mið. 4.10.2006
Bill O'Reilly og Fox News afneita Foley - halda því fram að hann sé raunverulega demokrati!
Republikanaflokkurinn hefur átt í stökustu vandræðum með Mar "never too busy to spank it" Foley - hver vissi hvað, og hver þurfi að bera ábyrgð á þessu öllu. Allt frá því að reyna að neita því að Foley hafi sent nein ósiðleg tölvuskeyti til þess að halda því fram að þetta sé allt "the pro-gay lobby" að kenna. En skemmtilegasta strategían hlýtur samt að vera að kenna demokrötunum um.
Katherin Harris, sem er alltaf til staðar til að segja og gera eitthvað fullkomlega fáránlegt krafðist þess í sjónvarpsviðtali að fá að vita hverjir í demokrataflokknum hefðu vitað af athæfi Foley - fjölmiðlar og demokratar hlytu að hafa vitað allt um Foley, og hún vildi sjá opinbera rannsókn á því hvernig þetta vonda fólk gat leyft pervertinum að vaða uppi! (Það er hægt að horfa á viðtalið hér)
Bill O'Reilly og Fox News hafa hins vegar gripið til lýmskulegri bragða. O'Reilly veit sem er að flestir áhorfendur hans eru gallharðir Republikanar - og flestir fullkomlega ignorant um hvað er að gerast í heiminum (áhorfendur Fox halda t.d. flestir að það hafi verið sýnt fram á tengsl milli Saddam og Osama, og að herinn hafi fundið gereyðingarvopn í Írak), og svoleiðis fólk er auðvelt að rugla í ríminu. Í the O'Reilly Factor í gær birtust ítrekað myndir af Foley þar sem hann var kynntur sem demokrati! Þessi mistök væru auðvitað ekki mjög merkileg ef þau væru ekki í stíl við önnur viðbrögð republikana við Foleyhneykslinu: Kenna demokrötum um. Sjá hér og hér.
Gefum Tony Blankley í Washington Times orðið:
But this may end up being embarrassing to the Democrats, too. It is implausible that ABC got a hold of this information on their own and just happened to broadcast it on the last day of the congressional session.
While I don't have any proof, I will be amazed if Democratic operatives and at least a few Democratic congressmen didn't know about this and fed it to the media through various obscure blogs and to ABC. The Democratic Congressional Campaign Committee (DCCC) ... is in the business of disseminating negative information before elections, among other things
Þetta er semsagt samsæri.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fox News, Siðgæði | Breytt s.d. kl. 21:21 | Facebook
Athugasemdir
Maður hefði haldið það... ég held reyndar að þessi teksti sé skrifaður af einhverjum interns, sem eru auðvitað úr stuttbuxnadeildinni, og finnst þetta voðalega sniðugt?
FreedomFries, 6.10.2006 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.