Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
mið. 20.9.2006
Macaca Allen og vitleysa hans heldur áfram
Macacavikan heldur áfram á FreedomFries. Það virðist enginn endir í sjónmáli í sjónvarspssápunni sem George "The Magnificent Macaca" Allen er aðalleikarinn í. Þessi sjálfumglaði Suðurríkjapólítíkus hefur nefnilega neyðst til þess að viðurkenna að hann gæti rekið ættir sínar til Júdeu. Þessi, eins og allir aðrir Allen þræðir virðast liggja aftur til ömmu hans: Amman var nefnilega gyðingur.
At a campaign debate with Democratic challenger James Webb on Monday, a reporter asked Allen whether his mother's father, Felix Lumbroso, was Jewish. He became visibly upset, saying his mother's religion was not relevant to the campaign and chiding the reporter for "making aspersions about people because of their religious beliefs."
Allen var skiljanlega mjög æstur yfir því að menn leyfðu sér slíkar dylgjur. En svo skammaðist Allen sín fyrir að hafa reynt að afneita ömmunni, sem sögur segja að hafi gefið honum vöfflur og kakó þegar hann var lítill drengur.
"I was raised as a Christian and my mother was raised as a Christian," Allen, said. "And I embrace and take great pride in every aspect of my diverse heritage, including my Lumbroso family line's Jewish heritage, which I learned about from a recent magazine article and my mother confirmed."
Allen hefur ítrekað haldið fram kristnum rótum sínum, og látið leiðrétta blaðagreinar sem hafa fjallað um að móðurfjölskylda hans væri gyðingleg. Og núna heldur hann því fram að þetta séu allt nýjar fréttir. Ég er ekki einn um að finnast þetta frekar skrýtið. Hvernig gat Allen ekki haft hugmynd um að Amma hans hafi verið gyðingur, en hún hefur sennilega verið of upptekin við að kenna honum franskt slangur til þess að fara út í trúmál?
Þetta mál er allt hið asnalegasta, og Allen sjálfur ábyggilega orðinn þreyttur á þessu argaþrasi öllu. Ásakanir um gyðingdóm og rasisma, blaðakonur og hörundsdökk Macaca ofsækja hann úr öllum hornum? Allen sem er maður fólksins og veit ekkert skemmtilegra en að keyra á litla sláttutraktornum sínum! Skv Washington Post:
His favorite time of the week is when he comes home, sits on his riding mower, by himself and mows his lawn and no one is asking him questions.
Það er ekkert karlmannlegra en að sitja á pínkulitlum traktor og keyra í hringi...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2006 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 20.9.2006
Þetta er það allra vitlausasta: Frambjóðandi breytir um nafn, heitir "Pro-Life Richardson"
Þetta er eiginlega svo fullkomlega vitlaust og brilliant á sama tíma að ég veit ekki alveg hvort ég á að hlæja eða falla í stafi yfir pólítískum klókindum mr Richardson, sem hét áður Marvin, en heitir núna Pro-Life! Richardson er í framboði til fylkisstjóra Idaho, fyrir 'The Constitution Party', sem er frekar sorglegur pólítískur félagsskapur sem berst fyrir sérkennliegum graut af íhaldssömum lausnum á þessum klassísku abortion, gun control, immigration, málum.
Í viðtali við CBS í Idaho sagði Mr Pro-Life eftirfarandi: "It seems like only a nut would do something like that, but I'm not a nutty kind of person at all" Richardson vildi fyrst fá að setja 'pro-life' inní nafn sitt á kjörseðlinum, en stjórnvöld bönnuðu það, svo hann ákvað að breyta nafninu, og segist núna ætla að bjóða sig fram í hverjum kosningum þar til hann nær kjöri.
Aumingja kona Mr Pro-Life Richardson er ennþá að jafna sig á umskiptunum - "My wife, she's not into calling me Pro-Life yet," segir Richardson, konan, sem hét áður Kirsten Faith Richardson er að velta því fyrir sér að breyta sínu nafni í Kirsten Faith Pro-Life. Richardson gerði sér lítið fyrir og breytti nafni 10 ára sonar síns í leiðinni - sá heitir núna Grant Pro-Life Richardson.
Ef þetta er ekki pólítískt fjölskylduveldi í uppsiglingu veit ég ekki hvað!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkvæmt Sen. Conrad Burns (R-Montana), sem er tvímælalaust senílasti öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, eiga Bandaríkin í stríði við "andlitslausan óvin" - hryðjuverkamenn sem "keyra leigubíla á daginn en drepa á næturnar" (a "faceless enemy" of terrorists "drive taxi cabs in the daytime and kill at night.") Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað maðurinn væri að segja, og hvað þetta með leigubílstjórana þýddi eiginlega. Að vísu eru nánast allir leigubílstjórar í Bandaríkjunum innflytjendur, hér í Minnesota eru þeir Sómalskir, og því allir múslimar. Það meikar ákveðinn sens... múslimar=terroristar. Ég tek reyndar aldrei leigubíl á daginn, svo ég veit ekki nema Sómalirnir leysi hryðjuverkabílstjórana af á meðan hinir síðarnefndu sækja sellufundi hjá Al-Qaeda. En hvað veit ég. (YouTube upptaka af Burns að tala um leigubílstjóra - og upptaka af CNN að fjalla um Burns mál)
Með þessu þóttist Burns hafa ætlað að leggja á það áherslu að hryðjuverkamenn gætu leynst hvar sem er... og það er vissulega rétt, sem auðvitað gerir þetta 'stríð' gegn hryðjuverkum fullkomlega merkingarlaust. En eins og svo oft áður voru vinstrimenn og íllgjarnir bloggarar fljótir að gera veður úr þessum yfirlýsingim. Wonkette fylgdi Burns hvert fótmál, og á YouTube birtust myndskeið af Burns að lýsa þessu og álíka rugli yfir. (Frekar en að fara að biðja stétt atvinnubílstjóra afsökunar ákvað Burns að gera þessa leigubílstjórakenningu að framlagi sínu til "the war on terror".)
Reyndar er það svo að Burns hefur ítrekað sagt skrýtna hluti. Fyrr í ár móðgaði hann slökkviliðsmenn í Montana sem honum fannst að hefðu ekki gengið nógu hraustlega fram í að slökkva gresjuelda, svo grínaðist hann með það að garðyrkjumaðurinn hans væri "a nice little Guatemalan man, didnt want to show his green card..." (YouTube upptaka af ræðunni hér, WaPo grein um sömu komment hér), orðrómar hafa gengið um internetin af því að hann væri drukkinn á fundum öldungadeildarinnar, nú, og svo er hann auðvitað viðskiptafélagi Jack Abramoff!
Þetta væri allt mun minna fyndið ef Burns væri ekki með svona stóran hatt. Þetta held ég að sé sennilega alvöru "ten gallon hat". Þá finnst mér Macaca-Allen gera betra fashion statement með kúrekastígvélunum.
En öllu gríni um klæðaburð og heimskulegar yfirlýsingar slepptu eru þessi Burns mál mjög merkileg. Burns hefur verið að tapa fylgi nokkuð stöðugt síðan upp komst um tengsl hans og Abramoff. Demokratinn Jon Tester er samkvæmt nýjustu könnun Rasmussen með 52% fylgi, en Burns aðeins 43%. Fyrir rétt ári síðan var Burns nánast öruggur um að vinna kosningarnar í haust. Það væri auðvelt að útskýra óvinsældir Burns (54% kjósenda segjast hafa neikvæða eða mjög neikvæða ímynd af honum) með tengslum hans við Abramoff, Bush og stríðið í Írak. Auðvitað er það rétt.
Óvinsældir Burns, líkt og Macaca-Allen, má nefnilega að miklu leyti þakka vafasömum yfirlýsingum þeirra - og bloggurum sem hafa séð til þess að þessar yfirlýsingar gleymdust ekki. En það er ekki nýtt að bloggarar séu að blanda sér í bandarísk stjórnmál. Það sem er alveg nýtt í þessu máli er hlutur YouTube. (Fyrir þá sem ekki þekkja til er YouTube vefsíða þar sem fólk getur póstað vídeóklippum, og þar er allt fullt af heimagerðum smámyndum, tónlistarmyndböndum, sjónvarpsupptökum.) Upptökur af Allen og Burns var dreift á YouTube.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2006 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
George "The Great Macaca" Allen og James Webb áttust við í sjónvarpinu um helgina, og NYT telur að munurinn á þeim félögum kristallist í vali þeirra á skófatnaði. Allen, sem er samkvæmt mati áræðanlegra stjórnmálaskýrenda "a blowhard racist" kýs að ganga í kúrekastígvélum. Sennliega vegna þess að það er karlmannlegt, og svo eru kúrekastígvél með hæl, og Allen vill líklega bæta fyrir að vera stuttur í annan, eða einhvern endann, með því að líta út fyrir að vera nokkrum sentimetrum stærri.
James Webb, sem er demokrati, fyrrum landgönguliði í bandaríska hernum, barðist í Vietnam þar sem hann var sæmdur heiðursmerkjum, og á son sem er núna í Írak, hefur hins vegar kosið að ganga í gömlum hermannastígvélum. Á myndinni má sjá Macaca-Allen til vinstri, í pússuðum kúreka stígvélum, en Webb til hægri, í snjáðum hermannstígvélum. Af fótastöðunni má líka ráða að Allen sé fullur öryggis en Webb örlítið óviss. New York Times gerir töluvert úr þessum grundvallarmun á frambjóðendunum.
From the start, the Virginia Senate race was an emblematic campaign for 2006: combat boots vs. cowboy boots, in the inevitable shorthand.
Eftir að hafa hlegið að þessari analýsu þeirra skipti ég um skoðun. Auðvitað skiptir öllu máli hvernig skóm menn eru í. Þetta hafa konur verið að segja mér í mörg ár.
Svo mér finnst við ættum að velta þessu fyrir okkur. Hvað táknar það að Macaca-Allen skuli ganga í kúrekastígvélum og Webb í hermannaskóm? Í fyrsta lagi held ég að það sé merkilegt að báðir frambjóðendur skuli kjósa sér stígvél. Það er eitthvað mjög verklegt við stigvél. Menn klæða sig ekki í stígvél nema þeir ætli sér virkilega að taka til hendinni. Það eða að þeir vilja að við höldum að þeir séu menn verka en ekki bara blaðurs. Og reyndar hefur Allen verið duglegur - hann er einn af atkvæðameiri stjórnmálamönnum Republikana, og það eru allir sammála um að hann sé maður verka... Webb sömu leiðis. Webb þjónaði í ríkisstjórn Ronald Reagan, áður en hann sagði skilið við Republikanaflokkinn til að gerast Demokrati.
En það er eitthvað grunsamlegt við Allen og kúrekastígvélin. Það eru engir kúrekar í Virginíu, og hafa aldrei verið. Landbúnaður Virginíu byggðist aldrei á því að ríða um og reka kýr, heldur byggðist hann á því að ríða um og berja þræla til hlýðni. Allen hefur reyndar sýnt að hann hefur skilning á þessum menningararfi fylkisins. Það er eitthvað alveg sérstaklega "delalegt" og tilgerðarlegt við fullorðna karlmenn í kúrekastígvélum, sérstaklega ef þau eru snyrtilega pússuð og gljáandi eins og stígvél Allen.
Undanfarin ár hefur bandaríkjunum nefnilega verið stjórnað af mönnum sem þykjast vera ægileg karlmenni, en líka svona 'menn fólksins'. Menn sem fara í stígvél til að líta út fyrir að vera örlítið stærri en þeir eru í alvörunni. Svo brosa þeir sínu sætasta, eins og Allen. Yfirleitt er hægt að sjá í gegn um þessa menn - konur skilst mér að noti skóna til þess. Umsnúningurinn í Virginíu, þar sem Allen hefur tekist að glutra niður forskoti sínu á Webb, bendir til þess að Bandaríska þjóðin sé loksins búin að sjá í gegn um þessa tilgerð. Verst að konur og kjósendur neita stundum að horfast í augu við raunveruleikann. Og fyrir allt það fólk er Allen auðvitað fullkominn fulltrúi á þingi. Þegar hann er spurður hvort hann hefði stutt innrásina í Írak, ef hann hefði vitað allt það sem við vitum núna, þ.e. að bandarískur almenningur sé búinn að snúast gegn herferðinni sem hafi frá upphafi verið algjör flónska, segir hann, blákalt "já". Þetta er merkileg manngerð. En það þarf sennilega karlmenn til að viðurkenna að þeir hafi á röngu að standa, meðan drengir í kúrekaleik geta neitað að horfast í augu við raunveruleikann...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2006 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 18.9.2006
Bush vill bara skrifa með tússpennum!
Samkvæmt "frétt" US News neitar Bush Bandaríkjaforseti að skrifa með öðru en tússpennum, sem hann hefur látið framleiða sérstaklega fyrir sig - allir tússpennarnir hans eru semsagt sérstaklega merktir "Bush" og "Hvita Húsið"...
He asks for them by name," says a Bush insider, "and if someone hands him something else, he barks, 'Where's the Sharpie?'" How come? "They're so easy to use" ...
Sharpie boss Howard Heckes, president of Sanford Brands North America, says lots of celebs-like tennis star Maria Sharapova-have personalized pens, but "it's pretty cool" to supply the prez. "Sharpies are good for the president of the United States or the president of the PTA [foreldrafélög í barnaskólum]."
Þetta eru sennliega elskulegustu fréttir sem mér hafa borist af forsetanum, og það er sannarlega róandi að hugsa um hann, sitjandi við skrifborðið, að tússa. Karlinum þykir svo vænt um tússpennana sína að hann er alveg handviss um að aðrir elski tússpennan líka, en Bush hefur lært að deila með öðrum. Bandarískir foreldrar eru alltaf að segja börnunum sínum að þau þurfi að "share" "Please George, you have to _share_ with the other kids."
Og það gerir Bush. US News segir að allir gestir í hvíta húsinu fái fína tússpenna að gjöf. Þetta þykir mér mjög fallegt að heyra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2006 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 17.9.2006
Harry Potter í uppáhaldi í Gitmo
Á Kúbu skilst mér að sé einhverskonar herstöð, og fangabúðir, þar sem Bandaríkjastjórn geymir einhverskonar hryðjuverkamenn og aðra hörundsdökka menn sem litu grunsamlega út þegar Afghanistan var frelsað úr höndum Talibananna. Og til þess að sanna fyrir heiminum að það sé ekki farið ílla með þessa menn hefur Bandaríkjastjórn gefið út fréttatilkynningu: "Ten [fun] facts about Guantanamo". Fréttatilkynningasmiðir fangabúðadeildar bandaríkjahers virðast vera þeirrar skoðunar að okkur óbreyttum borgurum langi ekkert frekar en að vita hvaða spil og leiki fangar í Guantanamo skemmti sér við, hvað þeir fái að borða og hvað þeir lesi. Kannski hafa þeir haldið að stuðningur almennings við skipulagða lögleysu Bandaríkjastjórnar aukist, bara ef fólk vissi hversu gaman það er að vera haldið án dóms og laga í mörg ár.
Það besta er að Harry Potter bækurnar eru vinsælustu bækurnar í bókasafninu í Guantanamo. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, en ég neita að trúa því að það geti staðist að hættulegir hryðjuverkamenn elski Harry Potter.
M
lau. 16.9.2006
Lieberman á X-B hummernum
Það er greinilega ekki bara framsókn sem ber ekki virðingu fyrir bílastæðum fatlaðra! Á bloggi Ned Lamont, sem sigraði Joe Lieberman í prófkjöri demokrata í Connecticut um daginn, er að finna þessar myndir af glæsikerru Lieberman, snyrtilega lagt í bílastæði sem er mjög greinilega merkt fötluðum.
Og brandararnir eru þeir sömu: 'I don't think being morally handicapped entitles you to one of those spaces, does it?' En aumingja Lieberman getur nú varla talist 'morally handicapped' - vissulega skortir hann hæfileikann til að viðurkenna að hann hafi á röngu að standa, og svo hæfilekann að vinna kosningar og játa sig sigraðan.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2006 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 15.9.2006
Kazakstan biður Bush um aðstoð í stríði sínu við Borat
Borat er öllum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur - og svo líka okkur sem höfum áhuga á erjum á milli landa sem heita Stan og sjónvarspkaraktera. Reyndar hef ég alltaf haft mikinn áhuga á öllum Stan löndum Mið-asíu. Það er eitthvað alveg sérstaklega spennandi við stað sem enginn veit hvar er á landakorti. Kyrgistan? eða Usbekistan? Maður þarf að vera alveg sérstök tegund af landafræðinörd til að vita muninn á þessum löndum!
En þessi lönd eru víst til, og þar býr víst líka fólk, og öllu þessu fólki er alveg afskaplega ílla við það að andstyggilegum vesturlandabúum eins og mér finnist föðurlönd þeirra fyndin. Og ergelsi þeirra beinist auðvitað fyrst og fremst að Borat, sem hefur gert það að lifibrauði sínu að gera grín að þeim.
Wonkette, sem hefur eins og ég, áhuga á asnalegum fréttum, hefur verið að fylgjast með Borat-Kasakstan deilunni, og að því er ég get best séð eru staðreyndir málsins þær að Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, var sagður ætla að tala um Borat við Bush bandaríkjaforseta þegar fundum þeirra bar saman um daginn - en svo neitar sendiráð Kasakstan og talsmenn forsetans því staðfastlega að þeir hafi rætt Boratmál. Þetta er eitthvað skemmtilegasta prómó fyrir kvikmynd sem ég hef nokkurntímann séð - því Borat - the movie er á leiðinni í kvikmyndahús.
Fyrir þá sem hafa áhuga á Boratmálum bendi ég á eftirfarandi fréttir og heimasíður:
- ABC news: Kasakstan þverneitar að hafa farið fram á leynilegar aðgerðir gegn Borat.
- Entertainment news: Orðrómar um að Borat sé í vandræðum ganga um veraldarvefina
- DailyMail: Borat veldur diplómatísku hneyksli
- Svo er það auðvitað heimasíða Borat, þar sem er hægt að horfa á trailer af nýju Borat kvikmyndinni.
- Og loks "Stop Borat dot com" þar sem maður getur keypt allskonar skemmtilegt StopBorat merchandize.
Lengi lifi Sasha Baron Cohen!
M
Bloggar | Breytt 28.9.2006 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 15.9.2006
Besta lausnin að fá Saddam aftur?
Michael Savage, er sennilega skemmtilegasti þáttargerðarmaður í Bandarísku útvarpi - útvarpsþættir hans eru einhverskonar blanda af fáránleikaleikhúsi, flow of conciousness ranting og pólítískri analýsu, þar sem allar öfgafyllstu hugmyndir bandarískrar hægristefnu eru teknar og kerfisbundið hugsaðar til lógískrar niðurstöu. Það skemmtilegasta er að Savage meinar allt sem hann segir - ólíkt Colbert, sem bara þykist meina allt sem hann segir. Savage hatar alla homma, innflytjendur, konur, svertingja, vinstrimenn, miðjumenn, útlendinga, trúleysingja, og mest af öllu Araba og Frakka. Ef Savage hefði verið uppi í Þýskalandi á fjórða áratugnum hefði hann verið fastur dálkahöfundur á Sturmer, og fundist foringinn vera of mjúkhentur við óvini ríkisins.
Í fyrradag barst talið að Írak, eins og það gerir oft í útvarpsþáttum Savage, (Ísrael er annað uppáhaldsumræðuefni hans), og þá lét Savage þau orð falla að sennilega væri best að koma Saddam Hússein aftur til valda. Eftirfarandi uppskrift af útvarpsþætti Savage er að finna hjá Media Matters:
SAVAGE: Well I got news for you, [caller], I'm the first to have said it, but I'm not the last to have said it. I said it a year ago. Maybe we should bring back Saddam, a Sunni, because he knows how to control the Shia.
CALLER: Yeah. Could be. And you got Syria --
SAVAGE: No. You can laugh all you want. He knew how to control them; he knew how to keep these maniacs under control. And he was also a counterbalance to Iran. This is a gigantic mistake. Something is wrong.
Savage er auðvitað ekki fyrsti heimspekingur republikanaflokksins til þess að stinga upp á því að Bandaríkin styðji Saddam Hússein til valda, eða að Saddam hafi aldeilis kunnað að fást við hryðjuverkamenn. Ég bloggaði fyrr í sumar um Bill O'Reilly og svipaðar vangaveltur hans:
If we wage the war the way Saddam handled Iraq, then we would have already won. That means martial law, torture, murder, kicking in doors. You know, Saddam controlled that country for 25 years. He didn't have any insurrections. He didn't have bombs going off. And half the country wanted to kill him. You know, all the Shia hated him. And how'd he do it? Through terror. So we could do it. But then, you know, as soon as you look at one of these guys cross-eyed, the ACLU's got you sued.
Það sem er fyndið við þetta allt er auvðitað að ein af aðal ástæðunum fyrir því að standa í þessu stríði í Írak átti einmitt að vera sú að Bandaríkin væru að flytja út lýðræði og frelsi, og að Saddam væri svo hræðilega hættulegur að það yrði að gera innrás strax!
Reyndar er hálf hallærislegt að vera að æsa sig yfir því að jólasveinar á borð við Savage og O'Reilly skuli vera með asnalegar skoðanir. Og með því að vera að ræða þessar skoðanir þeirra er ég að gera þeim of hátt undir höfði, ég hef, með því að hlusta á þá og hugsa um þá, að vissu leyti sokkið niður á það plan sem þeir lifa og hrærast á. En ég held að það sé full ástæða fyrir okkur, skynsamt og upplýst fólk, að leggja við hlustir, og fylgjast með því sem öfgasinnuðustu öflin í Republikanaflokknum eru að segja, því það er óþægilegur samhljómur með mörgu af því sem Savage segir og Bill Kristol, og svo Dick Cheney segja. Og þó það séu oftar heilar brýr í röksemdafærslum Kristol, sýnir Cheney, með því að setja hugmyndirnar í framkvæmd, okkur fram á að utanríkispólítík Kristol er uppskrift að fullkomnu og algjöru fiaskó, og Savage sýnir okkur hinn lógíska ídeólógíska endapunkt...
Það er næstum öruggt að fylgismenn ný-íhaldsstefnunnar myndu ásaka mig um að vera ósanngjarnan, að það sé himinn og haf á milli Kristol og Savage, en ef svo er, þurfa Kristol og aðrir ný-íhaldsmenn að leggja einhverja vinnu í að skýra fyrir okkur muninn á sér og þeim sem hafa skipað sér í flokk með honum. Hugmyndafræði er aldrei merkilegri en það fólk sem flykkir sér um hana.
M
fim. 14.9.2006
Fyrsti múslimi bandaríkjaþings þingmaður frá Minnesota
Í prófkjöri demokrata í Minnesota í gær vann Keith Ellison tilnefningu flokksins sem þingmaður flokksins til þess að fylla sæti Martin Sabo í Minneapolis. Demokratar eru nokkurnveginn hundrað prósent öruggir um að halda sæti Sabo í kosningunum í haust, og því er nokkurnveginn öruggt að Ellison komist á þing.
Það sem gerir þetta merkilegt er að Ellison er múslimi. Hann mun því verða fyrstur muslima á Bandaríkjaþingi. Washington Post heldur því fram að atkvæði Sómalskra innflytjenda hafi skipt miklu um kjör Ellison, en það hefur þó líklega skipt jafn miklu máli að Ellison var líkt við Paul Wellstone, öldungardeildarþingmann Minnesota sem fórst í flugslysi fyrir nokkrum árum, og er af mörgum vinstrisinnuðum Demokrötum talinn ein af merkilegustu hetjum flokksins. Ellison er tvímælalaust af vinstrikanti Demokrataflokksins - ég hef ekki enn nennt að lesa Captains Quarters eða neitt annað af hægrisinnuðu bloggi Minnesota, en það er auðvelt að sjá fyrir sér hverskonar rasískar (Ellison er svartur) og íslamó-fóbískar furðuhugmyndur þar eru á sveimi!
M