Katherine Harris vinnur tilnefningu Republikana í Florida

Harris og rófan.jpg

Krazy Katherine Harris vann í gær tilnefningu Republikanaflokksins í Florida. Harris er alþjóð kunn eftir að hún stöðvaði endurtalningu atkvæða í forsetakosningunum 2000. Síðan þá hefur Harris aflað sér vinsælda hörðustu og gölnustu stuðningsmanna Republikanaflokksins, með yfirlýsingum á borð við þá að aðskilnaður ríkis og kirkju væri misskilningur og að aðrir en sannkristnir ættu ekki erindi í stjórnmál. (sjá fyrri færslur mínar um Harris, hér, og hér.)

Harris tókst að sópa upp rétt tæplega helmingi atkvæða, á móti þremur óþekktum frambjóðendum... Það er samdóma álit allra að Harris muni tapa í haust þegar hún býður sig fram á móti Bill Nelson, og í könnunum hefur Nelson mælst með allt að 43 prósentustigum meira fylgi! (63% á móti 20% Harris...). Freedom Fries óska Harris innilega til hamingju með sigurinn í gær, því með hana í framboði er öruggt að demokratar vinni öldungardeildarsæti í Florída - svo er líka gaman að fylgjast með stjórnmálamönnum eins og Harris - og það hefði verið skítt ef hún hefði fallið út. Fyrir ári töldu Republikanar að þeir gætu fellt Nelson, en þá var Jeb Bush enn að gæla við að geta fundið einhverja aðra en Harris til að fara í framboð. Óvinsældir Bush, og sorglegt framboð frambærilegra frambjóðenda varð svo til þess að republikönum mistókst að finna aðra frambjóðendur en Harris.

St Petersburg Times um Harris, og svo Washington Post.

(Myndina fann ég á Wonkette, og sýnir Harris að skoða einhverskonar skapvont nagdýr á einhverju nagdýrafestival í Flórída. Harris heldur fagmannlega um rófuna á dýrinu, en það vita allir að smádýr með rófu vilja ekkert frekar en að þeim sé kippt upp á halanum. Ef marka má brosið finnst bæði dýrinu og Harris þetta vera skemmtilegur leikur...)

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband