most sensitive and potentially explosive issues in Washington, launching a broad investigation into key elements of the White House political operations that for more than six years have been headed by chief strategist Karl Rove.

The new investigation, which will examine the firing of at least one U.S. attorney, missing White House e-mails, and White House efforts to keep presidential appointees attuned to Republican political priorities, could create a substantial new problem for the Bush White House. 

First, the inquiry comes from inside the administration, not from Democrats in Congress. Second, unlike the splintered inquiries being pressed on Capitol Hill, it is expected to be a unified investigation covering many facets of the political operation in which Rove played a leading part.

Ástæða rannsóknarinnar er vitaskuld að nafn Karl Rove hefur komið óeðlilega oft upp í tengslum við grunsamlegar embættisfærslur. Það er einfaldlega of margt sem bendir til þess að Rove hafi beitt áhrifum sínum innan Hvíta Hússins til þess að þrýsta á ríkisstarfsmenn til að taka pólítískar ákvarðanir, eða haga embættisfærslu sinni með þeim hætti að það þjónaði hagsmunum Repúblíkanaflokksins.

The question of improper political influence over government decision-making is at the heart of the controversy over the firing of U.S. attorneys and the ongoing congressional investigation of the special e-mail system installed in the White House and other government offices by the Republican National Committee. 

All administrations are political, but this White House has systematically brought electoral concerns to Cabinet agencies in a way unseen previously.

For example, Rove and his top aides met each year with presidential appointees throughout the government, using PowerPoint presentations to review polling data and describe high-priority congressional and other campaigns around the country.

Some officials have said they understood that they were expected to seek opportunities to help Republicans in these races, through federal grants, policy decisions or in other ways.

Þó sum lönd, eins og Kína og Norður Kórea, geri engan greinarmun á flokknum og ríkinu er ákveðin hefð fyrir því í lýðræðislegum réttarríkjum að skilja hér á milli - ríkið og stofnanir þess eru ekki herfang þess flokks sem sigrar kosningar, og það er ekki eðlilegt að stjórnmálamenn beiti ríkinu og stofnunum þess til þess að klekkja á pólítískum andstæðingum. Karl Rove hefur kerfisbundið unnið gegn þessari grundvallarhugmynd.

Bloch said the new investigation grew from two narrower inquiries his staff had begun in recent weeks.

One involved the fired U.S. attorney from New Mexico, David C. Iglesias.

The other centered on a PowerPoint presentation that a Rove aide, J. Scott Jennings, made at the General Services Administration this year.

That presentation listed recent polls and the outlook for battleground House and Senate races in 2008. After the presentation, GSA Administrator Lorita Doan encouraged agency managers to "support our candidates," according to half a dozen witnesses. Doan said she could not recall making such comments.

Nei, því starfsmenn Hvíta Hússins eru allir minnislausir þorskar? Ósvífni Rove er reyndar ansi merkileg - því hann sat sjálfur yfir fjölda funda, og það er því fjöldi vitna að þessum umsvifum hans öllum. Rove, og talsmenn Hvíta Hússins, hafa bent á að það sé ekkert óeðlilegt við að ríkisstarfsmenn og pólítískt skipaðir embættismenn, sitji fyrirlestra þar sem rætt sé um stjórnmál. Það vekur hins vegar grunsemdir hversu oft þessir fundir voru haldnir, og efni þeirra, og skilaboð - að verkefni allra ríkisstarfsmanna væri að tryggja áframhaldandi valdasetu repúblíkana - eru hins vegar frekar vafasöm:

During such presentations, employees said they got a not-so-subtle message about helping endangered Republicans. ... Whether legal or not, the multiple presentations revealed how widely and systematically the White House sought to deliver its list of electoral priorities.

---

OSC, undir stjórn Scott J. Bloch, verður seint sökuð um að vera einhverskonar handbendi demokrataflokksins - Bloch var skipaður af Bush fyrir þremur árum, og hafði fram til þess verið í dómsmálaráðuneytinu, þar sem hann vann fyrir "the Task Force for Faith-based and Community Initiatives". Bloch virðist líka vera fanatískur siðapostuli - hann hefur ofsótt samkynhneigða undirmenn og bannað kvenkyns starfsmönnum að ganga í of stuttum pilsum... Þó það séu ekki öll kurl komin til grafar virðist þetta mál því varla afskrifað sem einhverjar "liberal" ofsóknir.

UPDATE:

Þeir sem efast um pólítískt inntak þessara fyrirlestra er bent á C-Span upptöku af þingyfirheyrslu yfir General Services Administration Chief Lurita Doan fyrir nokkrum vikum síðan. Aðstoðarmaður Rove hélt einn af fyrirlestrum sínum á skrifstofu Doan, sem þykist ekki muna eftir fundinum... Bruce Braley, þingmaður demokrata, sýnir Powerpoint skyggnur fyrirlestrarins, en Doan getur ekki gefið neinar skynsamlegar skýringar á því af hverju "saklaus" fyrirlestur um stjórnmálaástand snúist allur um kosningarnar 2008, hvaða kjördæmi séu "House Targets", hver "Senate Targets", í hvaða fylkjum séu tækifæri fyrir "Republican Offense," eða "Republican Defense." Samkvæmt vitnum á fundinum á Doan að hafa spurt hvernig skrifstofa hennar gæti "hjálpað okkar frambjóðendum".

Alltsaman afskaplega saklaust?

M


American "Family" Association kennir skorti á rasskellingum um fjöldamorðin í Virginíu

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með því hvernig sumir sjálfskipaðir talsmenn siðgæðis og fjölskyldugilda hafa brugðist við fjöldamorðunum í Virginíu (svo ekki sé talað um þá sem hafa áhyggjur af skorti á "karlmennsku" í nútímasamfélagi). Skýringarnar hafa allar verið á einn veg: Fjöldamorðin eru bein afleiðing "liberal culture". Þetta er augljóst mál: Ungur vitfirrtur maður kaupir sér byssur og drepur samnemendur sína vegna þess að vinstrimenn hafa barist fyrir því að stjórnvöld virði ákvæði stjórnarskránnar um aðskilnað ríkis og kirkju.

Það sem gerir þetta fyrirlitlega upphlaup sumra hægrimanna þeim mun athyglisverðara er að aðrir hægrimenn voru fljótir að gagnrýna vinstrimenn um að vilja "exploit the tragedy" með því að fara að tala um nauðsyn þess að lög um vopnaeign væru hert. Þetta er svosem augljóst mál líka: Umræða um vopnalög í kjölfar þess að vitfirrtur ungur maður kaupir sér byssur og drepur samnemendur sína er "exploitation of a tragedy"...

American Family Association hefur nú sent frá sér myndband "The Day They Kicked God out of the Schools", sem útskýrir fjöldamorðin "we reap what we sow", og syndir okkar eru víst margar og alvarlegar, en það sem mér fannst þó standa upp úr er að ef við bara rasskelltum börn meira, og leyfðum kennurum að lemja þau líka, myndi ofbeldi og byssuglæpir hverfa!

M


Svar Bush við kröfum um að Gonzales segi af sér: "Screw you"

Karl Rove flips the North American birdEftir hörmulega frammistöðu Dómsmálaráðherra Bush, Alberto Gonzales fyrir þingnefnd hafa bandarískir fjölmiðlar nokkurnveginn allir komist að sömu niðurstöðu: Það sé bara tímaspursmál hvenær dómsmálaráðherran verði látinn fjúka. Fjölmiðlar benda á að Gonzales eigi nánast enga stuðningsmenn innan Repúblíkanaflokksins - aðeins einn repúblíkani í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur lýst yfir stuðningi við Gonzales, meðan aðrir hafa krafist þess opinberlega að hann segi af sér. Skv. New York Times:

Not a single Republican, with the possible exception of Senator Orrin G. Hatch of Utah, came to Mr. Gonzales's defense — not even his old Texas friend Senator John Cornyn. And Mr. Gonzales did not help himself with his testimony that while he took full responsibility for removing federal prosecutors, he did not have a clear idea of why he had done so in some cases until he reviewed paperwork after the dismissals.

Áhrifamiklir íhaldsmenn í Repúblíkanaflokknum hafa krafist þess að Gonzales segi af sér, þeirra á meðal Tom Coburn:

On Thursday, one did: Senator Tom Coburn of Oklahoma, who told Mr. Gonzales pointedly that he should resign. "I believe you ought to suffer the consequences that these others have suffered," the senator said, referring to the United States attorneys who had been forced out. Mr. Coburn added that he believed "the best way to put this behind us is your resignation."

Íhaldsmenn innan flokksins hafa reyndar alltaf haft horn í síðu Gonzales, og fréttaskýrendur hafa bent á að hann hafi raunverulega aldrei notið nens stuðnings innan flokksins - "bakland" dómsmálaráðherrans hefur alla tíð verið forsetinn, hvorki þingflokkurinn né kjósendalið flokksins. 

Það skiptir því öllu máli að hann nýturenn stuðnings forsetans. Forsetinn var fljótur að lýsa yfir stuðningi við Gonzales eftir yfirheyrsluna, og hefur síðan þá ítrekað stuðning sinn. En sá stuðningur snýst þó meira um pólítík en hæfileika ráðherrans og getu til að sinna starfi sínu. Samkvæmt heimildamanni Newsweek í Hvíta Húsinu:

One White House adviser (who asked not to be ID’ed talking about sensitive issues) said the support reflected Bush’s own view that a Gonzales resignation would embolden the Dems to go after other targets — like Karl Rove. “This is about Bush saying, ‘Screw you’,” said the adviser, conceding that a Gonzales resignation might still be inevitable. The trick, said the adviser, would be to find a graceful exit strategy for Bush’s old friend.

Repúblíkanar standa nefnilega frammi fyrir mjög erfiðu vali, því þeir hafa ekki viljað viðurkenna að hér sé neinn "alvöru" skandall á ferð, heldur sé þetta dæmi um einhverskonar nornaveiðar. En eftir frammistöðu Gonzales í seinustu viku er öllu sæmilega vitibornu fólki orðið ljóst að hann er óhæfur sem stjórnandi. Frammistaða hans í saksóknaramálinu er það léleg að hann ætti að missa starf sitt fyrir það eitt - algjörlega óháð því hvort pólítísk hreinsun á saksóknurum (sem á sér ekkert fordæmi) sé skandall eða ekki. Afsakanir og útskýringar Gonzales hafa ekki slegið á gagnrýni, heldur kynt undir grunsemdum. Og undir eðlilegum kringumstæðum ætti ráðherra, ég tala nú ekki um dómsmálaráðherra, sem grefur undan tiltrú almennings á heiðarleika stjórnvalda, ríkisins og forsetaembættisins, að láta af störfum.

Allt þetta mál er hins vegar það skrýtið og grunsamlegt að maður þarf ekki að vera einhverskonar vænisjúkur samsæriskenningafræðingur til þess að gruna að það sé eitthvað meira á seyði. Af hverju, t.d. þykist Gonzales ekki muna hver samdi listann yfir hvaða saksóknara ætti að reka?! Maðurinn rekur 8 saksóknara - og þykist ekki geta munað af hverju, né hver ákvað hvaða saksóknara ætti að reka?

Annað hvort samdi Gonzales þennan lista sjálfur, og vill núna ekki kannast við það - eða, einhver annar samdi listann og Gonzales var einvörðungu að fylgja skipunum. Og hver getur skipað dómsmálaráðherranum að ráða eða reka fólk?

Í ljósi þess hversu oft nafn Karl Rove kemur upp í tölvupóstsendingum dómsmálaráðuneytisins og skjölum, virðist eðlilegt að menn gruni að Rove hafi verið eitthvað viðriðinn saksóknarahreinsunina. Framangreind ummæli heimildamanns Newsweek benda enda í þessa átt: Forsetinn vill ekki reka Gonzales, því það myndi "embolden the Dems to go after other targets — like Karl Rove."

M


Repúblíkanar sem hafa krafist þess að Gonzales segi af sér

Listi yfir öldungadeildarþingmenn og fulltrúadeildarþingmenn Repúblíkana sem hafa krafist þess að Gonzales segi af sér, eða hafa lýst því yfir að þeir styðji hann ekki lengur:

Öldungadeildin:

  • Sen. John Sununu (R-NH)- "The president should fire the attorney general and replace him as soon as possible with someone who can provide strong, aggressive leadership."
  • Sen. Gordon Smith (R-OR)- "For the Justice Department to be effective before the U.S. Senate, it would be helpful."
  • Sen. Tom Coburn (R-OK): "I believe you ought to suffer the consequences that these others have suffered. I believe the best way for us to put this behind us is your resignation."
  • Sen. Jeff Sessions (R-AL)- "There are some problems that he just hasn't handled well, and it might just be best if he came to a conclusion that the department is better served if he's not there.'"
  • Sen. Lindsey Graham (R-SC)- "Sometimes, it just came down to these were not the right people at the right time. If I applied that standard to you, what would you say?"
  • Sen. Arlen Specter (R-PA)- "For you to have said this was an ‘overblown personnel matter,’ I think that can't be erased. And the clouds over a lot of the professionals can't be erased and the worry by those who haven’t been subjected to those clouds can't be erased. Now, I’m not going call for you resignation; I'm not going to make a recommendation on that. I think there are two people that have to decide that question. You have to decide it in the first instance. If you decide to stay on, it’s up to the President to decide."

Þingið:

  • Rep. Vern Elhers (R-MI)- "Since he's such a close, personal friend, he's hurt the President by what he's doing, he should have the politeness to offer his resignation."
  • Rep. Paul Gillmor (R-OH)- 'Given the totality of the circumstances, I think it would be better for the President and the Department if the Attorney General were to step down."
  • Rep. Dana Rohrbacher (R-CA)- "Even for Republicans this is a warning sign … saying there needs to be a change."
  • Rep. Lee Terry (R-NE)- "Frankly, until these statements came out that contradicted his first statement, I was backing him, saying that he shouldn't resign. Now I think that he should."

Þó það sé kannski full snemmt að segja að Gonzales sé búinn að vera, getur varla verið langt í að hann horfist í augu við hið óumflýjanlega.

M


Gonzales getur ekki munað hvort hann var í vinnunni, hvað hann borðaði í morgunmat, hvort hann sé raunverulga dómsmálaráðherra...

Þessi áhorfandi fylgdist með því hversu oft Gonzales þóttist vera búinn að gleyma einhverju - takið eftir USMC tattúinu. USMC þýðir United States Marine Corps. Hvenær sáum við síðast reiða veterans mótmæla spilltri ríkisstjórn...? Vietnam og Nixon - Írak og Bush

Gonzales kom ekki sérlega vel út úr yfirheirslunni, og tókst engan veginn að sannfæra áhorfendur um að hann væri að segja sannleikann - eða að bjóða upp á sæmilega sannfærandi afsakanir eða útskýringar. Skv. NYT:

In more than five hours of often-combative testimony, Mr. Gonzales, grim-faced, clasping his hands and hunched over, struggled to offer a coherent explanation for the dismissals. He apologized for his mistakes in what he said was a flawed process, but defended the removal of eight United States attorneys as proper.

Gonzales kom sér undan því að svara spurningum nefndarmanna, og bar stöðugt við lélegu minni: 

His performance clearly exasperated the committee members, who were angered as he invoked a faulty memory more than 50 times ...

Það er rétt að hafa í huga að Gonzales var búinn að vera að undirbúa sig undir yfirheirslurnar í meira en viku. Samkvæmt talsmanni dómsmálaráðherrans hafði hann eytt seinustu þremur vikum eða svo bak við luktar dyr með aðstoðarmönnum sínum og ráðgjöfum. Skv. Washington Post fyrir tveimur vikum:

Attorney General Alberto R. Gonzales has retreated from public view this week [2-6 apríl!] in an intensive effort to save his job, spending hours practicing testimony and phoning lawmakers for support in preparation for pivotal appearances in the Senate this month, according to administration officials.

Í ljósi alls þessa undirbúnings þykir mönnum sérkennilegt hversu lítið Gonzales gat munað. Og voru engin skjöl eða pappírar sem gátu hjálpað Gonzales að muna hvað gerðist, hvar hann var og við hverja hann talaði? Annað hvort er dómsmálaráðuneytið undir stjórn Gonzales afspyrnu ílla rekið og Gonzales fullkomlega vanhæfur - öll skjöl týnast og ráðherran veit ekkert og man ekkert - EÐA Gonzales er vísvitandi að leyna upplýsingum. Eitt er í það minnsta ljóst: Gonzales er lélegur ræðumaður. Hvernig er hægt að hafa þrjár vikur til að semja og æfa ræður og svör og standa sig samt ekki betur en raun ber vitni?

Leiðari New York Times um yfirheirslu gærdagsins segir þetta um framburð Gonzales: "Some of his answers were merely laughable.":

If Attorney General Alberto Gonzales had gone to the Senate yesterday to convince the world that he ought to be fired, it’s hard to imagine how he could have done a better job, short of simply admitting the obvious: that the firing of eight United States attorneys was a partisan purge.

Mr. Gonzales came across as a dull-witted apparatchik incapable of running one of the most important departments in the executive branch.

He had no trouble remembering complaints from his bosses and Republican lawmakers about federal prosecutors who were not playing ball with the Republican Party’s efforts to drum up election fraud charges against Democratic politicians and Democratic voters. But he had no idea whether any of the 93 United States attorneys working for him — let alone the ones he fired — were doing a good job prosecuting real crimes.

He delegated responsibility for purging their ranks to an inexperienced and incompetent assistant who, if that’s possible, was even more of a plodding apparatchik. Mr. Gonzales failed to create the most rudimentary standards for judging the prosecutors’ work, except for political fealty. And when it came time to explain his inept decision making to the public, he gave a false account that was instantly and repeatedly contradicted by sworn testimony.

Even the most loyal Republicans on the Senate Judiciary Committee found it impossible to throw Mr. Gonzales a lifeline. ...

Vandamálið er að Gonzales gat ekki útskýrt neitt fyrir þinginu: Hann gat ekki varpað neinu ljósi á brottrekstur saksóknararanna - hver ákvað hvaða saksóknara ætti að reka eða hvernig þessir saksóknarar voru valdir.

Mr. Gonzales was even unable to say who compiled the list of federal attorneys slated for firing. The man he appointed to conduct the purge, Kyle Sampson, said he had not created the list. The former head of the office that supervises the federal prosecutors, Michael Battle, said he didn’t do it, as did William Mercer, the acting associate attorney general.

Mr. Gonzales said he did not know why the eight had been on the list when it was given to him, that it had not been accompanied by any written analysis and that he had just assumed it reflected a consensus of the senior leaders of his department. At one point, Mr. Gonzales even claimed that he could not remember how the Justice Department had come to submit an amendment to the Patriot Act that allowed him to fire United States attorneys and replace them without Senate confirmation. The Senate voted to revoke that power after the current scandal broke. ...

Hvernig getur dómsmálaráðhe Bandaríkjanna búist við því að við trúum því að hann hafi ekki hugmynd um hvernig ákvarðanir á borð við þessar eru teknar?

At the end of the day, we were left wondering why the nation’s chief law-enforcement officer would paint himself as a bumbling fool. Perhaps it’s because the alternative is that he is not telling the truth. There is strong evidence that this purge was directed from the White House, and that Karl Rove, Mr. Bush’s top political adviser, and Harriet Miers, the former White House counsel, were deeply involved. ...

Framburður Gonzales í gær gerði nefnilega ekkert til þess að slá á grunsemdir þeirra sem hafa haldið því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við brottreksturinn. Af hverju getur dómsmálaráðherran ekki gefið sannfærandi útskýringu á brottrekstri ríkissaksóknara, þrátt fyrir margra vikna undirbúning? Og ef Gonzales var ekki viðriðinn neinar af þessum ákvörðunum (sem er þá nóg til að hann segi af sér) hver stjórnar þá dómsmálaráðuneytinu?

We don’t yet know whether Mr. Gonzales is merely so incompetent that he should be fired immediately, or whether he is covering something up.

But if we believe the testimony that neither he nor any other senior Justice Department official was calling the shots on the purge, then the public needs to know who was. That is why the Judiciary Committee must stick to its insistence that Mr. Rove, Ms. Miers and other White House officials testify in public and under oath and that all documents be turned over to Congress, including e-mail messages by Mr. Rove that the Republican Party has yet to produce.

M


Tveir þingmenn repúblíkana í viðbót undir FBI rannsókn vegna spillingar

Doolittle og BushFjölmiðlar hafa greint frá því að tveir af þingmönnum repúblíkana sæta lögreglurannsóknum vegna spillingarmála. Á föstudaginn gerði FBI húsleit heima hjá John Doolittle (R-California) á föstudaginn og í fyrirtæki eiginkonu Rick Renzi (R-Arizona) í gærkvöld. Báðir hafa sagt gefið upp sæti sín í mikilvægum nefndum, og fréttaskýrendur bíða í ofvæni hvort við getum átt von á annarri bylgju skandalamála.

Spillingarmál Doolittle er tengt mútu og spillingamálum Jack Abramoff. LA Times

In the search last Friday, the FBI had a warrant for information connected with a fundraising business run by Doolittle's wife, Julie, that had done work for convicted lobbyist Jack Abramoff. ...

Doolittle's ties to Abramoff have come under scrutiny in the corruption investigation that has sent one former Republican congressman, Bob Ney of Ohio, to prison on a guilty plea to charges of conspiracy and making false statements, and produced convictions against two senior Bush administration officials and several congressional aides.

Doolittle var ekki bara vinur Abramoff, heldur líka Tom DeLay. Líkur sækir líkan heim!

Doolittle, a conservative from Roseville in northern California, is an ally of former House Majority Leader Tom DeLay. Doolittle called Abramoff a friend and the two had numerous connections. Doolittle accepted tens of thousands of dollars in campaign cash from Abramoff 

Málið virðist snúast um ráðgjafarfyrirtæki eiginkonu Doolittle, en einu viðskiftavinir þessa fyrirtækis voru fyrirtæki og félög í eigu Abramoff. Fréttir af þessu máli eru þó enn frekar óljósar, og ekki alveg nógu ljóst nákvæmlega hvað það er sem Doolittle gerði af sér. En við bíðum spennt!

Það sama er að segja um rannsóknina á Rick Renzi. Roll Call segir að rannsóknin tengist annarsvegar einhverju fasteigna eða jarðabraski Renzi og hins vegar mútumáli, þar sem hann er ásakaður um að hafa beitt áhrifum sínum í þinginu með óeðlilegum hætti:

Little is known about the inquiries into Renzi’s activities, but according to media reports the Justice Department has been running a two-track investigation into Renzi regarding a land deal, as well as a piece of legislation he helped steer that may have improperly benefited a major campaign contributor. It was not immediately clear which investigation the raid pertained to, and neither his attorney nor his spokesman could be immediately reached for comment.

Renzi og BushAlríkislögreglan hefur verið á höttunum eftir Renzi í nokkurn tíma - og þegar alríkissaksóknarinn í Arizona var rekinn af Gonzales voru uppi vangaveltur um að það hafi m.a. verið hefnd fyrir að hann hafi leyft rannsókninni að fara af stað. (CREW, Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, er með frekari upplýsingar um Renzi á lista sínum yfir 20 spilltustu þingmenn 109 löggjafarþingsins. Skýrsla þeirra um Renzi er hér)

Við eigum vafalaust eftir að heyra meira um Renzi og Doolittle á næstu vikum og mánuðum. Það er aldrei að vita að þessi spillingar og vandræðamál flokksins endist út kjörtímabilið og kosningarnar 2008 muni líka snúast um spillingu Repúblíkanaflokksins?

M


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband