Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
mið. 13.9.2006
George "Macaca" Allen virðist ekki græða á rasismanum?
Þetta er ein skemmtilegasta fréttin í bandarískum stjórnmálum sem ég hef enn ekkert skrifað um - en það vita allir sem hafa þurft að hlusta á pólítískt þvaður mitt í eigin persónu, að ég hef ótæmandi áhuga á "the great Macaca-gate".
Forsaga málsins er sú, að George Allen, sem er einn af forsprökkum trúaðra (og rasískra, eins og kom í ljós í sumar) repúblíkana, ávarpaði indverskan bandaríkjamann sem "macaca", sem er víst einhverskonar racial slur. Pilturinn, sem var með vídeóupptökutæki í hendinni, og var að taka upp ræðu Allen, fyrir mótframbjóðanda hans, James Webb, var ekki skemmt. Það er ljótt að vera uppnefndur ljótum nöfnum, en "Macaca"! Orð Allen voru eitthvað á þessa leið:
"To Macaca here! Welcome to America! Welcome to the real world of Virginia"
Vandamálið var að mr. Macaca var borinn og barnsfæddur í Virginiíu, og þurfti ekki að láta sjálfumglaða pólítíkusa bjóða sig velkominn...
Þetta Macacamál hefði allt verið frekar ómerkilegt ef ekki hefði verið fyrir ílla innrætta vinstrisinnaða bloggara sem gerðu úr því ægilegt veður, og lögðust meira að segja svo lágt að uppnefna Allen! George "Macaca" Allen. Aumingja Allen. Fyrstu viðbrögð hans voru að afneita öllu: Hann hefði ekki meint neitt ljótt með þessu macaca kommenti - hann hefði bara verið að gera góðlátlegt grín að hárgreiðslu hins meinta innflytjanda: Macaca væri hans eigin orð, og þýddi 'caca'-'mohawk'... Allen þótti semsagt betra að reyna að ljúga því að hann hefði sagt að maður í áhorfendaskaranum væri með kúka-hanakamb? Vandamálið var að indverjinn var alls ekki með hanakamb. Og svo á endanum þurfti Allen að biðjast almennilegrar afsökunar, sem hann og gerði, en þá fóru að sveima á internetinu upptökur af honum á fundi með eldriborgurum einhverstaðar í úthverfi í Virginíu, þar sem hann blikkar öðru auganu og glottir áður en hann segir "ég biðst innilega afsökunar á þessu..."
Í vor gekk orðrómur um að hann væri að huga að framboði til forseta haustið 2008. En núna hefur mótframbjóðanda hans, demokratanum James Webb, tekist að saxa rækilega á forskot Allen - sem fyrr í sumar virtist algjörlega öruggur um að vinna kosningarnar í haust (til annars öludngardeildarsæta Virginiíu). Nú er svo komið að Allen er UNDIR!! Samkvæmt Wall Street Journal ætla 50.4% að kjósa Webb, og skitin 42.9% rasistann Allen.
Ég held að ég hafi aldrei áður séð viðlíka viðsnúning í bandarískum stjórnmálum útaf jafn smávægilegu máli. Bandarískir fjölmiðlar og almenningur þurfa yfirleitt eitthvað mjög stórfenglegt til að skipta um skoðun, sérstaklega þegar blowhard rasistar á borð við Allen eru annarsvegar!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2006 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er þessi merkilegi dagur liðinn. Ellefta september, afmælisdags Ferdinand Marcos, verður um alla ætíð minnst í bandaríkjunum með fánum, myndum af slökkviliðsmönnum, heimildarmyndagerð og þunglyndi. Ég hef reyndar verið að velta því fyrir mér hversu lengi kanarnir ætli að halda áfram að halda upp á ellefta september. Republikanarnir eiga eftir að krefjast þess að þetta verði gert að árlegum hátíðisdegi. Sennilega verður það eitt af 'values' kosningamálum þeirra eftir nokkur ár. Stjórnarskrárbreygingar til verndar fánanum, hjónabandinu og orðunum 'under god' í the pledge of allegiance, og svo árleg hátíðarhöld til að halda upp á getuleysi Bush stjórnarinnar í að hafa hendur í hári Osama Bin Laden.
Í gærkvöld reyndi ég að horfa á 'The road to 9/11' sem Disney lét framleiða fyrir ABC sjónvarpsstöðina. Þetta átti að vera 'docudrama', en flestir sem þekkja eitthvað til hafa gagnrýnt myndina fyrir að vera fulla af lygum og rangfærslum, og sýna hlut Bush stjórnarinnar í mjög björtu ljósi, og gefa til kynna að það sé raunverulega Clinton að kenna að Al Qaeda hafi getað ráðist á Bandaríkin. Það virðist reyndar eiga að vera kosninga-strategía republikana: almennar lygar og rangfærslur til að breiða yfir getuleisi stjórnarinnar.
En þó ég hafi, eins og sennilega margir kanar, setið og reynt að horfa á þessa asnalegu heimildar-grinmynd, virðist sem Bandaríska þjóðin sé búin að fá sig fullsadda. Allavegana flutti LA times fréttir af því í morgun að þegar 'the path to 9/11' var sýnd á sunnudagskvöldið hafi 'Sunday Night Football' fengið mun fleiri áhorfendur! Og ég get ekki gert það upp við mig, hvort mér finnist þetta gott eða slæmt!
Er það gott að bandaríkjamenn nenni ekki að horfa á lélega heimildarmynd sem er þess utan full af lygum? Eða er það slæmt að þeir hafi ekki meiri áhuga en svo á mikilvægum sögulegum atburðum, sem enn móta öll stjórnmál, að þeir vilji frekar horfa á risavaxna fullorðna karlmenn í spandexbuxum hlaupa á hvorn annan og veltast um í moldinni?
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt könnun sem CNN gerði standur nærri helmingur bandarísku þjóðarinnar í þeirri trú að Saddam Hussein hafi persónulega verið viðriðinn árásir Al-Qaeda á Bandaríkin fyrir fimm árum síðan!
Asked whether former Iraqi President Saddam Hussein was personally involved in the September 11, 2001, terrorist attacks, 52 percent said he was not, but 43 percent said they believe he was. The White House has denied Hussein's 9/11 involvement -- most recently in a news conference August 21, when President Bush said Hussein had "nothing" to do with the attacks.
Það að forsetinn skyldi viðurkenna að Hussein hafi ekki verið viðriðinn 9/11 þótti bandarískum fjölmiðlum vera mjög merkilegt og mikilvægt skref!
Fyrir mánuði skrifaði ég stutta færslu um að 36% bandarískra kjósenda trúi því að það hafi fundist gereyðingarvopn í Írak. Það er ekki skrýtið að margir bandarískir kjósendur skuli ennþá styðja stríðið - fyrst þeir hafa jafn furðulegar ranghugmyndir um gang mála. Og það er líka skiljanlegt að fjölmiðlum hafi mistekist að gera út um þessar ranghugmyndir - það er varla hægt að ætlast til þess að alverlegir fréttamiðlar flytji fréttir þar sem ráðist er á jafn fráleitar og fáránlegar ranghugmyndir. Og í þessu liggur reyndar snilld Karl Rove. Hitler á að hafa sagt að ef maður lýgur nógu miklu slær maður vopnin úr höndum andstæðinganna - ef lýgin væri nógu stór vissu andstæðingarnir ekki hvar þeir ættu að byrja. En Karl Rove hefur tekið þessa hugmynd um 'stóru lýgina' á alveg nýtt stig, því stefna ný-íhaldsarms republikanaflokksins virðist vera að halda úti nógu fjarstæðukenndum lygum - því ef andtsæðigarnir reyna að hrekja þær lygar hljóma þeir sjálfir fullkomlega fáránlega.
En þrátt fyrir að misskilningur og ranghugmyndir stjórni afstöðu margra bandaríkjamanna til stríðsins í Írak er samt stór meirihluti þjóðarinnar á móti stríðinu! Í sömu könnun CNN kemur fram að 58% bandaríkjamanna eru andvígir stríðinu, og aðeins 39% fylgjandi.
En ef bandaríska þjóðin hefur ranghugmyndir um stríðið í Írak er merkilegt að venjulegir bandarískir hermenn hafa ennþá skuggalegir ranghugmyndir.
- 72% bandarískra hermanna í Írak vilja að herinn verði kallaður heim innan árs (Herinn vill 'cut and run')
- 37% hermanna í Írak halda hinsvegar að bandarískur almenningur sem vill að Íraksstríðinu ljúki sé 'unpatriotic'
- 24% hermanna í Írak trúa því að markmið stríðsins sé að koma á lýðræði í Írak
- 77% hermanna í Írak trúa því hins vegar að markmið stríðsins hafi verið að stöðva Hússein frá því að vernda og aðstoða Al Qaeda, og 85% (!) hermanna í Írak telja að þeir hafi verið sendir þangað til að hefna fyrir hlut Saddams í árásunum 11 september 2001!
Þessar tölur koma frá Zogby, og það er óhætt að mæla með því að fólk skoði afganginn af greininni, þó hún sé hálfs árs gömul.
Það sem er kannski merkilegast við þessar tölur allar er að þó margir bandaríkjamenn, og enn fleiri hermenn, hafi ranghugmyndir um tengsl stríðsins í Írak og 'stríðsins gegn hryðjuverkum', er samt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að herinn eigi að hörfa frá Írak. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Republikana (og einstaka seníla þingmenn frá Connecticut) sem ætla sér að vinna kosningar á því að stríðið gegn hryðjuverkum útiloki 'cut and run' í írak. En auðir og ógildir þurfa víst líka að eiga sína fulltrúa á þingi.
M
Krazy Katherine Harris vann í gær tilnefningu Republikanaflokksins í Florida. Harris er alþjóð kunn eftir að hún stöðvaði endurtalningu atkvæða í forsetakosningunum 2000. Síðan þá hefur Harris aflað sér vinsælda hörðustu og gölnustu stuðningsmanna Republikanaflokksins, með yfirlýsingum á borð við þá að aðskilnaður ríkis og kirkju væri misskilningur og að aðrir en sannkristnir ættu ekki erindi í stjórnmál. (sjá fyrri færslur mínar um Harris, hér, og hér.)
Harris tókst að sópa upp rétt tæplega helmingi atkvæða, á móti þremur óþekktum frambjóðendum... Það er samdóma álit allra að Harris muni tapa í haust þegar hún býður sig fram á móti Bill Nelson, og í könnunum hefur Nelson mælst með allt að 43 prósentustigum meira fylgi! (63% á móti 20% Harris...). Freedom Fries óska Harris innilega til hamingju með sigurinn í gær, því með hana í framboði er öruggt að demokratar vinni öldungardeildarsæti í Florída - svo er líka gaman að fylgjast með stjórnmálamönnum eins og Harris - og það hefði verið skítt ef hún hefði fallið út. Fyrir ári töldu Republikanar að þeir gætu fellt Nelson, en þá var Jeb Bush enn að gæla við að geta fundið einhverja aðra en Harris til að fara í framboð. Óvinsældir Bush, og sorglegt framboð frambærilegra frambjóðenda varð svo til þess að republikönum mistókst að finna aðra frambjóðendur en Harris.
St Petersburg Times um Harris, og svo Washington Post.
(Myndina fann ég á Wonkette, og sýnir Harris að skoða einhverskonar skapvont nagdýr á einhverju nagdýrafestival í Flórída. Harris heldur fagmannlega um rófuna á dýrinu, en það vita allir að smádýr með rófu vilja ekkert frekar en að þeim sé kippt upp á halanum. Ef marka má brosið finnst bæði dýrinu og Harris þetta vera skemmtilegur leikur...)
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 6.9.2006
Er Chelsea Clinton Satanisti?
Þessar myndir af Chelsea Clinton, dóttur þeirra Clintonhjóna, eiga að sanna að hún sé satanisti. Þessi öfugi kross er mjög incriminating! Síðast þegar ég vissi átti stúlkan að vera lesbía, eða eiturlyfjaneytandi, eða of feit... fjölmiðlum og hægrimönnum dettur alltaf eitthvað nýtt í hug til að klína á aumingja Chelsea. En glottið á henni á þessari mynd er reyndar frekar satanískt. (sjá myndina í fullri stærð hér).
Annars biðst ég afsökunar á bloggleysi - Labor day weekend er alltaf frekar bissí tími - en núna er kosningabaráttan komin í fullan gang, svo ég hugsa að ég muni reyna að einbeita mér að pólítik og kosningum, og fjalla minna um satanista, sataníska rottuhunda (sjá þessa færslu mína) eða aðra hluti tengda andkristi!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2006 kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í framhaldi af yfirlýsingum Rumsfeld um að allir sem séu ósammála veruleikafirringu hans séu einhverskonar nasistavinir skrifar LA times ágætis leiðara, þar sem tekinn er sá vínkill að hann sé skapvont og senílt gamalmenni. Reynsla mín er reyndar sú að senílir og skapvondir gamalir karlar séu yfirleitt mjög nálægt því að hafa fasískar hugmyndir um lýðræði og pólítíska umræðu.
TWO REPUBLICAN ADMINISTRATIONS ago, the mantra of conservatives was "Let Reagan be Reagan." Apparently President Bush has decided to let Rumsfeld be Rumsfeld even when Bush himself is no longer the Bush who taunted Iraqi insurgents with "Bring 'em on!" and posed in front of a banner proclaiming "Mission Accomplished."
One effect of Rumsfeld's outburst was to serve as a reminder that he is still in office. Once the public face of the war in Iraq, he lately has been AWOL from the administration's public advocacy, ceding the spotlight to Secretary of State Condoleezza Rice. The assumption was that, although Rumsfeld remained fireproof, his cocksure contempt for criticism was out of favor now that Bush has acknowledged that the prolonged U.S. presence in Iraq is "straining the psyche of our country."
Maybe Rumsfeld never got the memo, or, if he did, he crumpled it up. His speech was vintage Rumsfeld. It was also unfair and, in places, inane.
Þetta virðist reyndar vera sú lína sem Bush og nánustu samstarfsmenn hans ætla sér að keyra á fram að kosningum - öll gagnrýni sé uppgjöf og öll andstaða við þeirra stefnu í utanríkismálum jafnist á við landráð. Það verður hins vegar stöðugt erfiðara að halda svoleiðis lógík úti þegar vaxandi fjöldi frambjóðenda republikanaflokksins hefur snúið bakinu við "stay the course" stefnu forsetans.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2006 kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)