Huckabee - eini íhaldsmaðurinn í framboði

HuckabeeÞað eru bara tveir menn í framboði fyrir Repúblíkanaflokkinn sem ég get viðurkennt að virðist vera alvöru stjórnmálamenn, sjálfum sér samkvæmir og með alvöru sannfæringu, eða í það minnsta einhverskonar vott af hugsjónum. Það eru frjálshyggjumaðurinn Ron Paul og íhaldsmaðurinn Mike Huckabee. Huckabee, sem er fylkisstjóri frá Arkansas (hann er meira að segja frá sama bæ og Bill Clinton - Little Rock!), er vígður prestur og babtisti. Hann hefur verið giftur sömu konunni allt sitt líf, ólíkt flestum öðrum frambjóðendum Repúblíkna sem eru allir annað hvort raðframhjáhaldarar eða hafa komið sér upp "trophy wifes" og það eru engin myndbönd af honum að sprella í kvenmannsfötum.

Það sem meira er, Huckabee hefur ekki skipt um skoðanir á viðkvæmum málum, ólíkt Romney, Giuliani og Thompson, sem voru allir mjög frjálslyndir þar til þeir fóru að sækjast eftir tilnefningu Repúblíkanaflokksins. Þeir félagar hafa allir lýst sig fylgjandi kvenréttindum, rétti kvenna til fóstureyðinga og réttindum samkynhneigra, og Giuliani barðist gegn NRA meðan hann var borgarstjóri NY. Þá sækja hvorki Romney né Thompson kirkju og það er vafamál hvort Romney geti talist kristinn.

Stjórnmálaskýrendur og bloggarar eru búnir að vera að tala um Huckabee í langan tíma, og hann hefur verið tíður gestur í "late night" umræðuþáttum. Viðhorf flestra fréttaskýrenda virðist vera að það sé skrýtið að Huckabee nyti ekki meiri stuðnings, sérstaklega í ljósi þess að íhaldssamir og "kristnir" repúblíkanar virðast ósáttir við aðra frambjóðendur flokksins.

En nú lítur út fyrir að kjósendur Repúblíkana séu loksins að veita Huckabee athygli - því samkvæmt nýjustu könnun á viðhorfum kjósenda í Iowa, sem er mikilvægt prófkjörsfylki, er Huckabee ásamt Fred Thompson annar vinsælasti frambjóðandi Repúblíkana. Mitt Romney er með sjö prósentustiga forystu á þá félaga. Og stjórnmálaskýrendur telja að Huckabee geti verið á siglingu enn ofar:

Huckabee's been doing right what Thompson's been doing wrong. He's working really hard. He's extremely personable. He likes to talk to people. And on paper, in terms of that core constituency among Republicans in Iowa, he ought to be doing well. He's caught in that classic vicious circle: he doesn't get a lot of campaign funding and media attention because people don't think he's electible. But people don't think he's electible because he's not getting much funding and media attention

Lesa afganginn HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband