Bara sannkristnar jómfrúr sem hafa verið "brutally, brutally sodomized" mega fara í fóstureyðingu í S.D.

pro-life_trailer.jpg

Eitt af þeim málum sem kosið verður um í haust er löggjöf í Suður Dakóta sem bannar nánast allar fóstureyðingar. Jerry Falwell og trúaröfl republikanaflokksins hafa barist hetjulega fyrir þessari löggjöf, sem þing fylkisins samþykkti í vetur. Þökk sé kjósendum í S.D. tókst sem betur fer að safna nógu mörgum undirskriftum til þess að löggjöfin verði borin undir vilja kjósenda í fylkinu samhliða því sem kosið er í nóvember. Ef meirihluti kjósenda samþykkir löggjöfina fær hún að standa - og skoðanakannanir benda til þess að þó meirihluti fólks í S.D. sé andsnúið fóstureyðingum telji það lögin allt of hörð.

Þessi lög eru merkileg, því yfirlýstur tilgangur þeirra er ekki bara að svifta konur í Suður Dakota öllum "reproductive rights", heldur er von republikana að þessi lög endi fyrir hæstarétti og neyði hann til að taka aftur upp Roe-vs-Wade. Von þeirra er að með liðsinni Roberts og Alito verði hægt að afnema Roe-vs-Wade.

Og þannig fjalla fjölmiðlar yfirleitt um tilraunir anti-choice aktivista, sem einhverskonar pólítík, sem eigi fullan rétt á sér, málið snúist um löggjöf, dómsúrskurði etc. Vissulega snýst þetta allt um dómsúrskurði og löggjöf, og við getum litið á andstæðingar fóstureyðinga sem hugsjónafólk sem hefur áhyggjur af "ófæddum börnum" og er í pólítík að semja lög og lagafrumvörp. En svoleiðis skilningur á andstæðingum fóstureyðinga villir okkur sýn - og til þess að skilja hverskonar fólk leiðir baráttuna gegn fóstureyðingum í Suður Dakóta er rétt að hlusta á hvað það fólk raunverulega er að segja, og velta því fyrir sér hverskonar þankagangur geti búið að baki þeim orðum.

Hvaða konur mega fara í fóstureyðingu samkvæmt republikönum í Suður Dakota? Bara hreinar meyjar sem er nauðgað- en það er ekki nóg. Bill Napoli, sem er í öldungadeild fylkisþingsins útskýrir fyrir okkur við hvaða aðstæður konur geta mögulega átt rétt á að taka sjálfar móralskar ákvarðanir um eigin líkama. Flestar fóstureyðingar eru að hans mati "convenience abortions", og þær eigi að banna, en það sé vissulega hægt að leyfa fóstyreðingar undir sérstökum aðstæðum:

A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)

Semsagt:

  1. Brutally, savagely raped
  2. Virgin
  3. Religious
  4. Saving her virginity until marriage
  5. Sodomized as bad as you can possibly make it
  6. Physically and psychologically messed up
  7. Carrying the child would threaten her life

Það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hverskonar maður getur hugsað upp svona lista. Maður þarf að hafa ansi merkilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þær sem mr. Napoli ryður útúr sér af augljósri gleði. Þær bera líka fagurt vitni um ást Napoli á fólki - það getur enginn efast um að Napoli elski fóstur, en ég leyfi mér að efast um að maður sem getur talað á þennan hátt geti borið mikla virðingu fyrir konum. Í hans huga geta eingöngu stúlkur sem eru hreinar meyjar og fara reglulega í kirkju verið trámatíseraðar af nauðgun? Og hvaðan kemur þessi liður nr 5? Ég get kannski skilið hina liðina - ef maður er andstyggilegur trúarofstækismaður og kvenhatari myndi maður auðvitað vera þeirrar skoðunar að engar konur mættu fara í fóstureyðingu aðrar en trúræknar og hreinar meyjar - en hvaðan kemur þetta með lið númer fimm? Hvað getur það mögulega haft með þunganir og fóstureyðingar að gera?! Það er augljóst hvert hugsanirnar reika þegar Napoli liggur í rúminu á síðkvöldum og hugsar um hvernig megi svifta konur yfirráðum yfir eigin líkama. 

Auðvitað eru ekki allir andstæðingar fóstureyðinga samskonar fólk og Napoli - en það er fólk eins og hann sem leiðir herferðina gegn reproductive rights.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli einnig með þessari grein: http://www.womensenews.org/article.cfm/dyn/aid/2894

ladymary (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 13:19

2 Smámynd: FreedomFries

Takk fyrir ábendinguna.

Magnús

FreedomFries, 3.10.2006 kl. 14:58

3 identicon

Mér finnst nú liggja í augum uppi að stúlka sem er "sodomized" þurfi ekki að fara í fóstureyðingu.

Álfur (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 08:30

4 Smámynd: FreedomFries

Napoli tók skýrt fram að hún þurfi að uppfylla ALLA liði, frá eitt til sjö. Ekki spyrja mig af hverju liður fimm sé nauðsynlegur líka.

FreedomFries, 4.10.2006 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband