Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Næstum öll bandarísk dagblöð sammála: Gonzales verður að segja af sér!

Everybody loves RaymondEditor and Publisher tekur saman leiðara helstu dagblaða Bandaríkjanna, sem virðast öll vera sammála um að Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, verði að segja af sér. Þetta eru fréttir, því það er sjaldgæft að öll dagblöð séu sammála um jafn umdeilt mál. Og Gonzales hefur svo sannarlega unnið fyrir þessari andúð. Undir hans stjórn hefur dómsmálaráðuneytinu verið breytt í pólítískt tól forsetans, þ.e. meðan Gonzales er ekki upptekinn við að troða á stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna, eða að senda menn í leynileg CIA fangelsi í Austur Evrópu, þar sem þeir eru pyntaðir...

New York Times hefur leitt atlöguna að Gonzales, en blaðið birti í morgun frábæran leiðara um hreinsanir Bush stjórnarinnar á alríkissaksóknurum. Leiðaranum lýkur með einu lógísku niðurstöðunni sem hægt er að komast að: Stjórnmálaheimspeki Bush stjórnarinnar er:

What’s the point of having power if you don’t use it to get more power?

Því miður virðist þetta vera inntakið í "hugmyndafræði" Bush og Cheney, og stórs hluta Repúblíkanaflokksins. Þeir eru í stjórnmálum í þeim tilgangi einum að hafa völd. Auðvitað sækjast allir stjórnmálamenn eftir völdum, en það er sem betur fer munur á því hversu heitt þeir elska völd, og til hvers þeir sækjast eftir þeim.

Hörmuleg reynsla Bandaríkjanna af valdatíð repúblíkana seinustu sex árin eða svo ætti að vera áminning um mikilvægi þess að sami stjórnmálaflokkurinn sé ekki við völd árum eða áratugum saman og mikilvægi þess að þingið veiti framkvæmdavaldinu aðhald, mikilvægi þess að dómsvaldið sé sjálfstætt frá ríkinu og mikilvægi þess að við afsölum okkur ekki persónufrelsi og réttindi, og að við veitum ríkinu ekki leyfi til þess að þenja út lögreglueftirlit með borgurunum í einhverri móðursýkislegri hræðslu við óskilgreinda óvini.

M


Lýgin um "liberal media bias" og að bandarískir fjölmiðlar séu "óvinveittir" Bush

The Liberal MediaEinn uppáhaldssöngur Repúblíkana er að Bush og flokkur þeirra njóti ekki sannmælis vegna þess að fjölmiðlar séu allir í höndum "vinstrimanna". Þetta heitir víst "The Liberal Mainstream Media", og samkvæmt þessu er Fox "eina" hægrisinnaði fréttamiðillinn. Það er vissulega rétt að við hliðina á Fox eru flestir bandarískir fjölmiðlar nánast eins og Þjóðviljinn, en það er líka allt og sumt.

Seinustu árin hafa kapalsjónvarpsstöðvarnar og viðtalsþættir sjónvarpsstöðvanna undantekningarlítið fengið fleiri repúblíkana og íhaldsmenn í viðtöl, og gestalisti umræðuþátta verið repúblíkönum í vil. Þegar demokratar kvörtuðu undan þessu, því þeim fannst þeir ekki fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að, var svarið að það væri eðlilegt að fjölmiðlar töluðu frekar við repúblíkana, því þeir væru jú við völd. Meirihluti þingmanna væri repúblíkanar, og því væri meirihluti viðmælenda repúblíkanar.

Þetta er kannski alveg sæmilega lógískt, en ef fréttastofur bandarískra sjónvarpsstöðva vinna eftir þessari reglu hefði mátt búast við því að það yrði talað við fleiri demokrata eftir að þeir unnu kosningarnar. En, "surprise, surprise"! ekkert breyttist! Samkvæmt úttekt Media Matters hafa viðtalsþættir sjónvarpsstöðvanna eftir sem áður dómíneraðir af íhaldsmönnum og repúblíkönum.

During the 109th Congress (2005 and 2006), Republicans and conservatives held the advantage on every show, in every category measured. All four shows interviewed more Republicans and conservatives than Democrats and progressives overall, interviewed more Republican elected and administration officials than Democratic officials, hosted more conservative journalists than progressive journalists, held more panels that tilted right than tilted left, and gave more solo interviews to Republicans and conservatives.

Now that Congress has switched hands, one would reasonably expect Democrats and progressives to be represented at least as often as Republicans and conservatives on the Sunday shows. Yet our findings for the months since the midterm elections show that the networks have barely changed their practices. Only one show - ABC’s This Week - has shown significant improvement, having as many Democrats and progressives as Republicans and conservatives on since the election. On the other three programs, Republicans and conservatives continue to get more airtime and exposure.

Nú má vel vera að það séu einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að repúblíkanar séu búnir að fá meiri umfjöllun en demokratar. Þeir töpuðu t.d. kosningunum, og fréttamenn gætu hafa viljað fá viðbrögð þeirra við því. Kannski mun þetta hlutfall réttast eitthvað. En þessar fréttir þarf að skoða í ljósi þess hvernig bandarískir fjölmiðlar brugðust fullkomlega í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Því miður hafa bandarískir fjölmiðlar ekki staðið sig sem skyldi undanfarin sex ár. Dagblöðin hafa sinnt eftirlitshlutverki sínu betur en ljósvakamiðlarnir - en lesendahópur dagblaðanna skreppur stöðugt saman.

M

Blog_Talk_Shows_Since_2006_Midterms


Ríkissaksóknaramálið og Gonzales

Foringinn og Blondie á góðri stunduMikilvægasta málið í Bandarískum fjölmiðlum þessa dagana er tvímælalaust ríkissaksóknarabrottrekstur Bush stjórnarinnar. Úr fjarlægð lítur þetta mál afspyrnu óspennandi út. Og Gonzales og Bush hafa líka gert sitt besta til að láta líta svo út sem þetta sé eitthvað minniháttar mál eða allsherjar pólítískt fjaðrafok. Ein helsta lína forsetans og repúblíkana hefur verið að alríkissaksóknarar séu pólítískt skipaðir, og forsetinn hafi því fullan rétt til að reka þá eins og honum sýndist.

Að vísu viðurkenndi í gær að hann hefði "staðið ílla" að brottrekstrinum - en stjórnin heldur enn í meginatriðum við þá afsökun að saksóknararnir hafi verið reknir vegna þess að þeir hafi fengið slæm starfsmöt. Enn önnur skýring birtist í Morgunblaðinu um daginn, nefnilega að þeir hefðu verið reknir eftr að kvartanir "hefðu borist yfir því að þeir hefðu ekki fylgt nægilega eftir rannsóknum á kosningasvindli". Sú skýring kom víst frá einhverjum blaðafulltrúa Hvíta Hússins.

Þetta virðist því vera frekar einfalt "open and shut case". Saksóknararnir sem voru reknir voru einhverskonar skúnkar, og forsetinn hafði fullan lagalegan rétt til að reka þá?

Vissulega er það rétt að alríkissaksóknarar eru pólítískt skipaðir, og fyrri forsetar hafa rekið saksóknara sem þeim líkaði ekki við. En afgangurinn af þessu máli öllu lyktar mjög grunsamlega. Í fyrsta lagi hefur enginn fyrrverandi forseti rekið marga sakskóknara á miðju kjörtímabili. Forsetar hafa skipt út saksóknurum þegar þeir taka við embætti, en eftir það eiga saksóknarar að vera nokkuð sjálfstæðir frá pólítískum þrýstingi - því þótt þeir séu pólítískt skipaðir eru embætti þeirra ekki pólítískt í sama skilningi og t.d. embætti dómsmálaráðherra. Hlutverk þeirra er að rannsaka glæpi og sækja glæpamenn til saka - ekki að reka pólítík.

Þess utan höfðu allir saksóknararnir sem voru reknir fengið góð og afbragðsgóð starfsmöt skömmu áður en þeir voru reknir! Og á sama tíma berast fréttir af því að Karl Rove og þingmenn Repúblíkana hafi hist og rætt hvaða saksóknarar væru ekki nógu auðsveipir Flokknum.

Því það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni: Bush og Alberto Gonzales hafa kerfisbundið unnið að því að ná pólítískum völdum yfir dómskerfinu, og því hefur kerfisbundið verið beitt til þess að ofsækja demokrata. Allir saksóknararnir sem voru reknir höfðu neitað að láta undan pólítískum þrýstingi að hefja rannsóknir á demokrötum sem ógnuðu endurkjöri þingmanna repúblíkana, eða þeir höfðu verið að rannsaka þingmenn og öldungadeildarþingmenn repúblíkanaflokksins. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem dómsmálaráðuneytið er staðið að því að reka saksóknara sem fara að snuðra í kringum spillta repúblíkana.

Þetta mál snýst nefnilega um annað og meira en að Bush hafi rekið nokkra saksóknara, eða að Alberto Gonzales hafi staðið ílla að brottrekstri þeirra. Það snýst um að hulunni hefur verið svipt af kerfisbundinni tilraun Bush til að vernda spillta repúblíkana og ofsækja pólítíska andstæðinga. 

Og, jú, þetta er sami Gonzales og hélt því fram að það væri allt í lagi að pynta fanga, varði ólöglegar innanríkisnjósnir forsetans, og hélt því fram að stjórnarskráin verði borgarana ekki gegn órökstuddri fangelsun... Og nú seinast er hann staðinn að því að reka ríkissaksóknara sem marsera ekki lock step í snyrtilegri röð á eftir foringjanum. Ég held að það sé seint hægt að segja að Gonzales sé ötull varðmaður lýðræðis, réttarríkisins og persónufrelsis. 

M


Þing Norður Dakóta ætlar að banna allar fóstureyðingar, jafnvel í tilfellum nauðgunar og sifjaspells...

Hugmyndir Pat Robertson um feminisma eru ekkert mikið skuggalegri en hugmyndir Bill Napoli um konur og fóstureyðingarÞing Norður Dakóta er nefnilega þeirrar skoðunar að allar fóstureyðingar séu einhverskonar "morð", og vill fá að setja í lög að draga megi bæði konur sem fara í fóstureyðingu og lækna sem framkvæma þær fyrir dóm!

The bill would allow the Attorney General to implement a ban on abortion regardless of the status of Roe v. Wade. Performing an abortion would become a Class C felony in the state.

Sarah Stoesz, President and CEO of Planned Parenthood Minnesota, North Dakota, South Dakota, is monitoring the progress of the legislation. “North Dakotans deserve to make these personal, private decisions free from government intrusion,” Stoesz said. “This bill attempts to substitute political opinion for medical judgment and endangers women’s health and safety in the process,” said Stoesz.

Í fyrra höfnuðu kjósendur í Suður Dakóta fáránlegri löggjöf sem bannaði næstum allar fóstureyðingar, en Feministing bendir á að þessi löggjöf Norður Dakóta sé enn strengri. Þegar kjósendur í Suður Dakóta höfnuðu þessum fáránlegu lögum héldu talsmenn skynsemi og frelsis að bókstafstrúarvitfirringar hefðu loksins fattað að ef almenningur í Suður Dakóta - sem er mjög íhaldssamt fylki - vilja ekki búa í einhverskonar pápískri forneskju, er útilokað að almenningur myndi styðja víðtækari takmörkun á réttindum kvenna.

En þetta mál snýst auðvitað ekki um vilja kjósenda, heldur er það sprottið úr mjög svo sérkennilegu innra sálarlífi þeirra sem telja allar fóstureyðingar afdráttarlausan glæp - og því þótti mér full ástæða til að rifja upp ummæli Bill Napoli, öldungardeildarþingmanns í Suður Dakota, en hann útskýrði fyrir NPR hvað hann gæti viðurkennt sem ásættanlega undanþágu frá fóstureyðingarbanninu:

A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)

Maður þarf að hafa ansi sérkennilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þessar. Ég held ekki að ég myndi þora að skilja börnin mín eftir ein í herbergi með Mr Napoli.

Fóstureyðingar virðast reyndar vera að komast aftur á dagskrá stjórnmálanna, því Zell Miller, sem var öldungardeildarþingmaður Demokrata áður en hann ákvað að styðja Bush fyrir kosningarnar 2004 hélt því nefnilega fram um helgina að síðan fóstureyðingar voru gerðar löglegar 1973 hafi 45 milljón "börn" verið "myrt", og að þessi ægilega barnamorðaplága væri ástæða allra vandræða Bandaríkjanna í dag.

Miller claimed that 45 million babies have been "killed" since the Supreme Court decision on Roe v. Wade in 1973.

"If those 45 million children had lived, today they would be defending our country, they would be filling our jobs, they would be paying into Social Security," he asserted.

Þetta er auðvitað hin fullkomna hnífsstungumýta: Vinstrimenn komu í veg fyrir að stríðið í Írak ynnist, með því að myrða öll börnin sem hefðu annars orðið hermenn, sem hefðu þá verið í Írak að drepa heiðingja?

M


Flótti Halliburton til Dubai og viðbrögð demokrata og liberal bloggara

Höfuðstöðvar HalliburtonEin aðalfréttin í gær var að Halliburton ætlaði að flytja höfuðstöðvar sínar til Dubai. Halliburton verður þar í góðum félagsskap, því áður hafði barnavinurinn Michael Jackson flúið til þessa smáríkis. Talsmenn Halliburton héldu því fram að ástæður flutningsins væri að fyrirtækið þyrfti að vera nær olíulindum Persaflóa, en stjórnmálamenn, fjölmiðlar og almenningur virtust ekki kaupa þá skýringu.

New York Times benti á að Halliburton sætti rannsókn bæði dómsmálaráðuneytisins og verðbréfaeftirlitsins vegna vafasamra viðskiftahátta í Írak, Kuveit og Nígeríu. Halliburton neitaði því að þessi flutningur hefði neitt með þessar rannsóknir að gera. En hér vakna líka spurningar um skattgreiðslur Halliburton, og það sem helst virðist ergja bæði demokrata og bloggara: Halliburton, eða dótturfyrirtæki þess, KBR, er einn af mikilvægustu verktökum Bandaríkjahers.

KBR hefur þegið hundruði milljarða af almannafé í lokuðum útboðum. Það er ekki að ástæðulausu að Demokratar og almenningur hafa efasemdir um heiðarleika Halliburton og KBR. Fyrirtækið hefur sætt fjölda rannsókna fyrir spillingu og samningsbrot. Halliburton sá t.d. um þá álmu Walter Reed sem virðist hafa verið í hvað verstu ástandi...

Demokratar voru fljótir til að gagnrýna ákvörðun Halliburton: 

“I think it’s disgraceful,” Senator Clinton, who is running for president, told a news conference in the Bronx, “that American companies are more than happy to try to get no-bid contracts, like Halliburton has, and then turn around and say, ‘But you know, we’re not going to stay with our chief executive officer, the president of our company, in the United States anymore.’ ”

Senator Byron L. Dorgan, Democrat of North Dakota, added: “I want to know, is Halliburton trying to run away from bad publicity on their contracts?”

Mr. [Charles] Schumer [demokrati frá NY] predicted that Congress would take a hard look at the move, adding: “What kind of tax or regulatory laws are they trying to circumvent? They didn’t just do this on a whim. They could easily focus more on the Middle East without doing this kind of change.”  

Liberal bloggar tóku í sama streng, en höfðu minni áhuga á því hvort Halliburton væri að skjóta sér undan sköttun, en voru þeim mun sannfærðari um að Halliburton væri að reyna að koma sér undan opinberum rannsóknum.

Nú veit ég ekkert um hvað býr að baki þessari ákvörðun Halliburton. Fyrirtækið er að reyna að losa sig við her-verktakaarminn, KBR. Það hlýtur teljast eðlilegt, því ég get ekki séð hvernig stjórnvöld gætu réttlætt að láta fyrirtæki staðsett í Dubai sjá um "support operations" fyrir herinn. Í fyrra kom þingið í veg fyrir að fyrirtæki staðsett í Dubai fengi að sjá um rekstur nokkurra bandarískra hafna, og ef gámauppskipun er of viðkvæmur atvinnurekstur til að leyfa fyrirtækjum sem hafa skrifstofur við Persaflóa að koma nálægt honum er nokkuð ljóst að bandarískir hernaðarverktakar geta ekki verið með aðalskrifstofur Í Dubai.

Það getur vel verið að Halliburton hafi fullkomlega heiðarlegar og eðlilegar ástæður fyrir þessum flutningi, en saga Bush stjórnarinnar og tengsl hennar, og þó sérstaklega Cheney, við Halliburton eru ekki til þess fallin að vekja traust eða trú hjá almenningi.

M


Bandaríkjaher kominn í þrot: farinn að senda slasaða hermenn aftur til Írak!

Bush elskar hermenn svo mikið að hann er tilbúinn að láta taka af sér ljósmyndir með þeim...Fréttir af manneklu Bandaríkjahers hafa verið að berast um nokkurt skeið. Fyrst fluttu fjölmiðlar fréttir af því að herinn hefði slakað á reglum um húðflúr, (það er samt ennþá bannað að vera með tattú í andlitinu) svo komu fréttir af því að hann væri farinn að taka við fólki með sakaskrá, og stöðugt berast fréttir af því að hermenn séu sendir í fleiri en eitt "tour of duty" til Íraks eða að hermönnum sé haldið í Írak lengur en þeim og fjölskyldum þeirra var sagt. Það er svo ílla komið fyrir hernum að 2/3 hlutar hersins eru "not combat ready"!

Nýjustu fréttir benda hins vegar til þess að herinn sé í verra ásigkomulagi en áður var vitað. Nú er nefnilega svo komið að herinn er farinn að senda slasaða og sjúka hermenn aftur á vígvöllinn!

As the military scrambles to pour more soldiers into Iraq, a unit of the Army's 3rd Infantry Division at Fort Benning, Ga., is deploying troops with serious injuries and other medical problems, including GIs who doctors have said are medically unfit for battle. Some are too injured to wear their body armor, according to medical records.

The 3,900-strong 3rd Brigade is now leaving for Iraq for a third time in a steady stream. In fact, some of the troops with medical conditions interviewed by Salon last week are already gone. Others are slated to fly out within a week, but are fighting against their chain of command, holding out hope that because of their ills they will ultimately not be forced to go. Jenkins, who is still in Georgia, thinks doctors are helping to send hurt soldiers like him to Iraq to make units going there appear to be at full strength. "This is about the numbers," he said flatly.

Support the troops! Það er kannski ódýrara að láta Írakana sprengja þessa vesalinga í loft upp en að borga fyrir þá spítalavist í Bandaríkjunum?

M


Háttsettir repúblíkanar farnir að tala um að ákæra Bush fyrir lygar og embættisglöp

Hagel lítur líka sæmilega forsetalega út...Impeachment! Seinast þegar þetta orð var notað af stjórnmálamönnum var það þegar repúblíkanaflokkurinn efndi til nornaveiða gegn Bill Clinton fyrir að hafa logið undir eið um hvort samband hans og Móníku hafi verið kynferðislegt. Það hefur auðvitað fjöldi fólks bent, og það réttilega, á að það ætti að ákæra Bush fyrir embættisglöp (því tilgangslaus og ílla skipulögð stríð sem kosta þúsundir mannslífa geta sennilega fallist undir embættisglöp...) og fyrir að hafa logið að þjóðinni í undirbúningi stríðsins. Fram til þessa hafa samt engir stjórnmálamenn gengið svo langt að leggja til að Bush verði ákærður - að þingið "impeachi" forsetann. Þar til núna.

Samkvæmt annarri grein, lið fjögur, í stjórnarskrá Bandaríkjanna:

The President, Vice President and all civil Officers of the United States, shall be removed from Office on Impeachment for, and Conviction of, Treason, Bribery, or other high Crimes and Misdemeanors

Chuck Hegel, sem er einn af háttsettustu öldungardeildarþingmönnum Repúblíkana, stríðshetja frá Víetnam, og eitilharður íhaldsmaður, hefur nú nefnt möguleikann á því að þingið ákæri Bush. Þetta eru mjög merkilegar fréttir - þó Hegel hafi ekki sagst sjálfur ætla að leiða slíka atlögu, heldur bara gefið í skyn að "einhver" kynni að gera það, er ljóst að andstaðan við Bush innan Repúblíkanaflokksins er komin á nýtt og alvarlegra stig.

Í viðtali við Esquire, sem út kemur í næstu viku, gefur Hagel í skyn að Bush kynni að standa frammi fyrir impeachement hearings ef stríðið í Írak haldi áfram:

"The president says, 'I don't care.' He's not accountable anymore," Hagel says, measuring his words by the syllable and his syllables almost by the letter. "He's not accountable anymore, which isn't totally true. You can impeach him, and before this is over, you might see calls for his impeachment. I don't know. It depends how this goes."

The conversation beaches itself for a moment on that word -- impeachment -- spoken by a conservative Republican from a safe Senate seat in a reddish state. It's barely even whispered among the serious set in Washington, and it rings like a gong in the middle of the sentence, even though it flowed quite naturally out of the conversation he was having about how everybody had abandoned their responsibility to the country, and now there was a war going bad because of it.

"Congress abdicated its oversight responsibility," he says. "The press abdicated its responsibility, and the American people abdicated their responsibilities. Terror was on the minds of everyone, and nobody questioned anything, quite frankly."


Hagel er sönnun þess að það eru líka sæmilega skynsamir menn í Repúblíkanaflokknum: menn sem gera sér grein fyrir því að Bush er langt kominn með að eyðileggja ekki bara Bandaríkin, heldur líka sinn eigin sttjórnmálaflokk. Hið fyrra hljóta að vera svik við kjósendur, en hið síðara eru svik við flokkinn, og fram til þessa hafa flokksbræður Bush sýnt honum ótrúlegt langlundargeð. Þjóðin er fyrir löngu búin að missa alla trú á forsetanum, en fram til þessa hefur flokkurinn enn treyst "the decider". Flestir nánast í blindni.

Og jú, auðvitað er líka annar vínkill á þessu máli: Samkvæmt háværum orðrómum er Hagel að íhuga forsetaframboð. Hagel er alvöru íhaldsmaður.

M


Bush og repúblíkanaflokkurinn svíkja bandaríkjaher

Eaton hjá MaherPaul D. Eaton, sem sá um þjálfun Írakska hersins árin 2002-3, hefur verið mjög harðorður í garð ríkisstjórnar Bush og skammerlegrar óstjórnar hennar. Eaton, sem er hreinræktaður "military man" skilur að stríð þarf að undirbúa, og að það þarf að koma sæmilega sómasamlega fram við hermenn - í fyrsta lagi á ekki að senda þá út í opinn dauðann til að heyja tilgangslaus stríð, og í öðru lagi á að sýna þeim lágmarks virðingu þegar þeir koma til baka. Sú virðing á að felast í einhverju öðru og meiru en að kyrja "support the troops" en senda þá síðan á spítala sem eru þéttsetnir af rottum og kakkalökkum...

Bill Maher tók viðtal við Eaton á föstudaginn, og Eaton var ekki að skafa utan af skoðunum sínum:

"We've got this thing that so many military believe that Republican administrations are good for the military.  That is rarely the case.  And, we have to get a message through to every soldier, every family member, every friend of soldiers that the Republican party, the Republican dominated Congress has absolutely been the worst thing that's happened to the United States Army and the United States Marine Corps."

Óháð því hvaða skoðanir menn hafa á stríði og "heimsvaldastefnu" Bandaríkjanna verður ekki horft framhjá því að öll stórveldi halda úti herjum - og þessir herir eru mannaðir alvöru fólki, og þetta fólk trúir flest í hreinni einlægni á að það sé að þjóna fósturjörð sinni. Fólk sem skráir sig í herinn gerir það á þeim forsendum að það muni "verja fósturjörðina", og lýsir sig tilbúið til að deyja í þeirri þjónustu. Það hlýtur því að vera hægt að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau standi við sinn hluta samningsins. En Repúblíkanaflokkurinn undir handleiðslu Bush virðist hafa sömu afstöðu til óbreyttra hermanna og þeir hafa til afgangsins af bandarísku þjóðinni.

Ég mæli með viðtalinu. Það er hægt að horfa á upptöku af því hér. (það tekur smá tíma að hlaðast inn...)

M


Americablog: snúast átakalínur í bandarískum stjórnmálum um hægri-vinstri?

Left LibertariansAmericablog setur fram fram áhugaverða spurningu: Eru átakalínurnar í bandarískum stjórnmálum raunverulega á milli hægri og vinstri? Skoðun þeirra er að forsprakkar "íhaldsmanna" séu engir íhaldsmenn heldur "Authoritarians".

Authoritarians

I've been thinking that the problem we are dealing with in this country is not an ideological left/right battle at all, but rather the rise of the authoritarian personality-type in our politics. Authoritarians have seized the label of "conservative" but this crowd is not at all conservative - not even anything like traditional Republicans. I have always had the sense that the current crop of "conservative movement" wingnuts would attach themselves to any ideology if it helped them achieve power.

Ég held að ég sé sammála því að það sé ekki hægt að flokka bandarísk stjórnmál eftir "hægri" og "vinstri", sérstaklega ekki eins og við skiljum þau hugtök, því þó það séu bara tveir flokkar í Bandaríkjunum eru þeir langt því frá að falla snyrtilega sitt hvorum megin við einhverja ímyndaða "miðju" með vinstrimenn annarsvegar og hægrimenn hins vegar.

Bandarískir frjálshyggjumenn hafa lengi haldið því fram að það sé skynsamlegra að flokka fólk samkvæmt "the worlds smallest political quiz" í fimm flokka, hægri, vinstri, miðju og svo "statist" og "libertarian". Því miður hefur það engan stað fyrir "self serving hypocrites and crooks", en í þann flokk falla ansi margir af leiðtogum repúblíkana, t.d. Tom de Lay og Newt Gingrich...

Átakalínurnar eru nefnilega ekki bara milli þeirra sem trúa á lýðræði og réttarríki annarsvegar og "big state" repúblíkana eins og Bush og Cheney hins vegar, heldur líka milli þeirra sem trúa á lög og reglu annarsvegar og svo hinna sem trúa því að lög og reglur gildi ekki um þá...

Reyndar er sá flokkur líka leiddur af Bush og Cheney.

M


Bandaríkjastjórn bannar vísindamönnum að tala um gróðurhúsaáhrifin

Ísbirnir eru nefnilega eldfimt umræðuefni!New York Times skýrir frá því að Fiski- og náttúrlífsstofnun Bandaríkjanna (The Fish and Wildlife Service) bannar vísindamönnum sem ferðast á vegum stofnunarinnar að tala um gróðurhúsaáhrifin. Þetta mál komst í hámæli á fimmtudaginn þegar upp komst að vísindamenn sem voru á leið á ráðstefnur í Noregi og Rússlandi á vegum stofnunarinnar fengu fyrirmæli um að tala ekki um 1) gróðurhúsaáhrifin, 2) ísbirni, 3) hafís...

The stipulations that the employees “will not be speaking on or responding to” questions about climate change, polar bears and sea ice are “consistent with staying with our commitment to the other countries to talk about only what’s on the agenda,” said the director of the agency, H. Dale Hall.

Innanríkisráðuneytið hefur útskýrt þessi fyrirmæli nánar, en í viðtali við New York Times segir talsmaður Innanríkisráðuneytisins að vísindamenn megi tala um gróðurhúsaáhrifin, en bara þegar þeir eru í glasi!

Tina Kreisher, a spokeswoman for the Interior Department, parent of the wildlife service, said the memorandum did not prohibit Ms. Hohn from talking about climate change “over a beer” but indicated that climate was “not the subject of the agenda.”

Það sem er kannski fyndnast við þetta er að annar vísindamannanna sem fékk fyrirmælin er sérfræðingur í ísbjörnum, en hinn var á leiðinni á fund til að ræða hvernig vernda mætti lífríki norðurskautsins... Þetta er samt alls ekki í fyrsta skiptið sem Bush stjórnin reynir að segja vísindamönnum fyrir verkum:

Top-down control of government scientists’ discussions of climate change heated up as an issue last year, after appointees at the National Aeronautics and Space Administration kept journalists from interviewing climate scientists and discouraged news releases on global warming.

The NASA administrator, Michael D. Griffin, ordered a review of policies, culminating in a decision that scientists could speak on science and policy as long as they did not say they spoke for the agency.

Því þessir fjárans vísindamenn með allar sínar leiðinlegu "staðreyndir" og "rannsóknir" sem stangast á við bjargfasta sannfæringu okkar að allt sé í besta lagi. Þeir ljúga líka að okkur um "þróunarkenninguna" og segja að guð hafi ekki skapað jörðina á sjö dögum fyrir nokkur þúsund árum eða svo, eins og biblían segir. Það er þó heppilegt að það fara saman, hagsmunir olíufyritækja og ranghugmyndir kristinna bókstafstrúarmanna!

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband