Það veltur allt á því hverjir mæta á kjörstað

c_documents_and_settings_maggi_my_documents_my_pictures_blogmyndir_value_voters.jpg

Skoðanakannanir í Bandaríkjunum hafa allar komist að þeirri niðurstöðu að demokrataflokkurinn muni sigra í kosningunum á þriðjudaginn. Það er hins vegar ennþá óljóst hversu stór sigur þeirra mun verða, og enn óvíst hvort þeim takist að ná meirihluta í öldungadeildinni. Samkvæmt villtustu spádómum munu Demokratarnir ná 50-60 sætum af Repúblíkanaflokknum - en hógværari spár gera ráð fyrir 20-25 sætum. Flokkurinn þarf ekki að ná nema 15 sætum til þess að ná meirihluta í þinginu.

Niðurstöður kannana byggjast nefnilega á því hverjir eru spurðir - sumar kannanir taka random úrtök, aðrar spyrja bara skráða kjósendur og enn aðrar spyrja bara "líklega kjósendur". Og á þessu veltur niðurstaða kosninganna - ekki því hvort almenningur sé hrifnari af frambjóðendum Demokrata eða Repúblíkana, heldur kjósendur hvors flokksins mæti á kjörstað. Þetta eru svosem engin merkileg vísindi, og sennilega frekar augljóst. En í landi þar sem rétt tæplega helmingur borgaranna mætir á kjörstað skiptir kosningaþáttaka meira máli en annarstaðar.

Ein lykilástæðan fyrir sigri Repúblíkana í undangengnum kosningum hefur verið há kosningaþátttaka meðal stuðningsmanna þeirra, "the base": afturhaldsamra, ihaldssamra og kristinna kjósenda. Í ár virðast þessir kjósendur alls ekki eins æstir að mæta á kjörstað, og hreint ekki eins vissir í sinni sök.

Fyrir um það bil tveimur árum síðan virtist "the christian right" hava náð einhverskonar hálstaki á bandarísku þjóðinni og bandarískum stjórnmálum - dramatískasta birtingarmynd þessa voru auðvitað tilraunir til þess að fá sköpunarsögu biblíunnar kennda í skólum, til jafns við, eða í staðinn fyrir, "liberal-Darwinism" og "vísindi". En þessi undarlega bylgja byrjaði að fjara út seinasta vetur. Hver sem ástæðan var virðist eins og myrkustu martraðir vinstrimanna um að í Washington kæmist til valda einhverskonar klerkastjórn undir handleiðslu Pat Robertson ætli ekki að verða að veruleika!

Í kjölfar kosninganna á þriðjudaginn munu fjölmiðlar og fréttaskýrendur skemmta sér við að svara þessari spurning: hvað varð um "the base" - og sérstaklega: hvað varð um "the values vote". Á föstudaginn var ágæt grein í Slate um þetta, þar sem því er haldið fram að evangelistarnir hafi orðið "mainstream" og að svartnættisspádómar um valdatöku þeirra havi hvort sem er verið frekar óraunhæfar. Þetta er ábyggilega rétt, svo langt sem það nær. Ég er ekki nokkrum vafa um að martraðakennd sýn um zombie-like evangelískar hersvietir, skríðandi útur kornökrum the heartland, til þess að krossfesta skynsama og upplýsta borgarbúa voru alltaf frekar óraunhæfar. En ég er ekki svo sannfærður um að "the evangelical right" sé einhvernveginn orðið "mainstream" og partur af "the political establishment" að þessvegna muni the values voters ekki mæta á kjörstað til þess að styðja frambjóðendur repúblíkana.

The values voters hafa ekki farið neitt - það sem hefur gerst er að þeir hafa áttað sig á því að þeir keyptu köttinn í sekknum þegar þeir kusu Repúblíkanaflokkinn. Rove og leiðtogar flokksins æstu "kristna" kjósendur til þess að mæta á kjörstað 2000, 2002 og 2004 með loforðum um að standa vörð um "hefðbundin" hjónabörn og réttindi fóstra og fósturvísa, og með hótunum um að ef demokratar kæmust til valda myndu arabískir hryðjuverkamenn streyma til Idaho og Iowa og "we would have to fight them in our own streets, rather than over there". Þrát fyrir allt tal um "faith based initiatives" hafa repúblíkanar ekki staðið við þau fögru loforð sem þeir gáfu "kristnum" kjósendum. Og árangurinn í Írak þarf ekki frekari útskýringar.

Pólítískir leiðtogar "kristinna" afturhalds-kjósenda hafa því brugðist. Trúarlegir leiðtogar þeirra hafa ekki staðið sig betur. Hneykslismál Ted Haggard er auðvitað besta dæmið.

En þetta er bara tímabundið ástand. "The value voters" virðast samkvæmt skoðanakönnum ólíklegri en margir aðrir til þess að mæta á kjörstað á þriðjudaginn, og demokrataflokkurinn gæti fyrir vikið unnið 1994 style sigur á Repúblíkanaflokknum. (seinasta skiptið sem þingið skipti um hendur í stórfelldri sveiflu var 1994, þegar Gingrich leiddi "the pitchfork revolution") Ef Demokrataflokknum tekst ekki annað hvort að sjá til þess að "the value voters" sitji heima á þriðjudaginn eftir fyrsta mánudag í nóvember, annað hvert ár héðan í frá, eða að ná einhverju af þessum kjósendum á sitt band, munu repúblíkanar komast aftur til valda.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband