Þing Norður Dakóta ætlar að banna allar fóstureyðingar, jafnvel í tilfellum nauðgunar og sifjaspells...

Hugmyndir Pat Robertson um feminisma eru ekkert mikið skuggalegri en hugmyndir Bill Napoli um konur og fóstureyðingarÞing Norður Dakóta er nefnilega þeirrar skoðunar að allar fóstureyðingar séu einhverskonar "morð", og vill fá að setja í lög að draga megi bæði konur sem fara í fóstureyðingu og lækna sem framkvæma þær fyrir dóm!

The bill would allow the Attorney General to implement a ban on abortion regardless of the status of Roe v. Wade. Performing an abortion would become a Class C felony in the state.

Sarah Stoesz, President and CEO of Planned Parenthood Minnesota, North Dakota, South Dakota, is monitoring the progress of the legislation. “North Dakotans deserve to make these personal, private decisions free from government intrusion,” Stoesz said. “This bill attempts to substitute political opinion for medical judgment and endangers women’s health and safety in the process,” said Stoesz.

Í fyrra höfnuðu kjósendur í Suður Dakóta fáránlegri löggjöf sem bannaði næstum allar fóstureyðingar, en Feministing bendir á að þessi löggjöf Norður Dakóta sé enn strengri. Þegar kjósendur í Suður Dakóta höfnuðu þessum fáránlegu lögum héldu talsmenn skynsemi og frelsis að bókstafstrúarvitfirringar hefðu loksins fattað að ef almenningur í Suður Dakóta - sem er mjög íhaldssamt fylki - vilja ekki búa í einhverskonar pápískri forneskju, er útilokað að almenningur myndi styðja víðtækari takmörkun á réttindum kvenna.

En þetta mál snýst auðvitað ekki um vilja kjósenda, heldur er það sprottið úr mjög svo sérkennilegu innra sálarlífi þeirra sem telja allar fóstureyðingar afdráttarlausan glæp - og því þótti mér full ástæða til að rifja upp ummæli Bill Napoli, öldungardeildarþingmanns í Suður Dakota, en hann útskýrði fyrir NPR hvað hann gæti viðurkennt sem ásættanlega undanþágu frá fóstureyðingarbanninu:

A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)

Maður þarf að hafa ansi sérkennilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þessar. Ég held ekki að ég myndi þora að skilja börnin mín eftir ein í herbergi með Mr Napoli.

Fóstureyðingar virðast reyndar vera að komast aftur á dagskrá stjórnmálanna, því Zell Miller, sem var öldungardeildarþingmaður Demokrata áður en hann ákvað að styðja Bush fyrir kosningarnar 2004 hélt því nefnilega fram um helgina að síðan fóstureyðingar voru gerðar löglegar 1973 hafi 45 milljón "börn" verið "myrt", og að þessi ægilega barnamorðaplága væri ástæða allra vandræða Bandaríkjanna í dag.

Miller claimed that 45 million babies have been "killed" since the Supreme Court decision on Roe v. Wade in 1973.

"If those 45 million children had lived, today they would be defending our country, they would be filling our jobs, they would be paying into Social Security," he asserted.

Þetta er auðvitað hin fullkomna hnífsstungumýta: Vinstrimenn komu í veg fyrir að stríðið í Írak ynnist, með því að myrða öll börnin sem hefðu annars orðið hermenn, sem hefðu þá verið í Írak að drepa heiðingja?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Enn ein tilraunin hjá þessum geðsjúklingum til þess að neyða Hæstaréttinn til að endurskoða Roe v. Wade.  Trúi því þó varla að nágrannar okkar í ND samþykki þessa vitleysu frekar en íbúar SD.

Róbert Björnsson, 13.3.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

"Strangari" ekki strengri.

Ómar Örn Hauksson, 13.3.2007 kl. 18:40

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Svona lagasetningar byggja á því að hægt er að færa rök fyrir hvaða bulli sem er þegar vinna þarf einhverju máli fylgi. Gott er að nota sterk lýsingarorð og telja fólki trú um að verið sé að forða samfélaginu frá einhverjum voðaverkum.

Ég tel það vandamál í stjórnmálum að venjulegt hófsamt fólk gefur sig ekki í pólitík og þess vegna er farið safnast á þjóðþing um allan heim hópar af öfgafullu liði. Afleiðingarnar ættum að vera öllum ljósar í pistlinum hér. 

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 07:47

4 identicon

Þetta er dulítið öfgakennt. Vissulega er fóstureyðing morð, en skv hefðinni eru sum morð réttlætanlegri en önnur.

Reynslan hefur sýnt það að það er erfitt eða jafnvel ómögulegt að koma í veg fyrir þessa tegund af lífláti þegar vilji móðurinnar er skýr.

Öllum þessum 45 milljónum hefði seint verið bjargað með lagasetningu og slík lagasetning gæti hafa komið í veg fyrir fæðingu eða valdið dauða annarra 45 milljóna.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:15

5 Smámynd: FreedomFries

Það er alls ekki augljóst að fóstureyðingar séu "morð", það er hins vegar augljóst að ákvörðun um fóstureyðingu sé alvarleg siðferðisleg spurning. Sumum finnast þær vera óréttlætanlegar og öðrum finnst þær vera það. Þetta getum við öll verið sammála um. Þar sem ég er ekki kona, og hef aldrei þurft að taka þessa ákvörðun finnst mér ég ekki hafa forsendur til að setja mig í neitt dómarasæti - en ég treysti konum, eins og ég treysti öðrum einstaklingum, til að taka persónulegar siðferðislegar ákvarðanir. Það er konan sem þarf að búa með ákvörðuninni - hvort heldur hún ákveður að eiga barnið eða ekki. Það er því konan sem á að taka ákvörðunina.

Það er engum gerður greiði með því að láta sem fóstureyðingar séu eitthvað "piece of cake" sem ekki þurfi að taka alvarlega, eða þær séu einhverskonar grín og sprell. En akkúrat vegna þess að þær eru alvarlegar siðferðislegar spurningar á að láta konur um að taka þær ákvarðanir sjálfar. Kona sem ákveður að fara í fóstureyðingu veit sennilega betur en ég eða þú, eða eitthvað annað fólk úti í bæ hverjar afleiðingar þess verða, og hverjar afleiðingar þess að fara ekki verða. Ég gef konum meira "credit" en svo að ég treysti þeim ekki til að taka þessar ákvarðanir sjálfar.

Svo bætist við það sem þú bendir á - lagasetning hefði ekki "bjargað" öllum þessum "ófæddu börnum", því það hefur alltaf verið mikil "eftirspurn" eftir fóstureyðingum, hvort heldur þær eru löglegar eða ekki. Með því að gera þær ólöglear er verið að stefna heilsu og lífi kvenna í óþarfa hættu. Allt vegna þess að körlum eins og Napoli (og andlegum frænda hans og vini okkar Jóni Val) þykir þeir hafa betri siðferðiskennd en annað fólk, og sérstaklega konur. (það er reyndar merkilegt að það eru bara karlmenn sem hafa kommentað á þessa færslu, hvort það er vegna þess að það séu bara karlmenn sem lesi þetta blogg mitt, eða hvað, veit ég ekki...?)

Dæmin frá Dakótunum sanna svo líka að þegar siðferðislögreglan fer af stað kann hún sér engin takmörk - talsmenn fóstureyðingabanns í Norður Dakóta vilja jafnvel neyða táningsstelpur sem hefur verið nauðgað af feðrum sínum til að ganga með barnið! Í hverskonar viðurstyggilegri og satanískri forneskju er svoleiðis pólítík réttlætanleg!? Ég viðurkenni fúslega að ég er mjög æstur yfir þessari vitleysu!

Í þessu máli hef ég sömu skoðun og öllum öðrum málum sem snúa að einstaklingsfrelsi: Ríkið hefur akkúrat ekkert með að setja lög eða vasast í persónulegu einkalífi fólks. Einstaklingarnir eru best til þess fallnir að taka persónulegar siðferðislegar ákvarðanir fyrir sjálfa sig... Því miður er það rétt sem Haukur bendir á, það er of fátt sæmilega hófsamt fólk í stjórnmálum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Ástæðan er auðvitað að skynsamt og hófsamt fólk fer ekki um með gólum og gargi eins og trúarofstækismenn í Bandaríkjunum gera.

Bestu kveðjur allir saman!

Magnús

FreedomFries, 14.3.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband