Yfirlit yfir uppspuna og afsakanir Republíkanaflokksins í tengslum við Foley-skandalinn

foley í sjónvarpinu.jpg

Það er erfitt að hafa yfirsyn yfir allar þær undarlegu afsakanir og skýringar sem talsmenn Repúblíkana, og stuðningsmenn þeirra í allskonar "trúarhreyfingum" á borð við Focus on the Family og Family Research Council, hafa fundið upp til þess að slá ryki í augu kjósenda. Media Matters hefur því tekið saman lista yfir þessar afsakanir allar, ásamt tilvísunum í heimilir, og hrekur svo allar þessar afsakanir. (Þ.e. þær sem ástæða er til að hrekja!):

  1. Skandallinn var búinn til í höfuðstöðvum Demokrataflokksins
  2. Hastert vissi ekkert um athæfi Foley fyrr en 29 September
  3. Tölvupóstur sem leiðtogar Repúblíkana höfðu séð var ekkert meira en "overly friendly"
  4. Skandallinn mun ekki hafa nein áhrif á kjósendur, og mun ekki hafa nein áhrif á úrslit kosninganna
  5. Hastert og leiðtogar Republíkana neyddu Foley til að segja af sér um leið og þeir komust a snoðir um tölvupóstana og IM skrifin
  6. Samkynhneigðir karlmenn eru öðrum líklegri til að misnota börn kynferðislega
  7. Fréttir þess efnis að skrifstofa Hastert hafi verið vöruð við athæfi Foley fyrir 2005 séu lýgi
  8. Hastert "tók fulla ábyrgð" á skandalnum
  9. Íhaldssamir og kristnir kjósendur eru sjokkeraðari en aðrir kjósendur (þ.e. aðrir kjósendur [les demokratar] hafa ekki áhyggjur af því að þingmenn falist eftir kynlífi með ungmennum...)
  10. Þegar leiðtogar flokksins fréttu af tölvupóstsendingum Foley kröfðust þeir þess af honum að hann kæmi ekki nærri sumarstarfsmönnunum
  11. CREW [Citizens for Responsibility and Ethics in Washington] - sem hafði fengið afrit af tölvupóstsendingum Foley - framsendi þá ekki til FBI eða annarra yfirvalda, og hélt þannig hlífiskyldi yfir Foley.
  12. "Hommamafían" í Washington vissi allt um Foley og hélt hlífiskyldi yfir honum. 

Í viðbót við þessar skýringar sem republíkanar hafa boðið eru svo tilraunir Fox til þess að láta líta svo út að Foley sé raunverulega demokrati...

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband