Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Saksóknarar reknir til að stöðva rannsókn á spillingu innan CIA

Kyle Dusty Foggo, fyrrv. þriðji hæst setti maður CIA, á leið frá dómshúsi San Diego þar sem honum var birt ákæra fyrir mútur og spillinguEinn af saksóknurun sem voru reknir af Alberto Gonzales var að rannsaka háttsetta menn innan CIA vegna viðamikils spillingarmáls, þegar hún fékk bréf þess efnis að hún yrði rekin. Carol Lam var alríkissaksóknari í San Diego, og daginn eftir að hún tilkynnti dómsmálaráðuneytinu gefa út húsleitarheimildir hjá háttsettum stjórnendum hjá CIA, fór stafsmannastjóri Gonzales að þrýsta á um að hún yrði rekin! Úr Kansas City Star (sem er eina dagblaðið sem hefur enn sem komið er fjallað um þennan vinkil málsins):

Fired San Diego U.S. attorney Carol Lam notified the Justice Department that she intended to execute search warrants on a high-ranking CIA official as part of a corruption probe the day before a Justice Department official sent an e-mail that said Lam needed to be fired ... 

Feinstein said Lam notified the Justice Department on May 10, 2006, that she planned to serve search warrants on Kyle Dustin "Dusty" Foggo, who'd resigned two days earlier as the No. 3 official at the CIA.

On May 11, 2006, Kyle Sampson, then Gonzales' chief of staff, sent an e-mail to deputy White House counsel William Kelley, asking Kelley to call to discuss "the real problem we have right now with Carol Lam that leads me to conclude that we should have someone ready to be nominated on 11/18, the day her 4-year term expires."

Stjórnin heldur því fram að Lam hafi verið rekin vegna þess að hún hafi ekki viljað einbeita sér að innflytjendamálum, sem stjórnin segir að hafi átt að vera helsta viðfangsefni hennar. Það má vel vera, en það er vægast sagt grunsamlegt að rjúka til og reka ríkissaksóknara sem er rétt í þann mund að svipta hulunni af spillingu innan CIA... Þetta Foggo mál var töluvert í fjölmiðlum í fyrra vor, en hvarf svo úr fjölmiðlum, en FBI er enn að rannsaka Foggo. Honum var birt ákæra fyrir rétt tæpum mánuði síðan.

Foggo málið var angi af rannsókn Lam á spillingarvef Randy "Duke" Cunningham, en hann endaði í fangelsi í fyrra eftir að hafa þegið mútur (m.a. teppi, skútu, antíkvasa og auðvitað hórur...) fyrir að flytja lagafrumvörp og stýra opinberum fjárveitingum til hinna og þessara - aðallega einhverskonar "military contractors" sem voru vinir Foggo.

Lam oversaw the investigation that led to the corruption conviction of then-Rep. Randy "Duke" Cunningham, R-Calif., who pleaded guilty in late 2005 to accepting $2.4 million in bribes. He was sentenced in March 2006 to eight years and four months in prison.

Þetta er allt einum of grunsamlegt til þess að hægt sé að láta sem svo að þetta sé bara röð tilviljana eða eitthvað. Þess utan hefur stjórnin fyrir löngu glatað allri tiltrú: Það er enginn tilbúinn til þess að leyfa þeim að njóta vafans. Bush og félagar hafa sýnt það nú þegar að þeim er trúandi til þess að spila eftir einhverjum allt öðrum reglum en sæmilega heiðarlegt fólk.

Democrats say they will investigate whether independent prosecutors were forced out for going after Republican corruption or ignoring pressure to prosecute Democrats in order to sway elections and are expected to seek testimony from Sampson and Kelley as well as Rove and Miers. The White House is scheduled to tell Congress on Tuesday whether it will allow the testimony or invoke executive privilege.

Við erum bara búin að sjá rétt topinn á þessu máli, og Gonzales verður líklega ekki sá eini sem mun liggja eftir í valnum - og við eigum vonandi eftir að heyra meira um "Dusty" Foggo næstu daga, þó ekki nema vegna þess að það er stórfenglegt að fylgjast með þessum Repúblíkönum sem hafa fáránleg viðurnefni "Scooter" "Dusty" "Duke" "The Hammer" og yfir þeim öllum ríkir "The Decider".

M


Rök Fox fyrir því að það sé allt í lagi að bandaríska dómsmálaráðuneytið stundi pólítískar hreinsanir

Gonzales er loyal bushie...Ef maður trúir því sem Karl Rove segir - eða horfir nógu mikið á Fox news gæti maður auðveldlega komist að þeirri niðurstöðu að þetta ríkissaksóknaramál allt séu einhverskonar pólítískar ofsóknir vinstrimanna eða fjölmiðlamoldvirði. En ef maður skoðar aðeins helstu rökin sem hafa verið í umferð á Fox undanfarna daga er merkilegt hversu haldlaus og hugmyndalaus þau eru.

  • Fox news hefur haldið því kerfisbundið fram að það séu bara Democrats, liberals, and far-lefties sem hafa krafist þess að Gonzales segi af sér. Ummælin hér að ofan, og sú staðreynd að fjórir þingmenn Repúblíkana hafa krafist þess opinberlega að Bush reki Gonzales eru þó augljós sönnun þess að þetta er ekki eitthvað "partisan" mál.
  • Hin aðalröksemdafærslan undanfarna daga hefur verið að halda því fram "Clinton gerði það líka". En, staðreynd málsins er að Clinton rak næstum alla 93 saksóknarana í upphafi kjörtímabils síns - alveg eins og Bush gerði þegar hann tók við völdum. Það sem er hins vegar algjörlega óheyrt, er að reka stóra hópa á miðjum kjörtímabilum - svo ekki sé talað um að það sé skjalfest (!) að það hafi verið gert af pólítísku undirlagi. - Á valdatíð Reagan, Bush eldri, og Clinton frá 1981 til 2000 voru bara 8 ríkissaksóknarar verið reknir eftir að Reagan var tekinn við völdum. Á 20 árum. Það að halda því fram að það sé einhverskonar fordæmi fyrir athæfi Gonzales er ósköp einfaldlega lýgi.
  • Svo hafa þeir líka verið uppteknir við að draga fram Whitewater mál Clinton - en Clinton var aldrei ákærður eða á sannfærandi hátt bendlaður spillingu í því máli. Það er grein eftir Joe Conason í The New York Observer tekur fjallar á skýran og greinargóðan hátt um Whitewater málið - en rannsóknin var ekki stöðvuð, þó alríkissaksóknarinn hafi verið rekinn, sem sannar að hann var ekki rekinn af pólítískum ástæðum - en Whitewater rannsóknin sjálf var hins vegar pólítískur tilbúningur sem settur var af stað af pabba Bush, í von um að geta sigrað Clinton í forsetakosningunum 92.

Það sem er kannski merkilegast við vörn Fox fyrir Gonzales, fyrir utan hversu léleg og hriplek hún er, er að hún virðist öll ganga út á Clinton - en margir harðir Repúblíkanar virðast hafa furðulega þráhyggju varðandi Bill Clinton. Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að þeir hafi í alvörunni einhvernveginn trámatíserast þegar Clinton var forseti. Hver sem ástæðan er, hafa Fox news og repúblíkanar talað furðulega mikið um Clinton undanfarna viku.

Það er líka annað sem er merkilegt við vörn Fox news og Repúblíkana - þeir hafa ekki reynt að spila 9/11 spilinu út. Gonzales er dómsmálaráðherra - og dómsmálaráðuneytið leikur lykilhlutverk í "stríðinu gegn hryðjuverkum". Gonzales hefur t.d. staðið í stórfelldum innanríkisnjósnum, sem voru réttlættar með því að þær væru alveg lífsnauðsynlegar til að hægt væri að reka stríðið gegn hryðjuverkum.

Hvernig stendur því ekki á því að einhver í Hvíta Húsinu hafi ekki reynt að segja: "Gonzales hefur verið svo duglegur að verja Bandaríkin gegn hryðjuverkum, að við verðum að standa með þessari hetju!" - Af hverju hefur enginn talað um "Gonzales hefur staðið sig svo vel í starfi að Bandaríkin geta ekki án þjónustu hans verið"? Mig grunar að það séu þrjár ástæður:

  1. Gonzales hefur ekki staðið sig vel í embætti.
  2. Störf Gonzales eru í meira lagi umdeild - samanber símahleranamálið.
  3. Hvíta Húsið er búið að ofnota 9/11 og hryðjuverkaógnina svo mikið sem pólítískt slagorð, að þeir þora ekki að reyna að bjarga Gonzales úr snörunni með því að fara enn einu sinni að tala um 9/11 og "the war on terror".

Þetta mál hefur nefnilega ekki bara afhjúpað að Gonzales og Hvíta Húsið hafi beitt, eða reynt að beita alríkissaksóknurum sem pólítískum vikapiltum, heldur einnig hversu hörmulega vanhæf þessi stjórn er, og hversu litla tiltrún hún hefur meðal almennings. Það er nefnilega ekki bara Gonzales sem er að berjast fyrir pólítísku lífi sínu - það er búið að styttast ansi mikið í snærinu hjá Bush og Cheney.

M


Félag fyrrv. Alríkissaksóknara fordæmir Gonzales

Það eru allir bandaríkjamenn sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta löngu búnir að átta sig á því að Bush er vanhæfur... jú, og hann ber ekki heldur neina virðingu fyrir undirstöðum bandarískrar menningar, stjórnsýslu eða hefðar Formaður landssataka fyrrverandi alríkissaksóknara sem þjónuðu undir Carter og Reagan segir að allir sem þekki til þess hvernig bandarískt réttarkerfi virkar, séu æfir yfir því að Alberto Gonzales hafi látið reka 8 alríkissaksóknara:

“People who understand the history and the mission of the United States attorney and Justice Department — they are uniformly appalled, horrified,” said Atlee W. Wampler III, chairman of a national organization of former United States attorneys and a prosecutor who served in the Carter and Reagan administrations. “That the tradition of the Justice Department could have been so warped by that kind of action any American should be disturbed.”

Þessi Atlee Wampler III var skipaður í embætti af Ronald Reagan, og er víst helst minnst fyrir að hafa barist við skipulagða glæpastarfsemi í Flórída, en áður hafði hann verið yfirmaður í leyniþjónustu hersins (sbr upplýsingar um hann á heimasíðu National Association of Former United States Attorneys).

M


Meirihluti Bandaríkjamanna telja Gonzales og Bush hafa gengið of langt

Alberto GonzalesSamkvæmt könnun Newsweek telur mikill meirihluti Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að brottrekstur alríkissaksóknaranna hafi verið pólítísk hreinsun.

Fifty-eight percent of those surveyed–including 45 percent of Republicans–say the ouster of the federal prosecutors was driven by political concerns. Those attitudes seem to reflect a broader view of the Bush administration’s approach. When asked if the administration has introduced politics into too many areas of government, 47 percent said they agree.

Innan repúblíkanaflokksins eru líka æ háværari kröfur um að Gonzales segi af sér og að forsetinn fari að reyna að sýna smá stjórnunarhæfileika. Fjórði þingmaður flokksins, Paul Gillmor (R-OH) hefur opinberlega lýst því yfir að Bush verði að reka dómsmálaráðherrann, sem hafi orðið

a lightning rod and has distracted from the mission of the Department of Justice

Heimildamenn CBS segja hins vegar að stjórnin glími þessa dagana við alvarlegri veruleikafirringu en venjulega, og að forsetinn ætli ekki að láta neinn segja sér fyrir verkum:

The fallout from the firings continues to grow in Washington, and sources tell CBS News that it looks like Attorney General Alberto Gonzales will take the fall.

Republicans close to the White House tell CBS News chief White House correspondent Jim Axelrod that President Bush is in “his usual posture: pugnacious, that no one is going to tell him who to fire.” But sources also said Gonzales’ firing is just a matter of time.

The White House is bracing for a weekend of criticism and more calls for Gonzales to go. One source tells CBS News he’s never seen the administration in such deep denial, and Republicans are growing increasingly restless for the president to take action.

M


Flokkurinn og ríkið - alríkissaksóknarar voru flokkaðir eftir því hvort þeir voru "loyal Bushies"

Gonzales og FlokkurinnUm daginn fengu fjölmiðlar og almenningur aðgang að tölvupóstsendingum sem sýndu aðdraganda þess að Alberto Gonzales rak 8 alríkissaksóknara fyrir engar sakir aðrar en að þeir höfðu ekki reynst nógu auðsveipir flokknum og forsetanum. Og það eru ekki ýkjur. Tölvupósturinn sýnir að starfsmenn hvíta hússins hafi byrjað að undirbúa saksóknarahreinsanirnar haustið 2005. Grundvöllur þessara hreinsana var listi sem Karl Rove og Harriet Miers, ásamt Kyle Simpson starfsmannastjóra Gonzales, virðast hafa samið, en á honum voru ríkissaksóknarar flokkaðir eftir því hvort þeir hefðu sýnt "hollustu" eða ekki. Skv Washington Post:

Sampson sent an e-mail to Miers in March 2005 that ranked all 93 U.S. attorneys. Strong performers "exhibited loyalty" to the administration; low performers were "weak U.S. attorneys who have been ineffectual managers and prosecutors, chafed against Administration initiatives, etc." A third group merited no opinion.

At least a dozen prosecutors were on a "target list" to be fired at one time or another, the e-mails show.

Fyrir utan að það sé óheyrt að forsetar séu að reka ríkissaksóknara í stórum stíl í seinna kjörtímabili sínu, að forsendur þess að þeir eru reknir séu vægast sagt grunsamlegar, og að það sé í hæsta máta óeðlilegt að flokka ríkissaksóknara eftir því hvort þeir sýni "hollustu" - frekar en hvort þeir sinni starfi sínu -  eru tvö atriði sem koma upp í þessu máli. Annarsvegar er það alríkið og hins vegar flokkurinn.

Síðan árslok 2005 hefur forsetinn nefnilega heimild í lögum (The Patriot Act) til að skipa saksóknara án þess að leita eftir samþykki þingsins. Áður fyrr þurfti forsetinn að leyfa þingmönnum að segja skoðun sína á skipun saksóknara. Fyrir vikið var tryggt að þingmenn og almenningur gætu spurt forsetann hvort hann væri að tilnefna hæfa eða vanhæfa menn. En þessi forseti kærir sig ekki um að útskýra eitt né neitt fyrir einum né neinum. Sérstaklega ekki fulltrúum kjósenda.

En þetta er ekki bara spurning um flutning valds frá öldungadeildinni til alríkisins - því svo virðist sem starfsmenn Hvíta Hússins geri sér ekki alveg ljóst hvar skilin á milli flokksins og ríkisins liggi. Sumar af tölvupóstsendingum Hvíta Hússins vegna brottrekstrar saksóknaranna komu nefnilega ekki frá póstföngum Hvíta Hússins, heldur póstföngum repúblíkanaflokksins. Skv Washington Post:

One curious aspect of yesterday's document dump is that it shows e-mails from J. Scott Jennings, who is Karl Rove's deputy at the White House, coming from an e-mail address at gwb43.com -- a domain owned by the Republican National Committee.

It makes some sense that White House officials might have and use such accounts when they conduct party business, rather than White House business. But the distinction between party and government business seems to have been forgotten here -- which I guess is exactly the point.

Út af fyrir sig er það kannski ekki mjög merkilegt að einhverjir skrifstofudrengir skuli ekki skilja að þeir séu í vinnu hjá ríkinu, en ekki flokknum. Ástæða þess að bloggarar hér vestra hafa orðið mjög æstir yfir þessu er auðvitað að þetta virðist hluti mun stærra og alvarlegra mynsturs, þ.e. Bush og ríkisstjórn hans virðist ekki skilja að það á að gera greinarmun á þessu tvennu, ríkinu og flokknum.

Þetta mál snýst nefnilega ekki um hægri eða vinstri, eða eitthvað ólógískt Bush hatur. Þetta mál snýst um að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipulagði pólítíska hreinsun

Og tölvupóstsendingarnar sanna þetta atriði. ABC News (sem getur ekki talist til "the liberal media") fjallaði um hlut Karl Rove í þessu máli, og fjallaði meðal annars um tölvupóst sem bar titilinn "RE: Questions from Karl Rove" (Dómsmálaráðuneytið hefur gefið aðgang að þessu skjali - það er hægt að lesa það á TPM). Þar er talað um "performance evaluations", og að það þurfi að reka um 15-20% saksóknaranna, það sé í lagi með afganginn, og svo strax á eftir kemur þessi gullmoli:

80-85 percent, I would guess, are doing a great job, are loyal Bushies, etc.

Svona vinnubrögð eru óverjandi.

M


Landssamtök bandarískra evangelista telja umhverfisvernd "a moral issue"

Dobson: í þessari bók er bara talað um einn hlut, Homma, homma, homma...Um daginn skrifaði ég færslu um tilraunir James Dobson, formanns "Focus on the Family" og nokkurra annarra leiðtoga afturhaldsmanna til að fá landssamtök evangelista til að hætta að tala um önnur samfélagsmál en samkynhneigð og fóstureyðingar. Ástæðan, skv. Dobson, var sú að gróðurhúsaáhrifin, fátækt, eða pyntingar, væru allt "vinstrimál" sem sannkristnir Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af.

Sérstaklega höfðu þeir áhyggjur af því að Landssamtök Evangelista væru að úttala sig um umhverfisvernd, og ásökuðu sr. Richard Cizik, policy director samtakanna um að nota

the global warming controversy to shift the emphasis away from the great moral issues of our time

Stjórn samtakanna hélt fund hér í Minnesota í seinustu viku, og ákvað að sýna afturhaldssömum "kristnum" skoffínum á borð við Dobson að kristin trú snérist um annað en homma og fóstur:

Board members say that the notion of censoring Mr. Cizik never arose last week at their meeting in Minnesota, and that he had delivered the keynote address at their banquet.

In addition, the board voted 38 to 1 to endorse a declaration, which Mr. Cizik helped to write, that denounces the American government’s treatment of detainees in the fight against terrorism.

Ástæðan er sú að margir evangelistar hafa þungar áhyggjur af því að Repúblíkanaflokkurinn sé að reyna að "ræna" kristinni trú - bæði vegna þess að fólk þarf ekki að vera íhaldsmenn til að vera kristið, og vegna þess að repúblíkanaflokkurinn undir stjórn Bush hefur rekið pólítík sem er allt annað en kristileg!

The board also voted unanimously to reaffirm the platform adopted three years ago, which enumerates seven policy priorities, including the environment, human rights and poverty. In doing so, board members said they intended to convey that the evangelical movement had a broader agenda than the one pushed by Christian conservatives and segments of the Republican Party.

... “We’re talking about at least 60 million people,” Mr. Sheler said, “and they don’t all march in lockstep to the religious right.”

Samtökin bættu við að það væri vissulega bara einn guð - en það væru fleiri en eitt mikilvægt þjóðfélagsmál á dagskrá. Auk samkynhneigðar væri fátækt, umhverfisvernd og virðing fyrir mannlegri virðingu og rétttlæti "moral issues".

Jeffery L. Sheler, author of “Believers: A Journey Into Evangelical America,” said the underlying cause of the conflict over Mr. Cizik was not only about global warming, but also about “who gets to speak to and for evangelicals.”

Afstaða Dobson og annarra "trúarleiðtoga" til umhverfisverndar er einnig mjög á skjön við bandarískt almenningsálit. Þó það mætti oft halda af umfjöllun fjölmiðla og blaðrinu í sumum þingmönnum repúblíkana að umhverfisvernd og áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum væru einhverskonar "fringe" mál - að enginn annar en Al Gore og fáeinir granóla étandi hippar í San Fransisco hefðu áhyggjur af gróðurhúsaáhrifinum. Þvert á móti. Meira að segja Pentagon viðurkennir að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg og alvarlegt vandamál.

Þeir einu sem neita að viðurkenna þetta eru Hvíta Húsið og menn á borð við Dobson.


Valerie Plame: var "covert agent" - og Lewis Libby og Rove því landráðamenn

Dæmdur fyrir lögbröt en enginn glæpur?Valerie Plame mætti í morgun í vitnaleiðslu hjá þinginu, þar sem hún staðhæfði að hún hefði verið "a covert agent" hjá CIA:

This morning, in her testimony under oath before the House Government and Oversight Committee, Valerie Plame Wilson asserted that she was in fact a covert officer at the time that columnist Robert Novak revealed her employment at the CIA. “In the run-up to the war with Iraq, I worked in the Counterproliferation Division of the CIA, still as a covert officer whose affiliation with the CIA was classified,” Plame sad in her opening testimony.

She added, “While I helped to manage and run secret worldwide operations against this WMD target from CIA headquarters in Washington, I also traveled to foreign countries on secret missions to find vital intelligence.

I loved my career, because I love my country. I was proud of the serious responsibilities entrusted to me as a CIA covert operations officer. And I was dedicated to this work. ... But all of my efforts on behalf of the national security of the United States, all of my training, all the value of my years of service, were abruptly ended when my name and identity were exposed irresponsibly.

Það skiptir höfuðmáli hvort Plame hafi verið "covert agent" eða ekki, því það er landráðasök að svipta hulunni af "covert agents". Repúblíkanar hafa lagt gríðarlega vinnu í að sannfæra þjóðina og fjölmiðla um að Plame hafi ekki verið covert agent - því ein helsta vörn þeirra fyrir Libby og þar með Cheney og Rove, hefur verið að það hafi enginn "undirliggjandi glæpur" átt sér stað í Scootergate. Fyrir utan að vera landráðamenn eru Lewis Libby og félagar þó einnig sekir um að hafa eyðilagt starfsframa Valerie Plame - nokkuð sem virðist hafa gleymst í þessari umræðu. Konan hafði helgað líf sitt CIA, en eftir að hún ar afhjúpuð sem leynilegur CIA agent var þessi starfsframi hennar fyrir bý.

Update: Michael Haden, yfirmaður CIA staðfestir líka að Plame hafi verið covert.

M


Pólítísk líkvaka yfir Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush

Hér eru þeir afturNokkurnveginn allir bandarískir fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur hafa lýst Alberto Gonzales "finished". Gonzales sjálfur virðist þó ekki vera alveg tilbúinn til að gefast upp og hverfa yfir móðuna miklu, sem í tilfelli háttsettra repúblíkana þýðir yfirleitt vel launuð störf á "K-Street" sem lobbýistar. En þangað til það gerist hafa demokratar hvatt til að stjórnin losi sig við Gonzales. Sennilega vegna þess að bandarískir vinstrimenn eru margir talsmenn "the right to die", samanber Terri Schiavo, og finnst óþægilegt að horfa á langdregið dauðastríð í sjónvarpi?

Chuck Schumer, öldungadeildarþingmaður demokrata frá New York, lýsti því yfir á blaðamannafundi að Hvíta Húsið væri að "ræða" afsögn Gonzales:

Schumer told reporters, “I know, from other sources, that there is an active and avid discussion in the White House whether [Gonzales] should stay or not,” adding that “the odds are very high that he will no longer be the attorney general.”

Hvíta Húsið hefur hins vegar reynt að segja sem minnst um hvað verði um Gonzales - sennilega vegna þess að stjórnin er í "crisis mode". Í millitíðinni hafa þrir repúblíkanar krafist þess að Gonzales segi af sér. Einn þingmaður Dana Rohrabacher (R-CA), og tveir öldungadeildarþingmenn, Gordon Smith (R-OR) og John Sununu (R-NH). Allir þrír er vel þekktir. Þar að auki hefur fjöldi repúblíkana lýst opinberlega yfir að þeir hafi "áhyggjur" af framtíð Gonzales eða að hann hafi "misst tiltrú þjóðarinnar".

Við þurfum sennilega ekki að bíða nema einn eða tvo daga eftir því að Gonzales verði látinn fjúka - og Demokratar og fjölmiðlar eru þegar farnir að beina spjótum sínum að Karl Rove, sem virðist hafa verið potturinn og pannan í þessu saksóknaramáli. Og það er alveg ljóst að valdatíð Bush lýkur ef annaðhvort Rove eða Cheney falla. Þá er betra að fórna Gonzales.

M


Hægrisinnuð slagsíða bandarískra frétta alls, alls ekki nógu mikil...

Máttarstolpar samsæris vinstrimanna eru valdamiklir menn... Michael Moore og Al Franken þar fremst í flokki... og til þess að stemma stigu við ægivaldi þessara manna þurfa repúblíkanar að hafa sig alla við?Í gær skrifaði ég stutta færslu um athugun Media Matters á fjölda hægrisinnaðra eða íhaldssamra gesta í hringborðsumræðum bandarísku fréttastöðvanna. Niðurstaðan kom svosem engum á óvart sem hefur horft á bandarískar fréttir: þó vinstrimenn og demokratar hefðu verið tíðir gestir hafði mun fleiri repúblíkönum, hægrimönnum og íhaldsmönnum verið boðið að tjá sig um málefni líðandi stundar.

En hvað finnst afturhaldssömum repúblíkönum um þessa niðurstöðu? Þeir geta varla kvartað yfir því að vinstrimenn fái of mikið rými í "the liberal media"? Nei, ekki beint, en þeir hafa hins vegar kvartað undan því að þeir fái ekki nógu mikla athygli, og að tölurnar taki ekkert tillit til þess hversu ægilega ílla sé farið með þá þegar þeir mæta í viðtöl!

Focus on the Family útbjó einhverskonar fréttatilkynningu sem hefur lýsir þessari sérkennilegu afstöðu:

The report found that during President Bush’s first term, the news shows favored GOP guests over Democrats 60 to 39 percent. Cliff Kincaid of Accuracy in Media said that’s a pyrrhic victory, considering the grilling conservatives often endure on the shows.

“When [Media Matters] analyzes so-called conservative bias,” he said, “it completely ignores the fact that the program is hosted by a liberal journalist.”

Gary Schneeberger, media liaison for Focus on the Family founder Dr. James Dobson, agreed.

Semsagt: Talsmenn Dobson og "Accuracy in Media", sem hefur fyrst og fremst einbeitt sér að því að "afhjúpa" samsæri vinstrisinnaðra fjölmiðlamanna til að sverta repúblíkana, telja að hægrislagsíða fjölmiðla sé nauðsynlegt til að vega upp alla vinstrislagsíðuna? Þetta er hreint snilldarlógík.

Það sem er samt merkilegast í viðbrögðum Focus on the Family er hverskonar umfjöllun eða fjölmiðlaaðgang þeir vilja fá. Talsmaður Dobson hafði þetta að segja:

“I get plenty of phone calls from journalists who want Dr. Dobson to appear on one these shows – but it’s never to give him an open mic to talk about how our ministry helps families stay together,” Schneeberger said. “They want him to talk about some contentious political issue – and there’s little doubt about the kinds of questions they want to ask or the disapproving tone with which they would ask them.”

Focus on the Family er ergilegt yfir því að fréttamenn skuli vilja vera að taka viðtöl við Dobson, og í ósvífni sinni spyrja hann spurninga! Þess í stað eiga þeir að gefa honum "an open mic"?! Í einfeldni minni hélt ég að hlutverk fréttamanna og fjölmiðla væri einmitt að spyrja spurninga, en ekki að gefa valdamiklum mönnum vettvang til að boða fagnaðarerindi pólítískra eða félagslegra skoðana sinna.

En í þessu felst auðvtiað vandamálið: Bandarískir íhaldsmenn trúa því í hjartans einlægni að það sé "liberal bias" að þeir séu spurðir spurninga og beðnir um að færa rök fyrir máli sínu. Því miður er þessi misskilningur ekki bundinn við Bandaríkin. Stjórnmálamenn sem heimta að fá að mæta einir í sjónvarpssal, og setja skilyrði fyrir því hvaða öðrum gestum sé boðið og sömuleiðis stjórnmálamenn sem neita að tala við suma fréttamenn er hægt að finna víðar. Þetta fólk allt heldur að hlutverk fjölmiðla sé að vera "an open mic" fyrir valdhafa að básúna snilld sína og visku.

M


Minneapolis lögreglan og Keith Ellison, meintur hryðjuverkamaður og þingmaður

City Pages lýsa Kroll þannig: Kroll wears a Minnesota Wild jersey, sports a neatly trimmed mustache, and has the kind of build that that wouldn't be out of place on an NHL rink. Semsagt: týpísk Minneapolis löggaKeith Ellison er aftur í fréttunum, núna vegna þess að einhver lögreglumaður, Bob Kroll, í Minneapolis (Ellison er þingmaður fyrir Mpls) kallaði hann hryðjuverkamann. Kroll er víst þekktur fyrir álíka rasískt bull, og það geta sennilega seint talist fréttir að bandarískir lögreglumenn hafi kynþáttafordóma. Þetta mál komst hins vegar í fréttirnar vegna þess að kollegar Kroll höfðu fengið sig full sadda á rasisma og hálfvitagangi Kroll, og þegar hann kallaði Ellison terrorista ákváðu þeir að kenna honum leksíu. Af þessu leiddi slagsmál sem voru ekki stöðvuð fyrr en lögfræðingur borgarinnar skarst í leikinn! Lögregluslagsmál eru alltaf fréttir, og lókal blöð hér í Minnesota hafa skemmt sér konunglega yfir þessari frétt:

It all started at a department ethics class, with about 20 other police officers, at the Minneapolis Northeast Armory. As Kroll tells it, he made a reference to the United States being at war with "Islamic terrorists." He then alluded to a certain congressman from north Minneapolis who happens to be Muslim.

That's when officer Gwen Gunter spoke up: "Are you calling Keith Ellison a terrorist?"

Their voices raised and soon the two were separated and silenced by the city attorney, who was conducting the class.

But that wasn't the end of it. Word of the incident spread quickly within the MPD and City Hall. By the end of the week, Kroll's spontaneous comment was front-page news.

Kroll virðist vera hinn yndislegasti maður, eða eins og City Pages orða það,  "Kroll owns a lengthy record of brutishness", en afrek hans eru meðal annars að berja og sparka í sakborninga, úthúða minnihlutahópum, og svo stjórnaði hann líka árás á hús þar sem hann þóttist hafa grun um að verið væri að selja eiturlyf. Árangurinn af þeirri árás var ekki annar en að einn af lögreglumönnunum var drepinn í "friendly fire"...

Það eru akkúrat svona menn sem okkur vantar til að heyja "the war on terror"! Vanhæfir, rasískir hálfvitar!

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband