Færsluflokkur: Satanismi

Minningarorð Christopher Hitchens um Jerry Falwell

Fréttaskýrendur og bloggarar, og allskonar fólk annað sem hefur vinnu af því að tala eða skrifa, virðist allt sammála um að fréttir af því að Jerry Falwell hafi fundist meðvitundarlaus á gólfinu í skrifstofunni sinni, og svo drepist stuttu síðar, hafi verið með bestu fréttum sem borist hafa lengi. Meira að segja forsetaframbjóðendur Repúblíkana hafa verið frekar hógværir í yfirlýsingum sínum um hversu sárt Falwell verði saknað.

En svo er auðvitað Christopher Hitchens, sem mætti í viðtal til Anderson Cooper til að deila með okkur skoðun sinni á Falwell! (via Reason.com)

The empty life of this ugly little charlatan proves only one thing, that you can get away with the most extraordinary offenses to morality and to truth in this country if you will just get yourself called reverend. .... The whole consideration of this -- of this horrible little person is offensive to very, very many of us who have some regard for truth and for morality, and who think that ethics do not require that lies be told to children by evil old men, that we're -- we're not told that people who believe like Falwell will be snatched up into heaven...

Það er nú alveg óþarfi að gera líka grín að vaxtarlagi mannsins! Falwell var ekkert sérstaklega fríður, allavegana ekki eins óvenjulega og ómótstæðilega stórglæsilegur og Mitt Romney, en hann var ekki lítill!

M

 


Skýring fundin á fjöldamorðunum í Virginíu: kennsla á þróunarkenningu Darwin

Ken HamÍ gær skrifaði ég um þann elskulega dálkahöfund John Derbyshire, sem er helst frægur fyrir óendalega karlmennsku sína og hetjulund. Derbyshire hafði á sinn alkunna hátt athyglisverðar skoðanir á voðaverkunum í Virginíu, en meðan Derbyshire hafði skoðanir á því hvernig hefði mátt stöðva morðingjann (hann hefði prívat og persónulega yfirbugað morðingjann með kungfustökki... hæææ-A) eru aðrir sem hafa komið auga á fyrirbyggjandi aðgerðir.

Vinstrimenn hafa auðvitað lagt til að banna vopnaburð - sem er ógerlegt, bæði vegna þess að þð er of mikið af byssum í umferð nú þegar, og vegna þess að stjórnarskráin tryggir vopnaburðarrétt almennings. En sem betur fer eru "the social conservatives" og family values hugsuðir sem geta leyst erfið félagsleg vandamál sem vinstrimenn ráða ekki við! Og hver skyldi lausnin vera? Nú, augljóslega að nota biblíuna í líffræðikennslu! Vegna þess að allt ofbeldi, öll samfélagsleg vandamál, og yfirleitt allt sem miður fer er afleiðing þess að við höfum leyft allskonar "vísindamönnum" og öðrum meðlimum "the reality based community" að vaða uppi og útskýra veröldina í stað þess að leita að öllum svörum alltaf í biblíunn...

Ken Ham, sem er hávær talsmaður þess að þróunarkenningu Darwin, svo kenna megi sköpunarsögu biblíunnar, skrifaði í gær hugleiðingar um fjöldamorðin:

We live in an era when public high schools and colleges have all but banned God from science classes. In these classrooms, students are taught that the whole universe, including plants and animals--and humans--arose by natural processes. Naturalism (in essence, atheism) has become the religion of the day and has become the foundation of the education system (and Western culture as a whole). The more such a philosophy permeates the culture, the more we would expect to see a sense of purposelessness and hopelessness that pervades people's thinking. In fact, the more a culture allows the killing of the unborn, the more we will see people treating life in general as "cheap."

I'm not at all saying that the person who committed these murders at Virginia Tech was driven by a belief in millions of years or evolution. I don't know why this person did what he did, except the obvious: that it was a result of sin. However, when we see such death and violence, it is a reminder to us that without God's Word (and the literal history in Genesis 1-11), people will not understand why such things happen.

Greinin öll er vangavelta um að guð láti hluti ekki gerast að ástæðulausu - en undirliggjandi boðskapur hennar er að voðaverk eins og það sem átti sér stað í fyrradag séu skiljanleg í ljósi þess að það sé verið að kenna vísindi í skólum, og að samfélagið hafi "banned God from science classes", (nb. hann er ekki að bolsótast yfir því að guð fái ekki inni í skólum, heldur að guð sé ekki kenndur í líffræði, eðlisfræði eða efnafræði!) - og að samfélag sem leyfi fóstureyðingar kalli yfir sig hugsunarhátt sem leiði til fjöldamorða.

Eftir fjöldamorðin í Columbine kom Ham fram með nákvæmlega sömu skýringu. Hugsunin er einhvernveginn sú að þar sem þróunarkenningin segi að menn hafi þróast af öpum og dýrum, hvetji það nemendur til þess að sjá sjálfa sig sem villidýr og kasta af sér öllum böndum siðmenningar, skynsemi og siðgæðis. Til grundvallar þessari furðulegu hugmynd býr auðvitað botnalus vantrú á siðferðislegan styrk eða skynsemi annars fólks - að maðurinn sé svo breyskur og spilltur að ef hann lifi ekki í stöðugum ótta við refsiglaðan guð, og sé minntur á guð og biblíuna við hvert fótmál, hljóti hann ekki aðeins að falla í freystni, heldur leiðast til fjöldamorða!?

Þegar Ham kenndi þróunarkenningunni um fjöldamorðin í Columbine var hann þó ekki einn á báti, því enginn annar en Tom DeLay kvaddi sér hljóðs í þingsal til að lýsa því yfir að þróunarkenningin (og útivinnandi mæður, leikskólar og getnaðarvarnir) væru orsök slíkra voðaverka!

...because we place our children in day care centers where they learn their socialization skills among their peers under the law of the jungle,  ...  our school systems teach the children that they are nothing but glorified apes who are evolutionized [sic] out of some primordial soup.*

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að leggja út af þessum orðum DeLay, annað en að í ræðunni taldi hann upp allt sem honum finnst að í nútímasamfélagi, sjónvarpsáhorf barna, tölvuleikir (eða dungeons and dragons - það er ekki alveg ljóst hvort hann á við þegar hann talar um "virtual worlds", en þar sem þetta er 1999 held ég að hann hafi sennilega verið að tala um D&D), getnaðarvarnir, einhleypar mæður osfv.

Það sem er merkilegt við þessa vangaveltur DeLay og Ham er að þeir virðast í einlægni trúa því að Bandarískt samfélag sé að molna, m.a. vegna þess að sköpunarsaga biblíunnar sé ekki kennd í skólum. Vandamálið er augljóst: það er eitthvað að í samfélagi þar sem ungt fólk heldur að fjöldamorð séu eðlilegt svar við sálarangist. En okkur virðist greina á um hver orsökin sé. Ég leyfi mér þó að fullyrða að hún, og lausnin, finnast ekki meðan menn eins og DeLay og Ham eru ekki bara fullgildir þátttakendur í umræðunni, heldur komast til valda og áhrifa og geta mótað félagsgerðina, sett lög og stýrt samfélaginu.

*Fyrir þá sem trúa því ekki að DeLay hafi látið þetta út úr sér er bent á að fletta þessu upp - ég trúði þessu ekki sjálfur. Það er eitt að vitleysingar eins og Ham vogi sér að kenna kennslu í vísindum um fjöldamorð, en að einn valdamesti þingmaður Repúblíkanaflokksins finnist það eðlilegt er eiginlega of ótrúlegt. En semsagt, þessi ummæli er að finna í umræðum um CONSEQUENCES FOR JUVENILE OFFENDERS ACT OF 1999 -- (House of Representatives - June 16, 1999), blaðsíðu H4366, og það er hægt að finna þessi ummæli í þíngtíðindum neðri deildar, sem eru leitanleg.


150 nemendur úr "háskóla" ofstækismannsins Pat Robertson vinna fyrir Bush stjórnina...

Regent háskóli er tilvalinn fyrir þá sem bæði hata homma og komast ekki inn í alvöru háskóla...Síðan Monica Goodling komst í fréttirnar í tengslum við saksóknarahreinsunina hafa bandarískir fjölmiðlar töluvert fjallað um "Regent University", en Goodling er útskrifuð úr þessum "háskóla". Goodling var þriðja hæst setta manneskjan innan Dómsmálaráðuneytisins, og hafði meðal annars umsjón með brottrekstri saksóknaranna og vali á nýjum saksóknurum, og í ljósi þess að Gonzales og Goodling hafa haldið því fram að hafænismat eitt hafi ráðið ferðinni þegar menn voru reknir eða ráðnir í vinnu sem ríkissaksóknarar er ekki úr vegi að fjölmiðlar hafi áhuga á menntun og forsendum Goodling.

"Regent University" er rekinn af Pat Robertson - já, sama Pat Robertson og sagði að hryðjuverkaárásirnar í september 2001 hafi verið refsing guðs fyrir samkynhneigð og fóstureyðingar Bandaríkjamanna. Það er kannski enginn höfuðglæpur að sækja háskóla sem er rekinn af vitfirrtum jólasveini, en það er spurning hversu góða menntun slíkur skóli býður upp á.

Samkvæmt nýjustu úttekt USA News, sem metur gæði háskóla, kemst Regent ekki einu sinni á blað - hann er "unranked", líkt og bréfaskólar og sumar ómerkilegustu "diploma mills" sem veita fólki háskólagráður fyrir það eitt að að kunna að skrifa undir ávísun, jú, og eiga innistæðu á bankareikning eða aðgang að námslánum. Samkvæmt eldri úttekt þeirra, frá 2004, er lagaskóli Regent (Sem Goodling er úskrifuð frá) metinn með lélegustu lagaskólum allra Bandaríkjanna - hann er í fjórða flokki. Goodling er því ekki útskrifuð úr annars flokks háskóla, heldur fjórða flokks háskóla!

Það sem gerir þetta samt merkilegra er að þar til fyrir skemstu montaði Regent sig af því að yfir 150 starfsmenn Bush stjórnarinnar væru útskrifaðir úr skólanum! Þessi tala vakti að vonum athygli: Bush stjórnin leitar að fólki til að stjórna Bandaríkjunum í skóla, sem er svo lélegur að hann kemst varla á blað? 150 starfsmenn stjórnarinnar eru með próf úr "skóla" sem er rekinn af sjónvarpspredíkara? Öll þessi athygli hefur hins vegar farið eitthvað fyrir brjóstið á skólanum - því "About Us" síðu skólans var breytt til að fjarlægja þessa staðhæfingu. Nú spyrja menn: hvað veldur? Skammast skólinn sín fyrir að vera bendlaður við Bush stjórnina, eða skammast Bush stjórnin sín fyrir að vera bendluð við skólann? (Google geymir gamlar útgáfur af heimasíðum, sjá eldri útgáfu síðu Regent hér - og svo síðuna eins og hún er í dag).

Tengslin milli Regent University og Bush stjórnarinnar eru langt í frá lítil - því fyrrum nemendur skólans og starfsmenn virðast hafa ratað í margar mjög valdamiklar stöður innan stjórnarinnar. Kay Coles James, fyrrum rektor "Regent's Robertson School of Government" var skipaður The Director of the Office of Personnel Management, sem er yfirmaður allra ríkisstarfsmanna. DOPM er eitt mikilvægasta embætti framkvæmdavaldsins. Þess má svo geta að John Aschroft sem var dómsmálaráðherra Bush á fyrsta kjörtímabilinu er nú prófessor í Regent. Kannski getur Gonzales líka fengið vinnu hjá Regent eftir að hann segir af sér?

Það er kannski ekki skrýtið að Bush stjórnin hafi ratað í núverandi vandræði fyrst þeir reiða sig á fólk með menntun úr fjórða flokks "háskólum" sem eru reknir af sjónvarpsfígúrum?

M


Þing Norður Dakóta ætlar að banna allar fóstureyðingar, jafnvel í tilfellum nauðgunar og sifjaspells...

Hugmyndir Pat Robertson um feminisma eru ekkert mikið skuggalegri en hugmyndir Bill Napoli um konur og fóstureyðingarÞing Norður Dakóta er nefnilega þeirrar skoðunar að allar fóstureyðingar séu einhverskonar "morð", og vill fá að setja í lög að draga megi bæði konur sem fara í fóstureyðingu og lækna sem framkvæma þær fyrir dóm!

The bill would allow the Attorney General to implement a ban on abortion regardless of the status of Roe v. Wade. Performing an abortion would become a Class C felony in the state.

Sarah Stoesz, President and CEO of Planned Parenthood Minnesota, North Dakota, South Dakota, is monitoring the progress of the legislation. “North Dakotans deserve to make these personal, private decisions free from government intrusion,” Stoesz said. “This bill attempts to substitute political opinion for medical judgment and endangers women’s health and safety in the process,” said Stoesz.

Í fyrra höfnuðu kjósendur í Suður Dakóta fáránlegri löggjöf sem bannaði næstum allar fóstureyðingar, en Feministing bendir á að þessi löggjöf Norður Dakóta sé enn strengri. Þegar kjósendur í Suður Dakóta höfnuðu þessum fáránlegu lögum héldu talsmenn skynsemi og frelsis að bókstafstrúarvitfirringar hefðu loksins fattað að ef almenningur í Suður Dakóta - sem er mjög íhaldssamt fylki - vilja ekki búa í einhverskonar pápískri forneskju, er útilokað að almenningur myndi styðja víðtækari takmörkun á réttindum kvenna.

En þetta mál snýst auðvitað ekki um vilja kjósenda, heldur er það sprottið úr mjög svo sérkennilegu innra sálarlífi þeirra sem telja allar fóstureyðingar afdráttarlausan glæp - og því þótti mér full ástæða til að rifja upp ummæli Bill Napoli, öldungardeildarþingmanns í Suður Dakota, en hann útskýrði fyrir NPR hvað hann gæti viðurkennt sem ásættanlega undanþágu frá fóstureyðingarbanninu:

A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)

Maður þarf að hafa ansi sérkennilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þessar. Ég held ekki að ég myndi þora að skilja börnin mín eftir ein í herbergi með Mr Napoli.

Fóstureyðingar virðast reyndar vera að komast aftur á dagskrá stjórnmálanna, því Zell Miller, sem var öldungardeildarþingmaður Demokrata áður en hann ákvað að styðja Bush fyrir kosningarnar 2004 hélt því nefnilega fram um helgina að síðan fóstureyðingar voru gerðar löglegar 1973 hafi 45 milljón "börn" verið "myrt", og að þessi ægilega barnamorðaplága væri ástæða allra vandræða Bandaríkjanna í dag.

Miller claimed that 45 million babies have been "killed" since the Supreme Court decision on Roe v. Wade in 1973.

"If those 45 million children had lived, today they would be defending our country, they would be filling our jobs, they would be paying into Social Security," he asserted.

Þetta er auðvitað hin fullkomna hnífsstungumýta: Vinstrimenn komu í veg fyrir að stríðið í Írak ynnist, með því að myrða öll börnin sem hefðu annars orðið hermenn, sem hefðu þá verið í Írak að drepa heiðingja?

M


Endurkoma Ku Klux Klan

KKK manUndanfarnar vikur hefur töluvert verið talað um endurvakninug Ku Klux Klan. AP flutti frétt í byrjun febrúar um að Klanið hefði vaxið og bætt við sig nýjum meðlimum sökum vaxandi ótta við innflytjendur og samkynhneigð. Að baki þessarar fréttar var skýrsla "The Anti Defamation League". Samkvæmt talsmanni ADL:

Klan groups have witnessed a surprising and troubling resurgence by exploiting fears of an immigration explosion, and the debate over immigration has, in turn, helped to fuel an increase in Klan activity, with new groups sprouting in parts of the country that have not seen much activity

Og eins og eðlilegt má teljast er sæmilega skynsamt fólk mjög æst yfir þessu. Nokkurnveginn allir liberal bloggarar hafa skrifað eitthvað um þessa frétt. Það er mjög skiljanlegt að við óttumst endurvakningu Ku Klux Klan - því af öllum "socially conservative" hópum í Bandaríkjunum er Klanið sennilega hættulegast. Afstaða Klansmanna til "félagslegra vandamála" er yfirleitt sú sama og margra talsmanna repúblíkana, eini munurinn er auðvitað sá að Klansmönnum finnst allt í lagi að þetta fólk allt sem talsmenn repúblíkana telja "félagsleg vandamál", sé drepið. Sumir bandarískir vinstrimenn geta því auðveldlega ímyndað sér einhverskonar martraðar-scenario þar sem Repúblíkanaflokkurinn, hefur hrifsað til sín öll völd, með hjálp NRA, evangelista og Ku Klux Klan.

Það er hins vegar full ástæða til að efast um að þessi martröð muni rætast. Um daginn skrifaði sagnfræðingurinn David Garrow, sem kennir við Cambridge, grein í LA Times þar sem hann heldur því fram að þessi ótti við endurkomu Ku Klux Klan sé órökréttur og, jafnvel hættulegur.

So is it time to be worried? Is the ADL correct in warning of a dangerous resurgence of the dreaded and widely hated organization that committed so many acts of terror against African Americans during Reconstruction and the civil rights era? ...

There's no doubt that what Klan members there are scattered across the U.S. do manifest a hateful hostility toward Latino immigrants. I have no illusions about how dangerous these people can be, and I have no doubt that leaders of the various Klan organizations would like to use the growing hostility as a way to resuscitate their discredited ideology and rebuild their weakened, fragmented structure.

Garrow bendir á að það sé nánast ómugulegt að finna neinar haldbærar sannanir fyrir vexti Klansins - allir þeir Klanhópar sem ADL bendi á sem "í vexti" virðist dauðir: forsprakkar þeirra í fangelsi eða á leiðinni í fangelsi. Fundir í "stærstu" Klanhópunum séu frekar sorglegar samkomur. The Empire Knights, sem ADL heldur t.d. fram að séu í hröðum vexti og séu alvarleg ógn við lýðræði og frelsi, hafi haldið vel auglýstan "fjöldafund" með 20 meðlimum. Garrow kemst enda að þeirri niðurstöðu að þessi vöxtur Klansins sé mjög orðum aukinn:

But it's difficult to find public evidence of many violent or terrorist acts committed by the allegedly swelling ranks of Klan members. (A cross-burning on the lawn of a Salvadoran family in Kentucky, like an assault on a Latino teenager in Houston by assailants who screamed "white power," appear to top the list for 2006, but the actual perpetrators remain unidentified.)

It can be dangerous and counterproductive to hype the threat of racist hate groups. Anti-immigrant sentiment is an undeniable feature of today's world, and immigration issues no doubt merit more media coverage. But based on present evidence, the efforts of both KKKers and their opponents to publicize the Klan's supposed importance should be debunked rather than embraced.

Tilfellið er að með því að vera að tala um vitfirringa eins og KKK erum við að veita þeim ákveðna viðurkenningu - að þeir séu einhverskonar "legitimate" rödd, eða sjónarhorn, í umræðunni um innflytjendamál. Það sama gildir um evangelista sem afneita þróunarkenningunni og vilja láta kenna sköpunarsögu biblíunnar. Með því að tala við það fólk, eða fjalla um það í fjölmiðlum, erum við að gefa þeim ókeypis auglýsingu og láta eins og þau hafi einhverskonar sjónarhorn sem sé þess virði að tala um. Getur ekki verið að sköpunarsögutrúin myndi deyja út ef bandarískir fjölmiðlar hættu allir sem einn að tala um hana?


Bandarískir evangelistar lýsa yfir stríði gegn umhverfisverndarmönnum!

Dobson hugsar bara um homma, homma, homma allan daginn og vill ekki að aðrir evangelistar séu að hugsa um neitt annað heldur!Ég get vel skilið af hverju þingmenn Repúblíkana eru andsnúnir umhverfisvernd. Margir þeirra þiggja háar upphæðir í fjárframlögum frá stórfyrirtækjum sem kæra sig ekki um reglugerðir, boð og bönn, sem umhverfisverndarmenn telja (með réttu, að því er virðist) að séu nauðsynlegar til þess að fá bílaframleiðendur, stóriðju og orkufyrirtæki til að eyðileggja ekki umhverfið. Svo eru auðvitað margir repúblíkanar sem trúa ekki á reglugerðir og lagasetningu af prinsippástæðum. Ég ber virðingu fyrir þessum síðarnefndu, eins og ég ber virðingu fyrir öllu fólki sem hefur einhverja trú, er samkvæmt sjálfu sér og byggir ekki afstöðu sína til veraldarinnar á eiginhagsmunapoti, hræsni eða fordómum og mannhatri.

En ég get því ekki með neinu móti skilið af hverju "trúaðir" bandaríkjamenn virðast margir óttast umhverfisvernd meira en nokkuð annað, því svo virðist sem margir leiðtogar "the moral majority" telji að alvarlegasta ógnin sem steðji að bandaríkjunum séu ekki aðeins fóstureyðingar og samkynhneigð, heldur líka Al Gore!

New York Times í morgun greinir frá því að hópur leiðtoga trúarleiðtoga hafi krafist þess af landssambandi evangelista að félagsskapurinn banni sínu fólki að tala um gróðurhúsaáhrifin!

Leaders of several conservative Christian groups have sent a letter urging the National Association of Evangelicals to force its policy director in Washington to stop speaking out on global warming.

The conservative leaders say they are not convinced that global warming is human-induced or that human intervention can prevent it. And they accuse the director, the Rev. Richard Cizik, the association’s vice president for government affairs, of diverting the evangelical movement from what they deem more important issues, like abortion and homosexuality.

Þetta furðulega útspil er reyndar hluti af stærri átökum meðal evangelista, annarsvegar milli karldurga á borð við Jerry Falwell og Pat Robertson sem hafa kynlíf á heilanum og vilja að "trúaðir" Bandaríkjamenn eigi einvörðungu að hafa áhyggjur af "siðferðislegum vandamálum" á borð við samkynhneigð og kynlíf, og hinsvegar örlítið skynsamara fólks sem gerir sér grein fyrir því að það eru aðrir og alvarlegri hlutir sem við eigum að hugsa um.

The letter underlines a struggle between established conservative Christian leaders, whose priority has long been sexual morality, and challengers who are pushing to expand the evangelical movement’s agenda to include issues like climate change and human rights.

“We have observed,” the letter says, “that Cizik and others are using the global warming controversy to shift the emphasis away from the great moral issues of our time.”

Those issues, the signers say, are a need to campaign against abortion and same-sex marriage and to promote “the teaching of sexual abstinence and morality to our children.”

Sem betur fer er ekki allt trúað fólk, og ekki einu sinni allir evangelistar, einhverskonar veruleikafirrtir jólasveinar sem halda að fóstureyðingar og samkynhneigð séu alvöru samfélagsleg vandamál.  

Evangelicals have recently become a significant voice in the chorus on global warming. Last year more than 100 prominent pastors, theologians and college presidents signed an “Evangelical Climate Initiative” calling for action on the issue. Among the signers were several board members of the National Association of Evangelicals; Mr. Anderson, who has since been named its president; and W. Todd Bassett, who was then national commander of the Salvation Army and was appointed executive director of the association in January.

Ef evangelistar og trúaðir Bandaríkjamenn, sem flestir eru gott fólk sem vill vel, er frelsað úr fjötrum fordómafullra hræsnara og mannhatara á borð við James Dobson, forseta Focus on the Family, sem hafa talið þeim trú um að hommar og femínistar séu hættulegasta ógn samtímans, er von til þess að það sé hægt að virkja þá til þess að breyta samfélaginu til betri vegar.

M


"Concerned Women for America" gagnrýna hómófóbíu NBA leikmannsins Tim Hardaway - gleymdi að nefna biblíuna sem yfirskyn...

Stofnandi CWA, Beverly LaHaye gæti verið móðursystir Raymond Barone...Um daginn kom NBA leikmaðurinn John Amaechi út úr skápnum. Þetta voru auðvitað fréttir, því NBA deildin er víst einhverskonar hræðileg forarstía karlrembu og hómófóbíu. Og það leið ekki á löngu að einhver af kollegum Amaechi léti í sér heyra. Tim Haradaway - sem mér skilst að sé, eða hafi verið NBA leikmaður, og spilað fyrir "Miami-heat", vildi að allur heimurinn vissi að hann væri sko enginn kynvillingur. Í útvarpsviðtali á miðvikudaginn sagði Hardaway:

First of all, I wouldn't want him on my team," the former Miami Heat star said.

"And second of all, if he was on my team, I would, you know, really distance myself from him because, uh, I don't think that is right. I don't think he should be in the locker room while we are in the locker room."

Semsagt - homminn Amaechi ætti að nota aðra sturtuklefa en hinir leikmennirnir. Vegna þess að "ööö... það er rangt" að vera gay. En þegar Hardaway var beðinn að útskýra þetta frekar ákvað hann leggja spilin á borðið:

"You know, I hate gay people, so I let it be known. I don’t like gay people and I don’t like to be around gay people. I am homophobic. I don’t like it. It shouldn’t be in the world or in the United States.

Þetta fór fyrir brjóstið á "the liberal elites" sem eru að troða hommaskap í alla fjölmiðla og leikskóla og allstaðar að reyna að breyta öllu heiðarlegu fólki í kynvillinga - og Hardaway var settur í einhverskonar helgarlangt leikbann.

En það voru fleiri sem gagnrýndu Hardaway. T.d. "Concerned Women for America", sem er einhverskonar félagsskapur kvenna sem hafa áhyggjur af siðspillingu, guðleysi og dónalegu sjónvarpsefni. CWA sendi nefnilega frá sér fréttatilkynningu þar sem Hardaway var harðlega gagnrýndur:

A former NBA star has made disturbing and harmful comments about his feelings toward people trapped in the homosexual lifestyle.  Interviewing with a Florida sports radio show, former Miami Heat player Tim Hardaway said that he "hates gay people" and that he distances himself from them because he is "homophobic."  Concerned Women for America (CWA) is disappointed that a man who is respected by many sports fans would make such inflammatory remarks. 

Ok. Þetta hljómar vel. En svo fara CWA að útskýra hvað það var sem þeim fannst að yfirlýsingu Hardaway: (eftirfarandi er líka úr fréttatilkynningunni - þetta eru ekki ummæli sem fréttafulltrúar CWA misstu óvart út úr sér! Já, og menningarmálasérfræðingur CWA er karlmaður...)

"Hardaway's comments are both unfortunate and inappropriate," said Matt Barber, CWA's Policy Director for Cultural Issues.  "They provide political fodder for those who wish to paint all opposition to the homosexual lifestyle as being rooted in 'hate.'  It's important to note that Hardaway's words represent the feelings of Hardaway.  His words do not represent the feelings of the vast majority of people opposed to the homosexual agenda.   

Semsagt - það var slæmt að Hardaway að segjast "hata" homma, því það hjálpaði þeim sem vildu mála alla hómófóbíu sem hatur? Ekki að það sé bara rangt að hata fólk? Heldur að það sé "bad publicity" fyrir "legit" hómófóbísk outfit eins og CWA að einhver durtur skuli segja skoðun sína umbúðalaust? En gamanið er ekki búið, því fréttatilkynningin heldur áfram!

"It's perfectly natural for people to be repelled by disordered sexual behaviors that are both unnatural, and immoral," said Barber. 

Já - og hananú! Það er sko fullkomlega eðlilegt að finnast hommar vera viðbjóðslegir! CWA hefur nefnilega engar áhyggjur af fyrri hluta yfirlýsinga Hardaway, það var bara þetta með "hatrið" sem CWA hefur áhyggjur af. Concerned Women for America vill að lokum ráðleggja öllum sem finnst samkynhneigð ógeðsleg hvernig þeir eigi að láta þann viðbjóð sinn í ljós:

"... the appropriate reaction is to respond with words and acts of love, not words of hate.  Jesus Christ offers forgiveness and freedom for all sinners, and that is the heart of the Gospel message.

"Thousands of former homosexuals have been freed from the homosexual lifestyle through acts of love.  Hardaway's comments only serve to foment misperceptions of widespread homosexual 'victimhood' which the homosexual lobby has craftily manufactured."

Semsagt: Næst þegar Hardaway finnur til viðbjóðs þegar hann mætir samkynhneigðum karlmanni, á hann ekki að fara að tala um hatur, heldur Jesú. Og ef það er bara talað nóg mikið um Jesú, er kannski hægt að afhomma hommann? Fyrst það var hægt að afhomma sjónvarpspredíkarann, spítthundinn og syndaselinn Ted Haggard á þremur vikum hlýtur að vera hægt að frelsa aðra úr þessari hræðilegu ánauð?

Það sem er merkilegt við þessa röksemdafærslu CWA er að hún stekkur nokkurnveginn fyrirstöðulaust frá því að segja "samkynhneigð er ógeðsleg - og það er eðlilegt að finnast hún ógeðsleg" yfir í að segja "það á ekki að segja að maður hati samkynhneigð", og svo þaðan yfir í að segja að maður eigi að láta skoðun sína á samkynhneigð í ljós undir yfirskyni biblíunnar. CWA segir hvergi að hommahatarinn hafi haft á röngu að standa að finnast samkynhneigð ógeðsleg. Það eina sem hann gerði rangt var að tjá viðbjóðinn með hatri, en ekki biblíuþusi.

Það er eitt skref í þessari hugsanakeðju CWA sem ég sleppti - fréttatilkynningin bætir nefnilega við einhverskonar "réttlætingu" fyrir þeirri staðhæfingu að samkynhneigð sé viðurstyggð, og það sé í lagi að finnast hún það:

All too often those behaviors are accompanied by serious physical, emotional, and spiritual pitfalls. 

CWA leggur ekki í að segja að það sé beint samband milli kynvillu og andlegra sjúkdóma - bara að það sé "of oft" að samkynhneigð fylgi slíkir sjúkdómar...

Þetta virðist vera lykilrak fyrir "hógværa" mannhatara eins og CWA sem sveipa hómófóbíu sína með tali um "kærleiksboðskap biblíunnar" - því þetta fólk gerir sér fyllilega grein fyrir því að það getur ekki með góðri samvisku réttlætt hómófóbíu með biblíutilvísunum einum saman. Því finnst það þurfa að "sanna" mál sitt með því að segja að hommarnir þjáist allir af einhverjum alvarlegum andlegum og líkamlegum sjúkdóm, sem valdi þeim andlegum og líkamlegum þjáningum. Og þá vitum við það. Næst þegar einhver finnur sig knúinn til að lýsa því yfir að hann hati homma á hann að gera eftirfarandi:

  • láta sér nægja að segja að samkynhneigð sé ógeð og ónáttúruleg
  • tala um að samkynhneigð sé sjúkdómur sem fylgi aðrir andlegir kvillar
  • tala um Jesú og biblíuna
  • boða afhommun

hmm...

M


Trúvillingurinn Pat Roberts og bandarískir evangelistar

Trúvillingurinn Pat Robertson.jpg

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með bandarískum samfélagsmálum að sjónvarpspredikarinn Pat Robertson talar við guð. Á undanförnum árum hefur Robertson hvað eftir annað kveðið sér hljóðs í fjölmiðlum og þóst hafa átt í prívatsamtali við almættið um yfirvofandi heimsendi eða syndafall. Sá guð sem Robertson talar við hefur nefnilega ekki áhuga á neinu nema samkynhneigð og fóstureyðingum - jú, og svo því að refsa mannkyninu.

Frægasta yfirlýsing Robertson er vafalaust staðhæfing hans að hryðjuverkaárásirnar haustið 2001 hafi verið refsing fyrir femínisma og samkynhneigð Bandaríkjamanna:

"I really believe that the pagans, and the abortionists, and the feminists, and the gays and the lesbians who are actively trying to make that an alternative lifestyle, the ACLU*, People For the American Way, all of them who have tried to secularize America. I point the finger in their face and say 'you helped this happen.'"

Síðan einhverntímann snemma á níunda áratugnum hefur Robertson, nokkurnveginn árlega, spáð fyrir um heimsendi rétt hanan við hornið, nú, eða einhverjar mjög stórkostlegar hörmungar aðrar.  Árleg heimsendaspá Robertson fyrir 2007 (sjá líka hér) er reyndar nokkuð niðurvötnuð. Ekkert um endurkomu frelsarans, eða syndaflóð (heimsendaspáin fyrir 2006 gerði ráð fyrir syndaflóði...). Bara nokkur milljón manns, en guð var ekki með það á hreinu hvort það yrði í kjarnorkuárásum, eða einhverskonar öðrum hamförum:

Well, the other thing I felt was that evil men -- evil people -- are going to try to do evil things to us and to others during the last part of this year. I don't know whether it'll be in the fall or September or later on, but it will be the second half, somehow, of 2007. There will be some very serious terrorist attacks. The evil people will come after this country and there's a possibility that -- not a possibility, a definite certainty -- that chaos is going to rule and the Lord said the politicians will not have any solutions for it. There's just going to be chaos.

but it's going to happen, and I'm not saying necessarily nuclear -- the Lord didn't say nuclear -- but I do believe it'll be something like that -- they'll be a mass killing, possibly millions of people -- major cities injured.

Þessar stöðugu yfirlýsingar Robertson eru farnar að valda mörgum trúuðum Bandaríkjamönnum áhyggjum, því þær fá ómælda athygli í fjölmiðlum, og gera ekkert til að auka tiltrú sæmilega vitiborins fólks á evangelistum. Um helgina birti San Fransisco Chronicle grein um vaxandi gremju evangelista:

"It's downright embarrassing," said Todd Spitzer, pastor at Regeneration in Oakland and Dolores Park Church in San Francisco. "When he makes these statements and ties God's name to it, he's like the self-proclaimed spokesman for God and evangelical Christianity. It's an obstacle to us when we want to present a reasonable faith."

The more outrageous or quirky the comment, the quicker it zips into newspapers and television news programs and floods the Web. The result, evangelical ministers say, is that sincere believers get tarnished in the process.

... Evangelical ministers said they are constantly battling stereotypes of evangelicals as uncritical thinkers who are "marching lockstep to some leader." They said Robertson's comments only strengthen those misperceptions.

Vandamálið er að þeir sem tala opinberlega fyrir trúaða bandaríkjamenn og evangelista eru nánast allt skoffín á borð við Robertson: Seníl gamalmenni sem halda að þeir séu málpípur guðs - og sá guð er yfirleitt aðallega upptekinn af því að deila út eldi og brennisteini. Nú, eða þá hræsnarar á borð við Ted Haggard, sem hrökklaðist frá sem formaður Landssamtaka bandarískra evangelista eftir að í ljós kom að hann var hafði átt í löngu sambandi við karlkyns "escort" og keypt af honum spítt. (sjá nokkrar af færslum mínum um Haggard hér og hér) Meðan evangelistar leyfa svona mönnum að vera talsmenn sína er ekki von nema vitiborið og skynsamt fólk hafi efasemdir um hversu "reasonable" eða "sincere" trú þeirra er.

Bandarískir evangelistar eru líka margir byrjaðir að átta sig á því að femínismi, fóstureyðingar og samkynhneigð eru ekki alvarlegustu "vandamálin" sem mannkynið stendur frammi fyrir, og byrjaðir að beina sjónum sínum að raunverulegum vandamálum - eins og fátækt, félagslegu óréttlæti og umhverfisvernd. Umhverfisvernd heitir þá "creation care" - því það hlýtur að vera skylda okkar að fara vel um sköpunarverkið? Og það vita allir hvað nýja testamentið segir um fátækt og ríkidæmi.

Það skemmtilegasta við greinina í SFChronicle var að margir evangelistar eru ekki bara að missa þolinmæðina, þeir eru farnir að ásaka Robertson um trúvillu!

Several Bay Area evangelical ministers said Robertson's purported divine prophecies are heretical because the statements presume that he can add to the inerrant word of God, as written in the Bible.

"He's going beyond the authority of Scripture," said Lee. "He's walking out on his own plank."

Undanfarin tvö ár hef ég við og við rekist á greinar í bandarískum blöðum um kynslóðaskipti í flokki evangelista, og í ljósi þess hversu mikilvægur stuðningur þeirra er fyrir Repúblíkanaflokkinn, gæti breyting á hugmyndafræði og í leiðtogaliði "the moral majority" haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir bandarísk stjórnmál.

M

*ACLU - the American Civil Liberties Union stendur vörð um stjórnarskrárvarin réttindi bandaríkjamanna, m.a. til trúfrelsis og málfrelsis. Maður þarf að vera andskoti afundinn afturhaldssinni, eða hafa mjög vonda samvisku, til að halda að ACLU sé einhverveginn and-amerískt. 


Meira jesútengt grín við upphaf 110 löggjafarþings Bandaríkjanna!

Senator Byrd - sem er nánast tvífari Senator Palpatine!.jpg

Um daginn voru þingmenn 110 löggjafarþings Bandaríkjanna samankomnir í Washington til að sverja embættiseið. Við þessa athöfn var haldin einhverskonar bænastund, þar sem allir aðrir en heiðingjar og villutrúarmannenn í Demokrataflokknum tóku þátt. (Þeir söfnuðust sennilega allir saman í myrkri kjallarakompu og lögðu á ráðin um hvernig þeir gætu með áhrifaríkustum hætti grafið undan bandarískri siðmenningu...)

Til þess að vega upp á móti allri heiðninni og trúvillunni í flokksbræðrum sínum ákvað öldungadeildarþingmaðurinn Robert Byrd (D-WV), sem er 89 ára gamall, að standa prívat og persónulega fyrir einhverskonar vakningarsamkomu og gólaði viðstöðulaust upp úr eins manns hljóði "hallelúja" "í jesú nafni", "dýrð sé drottni í upphæðum" og eitthvað álíka!

Byrd was [...] in a mood to give praise, calling out "Yes, Lord" and "Praise Jesus" during the prayer that kicked off the Senate portion of the 110th Congress' opening.

Öll þessi hróp og köll höfðu eitthvað dregið úr honum mátt, því þegar Byrd átti að ganga fyrir varaforsetann Darth Cheney, hné hann niður. Og nú er ekki nema von að menn spyrji sig: Hlýtur ekki að vera eitthvað samband á milli þess að Byrd skuli hníga niður þegar hann nefndi frelsarann á nafn í návist Cheney? Sem betur fer var öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn - sem er fyrrverandi geimfari, hvorki meira né minna - staddur rétt við Byrd, og bjargaði Byrd:

He stumbled after coming forward with several other senators ... to take the oath of office from Vice President Dick Cheney.

"I wasn't thinking anything. I was standing right behind him. I was afraid he broke something," Glenn said, noting that Byrd's ankle appeared to twist. Other senators and Glenn helped Byrd get to his feet.

"Hallelujah!" Byrd proclaimed after steadying himself with the help of Glenn and other senators and walking back to join his colleagues, a cane in each hand. "Hallelujah!" He appeared to be uninjured.

Byrd er ekki bara þekktur fyrir að vera gamalmenni og eldheitur trúmaður: hann er líka fyrrverandi  meðlimur í ungmennafélaginu Ku-Klux-Klan, og þótti af Klan-bræðrum sínum vera svo duglegur við að hata negra og aðra minnihlutahópa að hann var fljótt gerður að "Exalted Cyclops" sem er æðsta staðan innan lókal Klan-hópsins. Nokkurnveginn sambærilegt því að vera Gauleiter í nasistaflokknum...

M


Enn annar ósigur "trúaðra" afturhaldsmanna í "the culture wars"

Creationist Science.gif

Kennslustofur barnaskóla í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafa undanfarin ár verið einn æsilegasti vígvöllur "the culture wars". Átökin hafa aðallega snúist um þróunarkenninguna og sköpunarsögu biblíunnar - en nokkuð hávær hópur fólks hefur krafist þess að þróunarkenningin skuli tekin af kennsluskrá, því hún stangast jú á við bjargfasta sannfæringu þeirra að guð hafi skapað heiminn á fáeinum dögum fyrir nokkurþúsund árum síðan.

Að vísu hafa bókstafstrúarmenn ekki lagt í að krefjast þess að sköpunarsaga biblíunnar skuli kennd í skólum, en hafa látið sér nægja að krefjast þess að niðurvatnaðar útgáfur hennar skuli kenndar til jafns á við þróunarkenninguna, enda sé hún barasta "kenning" og hljóti því að geta staðið jafnfætis öðrum "kenningum", t.d. "intelligent design". Vinsæalasta taktík bókstafstrúarmanna var að sigla undir fánum "opinnar og gagnrýninnar umræðu" - öll "vísindi" væru viðhorf, og það ætti að kenna börnum að vega og meta ólík sjónarmið og hugmyndir. Kennslustofur ættu að vera vettvangur gagnrýninnar umræðu þar sem nemendur og kennarar ræddu kosti og galla vísinda annarsvegar og rugls og vitleysu hinsvegar... Enda er rugl og vitleysa "viðhorf", svona eins og vísindi eru "viðhorf"?

Hávaði bókstafstrúarmanna var mestur milli 2003 og 2005, og eftir að Bush vann kosningarnar 2004 voru margir skynsamir og vitibornir Bandaríkjamenn farnir að óttast að kristnum bókstafstrúarmönnum myndi takast að ryðja viðurkenndum vísundum út úr skólakerfinu. En síðan þá hafa talsmenn þess að öll fræði væru bara viðhorf beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum.

Síðasti ósigurinn kom í gær, en skólayfirvöld í Cobb County í Georgíu samþykktu að fjarlægja límmiða sem á stóð: "evolution is a theory, not a fact" úr kennslubókum í líffræði. LA Times fjallaði um þetta mál í morgun:

In a settlement announced Tuesday in federal court, the Cobb County Board of Education agreed never to use any similar "stickers, labels, stamps, inscriptions or other warnings," or to undermine the teaching of evolution in science classes. [...]

Evolution has long been controversial in Cobb County, north of Atlanta, where some biology teachers used to tear pages out of textbooks to avoid discussing it. In 2002, after more than 2,000 parents objected to sections on evolution in a new biology textbook, stickers were placed on the inside of the front cover.

Board members said they attempted to craft a sensitive response to parents' complaints. The sticker read: "This textbook contains material on evolution. Evolution is a theory, not a fact, regarding the origin of living things. This material should be approached with an open mind, studied carefully and critically considered."

Þessi niðurstaða sýnir að jafnvel "hógværar" tilraunir bókstafstrúarmanna í Bandaríkjunum til að ryðja nútímanum til hliðar mistakast. Skynsemin sigrar alltaf að lokum.

M


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband