Það kannast enginn við Haggard...

Ef hann hefði nú bara lamið konuna sína - eins og heiðarlegir pólítíkusar.jpg

Hvorki Jerry Falwell né Bush Bandaríkjaforseti þykjast nokkurntímann hafa heyrt minnst á closeted- meth-fiend/tele-evangelist Ted Haggard. Og það þó mr Haggard hafi verið forseti Landssamtaka Evangelista - sem hafa rétt rúmlega 30 milljón meðlimi, leiði sína eigin megakirkju í Colorado Springs, Colorado með minnst 14.000 meðlimi, sé talinn meðal 25 áhrifamestu trúarleiðtoga Bandaríkjanna, hafi tekið þátt í vikulegum símaráðstefnum með forseta Bandaríkanna. Í viðtali á CNN hélt Falwell því fram að hann hefði aldrei hitt Haggard, sem væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, hvort sem er eiginlega ekki alvöru evangelical christian:

ZAHN: The Reverend Ted Haggard, who is the president of the National Association of Evangelicals, a man who represents some 30 million evangelicals in this country, is stepping down after allegations he carried on a three-year affair with a male prostitute. You're reaction?

REV. JERRY FALWELL: Well, I don't know him. I haven't met him, and he's been rather critical of activists like Dr. James Dobson and myself. In pastors' meetings, he's said we shouldn't be aggressive as we have. I certainly sympathize with his family and the great congregation that he pastors there…

En hvað með forsetann? Tony Fratto, einn af talsmönnum hvíta hússins þvertekur fyrir að forsetinn hafi haft neitt með Haggard að gera:

Q: This Reverend Haggard out in Colorado, is he someone who is close to the White House? There had been reports that he was on the weekly call with evangelicals. Is that true?

MR. FRATTO: I'm actually told that that's not true, that he has — in terms of a weekly call that he has? He had been on a couple of calls, but was not a weekly participant in those calls. I believe he's been to the White House one or two times. I don't want to confine it to a specific number because it would take a while to figure out how many times. But there have been a lot of people who come to the White House….

Það er forvitnilegt að hafa í huga að þetta er sami George W Bush sem finnst það minnsta mál að mæta á kosningafundi fyrir Don "the Pennslylvania Strangler" Swerwood. Það er nefnilega stórmunur á því að sofa hjá karlmönnum eða að lemja og kyrkja konur.

M

ps: Nú um helgina mun Bush heimsækja Colorado - heimafylki Haggard - þar sem hann er að berjast fyrir Marilyn Musgrave. Musgrave hefur lýst því yfir að alvarlegasta ógnin sem steðji að Bandaríkjunum sé "hommaplágan", en hún, er í sama félagi og Santorum og John Hostettler (IN). Musgrave hefur verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum alveg þar til á seinustu vikum, en samkvæmt nýjustu könnun er frambjóðandi demokrata, Angie Paccione, einu prósentustígi á eftir Musgrave: 44% vs 43%. Fyrir tveimur vikum var Musgrave með 48% en Paccione með 38%. Það er vonandi að Methgate Haggard verði til þess að Musgrave tapi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband