Bandarískir evangelistar lýsa yfir stríði gegn umhverfisverndarmönnum!

Dobson hugsar bara um homma, homma, homma allan daginn og vill ekki að aðrir evangelistar séu að hugsa um neitt annað heldur!Ég get vel skilið af hverju þingmenn Repúblíkana eru andsnúnir umhverfisvernd. Margir þeirra þiggja háar upphæðir í fjárframlögum frá stórfyrirtækjum sem kæra sig ekki um reglugerðir, boð og bönn, sem umhverfisverndarmenn telja (með réttu, að því er virðist) að séu nauðsynlegar til þess að fá bílaframleiðendur, stóriðju og orkufyrirtæki til að eyðileggja ekki umhverfið. Svo eru auðvitað margir repúblíkanar sem trúa ekki á reglugerðir og lagasetningu af prinsippástæðum. Ég ber virðingu fyrir þessum síðarnefndu, eins og ég ber virðingu fyrir öllu fólki sem hefur einhverja trú, er samkvæmt sjálfu sér og byggir ekki afstöðu sína til veraldarinnar á eiginhagsmunapoti, hræsni eða fordómum og mannhatri.

En ég get því ekki með neinu móti skilið af hverju "trúaðir" bandaríkjamenn virðast margir óttast umhverfisvernd meira en nokkuð annað, því svo virðist sem margir leiðtogar "the moral majority" telji að alvarlegasta ógnin sem steðji að bandaríkjunum séu ekki aðeins fóstureyðingar og samkynhneigð, heldur líka Al Gore!

New York Times í morgun greinir frá því að hópur leiðtoga trúarleiðtoga hafi krafist þess af landssambandi evangelista að félagsskapurinn banni sínu fólki að tala um gróðurhúsaáhrifin!

Leaders of several conservative Christian groups have sent a letter urging the National Association of Evangelicals to force its policy director in Washington to stop speaking out on global warming.

The conservative leaders say they are not convinced that global warming is human-induced or that human intervention can prevent it. And they accuse the director, the Rev. Richard Cizik, the association’s vice president for government affairs, of diverting the evangelical movement from what they deem more important issues, like abortion and homosexuality.

Þetta furðulega útspil er reyndar hluti af stærri átökum meðal evangelista, annarsvegar milli karldurga á borð við Jerry Falwell og Pat Robertson sem hafa kynlíf á heilanum og vilja að "trúaðir" Bandaríkjamenn eigi einvörðungu að hafa áhyggjur af "siðferðislegum vandamálum" á borð við samkynhneigð og kynlíf, og hinsvegar örlítið skynsamara fólks sem gerir sér grein fyrir því að það eru aðrir og alvarlegri hlutir sem við eigum að hugsa um.

The letter underlines a struggle between established conservative Christian leaders, whose priority has long been sexual morality, and challengers who are pushing to expand the evangelical movement’s agenda to include issues like climate change and human rights.

“We have observed,” the letter says, “that Cizik and others are using the global warming controversy to shift the emphasis away from the great moral issues of our time.”

Those issues, the signers say, are a need to campaign against abortion and same-sex marriage and to promote “the teaching of sexual abstinence and morality to our children.”

Sem betur fer er ekki allt trúað fólk, og ekki einu sinni allir evangelistar, einhverskonar veruleikafirrtir jólasveinar sem halda að fóstureyðingar og samkynhneigð séu alvöru samfélagsleg vandamál.  

Evangelicals have recently become a significant voice in the chorus on global warming. Last year more than 100 prominent pastors, theologians and college presidents signed an “Evangelical Climate Initiative” calling for action on the issue. Among the signers were several board members of the National Association of Evangelicals; Mr. Anderson, who has since been named its president; and W. Todd Bassett, who was then national commander of the Salvation Army and was appointed executive director of the association in January.

Ef evangelistar og trúaðir Bandaríkjamenn, sem flestir eru gott fólk sem vill vel, er frelsað úr fjötrum fordómafullra hræsnara og mannhatara á borð við James Dobson, forseta Focus on the Family, sem hafa talið þeim trú um að hommar og femínistar séu hættulegasta ógn samtímans, er von til þess að það sé hægt að virkja þá til þess að breyta samfélaginu til betri vegar.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BBBÚ'U'UÚÚ

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.3.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Geðsjúklingurinn Ann Coulter hefur þetta að segja um umhverfisvernd á heimasíðu sinni:

"Even right-wingers who know that "global warming" is a crock do not seem to grasp what the tree-huggers are demanding.  Liberals want mass starvation and human devastation.

...There are more reputable scientists defending astrology than defending "global warming" 

... They want us to starve the productive sector of fossil fuel and allow the world's factories to grind to a halt. This means an end to material growth and a cataclysmic reduction in wealth.

..."Global warming" is the left's pagan rage against mankind. If we can't produce industrial waste, then we can't produce.

... global warming is the most insane, psychotic idea liberals have ever concocted to kill off "useless eaters."

...the "global warming" campaign is nothing but hatred of humanity, these are the exact same people who destroyed the nuclear power industry in this country 30 years ago."

Svona er einfaldlega hugsunarhátturinn hjá þessu liði.  Maður er eiginlega orðlaus.

P.S. Sástu Ann Coulter á CSPAN í gær? Hún hélt ræðu á "Conservative Political Action Conference" og lét m.a. þessi orð falla "“I was going to have a few comments on the other Democratic presidential candidate John Edwards, but it turns out you have to go into rehab if you use the word ‘faggot,’ so I — so kind of an impasse, can’t really talk about Edwards.”

Að því loknu tók hún sig til og lýsti stuðningi við framboð Mitt Romney.

Róbert Björnsson, 3.3.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Já, það þarf ekki nema að líta á lista þeirra sem skrifa undir bréfið. Fyrir utan James C. Dobson má finna þar aðra dóminíonista s.s. Paul Weyrich og Tony Perkins. Það er uggvænlegt að vita af þessum mönnum í innsta hring en vonandi verður þess ekki langt að bíða að áhrif þeirra á ráðandi stjórnmálamenn þverri. Sem betur fer er hér verulega öflug frjáls pressa sem veitir þessum rugludöllum aðhald.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 4.3.2007 kl. 06:21

4 Smámynd: FreedomFries

Sæl! Ég horfi yfirleitt ekki á Cspan - en ég las þessi ummæli Coulter og umfjöllun um hana - þau fengu óvenjulega mikla athygli, sérstaklega frá hægrivængnum sem flýtti sér að fordæma þau. Kannski eru repúblíkanar loksins að átta sig á því að þeir græða ekkert á því að láta vitfirringa og hatemongers eins og Coulter tala fyrir sig?

Það er líka annað merkilegt við bréfið - þessir menn, Perkins, Dobson, Weyrich eru allir kóngar í eigin "kirkjum" eða einhverskonar "kristnum" fjöldahreyfingum - enginn þeirra er meðlimur í landssambandi evangelista. Fram til þessa hefur þesum mönnum leyfst að tala fyrir trúaða bandaríkjamenn, og skilgreina, í huga almennings, hvað "kristnir" bandaríkjamenn vilji. Perkins, Dobson og Weyrich hafa svo allir notað þetta til að ryðja sér að kjötkötlunum. Þetta bréf gæti nefnilega líka táknað að þeir séu farnir að óttast að kristnir bandaríkjamenn kæri sig ekki lengur um að láta þá tala fyrir sig.

Ef hægrimenn og kristnir bandaríkjamenn losa sig við þetta skítahyski (Coulter og Dobson og co) sem þykist vera einhverskonar hugsuðir og leiðtogar bandarískrar alþýðu og hægristefnu held ég að það verði alveg hægt að bjarga þessu landi!

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 4.3.2007 kl. 19:44

5 Smámynd: Þarfagreinir

Ann Coulter er auðvitað snargeðveik og á ekkert með að koma fram opinberlega - skil engan veginn hvernig henni er hleypt í sjónvarp og látið eins og hún sé bara alveg í lagi.

Þannig er það nú einfaldlega bara ...

Þarfagreinir, 5.3.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband