Meiri fréttir af ævintýrum Þingannsins Mark "Maf54" Foley á internetinu

foley_elskar_born.jpg

Þetta eru auðvitað jólin fyrir alla sem hafa áhuga á mannlegri eymd og niðurlægingu - og fyrir þá sem hafa gaman af því að horfa á sjálfskipaða siðgæðisverði afhjúpaða sem pöddurnar sem þeir eru - nú, sennilega líka jólin! Síðan Mark Foley komst í fréttirnar fyrir ósmekklegar tölvupóstsendingar sínar hafa fjölmiðlar hér vestra skemmt sér við að velta sér uppúr kynferðislegu óeðli þingmannsins. ABC news eru með bestu umfjöllunina, og þar eru líka tenglar á suma af mjög svo vafasömum tölvupóstunum og öðrum internetsamskiptum Foley. Eftirfarandi eru IM samskipti hans við ónefndan ungling:

Maf54: You in your boxers, too?
Teen: Nope, just got home. I had a college interview that went late.
Maf54: Well, strip down and get relaxed.

Maf54: What ya wearing?
Teen: tshirt and shorts
Maf54: Love to slip them off of you.

Maf54: Do I make you a little horny?
Teen: A little.
Maf54: Cool.

Foley var langt frá því að vera einhverskonar peð - hann var í forystuliði republikanaflokksins, deputy whip, sat í the ways and means committee, og var formaður nefndar um "Missing and exploited children" - og í framvarðasveit þeirra sem börðust fyrir harðari löggjöf til að stemma stigu við "klámvæðingu" internetsins.

Federal authorities say such messages could result in Foley's prosecution, under some of the same laws he helped to enact.

Ætli það væri ekki "poetic justice"? 

Reyndar er það bara hálfur skandallinn að Foley sé pervert - hinn helmingurinn af skandalnum er sá að aðrir leiðtogar republikana í þinginu vissu fullvel af því hverskonar hneygðir Foley hafði, og höfðu fengið veður af tölvupóstum hans. Foley hafði meira að segja verið bannað að vera í sambandi við unglinga sem voru í sumarvinnu í þinginu. Og þó þetta hátterni Foley hafi verið öllum í flokksforystunni fullkunnugt voru fyrstu viðbrögð flokksins að kenna demokrötum um.  Þetta væri alltsaman einhverskonar samsæri demokratans Tim Mahoney sem er í framboði gegn Foley. Það er mjög traustvekjandi að vita til þess að fyrstu viðbrögð flokksins - jafnvel þegar menn eins og Foley eiga í hlut - sé að ljúga og hylma yfir.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband