Walter Reed: Hermenn, rottur og kakkalakkar

Jeremy Duncan slasaðist í Írak og eyddi mánuðum í niðurníddu spítalaherbergi á Walter Reed, með flagnandi málningu, rottum og dauðum kakkalökkum, Walter Reed málið heldur áfram að vinda upp á sig, því Bandaríkjamönnum finnst auðvitað frekar óþægilegt að frétta að hermenn sem snúi heim særðir skuli látnir dúsa í niðurníddum vistarverum þar sem rottur hlaupa um ganga, og skortur á læknum og hjúkrunarfólki verður til þess að þeir fá legusár og ekki er skipt á sárabindum. Hermönnum með skotsár í höfði er sagt að finna sjálfir sín eigin sjúkrarúm, og menn eru útskrifaðir áður en þeir hafa jafnað sig. Ástandið á Walter Reed virðist í stuttu máli sagt skelfilegt. Cafferty, á CNN kallaði Walter Reed "A National Disgrace", og jafnaði því á við fellibylinn Katarínu.

Fjölmiðlar hafa spurt hvort þetta sé enn eitt dæmið um slælegan undirbúning forsetans fyrir stríðið, og Army Times, og bloggarar hafa bent á að hluti reksturs Walter Reed hafi verið einkavæddur af Bush - og að þessi einkaævðing, eða réttara sagt sá "rekstraraðili" sem fenginn var til að sjá um spítalann beri hugsanlega ábyrgð á ástandi máal. og spjótin beinast að Halliburton, auðvitað! Þessi Halliburton tenging virðist reyndar vera ein skringilegasta fléttan í þessu máli, því bloggarar hafa haldið því fram að yfirmenn hersins séu að reyna að hylma yfir hlut Halliburton í skandalnum. (Það er lygasögu líkast hversu oft Halliburton virðist koma upp þegar spurningar vakna um óstjórn og spillingu stjórnarinnar...)

Þetta skammarlega mál virðist ekki heldur vera einskorðað við þennan eina stað, því svo virðist sem ástandið sé álíka ömurlegt á öðrum herspítölum. Og meðan yfirmenn hersins reyna að halda því fram að þetta sé einangrað mál bendir allt til þess að ráðamenn hafi vitað af ástandinu í mörg ár.

Það kemur reyndar engum sem hefur fylgst með Bush stjórninni á óvart að hún passi ekki upp á óbreytta hermenn. Það vissu allir sem eitthvað skildu að allt píp repúblíkana um "support the troops" þýddi raunverulega "support the president and our awesome military might". Eins og bandaríkjamenn orða það, við vissum alveg að "they didnt give a rats ass about the troops". Að vísu fengu hermennirnir rottur að launum fyrir fórnir sínar, svo kannski vorum við full harðorð...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hvað eru þeir að kvarta...þeir fá jú sín Purpurahjörtu og lifa happily ever after eins og hann Terry vinur minn!   http://robertb.blog.is/blog/robertb/entry/136084/

Róbert Björnsson, 8.3.2007 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband