Sjónvarpspredíkarinn Haggard viðurkennir að hafa fengið "nudd" frá Michael Jones - gay escort

haggard.jpg

Haggard er farinn að viðurkenna örlítið meira - ekki bara að "sumt" af því sem hann hafi verið ásakaður fyrir sé satt, heldur séu alveg ákveðin atriði alveg sönn, en samt bara að hluta til... Semsagt: Haggard viðurkennir að hafa þekkt Michael Jones, en Jones segir að sjónvarpspredíkarinn og siðgæðispostulinn Haggard hafi borgað sér fyrir að stunda með sér kynlíf, minnst mánaðarlega, undanfarin þrjú ár. Haggard heldur því hins vegar fram að Jones hafi bara "nuddað" sig.

Og hann viðurkennir líka að hafa keypt amfetamín - en bara af forvitni, og svo hafi hann hent því strax. Kannski eftir að hafa þefað aðeins af því?

"I was tempted. I bought it but I never used it"

En hann neitar semsagt ennþá öllum ásökunum um að hafa sofið hjá Jones. Nú er spurning hvaða reglum Haggard er að fara eftir, þegar hann segist aldrei hafa "sofið hjá" Jones, hvort hann sé að tala um kynlíf á Clintonískan máta? Það má nefnilega skilja flest orð á fleiri en einn máta ef viljinn er fyrir hendi, og hver veit hvað "nudd" þýðir í Colorado? En Haggard þarf kannski ekki að leita í smiðju Clinton til þess að skilgreina kynlíf upp á nýtt, því meðal kristinna unglinga í Bandaríkjunum gildir nefnilega "If it is oral, it is moral".

Á NPR var fjallað um vandræði Haggard og tekin viðtöl við kirkjugesti í New Life Church, sem voru allir mjög efins um að fréttir af samkynhneigð og eiturlyfaneyslu hans gætu verið réttar. Það er hægt að sjá upptöku af Haggard í viðtali við MSNBC á Think Progress, og það verður að segjast að hann virðist nógu djöfulli sannfærður um sjálfan sig - og svo lýkur hann hverri setningu með þessari skuggalegu brosgrettu sinni og glampa í augum. Það er dálítið óþægilegt að hugsa til þess að þessi maður var forseti landssamtaka evangelista, sem eru ein áhrifamesti trúarfélagsskapur í Bandaríkjunum, og náinn ráðgjafi Bush stjórnarinnar í trúarmálum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband