Færsluflokkur: Satanismi

Meira af Nígerísku hommahaturskirkjunni

Akinola erkibiskup útskýrir hvernig vestrænir hnignunarsjúkdómar eins og lýðræði, málfrelsi, og umburðarlyndi eru að ganga að hefðbundnu og heimaræktuðu Nígerísku mannhatri dauðu.jpg

Þetta hefur mjög lítið með Bandaríkin að gera - nema helst að einn af helstu talsmönnum hómófóbíu í Nígeríu, erkibiskup Akinola, þykir svo skeleggur andstæðingur siðspillingar að afturhaldssömustu kirkjudeildir bandarísku Biskipakirkjunnar í Virginíu ætla að segja skilið við bandarísku kirkjuna, og ganga í nýja hommahaturs-biskupakirkju sem Akinola leiðir. (Sjá færslu mína um það hér)

En semsagt: mannvinirnir í ríkisstjórn Nígeríu hafa, sennilega með dyggum stuðningi og áeggjan "orthodox" biskupakirkju Akinola, undirbúið löggjöf sem mun banna allt samneyti samkynhneigðra

LAGOS, Nigeria -- Lawmakers in Nigeria are debating a bill that would ban same-sex marriage and any form of association among gays, even sharing a meal at a restaurant

Few in Nigeria's deeply closeted gay community have publicly opposed the legislation, which proposes penalties of up to five years in prison and is widely expected to pass.

Nei ég skil það vel - Nígeríumenn taka ekki vel á samkynhneigð, þeir sem liggja undir grun eru lamdir eða hýddir opinberlega:

Engaging in homosexual acts is already illegal in Nigeria, with those convicted facing jail terms in the mainly Christian south and execution in the mainly Muslim north.

Other activities prohibited under the proposed law include belonging to gay clubs or reading books, watching films or accessing Internet sites that "promote" homosexuality.

Haruna Yerima, a member of Nigeria's House of Representatives, said he supported the proposed ban. Social contact between gays should be limited, he said, because it might encourage behavior that was "against our culture ... against our religion."

Þegar kirkjuleiðtogar fara um og básúna að samkynhneigð sé glæpur gegn guði og að það eigi að handtaka og fangelsa samkynheigða, fá menn svona löggjöf. Þegar kirkjan leggur blessun yfir mannhatur er útkoman löggjöf sem gengur út á mannhatur.

Það er líka athyglisvert að taka eftir því að næsta skrefið á eftir hómófóbíuskum lögum eru takmarkanir á málfrelsi, fundafrelsi og ritskoðun. Nígeríumenn þurfa sennilega að koma sér upp afhommunarráðuneyti sem les bækur og blöð og horfir á kvikmyndir og sjónvarpsefni til að ganga úr skugga um að það sé ekki að "hvetja til hegðunar sem er andstæð menningunni og trúnni..."

En Nígeríumönnum og trúarleiðtögum þeirra til varnaðar eru ekki allir eins fullir af fordómum og hatri og löggjafarþing landsins og erkibiskupar:

Even some conservative religious leaders say the bill goes too far. Though Bishop Joseph Ojo, who presides over the congregation at the evangelical Calvary Kingdom Church, contends gay relationships are "foreign to Africans" and should be outlawed, he adds that gays should "have freedom of speech and expression."

Nei, því samkynhneigð er vestrænn hnignunarsjúkdómur sem breiðist um með Will og Grace. Þetta sama viðhorf var opinber ríkisboðskapur í Sovétríkjunum og Rúmeníu. Reyndar er þessi heimspeki ekki svo frábrugðin hugmyndafræði kristinna evangelista í bandaríkjunum sem halda að samkynhneigð smitist í gegn um teiknimyndir, sjónvarp eða kvikmyndir, því í þeirra huga er samkynhneigð svo óeðlileg að hún geti ekki undir neinum kringumstæðum verið sumu fólki eðlislæg. Hún barasta hljóti að "smitast" einhverveginn. Seinasta snilldarútspil þeirra sem eru sannfærðir um að samkynhneigð sé áunnin paþológía er grein sem grein sem Jim Rutz, se er einhverskonar megakirkjuprestur og "kristinn" rithöfundur skrifar á World Net Daily (sem er víðlesin hægrisinnuð/íhaldssöm fréttasíða) um hættur sojavöru: Rutz heldur því fram að sojaát leiði til samkynhneigðar!

Það er sennilega yndislegt að vera í þessum félagsskap. Ég óska "orthdox" kirkjudeildum biskupakirkjunnar í Fairfax Virginíu til hamingju með að hafa bundið trúss sitt við skíthæla á borð við Akinola erkibiskup, og Akinola til hamingju með að geta bráðum búið í landi þar sem þjóðin hefur verið hreinsuð af samkynhneigð og komið hefur verið í veg fyrir að þeir smiti fleira fólk af þessari hættulegu lífstílsveiki sinni.

M


Bandaríska biskupakirkjan að klofan vegna hommaógnarinnar - hómófóbískar kirkjur leita til Nígerísks erkibuskups

His Holyness and High Homofobe Archbishop Akinola.jpg

Forsaga málsins er sú að 2003 var samkynhneigður maður kosinn biskup í New Hampshire. Þetta líkaði íhaldssömum kirkjumeðlimum auðvitað alls ekki, og gremja þeirra yfir því að búa innan um fólk sem ekki er nákvæmlega eins og það sjálft, tvíefldist þegar einn helsti stuðningsmaður þess að samkynhneigðir prestar og biskupar séu jafnir öðrum prestum og biskupum var kosinn leiðtogi kirkjunnar allrar.

Afturhaldssamir söfnuður hafa alltaf við og við sagt sig úr lögum við kirkjuna - en nú ætla semsagt tveir söfnuðir ekki bara að segja sig úr lögum við Bandarísku Biskupakirkjuna, heldur ætla þeir að ganga inn í Nígerísku biskupakirkjuna, vegna þess að leiðtogi hennar, Erkibiskup Peter J Akionla er harður andstæðingur samkynhneigðar. Akinola hefur meðal annars talað fyrir því að lögreglan handtaki alla samkynhneigða karlmenn og komi þeim fyrir í sérstökum fangelsum þar sem þeir séu geymdir. Nú, því annars eru þeir að spilla almannafrið og siðgæði. Búist er við að fleiri bandarískar kirkjur fylgi í kjölfarið!

If the votes at The Falls Church and Truro succeed, as their leaders predict, the 3,000 active members of the two churches would join a new, Fairfax-based organization that answers to Nigerian Archbishop Peter J. Akinola, leader of the 17 million-member Nigerian church and an advocate of jailing gays. The new group hopes to become a U.S.-based denomination for orthodox Episcopalians.

How many congregations will take this route is unknown, with the likelihood of costly litigation over historic, valuable properties and bitterness infecting a holy space. Even church centrists estimate that 15 percent of U.S. Episcopalians would leave the national church if their congregations could keep their church buildings and remain in the Communion.

Þetta mál snýst allt um tvo hluti: Hatur "orthodox episcopalians" á samkynhneigð og löngun þessara sömu "orthodox" safnaða og presta til að halda í allar eignir kirkjunnar. Ef presturinn og söfnuðurinn segja sig úr lögum við kirkjuna halda þeir ekki eignum sóknarinnar, en ef þeir ganga til liðs við Hina heilögu nígerísku hommahaturskirkju eiga þeir betri séns á að halda húseignum og öðru kirkjugóssi.

Það er athyglisvert að þessir "orthodox episcopalians" skuli þurfa að leita til þriðja heimsins til að finna menn sem geta leitt þennan nýja söfnuð þeirra. Báðir söfnuðirnir sem ætla að ganga til liðs við nígeríumennina eru í Fairfax County, í Virginíu. Um 70% íbúa í Fairfax county er hvítur, og biskupakirkjan er yfirleitt hvítari en aðrar kirkjudeildir. innan við 9% íbúa Fairfax county er svartur, og íbúar Virginíu er síst þekktir fyrir ást sína á öðrum kynþáttum eða interracial mixing. Það var ekki að ástæðulausu sem George Allen hélt að hann gæti komist upp með að uppnefna S.R. Sidarth, "Macaca" eða troða afskornum dádýrshausum í póstkassan hjá "surtum". Nú er eftir að sjá hvort safnaðarmeðlimir í "orthodox" hommahaturskirkjunnu hafi áttað sig á því að þeir myndu tilheyra kirkju sem væri ekki leidd af hommum heldur halanegrum? Verst að klanið er ekki viðurkennt sem alvöru trúarsöfnuður.

M


Kattholt í Idaho neitar að leyfa ættleiðingar á svörtum köttum fyrir Halloween - óttast satanisma

Svartir kettir tilbiðja ömmu andskotans en ekki mömmu Jesú.jpg

Af ótta við að kettirnir verði fórnarlömb, eða kannski frekar fórnarkettir, í satanískum fórnarathöfnum hafa kattavinafélög víðsvegar um Bandaríkin neitað að leyfa fólki að ættleiða svarata ketti fram á fimmtudag:

Like many shelters around the country, the Kootenai Humane Society in Coeur d'Alene is prohibiting black cat adoptions from now to Nov. 2, fearing the animals could be mistreated in Halloween pranks _ or worse, sacrificed in some satanic ritual.

Aðrir kattavinir eru mjög ósáttir við þessar aðgerðir, því þær hvetji til frekari fordóma gagnvart svörtum köttum:

"Black cats already suffer a stigma because of their color," said Gail Buchwald, vice president of the American Society for the Prevention of Cruelty to Animals shelter in New York City. "Why penalize them any more by limiting the times when they can be adopted?" Black cats tend to be adopted less often than other felines, Buchwald said.

Fjárans rasismi allstaðar!

M


Patrick McHenry (R-NC) á CNN - Foley og orðrómar á veraldarvefjunum

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_patrick_mchenry.png

Seinustu viku hafa Republíkanar verið að reyna að fá bandaríska kjósendur til að trúa því að demokrataflokkurinn sé einhvernveginn á bakvið Foleyskandalinn. Strategían virðist vera sú að ef þeir bara endurtaki það nógu oft hljóti það að verða satt. Einn af ötulustu talsmönnum þessa er Patrick McHenry, þingmaður frá Norður Karólínu. Um helgina mætti hann hjá Wolf Blitzer þar sem hann hélt þessari kenningu sinni fram. Það er hægt að horfa á upptöku af viðtalinu á Think Progress.

Að vísu segir McHenry aldrei berum orðum að Pelosi eða aðrir demokratar hafi einhvernveginn hylmt yfir eða aðstoðað Foley (því það var hommasamsærið ægilega sem var þar að verki), þess í stað gefur hann í skyn að demokratarnir hafi einhvernveginn lumað á upplýsingum um Foley og svo lekið þeim í fjölmiðla rétt fyrir kosningar.

En McHenry getur auðvitað ekki staðhæft að svo sé - enda hefur ABC sagst hafa fengið upplýsingar um Foley frá þingstarfsmanni sem hafi verið flokksbundinn republíkani allt sitt líf. Svo hvað gerir McHenry? Hann segir að "allar staðreyndirnar bendi okkur að einni spurningu" (þetta hljómar eins heimskulega á ensku: "all the fact points lead to one question") - og það sé hvort Nancy Pelosi hafi á einhvern hátt verið viðriðin uppljóstrunina, og þetta sé svo augljós og sjálfsögð spurning að Pelosi og aðrir demokratar eigi að mæta fyrir sérstakan rannsóknarrétt þar sem þeir verði látnir sverja eið að því að hafa ekki haft neitt með þetta mál allt að gera...

Blitzer spurði McHenry fimm sinnum hvort hann hefði einhverjar heimildir til þess að styðja þessar ásakanir - og McHenry, sem augljóslega hefur sótt námskeið í útúrsnúningum svaraði "Do you have any evidence that they weren’t involved?"

Og þannig þykist McHenry hafa sannað mál sitt? Að andstæðingarnir geti ekki afsannað fáránlegar samsæriskenningar hans? Ég spyr þá á móti hvort hann geti fært ábyggilegar og áræðanlegar sannanir fyrir því að hann sæki ekki svartar messur og hafi þar mök við djöfulinn? Það er líklega álíka sanngjörn spurning. Og ef ég fer eftir orðræðutækni Tony Perkins get ég héðan í frá haldið því fram að það séu orðrómar á kreiki um að McHenry sé satanisti? (En talandi um orðróma: Nú er farinn að ganga orðrómur um að blöðruselurinn Haestert sé sjálfur viðriðinn hið viðfeðma gay-samsæri, og geri dónalega og ósiðsamlega hluti bakvið luktar dyr. Hvort sem þetta er legitimate orðrómur eða ekki, þá finnst mér tilhugsunin um Haestert að gera nokkurn skapaðan hlut á bakvið luktar dyr mjög disturbing!)

(Myndin er af heimasíðu McHenry - það er hann sem stendur í miðjunni)

M


Bara sannkristnar jómfrúr sem hafa verið "brutally, brutally sodomized" mega fara í fóstureyðingu í S.D.

pro-life_trailer.jpg

Eitt af þeim málum sem kosið verður um í haust er löggjöf í Suður Dakóta sem bannar nánast allar fóstureyðingar. Jerry Falwell og trúaröfl republikanaflokksins hafa barist hetjulega fyrir þessari löggjöf, sem þing fylkisins samþykkti í vetur. Þökk sé kjósendum í S.D. tókst sem betur fer að safna nógu mörgum undirskriftum til þess að löggjöfin verði borin undir vilja kjósenda í fylkinu samhliða því sem kosið er í nóvember. Ef meirihluti kjósenda samþykkir löggjöfina fær hún að standa - og skoðanakannanir benda til þess að þó meirihluti fólks í S.D. sé andsnúið fóstureyðingum telji það lögin allt of hörð.

Þessi lög eru merkileg, því yfirlýstur tilgangur þeirra er ekki bara að svifta konur í Suður Dakota öllum "reproductive rights", heldur er von republikana að þessi lög endi fyrir hæstarétti og neyði hann til að taka aftur upp Roe-vs-Wade. Von þeirra er að með liðsinni Roberts og Alito verði hægt að afnema Roe-vs-Wade.

Og þannig fjalla fjölmiðlar yfirleitt um tilraunir anti-choice aktivista, sem einhverskonar pólítík, sem eigi fullan rétt á sér, málið snúist um löggjöf, dómsúrskurði etc. Vissulega snýst þetta allt um dómsúrskurði og löggjöf, og við getum litið á andstæðingar fóstureyðinga sem hugsjónafólk sem hefur áhyggjur af "ófæddum börnum" og er í pólítík að semja lög og lagafrumvörp. En svoleiðis skilningur á andstæðingum fóstureyðinga villir okkur sýn - og til þess að skilja hverskonar fólk leiðir baráttuna gegn fóstureyðingum í Suður Dakóta er rétt að hlusta á hvað það fólk raunverulega er að segja, og velta því fyrir sér hverskonar þankagangur geti búið að baki þeim orðum.

Hvaða konur mega fara í fóstureyðingu samkvæmt republikönum í Suður Dakota? Bara hreinar meyjar sem er nauðgað- en það er ekki nóg. Bill Napoli, sem er í öldungadeild fylkisþingsins útskýrir fyrir okkur við hvaða aðstæður konur geta mögulega átt rétt á að taka sjálfar móralskar ákvarðanir um eigin líkama. Flestar fóstureyðingar eru að hans mati "convenience abortions", og þær eigi að banna, en það sé vissulega hægt að leyfa fóstyreðingar undir sérstökum aðstæðum:

A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)

Semsagt:

  1. Brutally, savagely raped
  2. Virgin
  3. Religious
  4. Saving her virginity until marriage
  5. Sodomized as bad as you can possibly make it
  6. Physically and psychologically messed up
  7. Carrying the child would threaten her life

Það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hverskonar maður getur hugsað upp svona lista. Maður þarf að hafa ansi merkilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þær sem mr. Napoli ryður útúr sér af augljósri gleði. Þær bera líka fagurt vitni um ást Napoli á fólki - það getur enginn efast um að Napoli elski fóstur, en ég leyfi mér að efast um að maður sem getur talað á þennan hátt geti borið mikla virðingu fyrir konum. Í hans huga geta eingöngu stúlkur sem eru hreinar meyjar og fara reglulega í kirkju verið trámatíseraðar af nauðgun? Og hvaðan kemur þessi liður nr 5? Ég get kannski skilið hina liðina - ef maður er andstyggilegur trúarofstækismaður og kvenhatari myndi maður auðvitað vera þeirrar skoðunar að engar konur mættu fara í fóstureyðingu aðrar en trúræknar og hreinar meyjar - en hvaðan kemur þetta með lið númer fimm? Hvað getur það mögulega haft með þunganir og fóstureyðingar að gera?! Það er augljóst hvert hugsanirnar reika þegar Napoli liggur í rúminu á síðkvöldum og hugsar um hvernig megi svifta konur yfirráðum yfir eigin líkama. 

Auðvitað eru ekki allir andstæðingar fóstureyðinga samskonar fólk og Napoli - en það er fólk eins og hann sem leiðir herferðina gegn reproductive rights.

M


Pulsa á priki, vafin inní pönnuköku með súkkulaðibitum, mmm...

jimmy-dean-pancake-sausage-chocolate-c.jpg

Matarmenning Bandaríkjanna er einstök. Í haust fór ég á Minnesota State Fair og keypti mér djúpsteiktan Snickers á priki, velt uppúr flórsykri - en þetta toppar það nú eiginlega. 'Jimmy Dean Chocolate Chip Pancakes & Sausage on a Stick'. Yummy!


Mikilvægustu kosningamálin í haust? Helgi hjónabandsins og hommaógnin ægilega

Jesus Hates Fags.jpg

Núna um helgina var haldinn einhverskonar samkoma á vegum Family Research Council, "Value voters summit", og þar voru samankomnir allir helstu hugmyndasmiðir og lýðskrumarar þessa arms republikanaflokksins, Sean Hannity, Ann Coulter, Newt Gingrich, Bill Bennett, Fylikisstjórarnir Mitt Romney og Mike Huckabee, Senatorarnir George Allen og Sam Brownback, auk allskonar presta og predíkara. Í stuttu máli allir helstu talsmenn þess að ríkisvaldinu sé breytt í siðgæðisvörð.

Samkvæmt Marilyn Musgrave (R-CO), er alvarlegasta og mest áríðandi málið sem bandaríska þjóðin stendur frammi fyrir, ekki stríðið, hryðjuverk eða fjárlagahallinn, nei, það eru allir hommarnir! Þetta sagði hún um hjónabönd samkynhneigðra:

"This is the most important issue that we face today.” She told the audience that “when you’re in a cultural war like this, you have to respond with equal and hopefully greater force if you want to win,” and warned that the “future is grim” if gay marriage is not banned.

Aðrir fundargestir höfðu samskonar áhyggjur af samkynhneigð - sem er víst einhverskonar satanískt samsæri, kokkað upp í dýpstu pyttum vítis af lúsífer sjálfum... McKissic prestur við Cornerstone Baptist Church í Texas sagði að "the gay rights movement was inspired “from the pit of hell itself,” and has a “satanic anointment.” Það vantar ekki! Og þegar maður er að fást við svona andstæðinga dugar ekkert annað en guðlegur innblástur. Wellington Boone, sem er víst einhverskonar biskup í sinni eigin kirkju, "Wellington Boone Ministries":

“I want the gays mad at me.” Boone said that while “the gays” are “saying a few things” about him, “they’re not coming at me strong.” ... Back in the days when I was a kid, and we see guys that don’t stand strong on principle, we call them “faggots.” … [People] that don’t stand up for what’s right, we say, “You’re sissified out!” “You’re a sissy!” That means you don’t stand up for principles. 

Meðal gesta voru aðrir merkismenn, meðal annars George "Macaca" Allen, en í hans ungdæmi voru menn eins og Boon víst kallaðir surtir, og fengu afskorin dýrshöfuð í póstinum... (sjá þessa færslu mína fyrr í vikunni) En Allen og Boone geta ábyggilega verið sammála um andstyggilegheit samkynhneigðar? Þessi fagri félagsskapur mannvina telur sig vera fulltrúa hins þögla meirihluta siðprúðra og sannkristinna "value voters".

Þetta er orðinn gamall, og frekar leiðinlegur söngur. Ég hef lesið ótal greinar og bloggfærslur, og tekið þátt í óteljandi samræðum þar sem fárast er yfir því að republikönum detti aldrei neitt nýtt í hug: Helstu kosningamál þeirra séu alltaf þau sömu. Fánabrennur, hommaógnin hræðilega og fóstureyðingafaraldurinn. Og stundum hugsa ég með mér að blaðamenn og bloggarar hljóti að fá leið á því að skrifa um hversu furðulegt það sé að annar af stærstu stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna - flokkur sem nýtur stuðnings nærri helmings þjóðarinnar - skuli virkilega bjóða kjósendum upp á svona pólítík. Það er auðvelt að hrista hausinn og segja sem svo að þetta fólk sé ekki alveg í lagi í höfðinu, það sé of heimskt til að geta tekið þátt í samfélagi siðaðra manna, það sé leitt áfram af lýðskrumurum og eiginhagsmunapoturum á borð við Allen og Santorum.

Vandræði Allen í Virginíu og Santorum í Pennsylvaniu benda hins vegar til þess að það séu takmörk fyrir því hversu langt stjórnmálamenn komist á því að höfða einvörðungu til hómfóbískra trúarofstækismanna. Þó við sem fylgjumst með stjórnmálum vitum fullvel hvaða skoðanir Allen og Santorum hafa - virðist meðalkjósandinn hins vegar fullkomlega blindur. En viti menn, þegar dagblöð og sjónvarp byrjuðu að flytja fréttir af rasisma Allen tók fylgi hans að hríðfalla. Meðan hann gat haldið uppi einu andliti gagnvart venjulegum, óupplýstum kjósendum, og öðru gagnvart skítaelementinu í flokknum, var endurkjör hans nokkurnveginn tryggt.

Ég var eiginlega búinn að komast á þá skoðun að það væri tímaeyðsla að vera að velta sér uppúr hómófóbíu, rasisma og öðrum andstyggilegum skoðunum þingmanna republikana - því ég hafði látið blekkjast af áróðursmaskínu flokksins, sem heldur því fram að meirihluti bandarísku þjóðarinnar hefði velþóknun á svoleiðis tali, og hafi ekki áhuga á öðru en fóstureyðingum og samkynhneigð. Fylgistap Santorum, og nú Allen, virðist hins vegar benda til þess að bandarískum almenningi sé ekki alls varnað.

M


Hugo Chavez: "En Bush byrjaði! Og hann var að uppnefna mig! búúhúú!"

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_chavez_ahmadinejad.jpg

Eins og flestir vita uppnefndi Hugo Chavez, sem er að mati fréttaskýrenda íllilegasti populisti Suður-Ameríku, Bush Bandaríkjaforseta "Satan" á fundi bókaklúbbs nokkurs í New York nú um daginn. En síðan þá hefur komið í ljós að Bush sé líklega ekki satan [sjá færslu hér að neðan]- og bandarískir pólítíkusar af báðum flokkum keppst um að lýsa yfir vanþóknun sinni á munnsöfnuði Chavez. Og Chavez virðist hafa skammast sín, eða í það minnsta fundist hann þurfa að fara að afsaka sig. Í viðtali við Time fer Chavez allur í hnút, og reynir að afsaka ásakanirnar:

Bush has called me worse things — tyrant, populist dictator, drug trafficker, to name a few," Chavez said. "I'm not attacking Bush; I'm simply counterattacking. Bush has been attacking the world, and not just with words — with bombs. I think the bombs he's unleashed on Baghdad or Lebanon do a lot more harm than any words spoken in the United Nations.

Þetta finnst mér alls ekki sæmandi manni á borð við Chavez. Ekki færi Ahmadinejad að reyna að afsaka stórkarlalegar blammeringar, vænisýki og samsæriskenningar sínar um hinn stóra satan og zionistana? Og samt er Chavez minnstakosti tvisvar sinnum stærri en Ahmadinejad!

M


Chomsky nr 1! Þökk sé Chavez - en NAE sannar að Bush sé ekki Satan

Hah! Samkvæmt sölutölum er Chomsky núna mest seldi höfundurinn á Amazon! Og allt Chavez að þakka. Hver segir ekki að vinstrimenn kunni ekki skammarlausa markaðssetningu og auglýsingaskrum? Villandi auglýsingar og vörufölsun? Það kunna vinstrimenn líka! Sala bókarinnar er nefnilega mikið til því að þakka að Chavez veifaði henni á milli þess sem hann úthrópaði Bush fyrir að vera andkristur endurborinn. Áræðanlegar heimildir herma hins vegar að svo sé ekki.

Ted Haggard, sem er forseti Landssamtaka Bandarískra Evangelista, (National Association of Evangelicals), lét nefnilega fræðimenn á vegum samtakanna fara ofaní kjölinn á yfirlýsingum Chavez. Samkvæmt fréttatilkynningu frá NAE er Bush alls ekki andkristur:

NAE theologians and scholars have conducted a thorough exegetical study of the biblical texts concerning the person, disposition, and earthy manifestations of Satan (Beelzebub, Lucifer, Prince of Darkness). They have incontrovertible concluded that, contrary to the assertion of Hugo Chavez, President Bush is not the Devil.

Það er þó gott að það sé á hreinu...

M

  

 


Hugo Chaves, Noam Chomsky og Satan

chomsky_chavez.jpg

Meðan Ahmadinejad talaði um það hversu viðkvæmt nef hann væri með og hversu vond lykt væri í höfuðstöðvum Sameinuðuþjóðanna, ("finniði það ekki? ha? Það er skrýtin lykt hérna? sniff sniff... hvað, hvað er þetta? Það lyktar svoldið eins og... eins og brennisteinn? kannski egg?") var Hugo Chavez upptekinn við að plögga bókum fyrir vin sinn Noam Chomsky.

Eftir að Chavez sást veifa bók Chomsky Hegemony and Survival: America's Quest for Global Dominance, og tala um hversu ómissandi þessi bók væri, hvernig hún útskýrði hreint allt um hversu ílla væri komið fyrir heiminum, og hversu vont bandaríska heimsveldið væri, hefur sala hennar rokið upp úr öllu valdi, og hún situr núna númer 7 á sölilista Amazon. Það getur enginn svolítið alternatíf og intellektúal Collegestudent látið sjá sig á kaffihúsum þessa dagana nema vera með eintak af Chomsky. Þetta er hið fullkomna conversationspiece - Chomsky skrifar teksta sem auðvelt er að vitna í, og nógu æsingakennt til þess að maður geti sagt "þetta er mjög áhugavert, en ég er ekki sammála öllu... við getum talað um þetta og hlustað á nýju Arcade Fire plötuna mína..." og þóst vera bæði radíkal og hógvær og up to date í sömu andrá.

En Chavez ætlaðist ekki til þess að bókin væri keypt til þess að pikka upp kvenmenn, 

I think that the first people who should read this book are our brothers and sisters in the United States, because the threat is in their own house. The Devil is right at home. The Devil, the Devil, himself, is right in the house.

Það er fyrir löngu þekkt að kynlíf og fáklæddar konur virki vel í auglýsingum, en Chavez sannar að Satan virkar jafn vel. Þetta hefur kaþólska kirkjan fyrir löngu fattað og byggt upp eitt bestlukkaða franchise allra tíma. Það var tími kominn til þess að vinstrimenn áttuðu sig á þessu.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband