Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Barack Obama involveraður í vændisskandölum repúblíkana...?

Minni á að Freedomfries er flutt á Eyjuna - þannig að ef lesendur eru enn að villast hingað inn í leit að vangaveltum um siðferðisbresti og bjánaskap (svo er þessi líka frábær)bandariskra pólítíkusa vil ég enn og aftur minna á að þetta er alltasama hér! ...semsagt, með því að smella á "hér" opnast nýr gluggi með nýjum heimkynnum Freedomfries. Eins og galdrar ekki satt?! Svona er nú veraldarvefstæknin öll mögnuð ;)

Af nýlegum færslum mínum þar má nefna "hookergate" sem hefur snarað David Vitter, öldungadeildarþingmann repúblíkana frá Louisiana, og orðróma um að Vitter sé haldinn bleyjufetisma - sömuleiðis undarlegar getgátur (aðallega mínar...) um að Barack Obama sé bendlaður við sama skandal. (Hooker-gate, þ.e., ekki Diaper-gate...)

Reyndar skrifa ég líka stundum um alvarlegri mál... en þar sem ég á afmæli í dag finnst mér að ég eigi ekki að þurfa að vera að brjóta heilann um leiðinlega hluti eins og Írak, fjárlög eða eitthvað þaðan af þurrara.


Freedomfries flytur...

Hið óendanlega kattablogg er búið að leggja undir sig öll helvítis veraldarrörin!Glöggir lesendur hafa ábyggilega tekið eftir því að ég er búinn að flytja mig um set yfir á Eyjuna.is. Að vísu hef ég enn um sinn tvípóstað flestum, þó ekki alveg öllum, færslum sem ég skrifa. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri við þetta blogg hér. Kannski ég breyti því í klassískt kattablogg? Að vísu á ég enga ketti, svo kattablogg eftir mig yrði sennilega frekar óspennadi. En ég ætla ekki að drepa þetta blogg í bráð. Flestar eldri færslur mínar eru ennþá hérna, því einhverra hluta vegna fluttist ekki nema rétt þriðjungurinn af þeim með mér yfir á Eyjuna. Svo veit ég ekki alveg hvort allir lesendur mínir hafi flust með - svo mér fannst ég þurfa að setja miða á hurðina hér: "Fluttur"

Ég hvet alla lesendur freedomfries til að halda áfram að lesa mig á nýu heimkynnunum. Það eru líka aðrir bloggarar þar sem eru þess virði að lesa. Ég mæli sérstaklega með nýlegri færslu Andrésar Magnússonar um hryðjuverkaógnina og vangaveltum Össurar um olíu og ofstjórn. Svo skrifar Pétur Gunnarsson bráðgóðar fréttir á aðalsíðunni! Mogginn og moggabloggið eru líka ágæt, og eru ekki að fara neitt, en við höfum öll gott af smá tilbreytingu og fjölbreytileika!

Bestu kveðjur! Magnús

Magnús


Fleiri vandræði fyrir forsetaframboð McCain: gay kynlífshneyksli í Flórída!

Bob Allen hálf eitthvað aumingjalegur á svipinnLögregla í Flórída hefur handtekið Robert nokkurn, "Bob" Allen, sem er þingmaður repúblíkana í fylkisþinginu og aðstoðarformaður kosningaskrifstofu Johm McCain í Flórída. Og vegna þess að "20 dollar Bob" er "family values" repúblíkani, og þar sem þetta er Flórída, eru sakirnar auðvitað opinber pervertaskapur, hórerí og samkynhneigð!

Að vísu leggst Bob ekki á unga drengi, eins og aðrir frammámenn flokksins í fylkinu, samanber Mark "maf54" Foley, sem varð frægur í fyrrahaust fyrir að berjast fyrir fjölskyldugildum um leið og hann sigldi um veraldarrörin sendandi dónaleg tölvu- og tekstaskeyti táningsdrengja sem hann var að tæla til fylgilags við sig. (Sjá færslur mínar um Foley hér, hér, hér, hérhér hér hér hér... og hér- Foley og aumingja, og aulalegar tilraunir repúblíkanaflokksins og Fox News til að sverja Foley af sér voru nærri óþrjótandi uppspretta bloggfærslna!)

Bob Allen virðist hafa valið sér mun hefbundnari kynlífsskandal. Allen, sem er 48 ára gamall og giftur, vakti athygli lögreglumanna sem voru að vakta almenningsgarð í gærkvöld í Titusville í Flórída.

Afgangurinn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni. (Þer er líka ábending frá Friðjóni - ég hafði misst af alveg stórkostlegum skandal í Norður Karólínu: Þingmaður repúblíkana, David Allen: "exposed himself in front of a female employee and chased her around the room yelling "Suck it, baby, suck it."... JEI fyrir hefðbundnum fjölskyldugildum!


Chertoff mælir hryðjuverkaógnina í meltingarveginum?

Michael Chertoff, yfirmaður föðurlands-öryggisstofnunarinnar (Department of Homeland Security - hvernig á annars að þýða þetta fáránlega orð? Skrifstofa Fósturjarðarvarna? Kannski er það betra? Hvað segja lesendur?) hefur töluvert verið í fréttum undanfarna daga vegna þess að hann er með merkilean melitngarveg. Sjá upptöku af Countdown - Chertoff fyrst og Wesley Clark næst.

Chertoff sagði beinlínis að það væri engar haldbærar vísbendingar sem bentu til þess að Al Qaeda ætlaði að ráðast á Bandaríkin á næstu dögum, vikum eða mánuðum - en að hann væri með fiðring í maganum sem hann túlkaði sem forboða hryðjuverkaárása?

Þessar vangaveltur Chertoff um meltingartruflanir sínar hleyptu af stað allskonar vangaveltum í veraldarrörunum og sjónvarpssölum kapalsjónvarpsstöðva. Allra handa "armchair generals", miðaldra karluglur sem finnst gaman að tala stórkarlalega um stríð og "hryðjuverkaógnina" þóttust alveg sannfærðir um að Chertoff hefði mikið til síns máls - þeir hefðu jú horft á fréttir, og Al Qaeda er búið að vera mikið í fréttunum, svo eru demokratar að grafa undan "our resolve in the war on terror" ergó: Það er "increased activity" og "increased likelyhood of attacks". Umræðan á Hardball virtist fara út í vangaveltur um

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni


Landlæknir Bandaríkjanna má ekki tala um kynfræðslu eða stofnrumur, verður að nefna Bush minnst einu sinni á mínútu...

CarmonaÍ gær báru þrír fyrrverandi landlæknar bandaríkjanna báru vitni fyrir þingnenfd. Þeirra á meðal var Richard H. Carmona, sem var landlæknir Bush þar til fyrir skemstu. New York Times lýsir framburði Carmona:

Former Surgeon General Richard H. Carmona told a Congressional panel Tuesday that top Bush administration officials repeatedly tried to weaken or suppress important public health reports because of political considerations.

The administration, Dr. Carmona said, would not allow him to speak or issue reports about stem cells, emergency contraception, sex education, or prison, mental and global health issues. Top officials delayed for years and tried to “water down” a landmark report on secondhand smoke, he said. Released last year, the report concluded that even brief exposure to cigarette smoke could cause immediate harm. ...

He described attending a meeting of top officials in which the subject of global warming was discussed. The officials concluded that global warming was a liberal cause and dismissed it, he said. “And I said to myself, ‘I realize why I’ve been invited. They want me to discuss the science because they obviously don’t understand the science,’ ” he said. “I was never invited back.”

Semsagt: Carmona mátti ekki tala um mikilvæg heilbrigðismál: Hann mátti t.d. ekki útskýra fyrir þjóðinni hvernig stofnfrumurannsóknir fara fram eða í hverju þær felast, hann mátti ekki útskýra fyrir almenningi að tóaksreykingar væru skaðlegar, og hann mátti ekki útskýra fyrir öðrum repúblíkönum að gróðurhúsaáhrifin væru raunverulegt vandamál en ekki eitthvað sósíalístístk plott til að klekkja á heiðarlegum bissnessmönnum í Texas eða Dubai?

En það fyndnasta er samt eftir:

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni


Stuðningur við íraksstríðið meðal Repúblíkana dalar

 LA Times greinir frá því í morgun að sigurstranglegustu forsetaframbjóðendur repúblíkanaflokksins hafi allir gefið í skyn að þó þeir hafi áður lýst sig fylgjandi stefnu forsetans sé ekki víst að þeir muni halda áfram að styðja hersetu og þátttöku Bandaríkjanna í borgarastríði því sem nú geisar í Írak. Mitt Romney, fyrrum fylkisstjóri Massachusetts, Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York, og Fred Thompson, fyrrum öldungadeildarþingmaður Tennessee, hafa undanfarna daga allir sagt í viðtölum við blaðamenn að þeir kunni að styðja stefnubreytingu í Írak. John McCain hefur hinsvegar ítrekað lýst sig fylgjandi stefnu forsetans.

Kannanir sýna að kjósendur Repúblíkanaflokksins hafa snúið baki við stríðinu í Írak. Samkvæmt nýrri könnun Gallup telja aðeins 37% kjósenda flokksins að núverandi stefna muni bera árangur, og 42% kjósenda repúblíkana vilja að ...

Afgangurinnn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni.


Skýrslur Bandaríkjaforseta um ástand í Írak munu ekki sýna neinn árangur af "the surge"

ABC fréttastofan greindi frá því í gær að samkvæmt nýrri skýrslu bandaríkjastjórnar, sem gerð verður opinber á morgun eða föstudag, hafi stjórnvöldum í Írak ekki tekist að náð neinum af þeim markmiðum sem sett höfðu verið um framfarir og uppbyggingu. Þing Írak er óstarfhæft og hefur ekki tekist að semja lög um mikilvæg mál, eins og skiptingu tekna af olíulindum landsins.

LA Times greinir svo frá því í morgun að árangurinn af The Surge, þ.e. "tímabundinni aukningu" í herafla Bandaríkjanna í Írak sé hverfandi. Bandaríkjaher hafi t.d. ekki tekist að stilla til friðar í Baghdad eins og til stóð. Tony Snow, talsmaður Hvíta Hússins, hefur reynt að gera lítið úr þessum fréttum.

Samkvæmt lögum sem sett voru fyrr í ár þarf forsetinn að skila þinginu skýrslu um ástand mála í Írak, fyrst 15 júlí og svo aftur 15 september. Septemberskýrslan hefur verið talin mikilvægari, því þá á yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Patreus, einnig að gera grein fyrir árangri hersins í að stilla til friðar í Írak. Margir repúblíkanar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki geta stutt stefnu forsetans ef hann getur ekki sýnt fram á að ástand mála í Írak hafi batnað í september.

Þetta, aðrar fréttir frá Írak auka allar líkur á að repúblíkanaflokkurinn fari loksins að horfast í augu við raunveruleikann...


Óvinsældir íraksstríðsins aldrei meiri - Bush jafn óvinsæll og Nixon

Samkvæmt nýrri könnun Gallup hefur fylgi við Georg W. Bush og stríðið í Írak aldrei verið minna meðal Bandarísks almennings:

  • "Approval rating" forsetans er lægra en nokkru sinn, aðeins 29%
  • Yfir 70% Bandaríkjamanna vilja að herinn verði að kvaddur heim - fyrir apríl 2008

Aðrar niðurstöður könnunarinnar eru á sama veg:

  • Sixty-two percent say the United States made a mistake in sending troops to Iraq, the first time that number has topped 60%.
  • Two-thirds say Bush shouldn't have intervened in the case of former White House aide Lewis "Scooter" Libby, who was sentenced to 2½ years in prison for perjury and obstruction of justice in the investigation of who leaked a CIA operative's identity. Bush voided Libby's prison sentence but let his conviction stand.
  • Six in 10 say the economy is worse than it was five years ago, and the same number predict that economic conditions are getting worse.

USA Today lýkur forsíðufrétt sinni af þessum niðurstöðum á "jákvæðum" nótum, og bendir á að 62% kjósenda séu á móti "impeachement" - þ.e. að þingið lýsi vantrausti á forsetann og ýti honum frá völdum. Þá staðreynd má þó lesa á tvo vegu, því 36% eru fylgjandi þeirri hugmynd, þar af 9% repúblíkana. Semsagt: Nærri einn af hverjum tíu repúblíkönum telur að þingið eigi að bola honum frá með íllu!

Það sem er magnað við óvinsældir Bush er að hann er núna jafn óvinsæll og Nixon, þegar hann lét af störfum. Samkvæmt þessari nýjustu könnun Gallup segjast 66% kjósenda ósátt við frammistöðu Bush - nákvæmlega jafn margir og sögðust ósáttir við frammistöðu Nixon í könnun Gallup í ágústbyrjun 1974. Miðað við að vinsældir Bush hafa verið á stöðugri niðurleið síðan í september 2001 má því búast við að hann muni hrökklast úr embætti sem óvinsælasti forseti fyrr og síðar!

M


Gonzales staðinn að því að ljúga að þinginu

Heiðarleiki og mannkostir eru einkunnarorð BushstjórnarinnarWashington Post greinir frá því í morgun að Alberto Gonzales hafi fengið afhenta skýrslu, sem greindi í smáatriðum frá margvíslegum brotum alríkislögreglunnar á The Patriot Act, sex dögum áður en hann mætti fyrir þingið og lýsti því staðfastlega yfir að hann vissi ekki um eitt einasta tilfelli þess að FBI hefði brotið umrædd lög.

Að vísu er ekki hægt að sanna að Gonzales hafi raunverulega lesið skýrsluna - og það er sömuleiðis jafn líklegt að honum hefði tekist að gleyma henni, og öllu innihaldi hennar, á þessum sex dögum sem liðu milli þess sem hann fékk hana afhenta og þess að hann bar vitni fyrir þinginu. Gonzales, eins og allir vita, er nefnilega með Alzheimers á mjög alvarlegu stígi - hann situr fundi sem hann kannast svo ekki við, skrifar undir pappíra sem hann kannast ekki við að hafa séð, og man yfirleitt ekki neitt, stundinni lengur...

As he sought to renew the USA Patriot Act two years ago, Attorney General Alberto R. Gonzales assured lawmakers that the FBI had not abused its potent new terrorism-fighting powers. "There has not been one verified case of civil liberties abuse," Gonzales told senators on April 27, 2005.

Six days earlier, the FBI sent Gonzales a copy of a report that said its agents had obtained personal information that they were not entitled to have. It was one of at least half a dozen reports of legal or procedural violations that Gonzales received in the three months before he made his statement to the Senate intelligence committee, according to internal FBI documents released under the Freedom of Information Act. ...

Það sem gerir þessa gleymsku, eða hvað það nú var í þetta skipti, alvarlegri er að þingið var að ræða hvort framlengja ætti The Patriot Act, og þingmenn vildu fá að vita hvort vitað væri til þess að sú viðamikla útvíkkun á valdi alríkislögreglunnar ...

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjan.is


Framboð John McCain svo gott sem búið að vera

Ron PaulUndanfarnar vikur hafa fréttir verið að berast af vandræðum John McCain. McCain var lengi talinn langsamlega sigurstranglegasti frambjóðandi repúblíkana, McCain raðaði í kringum sig fyrrum starfsmönnum af framboðsskrifstofum Bush og leitaðist eftir stuðningi afturhaldssamra kristinna kjósenda: "The straight talk express" þótti nokkurnveginn örugg um að keyra McCain alla leið í Hvita Húsið. Síðan þá hafa veður skipast í lofti, mikilvægir ráðgjafar og starfsmenn hafa yfirgefið framboðið og McCain virðist stöðugt eiga minni séns á að sigra prófkjör flokksins.

Fjáröflun McCain hefur alls ekki gengið nógu vel - á öðrum ársfjórðungi hefur safnaði hann minna fé en á fyrsta ársfjórðungi, en ef allt er í lagi eiga bandarískir forsetaframbjóðendur að safna meira fé eftir því sem liður nær kosningum. Fyrir vikið hefur McCain neyðst til að reka starfsfólk. Þó McCain eigi enn marga dygga aðdáendur, og segi sjálfur að hann sé alls ekki að íhuga að gefast upp, hafa fréttaskýrendur og bloggarar hér vestra í auknu mæli tekið að velta því fyrir sér hversu lengi hann muni haldast í slagnum.

Seinustu fréttir af framboði McCain benda ennfremur til að hann sé í vanda staddur: Frjálshyggjumaðurinn Ron Paul stendur betur að vígi þegar kemur að fjáröflun vegna komandi kosninga! Ron Paul, þingmaður repúblíkana frá Texas, mælist með nokkurra prósenta fylgi, en hefur gengið furðu vel í fjáröflun. ABC News:

Though often regarded as a longshot candidate for president, Republican Ron Paul tells ABC News that he has an impressive $2.4 million in cash on hand after raising an equal amount during the second quarter, putting him ahead of one-time Republican frontrunner John McCain, who reported this week he has only $2 million in the bank.  ...

"I think some of the candidates are on the down-slope, and we're on the up-slope," said Paul.

Reyndar varpa þessar fréttir ljósi á hversu ílla repúblíkönum hefur gengið við fjáröflun. Á sama tíma og demokratar eru að slá öll met virðist enginn hafa áhuga á að fjármagna frambjóðendur repúblíkana.

Paul's cash on hand puts him in third place in the Republican field in that important metric, although he is well behind leader Rudy Giuliani, who has $18 million in the bank, and Mitt Romney, with $12 million.

Þegar Ron Paul, sem mælist með um 2% fylgi, er þriðji best fjármagnaði frambjóðandi Repúblíkana er flokkurinn í vanda.

M


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband