fim. 5.10.2006
Haestert snýr vörn í "sókn"
Þ.e. ef "sókn" þýðir að hlaupast undan ábyrgð og spinna upp samsæriskenningar. Dennis Haestert á víst í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort hann hafi nokkurntímann heyrt minnst á Mark Foley - Í Washington Post kemur það t.d. fram að Haestert hafi bara einu sinni talað við Foley. Sem er stórmerkilegt, því Foley var deputy whip, og í forystuliði flokksins. En Haestert er gamall karl - svona af þeirri tegund sem girðir buxurnar upp fyrir nafla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að svoleiðis seníl gamalmenni muni allt sem þau segi eða geri. (Á myndinni má sjá Haestert og forsetann Bush) Í millitíðinn reynir Haestert að kenna George Soros og demokrötum sem Soros fjármagnar um Foley skandalinn. Í viðtali við Chicago Tribune lét Haestert líka í veðri vaka að Bill Clinton væri potturinn og pannan í "samsærinu"!
When asked about a groundswell of discontent among the GOP's conservative base over his handling of the issue, Hastert said: "I think the base has to realize after awhile, who knew about it? Who knew what, when? When the base finds out who's feeding this monster, they're not going to be happy. The people who want to see this thing blow up are ABC News and a lot of Democratic operatives, people funded by George Soros." ...
"All I know is what I hear and what I see," the speaker said. "I saw Bill Clinton's adviser, Richard Morris, was saying these guys knew about this all along. If somebody had this info, when they had it, we could have dealt with it then."
Í morgun hlustaði ég á Lauru Ingraham á the Patriot - en hún fékk Haestert í viðtal. Haestert lýsti því vígreifur yfir að hann myndi kannski segja af sér ef hagur flokksins krefðist - en bara kannski, því hann hefði ekkert gert af sér. Ingraham hljómaði ekki eins sannfærð. Eftir að hafa talað um hversu slæmt það væri að Haestert hefði þurft að aflýsa öllum fjáröflunarfundum næstu viku sagði Ingraham: "Maybe we can turn this around. Maybe."
Viðbrögð fjölmiðlamaskínu republikana hafa verið sú "go on the offensive" - það er aldrei gott að vera í vörn, sérstaklega ekki þegar maður hefur mjög vondan málstað að verja! Skv CNN:
We understand that there was actually a meeting here on Capitol Hill just a short while ago with Republican press secretaries where the Speakers staff told the Republican press secretaries that theyre going to try very hard to change the mood, change the atmosphere, go on the offense.
Og sóknin hefur fyrst og fremst falist í því að reyna að dreifa athyglinni - hætta að tala um Foley, og hvort flokksforystan ætli að taka ábyrgð á því að hafa ekki gert neitt til þess að stoppa hann af - heldur velta sér frekar upp úr samsæriskenningum um hvort demokrataflokkurinn hafi verið á bak við uppljóstrunina. Nú, eða reyna að halda því fram að Foley sé Demokrati, sbr. textavélar FoxNews.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Senílir pólítíkusar, ímyndunarveiki, Siðgæði, Fox News | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.