Fleiri vandræði fyrir forsetaframboð McCain: gay kynlífshneyksli í Flórída!

Bob Allen hálf eitthvað aumingjalegur á svipinnLögregla í Flórída hefur handtekið Robert nokkurn, "Bob" Allen, sem er þingmaður repúblíkana í fylkisþinginu og aðstoðarformaður kosningaskrifstofu Johm McCain í Flórída. Og vegna þess að "20 dollar Bob" er "family values" repúblíkani, og þar sem þetta er Flórída, eru sakirnar auðvitað opinber pervertaskapur, hórerí og samkynhneigð!

Að vísu leggst Bob ekki á unga drengi, eins og aðrir frammámenn flokksins í fylkinu, samanber Mark "maf54" Foley, sem varð frægur í fyrrahaust fyrir að berjast fyrir fjölskyldugildum um leið og hann sigldi um veraldarrörin sendandi dónaleg tölvu- og tekstaskeyti táningsdrengja sem hann var að tæla til fylgilags við sig. (Sjá færslur mínar um Foley hér, hér, hér, hérhér hér hér hér... og hér- Foley og aumingja, og aulalegar tilraunir repúblíkanaflokksins og Fox News til að sverja Foley af sér voru nærri óþrjótandi uppspretta bloggfærslna!)

Bob Allen virðist hafa valið sér mun hefbundnari kynlífsskandal. Allen, sem er 48 ára gamall og giftur, vakti athygli lögreglumanna sem voru að vakta almenningsgarð í gærkvöld í Titusville í Flórída.

Afgangurinn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni. (Þer er líka ábending frá Friðjóni - ég hafði misst af alveg stórkostlegum skandal í Norður Karólínu: Þingmaður repúblíkana, David Allen: "exposed himself in front of a female employee and chased her around the room yelling "Suck it, baby, suck it."... JEI fyrir hefðbundnum fjölskyldugildum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband