150 nemendur úr "háskóla" ofstækismannsins Pat Robertson vinna fyrir Bush stjórnina...

Regent háskóli er tilvalinn fyrir þá sem bæði hata homma og komast ekki inn í alvöru háskóla...Síðan Monica Goodling komst í fréttirnar í tengslum við saksóknarahreinsunina hafa bandarískir fjölmiðlar töluvert fjallað um "Regent University", en Goodling er útskrifuð úr þessum "háskóla". Goodling var þriðja hæst setta manneskjan innan Dómsmálaráðuneytisins, og hafði meðal annars umsjón með brottrekstri saksóknaranna og vali á nýjum saksóknurum, og í ljósi þess að Gonzales og Goodling hafa haldið því fram að hafænismat eitt hafi ráðið ferðinni þegar menn voru reknir eða ráðnir í vinnu sem ríkissaksóknarar er ekki úr vegi að fjölmiðlar hafi áhuga á menntun og forsendum Goodling.

"Regent University" er rekinn af Pat Robertson - já, sama Pat Robertson og sagði að hryðjuverkaárásirnar í september 2001 hafi verið refsing guðs fyrir samkynhneigð og fóstureyðingar Bandaríkjamanna. Það er kannski enginn höfuðglæpur að sækja háskóla sem er rekinn af vitfirrtum jólasveini, en það er spurning hversu góða menntun slíkur skóli býður upp á.

Samkvæmt nýjustu úttekt USA News, sem metur gæði háskóla, kemst Regent ekki einu sinni á blað - hann er "unranked", líkt og bréfaskólar og sumar ómerkilegustu "diploma mills" sem veita fólki háskólagráður fyrir það eitt að að kunna að skrifa undir ávísun, jú, og eiga innistæðu á bankareikning eða aðgang að námslánum. Samkvæmt eldri úttekt þeirra, frá 2004, er lagaskóli Regent (Sem Goodling er úskrifuð frá) metinn með lélegustu lagaskólum allra Bandaríkjanna - hann er í fjórða flokki. Goodling er því ekki útskrifuð úr annars flokks háskóla, heldur fjórða flokks háskóla!

Það sem gerir þetta samt merkilegra er að þar til fyrir skemstu montaði Regent sig af því að yfir 150 starfsmenn Bush stjórnarinnar væru útskrifaðir úr skólanum! Þessi tala vakti að vonum athygli: Bush stjórnin leitar að fólki til að stjórna Bandaríkjunum í skóla, sem er svo lélegur að hann kemst varla á blað? 150 starfsmenn stjórnarinnar eru með próf úr "skóla" sem er rekinn af sjónvarpspredíkara? Öll þessi athygli hefur hins vegar farið eitthvað fyrir brjóstið á skólanum - því "About Us" síðu skólans var breytt til að fjarlægja þessa staðhæfingu. Nú spyrja menn: hvað veldur? Skammast skólinn sín fyrir að vera bendlaður við Bush stjórnina, eða skammast Bush stjórnin sín fyrir að vera bendluð við skólann? (Google geymir gamlar útgáfur af heimasíðum, sjá eldri útgáfu síðu Regent hér - og svo síðuna eins og hún er í dag).

Tengslin milli Regent University og Bush stjórnarinnar eru langt í frá lítil - því fyrrum nemendur skólans og starfsmenn virðast hafa ratað í margar mjög valdamiklar stöður innan stjórnarinnar. Kay Coles James, fyrrum rektor "Regent's Robertson School of Government" var skipaður The Director of the Office of Personnel Management, sem er yfirmaður allra ríkisstarfsmanna. DOPM er eitt mikilvægasta embætti framkvæmdavaldsins. Þess má svo geta að John Aschroft sem var dómsmálaráðherra Bush á fyrsta kjörtímabilinu er nú prófessor í Regent. Kannski getur Gonzales líka fengið vinnu hjá Regent eftir að hann segir af sér?

Það er kannski ekki skrýtið að Bush stjórnin hafi ratað í núverandi vandræði fyrst þeir reiða sig á fólk með menntun úr fjórða flokks "háskólum" sem eru reknir af sjónvarpsfígúrum?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið að þessi Pat Robertson sem þú andskotast út í er með doktorspróf í lögum frá Yale háskólanum sem skv. töflunni sem þú vísar í er 3 í röðinni yfir bestu skólana. Það þætti nú gott að einhverjir lagaprófessora okkar hefði staðist þær akademísku kröfur sem Pat hefur þurft að standast þar. Háskólarnir á Íslandi munu víst vart eygja hælana á Yale þaðan sem þeir hafa tærnar , só tú spík. Svo virðist maðurinn eftir þessa þrekraun í Yale hafa farið og tekið masterspróf í NY háskólanum í guðfræði eins og doktorspróf ó lögum hafi nú ekki verið ærið. GEri aðrir betur.

Siggi (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 02:35

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Pat Robertson er EKKI með doktorspróf frá Yale!  Hann er raunar ekki með neitt doktorspróf nema hugsanlega heiðursdoktorsnafnbót frá Regent skólanum sínum.  Hann kláraði "Bachelor of Legal Letters" gráðu frá Yale árið 1955 en FÉLL á lögmanns-prófinu (bar exam).   Þar að auki má ekki rugla saman NYU og "New York Theological Seminary" sem er alls óskyld stofnun og ómerkari.

Þess má geta að George W. Bush stúderaði líka í Yale á sínum tíma og hérna má til gamans skoða einkunna-blað hans http://2004.georgewbush.org/bios/yale-transcript.asp .   Ætli það hafi ekki margir ríkir pabbadrengirnir komist í gegnum Yale án þess að hafa haft til þess gáfurnar.

Það er annars stórmerkilegt að Regent "University" skuli fá að bera nafnið háskóli og að þessi stofnun sé yfirleitt tekin alvarlega.   Þetta er svona álíka eins og að þeir á Omega sjónvarpsstöðinni íslensku færu að stofna "háskóla" og útskrifa lækna og lögfræðinga...þvílíkt bull!

Róbert Björnsson, 17.4.2007 kl. 06:30

3 Smámynd: FreedomFries

Það skiptir svosem engu hvaðan Pat Robertson er með próf og í hverju hann er með próf. (Michael Savage, stjórnandi Savage Nation, sem var rekinn fyrir nokkrum árum frá MSNBC fyrir ótrúlegan munnsöfnuð og svívirðingar í garð minnihlutahópa, er með doktorspróf frá Berkeley).

Það sem ég er að "andskotast" út í er að Robertson er ekki með öllum mjalla, sem skiptir minnstu máli, og að "háskóli" hans (sem skv. mest notuðu háskólaflokkun Bandaríkjanna) kemst ekki á blað sem alvöru menntastofnun, skuli útskrifa starfsmenn Bush stjórnarinnar... Skóli sem veitir svo lélega menntun að það er hlegið að honum. ÞAÐ er skugglagt, og ég held að það hafi ekkert með pólítíska sannfæringu að gera: það geta allir verið sammála um að það á ekki að ráða fólk til að sinna ábyrgðarmiklum opinberum störfum sem hefur enga (eða samasem enga) menntun, bara vegna þess að það er með ideológískan stimpil á einhverju "diploma".

M

FreedomFries, 17.4.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband