Foley og Karl Rove

foley.jpg

Alveg síðan í síðustu viku hef ég verið að rekast á orðróm þess efnis að Mark "Maf54" Foley hafi viljað hætta í pólítik, og ekki viljað bjóða sig fram til endurkjörs í haust, en að leiðtogar Republíkanaflokksins hafi fengið hann til að skipta um skoðun. Nú seinast birtist þessi pæling á The Plank, sem er blogg tímaritsins The New Republic. Samkvæmt heimildarmanni The New Republic á Karl Rove að hafa hótað Foley að ef hann héldi ekki áfram myndi hann ekki fá vinnu sem lobbíisti - en það er ein af strategíum "The K-Street Project" að neyða þingmenn til þess að dansa eftir flokkslínunni, ella fái þeir ekki vinnu eftir að hafa hætt í pólítík:

According to the source, Foley said he was being pressured by "the White House and Rove gang," who insisted that Foley run. If he didn't, Foley was told, it might impact his lobbying career.

"He said, 'The White House made it very clear I have to run,'" explains Foley's friend, adding that Foley told him that the White House promised that if Foley served for two more years it would "enhance his success" as a lobbyist. "I said, 'I thought you wanted out of this?' And he said, 'I do, but they're scared of losing the House and the thought of two years of Congressional hearings, so I have two more years of duty.'"

Foley var vinsæll í sínu kjördæmi, og repúblíkanaflokkurinn hefur átt erfitt með að finna hæfa frambjóðendur í Flórída (samanber Krazy Kitty Harris). Ef Þetta er rétt hafa leiðtogar repúblíkanaflokksins bæði vitað af ósiðlegu og ólöglegu athæfi Foley og líka sannfært hann um að halda áfram í pólítik! Burt séð frá því að slíkt væri siðferðislega mjög vafasamt, bæri það merki um ótrúlega pólítíska skammsýni!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband