Færsluflokkur: Siðgæði

Ted Haggard: "það fer enginn til helvítis ef hann býr í Colorado Springs" og nýjasta lag Paul Hipp um Haggard

haggard boðar ást og náungakærleik - og hatur á syndsamlegu óeðli.jpg

Paul Hipp er einhverskonar pólítískur tónlistarmaður eða grínisti, ég get ekki alveg áttað mig á hvort - en á myspace síðu hans eru nokkur lög um Cheney, Rumsfeld og Bush. Fyrir þá sem hafa ekkert betra að gera en að lesa veraldarrrörin og hafa sæmilega góða nettengingu er það vel þess virði að heimsækja heimasíðu Hipp. Nýjasta lag hans er um Haggard, og það er hægt að hlusta á það hér. Tekstinn er svo við endann á þessari færslu. Af Haggard virðist hins vegar allt gott að frétta. Hann sendi söfnuði sínum tárvotar ástar- og saknaðarkveðjur á sunnudaginn - baðst afsökunar á að vera syndgari og hvaðeina. Og samkvæmt hans eigin prívat guðfræði er víst alveg öruggt að hann endi ekki í helvíti, hvað sem fyrirgefningu syndanna og persónulegri ábyrgð líður, því með því að láta nógu marga sanntrúaða biðjast nógu mikið fyrir og ákalla jesú nógu hátt er hægt að frelsa heilu borgirnar í einu!

In Ted Haggard’s book, "Primary Purpose", published in 1995, it is said that the spiritual climate in your city can be changed to such an extent that it will be "hard for people to go to hell from your city ... It happened in Colorado Springs, and it can happen in your city too.

Það hlýtur að koma sér vel fyrir Haggard? Haggard á að hafa hvatt trúaða til þess að keyra um hraðbrautir og götur og biðjast fyrir á meðan, svo íbúar í nágrenninu myndu líka frelsast. Haggard rak líka "worldwide prayer center", sem hann sagði að væri stærasta bænastöð sinnar tegundar - þaðan voru bænir tugþúsunda sanntrúaðra samræmdar. Haggard og sérfræðingar á vegum kirkjunnar rýndu í fréttir til þess að ákveða fyrir hverju ætti að biðja hverju sinni, og svo voru send út fyrirmæli til safnaðarmeðlima um fyrir hverju ætti að biðja. Þetta hefur verið einhverskonar hugarorkuveita?

M

Tekstinn við The Ballad of Haggard:

I been preachifying moralizing every day
Trying to get all lost souls to come my way
Cause I know what you sinners lack
and I know what you need
A back rub from a muscle man and godspeed
(CHORUS)

Give me meth and man ass on a sunday morning
Meth and man ass sure as I am born again
Meth and man ass I dont need nothing more
Just meth and man ass and well praise the lord
(CHORUS)

This train dont take no sinners
No murderers, no thieves no gays
You ask me what keeps this train running smooth
Well Ill bow my head and softly say
(CHORUS)

If a man lays with a man as with a woman
The bible says so shall he be killed
If a man snorts a gram with a male prostitute
Someones collection baskets geting filled
(CHORUS)

I'm looking for someone to turn the other cheek
I'll go on Larry King and tell him "Larry, I was weak"
Deliver me from evil and deliver me from greed
Deliver me a hot stud and a couple grams of speed


Það veltur allt á því hverjir mæta á kjörstað

c_documents_and_settings_maggi_my_documents_my_pictures_blogmyndir_value_voters.jpg

Skoðanakannanir í Bandaríkjunum hafa allar komist að þeirri niðurstöðu að demokrataflokkurinn muni sigra í kosningunum á þriðjudaginn. Það er hins vegar ennþá óljóst hversu stór sigur þeirra mun verða, og enn óvíst hvort þeim takist að ná meirihluta í öldungadeildinni. Samkvæmt villtustu spádómum munu Demokratarnir ná 50-60 sætum af Repúblíkanaflokknum - en hógværari spár gera ráð fyrir 20-25 sætum. Flokkurinn þarf ekki að ná nema 15 sætum til þess að ná meirihluta í þinginu.

Niðurstöður kannana byggjast nefnilega á því hverjir eru spurðir - sumar kannanir taka random úrtök, aðrar spyrja bara skráða kjósendur og enn aðrar spyrja bara "líklega kjósendur". Og á þessu veltur niðurstaða kosninganna - ekki því hvort almenningur sé hrifnari af frambjóðendum Demokrata eða Repúblíkana, heldur kjósendur hvors flokksins mæti á kjörstað. Þetta eru svosem engin merkileg vísindi, og sennilega frekar augljóst. En í landi þar sem rétt tæplega helmingur borgaranna mætir á kjörstað skiptir kosningaþáttaka meira máli en annarstaðar.

Ein lykilástæðan fyrir sigri Repúblíkana í undangengnum kosningum hefur verið há kosningaþátttaka meðal stuðningsmanna þeirra, "the base": afturhaldsamra, ihaldssamra og kristinna kjósenda. Í ár virðast þessir kjósendur alls ekki eins æstir að mæta á kjörstað, og hreint ekki eins vissir í sinni sök.

Fyrir um það bil tveimur árum síðan virtist "the christian right" hava náð einhverskonar hálstaki á bandarísku þjóðinni og bandarískum stjórnmálum - dramatískasta birtingarmynd þessa voru auðvitað tilraunir til þess að fá sköpunarsögu biblíunnar kennda í skólum, til jafns við, eða í staðinn fyrir, "liberal-Darwinism" og "vísindi". En þessi undarlega bylgja byrjaði að fjara út seinasta vetur. Hver sem ástæðan var virðist eins og myrkustu martraðir vinstrimanna um að í Washington kæmist til valda einhverskonar klerkastjórn undir handleiðslu Pat Robertson ætli ekki að verða að veruleika!

Í kjölfar kosninganna á þriðjudaginn munu fjölmiðlar og fréttaskýrendur skemmta sér við að svara þessari spurning: hvað varð um "the base" - og sérstaklega: hvað varð um "the values vote". Á föstudaginn var ágæt grein í Slate um þetta, þar sem því er haldið fram að evangelistarnir hafi orðið "mainstream" og að svartnættisspádómar um valdatöku þeirra havi hvort sem er verið frekar óraunhæfar. Þetta er ábyggilega rétt, svo langt sem það nær. Ég er ekki nokkrum vafa um að martraðakennd sýn um zombie-like evangelískar hersvietir, skríðandi útur kornökrum the heartland, til þess að krossfesta skynsama og upplýsta borgarbúa voru alltaf frekar óraunhæfar. En ég er ekki svo sannfærður um að "the evangelical right" sé einhvernveginn orðið "mainstream" og partur af "the political establishment" að þessvegna muni the values voters ekki mæta á kjörstað til þess að styðja frambjóðendur repúblíkana.

The values voters hafa ekki farið neitt - það sem hefur gerst er að þeir hafa áttað sig á því að þeir keyptu köttinn í sekknum þegar þeir kusu Repúblíkanaflokkinn. Rove og leiðtogar flokksins æstu "kristna" kjósendur til þess að mæta á kjörstað 2000, 2002 og 2004 með loforðum um að standa vörð um "hefðbundin" hjónabörn og réttindi fóstra og fósturvísa, og með hótunum um að ef demokratar kæmust til valda myndu arabískir hryðjuverkamenn streyma til Idaho og Iowa og "we would have to fight them in our own streets, rather than over there". Þrát fyrir allt tal um "faith based initiatives" hafa repúblíkanar ekki staðið við þau fögru loforð sem þeir gáfu "kristnum" kjósendum. Og árangurinn í Írak þarf ekki frekari útskýringar.

Pólítískir leiðtogar "kristinna" afturhalds-kjósenda hafa því brugðist. Trúarlegir leiðtogar þeirra hafa ekki staðið sig betur. Hneykslismál Ted Haggard er auðvitað besta dæmið.

En þetta er bara tímabundið ástand. "The value voters" virðast samkvæmt skoðanakönnum ólíklegri en margir aðrir til þess að mæta á kjörstað á þriðjudaginn, og demokrataflokkurinn gæti fyrir vikið unnið 1994 style sigur á Repúblíkanaflokknum. (seinasta skiptið sem þingið skipti um hendur í stórfelldri sveiflu var 1994, þegar Gingrich leiddi "the pitchfork revolution") Ef Demokrataflokknum tekst ekki annað hvort að sjá til þess að "the value voters" sitji heima á þriðjudaginn eftir fyrsta mánudag í nóvember, annað hvert ár héðan í frá, eða að ná einhverju af þessum kjósendum á sitt band, munu repúblíkanar komast aftur til valda.

M


Það kannast enginn við Haggard...

Ef hann hefði nú bara lamið konuna sína - eins og heiðarlegir pólítíkusar.jpg

Hvorki Jerry Falwell né Bush Bandaríkjaforseti þykjast nokkurntímann hafa heyrt minnst á closeted- meth-fiend/tele-evangelist Ted Haggard. Og það þó mr Haggard hafi verið forseti Landssamtaka Evangelista - sem hafa rétt rúmlega 30 milljón meðlimi, leiði sína eigin megakirkju í Colorado Springs, Colorado með minnst 14.000 meðlimi, sé talinn meðal 25 áhrifamestu trúarleiðtoga Bandaríkjanna, hafi tekið þátt í vikulegum símaráðstefnum með forseta Bandaríkanna. Í viðtali á CNN hélt Falwell því fram að hann hefði aldrei hitt Haggard, sem væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, hvort sem er eiginlega ekki alvöru evangelical christian:

ZAHN: The Reverend Ted Haggard, who is the president of the National Association of Evangelicals, a man who represents some 30 million evangelicals in this country, is stepping down after allegations he carried on a three-year affair with a male prostitute. You're reaction?

REV. JERRY FALWELL: Well, I don't know him. I haven't met him, and he's been rather critical of activists like Dr. James Dobson and myself. In pastors' meetings, he's said we shouldn't be aggressive as we have. I certainly sympathize with his family and the great congregation that he pastors there…

En hvað með forsetann? Tony Fratto, einn af talsmönnum hvíta hússins þvertekur fyrir að forsetinn hafi haft neitt með Haggard að gera:

Q: This Reverend Haggard out in Colorado, is he someone who is close to the White House? There had been reports that he was on the weekly call with evangelicals. Is that true?

MR. FRATTO: I'm actually told that that's not true, that he has — in terms of a weekly call that he has? He had been on a couple of calls, but was not a weekly participant in those calls. I believe he's been to the White House one or two times. I don't want to confine it to a specific number because it would take a while to figure out how many times. But there have been a lot of people who come to the White House….

Það er forvitnilegt að hafa í huga að þetta er sami George W Bush sem finnst það minnsta mál að mæta á kosningafundi fyrir Don "the Pennslylvania Strangler" Swerwood. Það er nefnilega stórmunur á því að sofa hjá karlmönnum eða að lemja og kyrkja konur.

M

ps: Nú um helgina mun Bush heimsækja Colorado - heimafylki Haggard - þar sem hann er að berjast fyrir Marilyn Musgrave. Musgrave hefur lýst því yfir að alvarlegasta ógnin sem steðji að Bandaríkjunum sé "hommaplágan", en hún, er í sama félagi og Santorum og John Hostettler (IN). Musgrave hefur verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum alveg þar til á seinustu vikum, en samkvæmt nýjustu könnun er frambjóðandi demokrata, Angie Paccione, einu prósentustígi á eftir Musgrave: 44% vs 43%. Fyrir tveimur vikum var Musgrave með 48% en Paccione með 38%. Það er vonandi að Methgate Haggard verði til þess að Musgrave tapi!


Sjónvarpspredíkarinn Haggard viðurkennir að hafa fengið "nudd" frá Michael Jones - gay escort

haggard.jpg

Haggard er farinn að viðurkenna örlítið meira - ekki bara að "sumt" af því sem hann hafi verið ásakaður fyrir sé satt, heldur séu alveg ákveðin atriði alveg sönn, en samt bara að hluta til... Semsagt: Haggard viðurkennir að hafa þekkt Michael Jones, en Jones segir að sjónvarpspredíkarinn og siðgæðispostulinn Haggard hafi borgað sér fyrir að stunda með sér kynlíf, minnst mánaðarlega, undanfarin þrjú ár. Haggard heldur því hins vegar fram að Jones hafi bara "nuddað" sig.

Og hann viðurkennir líka að hafa keypt amfetamín - en bara af forvitni, og svo hafi hann hent því strax. Kannski eftir að hafa þefað aðeins af því?

"I was tempted. I bought it but I never used it"

En hann neitar semsagt ennþá öllum ásökunum um að hafa sofið hjá Jones. Nú er spurning hvaða reglum Haggard er að fara eftir, þegar hann segist aldrei hafa "sofið hjá" Jones, hvort hann sé að tala um kynlíf á Clintonískan máta? Það má nefnilega skilja flest orð á fleiri en einn máta ef viljinn er fyrir hendi, og hver veit hvað "nudd" þýðir í Colorado? En Haggard þarf kannski ekki að leita í smiðju Clinton til þess að skilgreina kynlíf upp á nýtt, því meðal kristinna unglinga í Bandaríkjunum gildir nefnilega "If it is oral, it is moral".

Á NPR var fjallað um vandræði Haggard og tekin viðtöl við kirkjugesti í New Life Church, sem voru allir mjög efins um að fréttir af samkynhneigð og eiturlyfaneyslu hans gætu verið réttar. Það er hægt að sjá upptöku af Haggard í viðtali við MSNBC á Think Progress, og það verður að segjast að hann virðist nógu djöfulli sannfærður um sjálfan sig - og svo lýkur hann hverri setningu með þessari skuggalegu brosgrettu sinni og glampa í augum. Það er dálítið óþægilegt að hugsa til þess að þessi maður var forseti landssamtaka evangelista, sem eru ein áhrifamesti trúarfélagsskapur í Bandaríkjunum, og náinn ráðgjafi Bush stjórnarinnar í trúarmálum.

M


Sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, leiðtogi "New Life Church", segir af sér í kjölfar ásakan um samkynhneigð og amfetamínneyslu

Haggard og tennurnar.jpg

Í gær bárust fyrstu fréttir af því að Ted Haggard, sem er einn af leiðtogum "kristinna" repúblíkana, formaður landssamtaka evangelista, stórtækur sjónvarpspredíkari og í forystusveit þeirra sem trúa því að samkynhneigð sé einhverskonar sjúkdómr eða "lífsstíll" sem eigi að uppræta, helst með eldi og brennisteini, hefði í mörg ár keypt kynlífsþjónustu af karlmönnum. Og ekki nóg með það - hann hafi líka keypt og notað amfetamín... 

The allegations were made Wednesday on a Denver talk radio station, KHOW-AM. Mike Jones, who described himself as a male escort, said he had a sexual "business relationship" with Haggard for the last three years. Jones, 49, told the Associated Press that he had saved voicemail messages from Haggard, as well as an envelope that he said Haggard had used to mail him cash.

Haggard var hins vegar ötull talsmaður siðgæðis og óvinur alls óeðlis:

Under Haggard's leadership, the National Assn. of Evangelicals, which has 30 million members, reaffirmed a policy statement that describes homosexuality as "a deviation from the Creator's plan" and calls same-sex relations a sin that, "if persisted in … excludes one from the Kingdom of God."

Haggard has lobbied for a U.S. constitutional amendment to ban same-sex marriage; he also supports the gay-marriage ban that will go before Colorado voters Tuesday.

Samkvæmt Harpers Magazine þá á Haggard að hafa byggt kirkju sína upp í kringum baráttuna gegn samkynhneigð - á fleiri en einn máta, því Haggard (sem hefur verið giftur í 28 ár, og á fimm! börn) á mörg á að hafa haldið til á gay-börum, til þess að boða trú, auðvitað, og til þess að bjóða afvegaleiddum syndaselum á trúarsamkomur. Haggard hefur augljóslega verið búinn að koma sér upp hinu fullkomna cover!

Þessar fréttir eru allt í senn, stórskemmtilegar og fyndnar, en líka svolítði sorglegar. Sorglegar vegna þess að maðurinn á fimm börn og konu - og ég hálfpartinn kenni líka í brjósti um alla samstarfsmenn hans meðal repúblíkana og evangelista sem hafa passað sig betur, og haldið fjársvikum, framhjáhaldi og kynferðislegu óeðli sínu betur leyndu.

James Dobson, sem er einn af nánustu bandamönnum Haggard, var enda fljótur til þess að ásaka "the liberal media" um samsæri og svik:

It is unconscionable that the legitimate news media would report a rumor like this based on nothing but one man's accusation. Ted Haggard is a friend of mine and it appears someone is trying to damage his reputation as a way of influencing the outcome of Tuesday's election -- especially the vote on Colorado's marriage-protection amendment -- which Ted strongly supports.

Dobson hefur skýrt alla skandala repúblíkanaflokksins sem einhverskonar vinstrisamsæri sem hafi það eitt að markmiði að "suppress the values voters", og Gary Bauer sem er formaður "American Values" bætir við:

Big, liberal media has been engaging in an all-out war on the Christian vote -- to suppress that vote, to discourage faith-based voters, to make them think through distorted polls that the election is already over.

Síðan það komst upp um hann hefur Haggard sagt af sér, og skrifstofa New Life Church - sem er "meagachurch" sem Haggard leiðir, hefur viðurkennt að "eitthvað" af því sem Haggard hefur verið sakaður um eigi við rök að styðjast!

From: Pastor Ross Parsley Mailed-By: newlifechurch.org
Date: Nov 2, 2006 10:59 PM
Subject: Update from Pastor Ross

Dear New Lifers and friends of New Life Church,

Many of you have expressed concern about today’s news regarding our pastor. Thank you all for your prayers and support, and for your concern for our church family.

As you’ve likely heard by now, Pastor Ted has voluntarily placed himself on administrative leave as New Life’s senior pastor to allow our external board of overseers to work effectively. Below is the statement that we released to the media on Thursday afternoon.

Since that time, the board of overseers has met with Pastor Ted. It is important for you to know that he confessed to the overseers that some of the accusations against him are true. He has willingly and humbly submitted to the authority of the board of overseers, and will remain on administrative leave during the course of the investigation.

Þar sem Haggard er sakaður um nokkrar syndir: eiturlyfjakaup og að hafa keypt kynlífsþjónustu af karlmanni, og þar með líka samkynhneigð og framhjáhald, til viðbótar við lygar og hræsni, er af nógu að taka.

Það er alltaf jafn skemmtilegt að fá fréttir af því að sjálfskipaðir siðgæðisverðir repúblíkanaflokksins séu afhjúpaðir sem hræsnarar af verstu gerð. Þessar fréttir minna okkur líka á að háværustu óvinir samkynhneigðar eru allir í einhverskonar vandræðum með eigin kynhneigð. Helmingur þeirra er í skápnum og hinn helmingurinn hatast við eigin samkynhneigð og reynir að friða samviskuna með því að beina hatrinu að öðrum.

M


Repúblíkanaflokkurinn teflir ekki fram einum, heldur tveimur mönnum sem eru sakaðir um að reyna að kyrkja konur!

Sweeney í partýgír.jpg

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég um Don Sherwood, "the Pennsylvania Strangler", en Sherwood á nú í stökustu vandræðum vegna þess að upp komst að fyrrverandi hjákona hans kærði hann fyrir að hafa reynt að kyrkja sig. Sherwood birtist svo í sjónvarpsauglýsingu þar sem hann grátbað kjósendur að fyrirgefa sér að hafa brugðist trausti þeirra, því hann væri nú samt góður fjölskyldumaður, svona fyrir utan að hafa áhuga á framjáhaldi og ofbeldi.

En nú kemur í ljós að Sherwood er ekki eini þingmaður Repúblíkana sem er ásakaður um að kyrkja konur. John Sweeney, einn þingmanna flokksins fyrir New York fylki, hefur nefnilega líka lent í útistöðum við lögin eftir að hafa verið óþarflega harðhentur. Að vísu er hann meiri fjölskyldumaður en Sherwood - Sweeney fannst nefnilega rétt að halda ofbeldinu innan fjölskyldunnar. Það er hægt að lesa lögregluskýrsluna hér. Samkvæmt The Albany Times Union var lögreglan kölluð heim til Sweeney eftir að kvenmaður hringdi í 911:

The wife of U.S. Rep. John Sweeney called police last December to complain her husband was "knocking her around'' during a late-night argument at the couple's home, according to a document obtained last week by the Times Union. ...

Gaia M. Sweeney, 36, told a trooper that her husband had grabbed her by the neck and was pushing her around the house, according to the document

En svo róaðist frú Sweeney eitthvað og sagði lögreglunni að þetta hefði nú sennilega bara verið einhverskonar leikur, eða grín, þó hún hefði ekki fattað það meðan á stóð. John væri bæði skapheitur og ástríðufullur, en hinn indælasti maður... Kosningaskrifstofa Sweeney, sem er mönnuð fólki sem ekki kann stafsetningu, var líka fljót að bjóða upp á sína eigin skýringu: 

"This barley (sic) legible document that is currently being circulated is a piece of campaign propaganda in the continued smear campaign against Congressman John Sweeney and his family. It is not authentic. It is false and it is a concoction by our opposition.''

En þó Sweeney segi skýrsluna vera einhverskonar kosningaáróður staðfestir lögreglan innihald hennar. Sweeney er vel þekktur meðal repúblíkana í New York, og hefur fram til þessa verið frekar vel liðinn. Hann er meira að segja svo vel liðinn og þykir svo mikill stuðbolti að hann mætir óboðinn í partý hjá tæplega tvítugum háskólanemum þar sem hann heldur uppi fjörinu! Í Apríl varð nefnilega uppi fótur og fit þegar Sweeney, sem er um fertugt, mætti áberandi drukkinn í "frat partý" þar sem hann fór að "ræða stjórnmál" við unglingana. Albany Times Union talaði við gesti sem lýstu þingmanninum:

"[Sweeney was] acting openly intoxicated", "very loud and cursing," og "slurring his words while trying to discuss policy with the students". "If anyone from his district was there, they wouldn’t vote for him"

Ljósmyndi að ofan er af Sweeny í góðum gír. Skrifstofa hans gaf svo út eftirfarandi yfirlýsingu til að útskýra hvað maðurinn hefði verið að gera:

"As a committed representative of the people throughout the area where he lives and works, he enjoyed the discussion he shared with the students from Union College. (Sweeney) was impressed with the energy and enthusiasm displayed by the students - particularly on a Friday evening."

Sweeney er augljóslega hinn yndislegasti maður.

M


Bandaríkjaher sendir hermönnum í Írak ítarlegar leiðbeiningar um hvernig eigi að kjósa frambjóðendur Repúblíkana

Joe Negron er greindarlegur maður.jpg

Þegar Mark Foley sagði af sér þingmennsku, í kjölfar tölvupóstsendinga, þóttust demokratar nokkuð öruggir með að vinna sæti Foley í Flórída. Það var nefnilega of stutt til kosninga til þess að hægt væri að taka nafn Foley af kjörseðlinum. Kjósendur Repúblíkana yrðu því að láta sig hafa að greiða pervertinum Foley atkvæði á kjördag. Að vísu myndu öll atkvæði Foley teljast hafa fallið Joe Negron í skaut - en flokknum tókst að fá Negron til að taka sæti Foley. Semsagt: nafn Foley er ennþá á kjörseðlum, en ekki nafn Joe Negron. Þeir sem vilja greiða Negron atkvæði þurfa því að krossa við Foley.

Þetta er allt mjög, mjög flókið, og herinn, sem þekkir sitt fólk, sá því ástæðu til þess að senda öllum hermönnum frá Flórída nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þeir ættu að kjósa frambjóðanda Repúblíkana þegar þeir gengju að kjörborðum 7 nóvember. Herinn sá hins vegar enga ástæðu til þess að minnast á að það væru aðrir í framboði en Foley, svo Tim Mahoney, frambjóðandi demokrata neyddist til þess að senda annað bréf til hermanna, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að það væri líka hægt að kjósa sig...

Bréf hersins:

Special Instructions for Voters in the 16th Congressional District of Florida

On September 29th, Mark Foley resigned from the United State House of Representatives. He also withdrew as the Republican Candidate for the House of Representatives in Florida's 16 th District.

Pursuant to Florida Law, the Florida Republican Party nominated Joe Negron as the Republican Candidate in the 16th District replacing Foley. Pursuant to Section 100.111(4) of Florida Statute, Foley's name will remain on the ballot for both absentee and regular ballots. Any votes cast for Foley will count towards the total of the substitute candidate.

Voters from Florida's 16th Congressional District should be aware that any votes cast for Mark Foley will be counted toward the total of Joe Negron. Additionally, voters who wish to cast a vote for Joe Negron should cast their vote for Mark Foley.

Foley og Negron eru nefndir á nafn níu sinnum, og Repúblíkanaflokkurinn þrisvar. Það er augljóst hvernig herinn vill að menn kjósi! Myndin að ofan er af Negron.

M


Almenningur kaupir ekki kenningu Republíkana um að Foleyskandallinn sé "hommasamsæri"

untitled.jpg

Síðan Foleyskandallinn fór af stað fyrir tveimur vikum síðan hefur Republikanaflokkurinn ásamt íhaldsömum "kristinum" stjórnmálaskýrendum reynt að snúa vörn í sókn, meðal annars með því að reyna að gera samkynhneigð Foley að einhverju aðalatriði umræðunnar, og láta eins og það sé einhver órjúfanleg tenging milli samkynhneigðar, óeðlis og barnamisnotkunar. Hugmyndin er ábyggilega sú að ef bandaríska þjóðin sannfærist um að vandamálið sé samkynhneigð muni fólk flykkjast að kjörkössunum til að kjósa repúblíkana, sem halda ennþá að þeir geti þóst vera guðsútvaldir verðir siðgæðis og heiðarleika.

Tony Perkins, forseti "The Family Research Council':

...neither party seems likely to address the real issue, which is the link between homosexuality and child sexual abuse.

og við annað tækifæri:

I think that this -- there's an indication, there's clear research that shows that homosexual men are more likely to abuse children than straight men. And when it comes to government, yes, I have a concern that any type of sexual deviancy is a problem

Pat Buchanan, sem er einhverskonar republikan "hugsuður":

If the Republican House leadership is guilty of anything, it is of being too tolerant, of allowing Political Correctness, a fear of being called homophobic, to trump common sense. Whether we admit or not, many male homosexuals have a thing for teenage boys which is why so many of them wind up with black eyes when they try to pick them up.

Paul Weyrich, Forseti Free Congress Research and Education Foundation:

Here is the real problem. It has been known for many years that Congressman Foley was a homosexual. Homosexuals tend to be preoccupied with sex

Þessi málflutningur var ekki bara bundinn við einhvert "fringe". Leiðari Wall Street Journal tók nefnilega sama andstyggilega pólinn í hæðina:

But in today’s politically correct culture, it’s easy to understand how senior Republicans might well have decided they had no grounds to doubt Mr. Foley merely because he was gay and a little too friendly in emails. Some of those liberals now shouting the loudest for Mr. Hastert’s head are the same voices who tell us that the larger society must be tolerant of private lifestyle choices, and certainly must never leap to conclusions about gay men and young boys.

En það lítur ekki út fyrir að almenningur hafi keypt þessa röksemdafærslu. Samkvæmt nýrri könnun er nefnilega yfirgnæfandi meirihluti almennings hreint ekki eins hómófóbískur og repúblíkanar virðast halda. Könnun á vegum Human Rights Campaign leiddi eftirfarandi í ljós:

62 percent of Americans believe that Foley’s behavior was “typical of politicians,” as opposed to just 30 percent who believe his behavior was “typical of gay men.”

70 percent of Americans say that the Foley scandal has not changed their opinion of gay people.

80 percent of Americans believe it is important to make “sure that gays and lesbians receive the same rights and protections under the law as other Americans,” up from 77 percent in April 2006.

Það er hægt að nálgast könnunina alla hér og umfjöllun hér. Niðurstöðurnar eru mjög athyglisverðar, því þær benda til þess að viðhorf bandarísks almennings til samkynhneigðra hafi batnað mikið á seinustu tíu árum eða svo. Sem dæmi töldu 46% aðspurðra árið 1993 að samkynhneigð væri einhverskonar "val" og aðeins 33% að hún væri meðfædd - í nýjustu könnuninni höfðu þessi hlutföll snúist við. Á sama tíma hafa talsmenn "fjölskyldugilda" háð harða herferð gegn réttindum samkynhneigðra.

M


Annar þingmaður Republikana ásakaður um vafasamt samneyti við unga drengi

kolbe.jpg

Fyrir klukkutíma síðan upplýsti NBC að í Arizona væri hafin lögreglurannsókn á athæfi Jim Kolbe í einhverri útilegu fyrir tíu árum síðan. Kolbe tók nokkra drengi sem voru í sumarvinnu í þinginu með sér í útilegu.

NBC News interviewed several people who were on the trip, and their accounts vary. One participant, who requested anonymity, said he was uncomfortable with the attention Kolbe paid to one of the former pages. He was "creeped out by it," he said, adding that there was a lot of "fawning, petting and touching" on the teenager's arms, shoulders and back by Kolbe.

NBC also interviewed the two former pages, who are now in their late 20s. One of them said that Kolbe was a gentleman and never acted in an improper fashion. He recalled that the pair spent time in Kolbe's house at one point — and briefly were alone with him on the trip — and that Kolbe always acted professionally and decently.

The other would not comment on Kolbe's behavior during the trip or characterize it in any way.

"I don't want to get into the details," he said. "I just don't want to get into this... because I might possibly be considered for a job in the administration."

Ég óska republíkanaflokknum alls hins versta í þessu mál! Það eina sem ég hef áhyggjur af er að Kolbe, líkt og Foley, er samkynhneigður, og þessar uppljóstranir verða því sennilega síst til þess að bæta stöðu samkynhneigðra innan Repúblíkanaflokknum. Þá er jafn líklegt að þessi frétt muni hjálpa þeim sem hafa reynt að hvítþvo flokksforystuna af allri ábyrgð með því að kenna einhverju leynilegu "hommasamsæri" um framferði Foley.

UPDATE: Það virðist ekki vera neinn andskotans endir í sjónmáli í þessum kynlífshneykslum repúblíkana. Rétt í þessu rakst ég á Daily Kos á þessa færslu: "Country Music Star files for Divorce from GOP Sex-Fiend Hubby!" Að vísu virðist athæfi Craig Schelske, sem er bara einhverskonar minniháttar spámaður flokksins í Oregon, ekki hafa verið ólöglegt - bara reglulega ósiðlegt. 

Og fyrst við erum að tala um kynferðislegt óeðli þingmanna repúblíkanaflokksins: Christopher Shays, þingmaður fyrir Connecticut var um daginn spurður hvað bandaríkjaþing ætti að gera til þess að bæta ímynd bandaríkjanna, m.a. eftir Abu Ghraib, og þingmaðurinn hafði þetta að segja:

Now I've seen what happened in Abu Ghraib, and Abu Ghraib was not torture," Shays said according to a transcript provided by Democratic challenger Diane Farrell's campaign and confirmed by others who attended the debate. "It was outrageous, outrageous involvement of National Guard troops from (Maryland) who were involved in a sex ring and they took pictures of soldiers who were naked. And they did other things that were just outrageous. But it wasn't torture."

"I saw probably 600 pictures of really gross, perverted stuff," Shays said. "The bottom line was it was sex. . . . It wasn't primarily about torture."

Það er hægt að sjá yfirlýsinguna alla á YouTube. Þetta útskýrir þá margt: í huga þingmanna repúblíkana er þetta og þetta "kynlíf"...  

M


Yfirlit yfir uppspuna og afsakanir Republíkanaflokksins í tengslum við Foley-skandalinn

foley í sjónvarpinu.jpg

Það er erfitt að hafa yfirsyn yfir allar þær undarlegu afsakanir og skýringar sem talsmenn Repúblíkana, og stuðningsmenn þeirra í allskonar "trúarhreyfingum" á borð við Focus on the Family og Family Research Council, hafa fundið upp til þess að slá ryki í augu kjósenda. Media Matters hefur því tekið saman lista yfir þessar afsakanir allar, ásamt tilvísunum í heimilir, og hrekur svo allar þessar afsakanir. (Þ.e. þær sem ástæða er til að hrekja!):

  1. Skandallinn var búinn til í höfuðstöðvum Demokrataflokksins
  2. Hastert vissi ekkert um athæfi Foley fyrr en 29 September
  3. Tölvupóstur sem leiðtogar Repúblíkana höfðu séð var ekkert meira en "overly friendly"
  4. Skandallinn mun ekki hafa nein áhrif á kjósendur, og mun ekki hafa nein áhrif á úrslit kosninganna
  5. Hastert og leiðtogar Republíkana neyddu Foley til að segja af sér um leið og þeir komust a snoðir um tölvupóstana og IM skrifin
  6. Samkynhneigðir karlmenn eru öðrum líklegri til að misnota börn kynferðislega
  7. Fréttir þess efnis að skrifstofa Hastert hafi verið vöruð við athæfi Foley fyrir 2005 séu lýgi
  8. Hastert "tók fulla ábyrgð" á skandalnum
  9. Íhaldssamir og kristnir kjósendur eru sjokkeraðari en aðrir kjósendur (þ.e. aðrir kjósendur [les demokratar] hafa ekki áhyggjur af því að þingmenn falist eftir kynlífi með ungmennum...)
  10. Þegar leiðtogar flokksins fréttu af tölvupóstsendingum Foley kröfðust þeir þess af honum að hann kæmi ekki nærri sumarstarfsmönnunum
  11. CREW [Citizens for Responsibility and Ethics in Washington] - sem hafði fengið afrit af tölvupóstsendingum Foley - framsendi þá ekki til FBI eða annarra yfirvalda, og hélt þannig hlífiskyldi yfir Foley.
  12. "Hommamafían" í Washington vissi allt um Foley og hélt hlífiskyldi yfir honum. 

Í viðbót við þessar skýringar sem republíkanar hafa boðið eru svo tilraunir Fox til þess að láta líta svo út að Foley sé raunverulega demokrati...

M

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband