Patrick McHenry (R-NC) á CNN - Foley og orðrómar á veraldarvefjunum

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_patrick_mchenry.png

Seinustu viku hafa Republíkanar verið að reyna að fá bandaríska kjósendur til að trúa því að demokrataflokkurinn sé einhvernveginn á bakvið Foleyskandalinn. Strategían virðist vera sú að ef þeir bara endurtaki það nógu oft hljóti það að verða satt. Einn af ötulustu talsmönnum þessa er Patrick McHenry, þingmaður frá Norður Karólínu. Um helgina mætti hann hjá Wolf Blitzer þar sem hann hélt þessari kenningu sinni fram. Það er hægt að horfa á upptöku af viðtalinu á Think Progress.

Að vísu segir McHenry aldrei berum orðum að Pelosi eða aðrir demokratar hafi einhvernveginn hylmt yfir eða aðstoðað Foley (því það var hommasamsærið ægilega sem var þar að verki), þess í stað gefur hann í skyn að demokratarnir hafi einhvernveginn lumað á upplýsingum um Foley og svo lekið þeim í fjölmiðla rétt fyrir kosningar.

En McHenry getur auðvitað ekki staðhæft að svo sé - enda hefur ABC sagst hafa fengið upplýsingar um Foley frá þingstarfsmanni sem hafi verið flokksbundinn republíkani allt sitt líf. Svo hvað gerir McHenry? Hann segir að "allar staðreyndirnar bendi okkur að einni spurningu" (þetta hljómar eins heimskulega á ensku: "all the fact points lead to one question") - og það sé hvort Nancy Pelosi hafi á einhvern hátt verið viðriðin uppljóstrunina, og þetta sé svo augljós og sjálfsögð spurning að Pelosi og aðrir demokratar eigi að mæta fyrir sérstakan rannsóknarrétt þar sem þeir verði látnir sverja eið að því að hafa ekki haft neitt með þetta mál allt að gera...

Blitzer spurði McHenry fimm sinnum hvort hann hefði einhverjar heimildir til þess að styðja þessar ásakanir - og McHenry, sem augljóslega hefur sótt námskeið í útúrsnúningum svaraði "Do you have any evidence that they weren’t involved?"

Og þannig þykist McHenry hafa sannað mál sitt? Að andstæðingarnir geti ekki afsannað fáránlegar samsæriskenningar hans? Ég spyr þá á móti hvort hann geti fært ábyggilegar og áræðanlegar sannanir fyrir því að hann sæki ekki svartar messur og hafi þar mök við djöfulinn? Það er líklega álíka sanngjörn spurning. Og ef ég fer eftir orðræðutækni Tony Perkins get ég héðan í frá haldið því fram að það séu orðrómar á kreiki um að McHenry sé satanisti? (En talandi um orðróma: Nú er farinn að ganga orðrómur um að blöðruselurinn Haestert sé sjálfur viðriðinn hið viðfeðma gay-samsæri, og geri dónalega og ósiðsamlega hluti bakvið luktar dyr. Hvort sem þetta er legitimate orðrómur eða ekki, þá finnst mér tilhugsunin um Haestert að gera nokkurn skapaðan hlut á bakvið luktar dyr mjög disturbing!)

(Myndin er af heimasíðu McHenry - það er hann sem stendur í miðjunni)

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband